Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ „Þótt það sé meiri stéttaskipting og fólk geti haft það ofboðslega gott og ofboðslega slæmt í Banda- ríkjunum, þá virðist brauðstritið hafa meiri áhrif á líf fólks hér en þar. Hér getur fólk leyft sér miklu minna, í heildina séð, en fólk á sama plani úti.“ Lífsgildin og hamingjan um - sem honum þykir eflaust vænt um - að afgreiða þeirra mál, áður en nokkuð annað gerist. Þannig getur fólk haldið vinskap og virðingu sín á milli í stað þess að þurfa að særa einhvern djúpum sárum.“ Dóttirin Eva, sem er fjögurra ára, dvelur mikið hjá pabba sínum, enda komu foreldrarnir sér saman um skipt forræði. En hvernig lítur Matti á hlutverk sitt sem foreldris? „Ég lít þannig á að foreldrahlut- verkið sé skuldbinding fyrir lífstíð. Ég reyni að láta tímann með Evu ganga fyrir öllu. Stundum, þegar ég hef ekki séð hana í tvo daga, finnst mér ég vera að koma heim úr ferðalagi og ég hlakka svo mik- ið til að sjá hana. Mér hefur þótt mjög mikilvægt að hún viti alltaf hvað er að ger- ast hveiju sinni. Hún verður að vita hvar hún stendur, engu síður en fullorðnar manneskjur. Það er mikilvægt að segja börnunum sín- um alltaf satt. Ef maður ætti að kenna þeim að biðja, ætti maður að kenna þeim að biðja um góða dómgreind. Það er aðeins hægt með því að segja þeim alltaf satt. Við ættum alltaf að treysta börn- um til að taka við sannleikanum og höndla hann á sínu eigin plani. Annað gæti komið niður dóm- greind þeirra." Nudd fyrir karla og konur Um þessar mundir er Matti að opna nýja nuddstofu, í Sjálfefli á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Fram til þessa hefur hann ein- ungis meðhöndlað kon- ur, þar sem karlar eiga ekki aðgang að Baðhús- inu, en í Sjálfefli mun hann taka á móti bæði konum og körlum. Hann verður þó áfram með nuddstofuna í Baðhús- inu þrjá daga vikunnar en verður síðan í Sjálf- efli aðra þijá daga. „Ég get í rauninni bara nýtt afmarkaðan hluta af námi mínu í Baðhúsinu," segir hann, „en sá hluti hefur nýst vel þar. í Sjálfefli mun ég nýta aðrar tegundir af líkams- vinnu og aðrar tegundir af nuddi, líkamsbeitingu og mataræði. Kúnnarnir sem koma til mín í Baðhúsinu eru fremur að leita að slökun - sem er vissulega nauð- synleg í nútíma þjóðfélagi, en síð- an eru tilfelli sem þurfa ítarlegri meðhöndlun, bæði meðal kvenna og karla. A næstunni mun ég iíka verða með námskeið í kínverskum æf- ingum (Qi Gong), sem henta nán- ast öllum aldri. Þær eru einfaldar í framkvæmd, þjálfa upp einbeit- ingu og styrkja líkamann innan frá. Þær eru mjög kraftmiklar og styrkjandi og byggjast að miklu leyti á öndun, hægum hreyfingum og einbeitingu hugans." Matti er fæddur og uppalinn í Keflavík, þar sem nánast allur ættbálkur móður hans hefur verið búsettur. Samgangur innan ættar- innar er gríðarmikill og hefur Matti mikið og gott samband við móðurafa sinn og nafna. „Mér finnst að við ættum að nýta okkur þá staðreynd að eldra fólkið hefur verið hér lengur en við. Það býr margt yfir hafsjó af þekkingu. Mér finnst ómetanlegt að hafa átt afa og ömmu sem ég gat sótt í, auk fleiri vina sem eru á efri árum, sem ég get rætt við um lífsins gagn og nauðsynjar. Við gerum of lítið af því að spyija eldra fólk, vegna þess að við höldum að við höfum svör við öllu. En þótt það séu öðruvísi tímar núna en aldraðir í dag áttu að venjast, þá er þetta fólk ennþá að fást við það sem kemur upp í hjónaböndum, rekstri heimilis og samskiptum við fólk. Við ættum að hægja aðeins á okkur og átta okkur á því að þau svör sem við þurfum á að halda fyrir okkar líf, eru nær okkur en við gerum okkur grein fyrir.“ „Góð snerting telst til dæm- is faðmlag, klapp á öxl, hlýr koss f rá ástvini og svo framvegis, sem getur sagt meira en þúsund orð.“ Það fyrsta sem maður tekur eftir, þegar maður hittir Matta, er hversu tær hugsun hans er. Hismið hefur verið greint frá kjarnanum, sálarró hans virðist ekkert fá haggað og hann hefur skoðanir á öllu sem viðkemur manninum og samfélaginu. Hon- um verður tíðrætt um uppeldi og umönnun barna hér á íslandi, sem honum fínnst ekki í nógu góðum farvegi. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk átti sig á hvaða lífsgildi vega þyngst fyrir hamingju þess og reyni að taka ákvarðanir sam- kvæmt því í lífinu. Vil ég vinna fjórtán tíma á dag, til að eignast eitthvað, eða vil ég vinna sex til átta tíma á dag og hafa meiri tíma til að sinna maka mínum og böm- um? Það er, því miður, of algengt að fólk þurfi að vinna of mikið og hafi þar af leiðandi ekki þennan valmöguleika til að sinna fjölskyld- unni eða sínum nánustu betur. Ég kem, til dæmis, úr ijölskyldu sem er mjög samheldin. Þar þekkj- ast ættingjarnir og umgangast meira en maður sér í mörgum öðrum fjölskyldum í kringum sig. Það gefur manni mjög mikið að geta fylgst með sínum, hvað þeir aðhafast I lífinu og það er gott að vita af þeim stuðningi sem fjölskyld- an er. Mér finnst að það ætti að horfa á fjöl- skyldueininguna, þegar verið er að reyna að laga einhveija hluti eða leiðrétta þá. Ég hef oft heyrt fólk segja - og jafnvel gerst sekur um það sjálfur - að þetta sé ekki fjölskylduvænt þjóðfélag, sem við búum í. Þótt ég haldi að það sé mikið til í þessu, þá held ég að það breytist ekkert fyrr en við sjálf byijum að meta fjölskylduna í allavega þremur efstu sætunum á forgangslistan- um. Ég vil setja hana í fyrsta sæti.“ Matti var í sambúð í nokkur ár og eignaðist þá dótturina Evu, sem er fjögurra ára. Hann hefur ekki farið varhluta af kjaftagangi. Stanslaust ganga sögur um hann og frænku hans og vinkonu til margra ára, Lindu Pétursdóttur. Hann segist oft verða var við það að fólk haldi að slitnað hafi upp úr sambúð hans út af henni. Hann hlær að þessu og finnst svona kjaftagangur orðinn dálítið úr sér genginn. „Leiðir okkar lágu ekki eftir sama farvegi og við tókum þessa ákvörðun i mesta bróðerni. Það kom því af sjálfu sér að sú virðing og sá vinskapur sem alltaf ríkti á milli okkar, hélst óbreyttur. Linda kom því máli ekki við.“ Hann ræðir um stund þau óþægindi smæðarinnar á íslandi, að aldrei sé gert ráð fyrir að kona og maður geti verið vinir. „Ég er einnar konu maður,“ segir hann. „Ég vil öryggi og vissu. Ég hef engan áhuga á því sem kallað er fjölbreytni. Ég vil heldur finna eina fallega rós og teyga í mig allan ilminn og alla fegurðina sem hún hefur upp á að bjóða, en að að ganga á milli þeirra og þefa af þeim öllum. Rótleysi sem fólk finnur fyrir í sambandi eða hjónabandi, getur endað með framhjáhaldi, En fram- hjáhöld þurfa ekki að eiga sér stað. Ef þú ert í sambúð og. hefur allt í einu áhuga á að vera með ein- hveijum öðrum, þá segir það ekk- ert annað en að það hljóti að vera eitthvað að í sambúðinni. Eftir þá uppgötvun ætti fólk að sýna þá hreinskilni gagnvart hinum aðilan- ISLAND GETUR LEITTöj> HEIMINN INN í NÝJA ÖLD segir Vestur-íslendingurinn Steve Thorlaksson, með því að virða Lög Móses sem LÖG LANDSINS MIÐANN FÆRÐU HJÁ OLÍS! SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 3 .ooow- meira en _ svæðmu Ýr ofc^'óK'ðboVffS' TV. Lnw á aðeitvs5^, \ .060 CoVe m'ðst- TilboNð Þrír 60 mín. langir fundir um samkeppnisstöðu íslands í breyttum heimi. ,i!?á JF& |JB| r.v; -xvxíýi 'Wik s mt ' jpr | | i # % _ V SLAÍ ]0á; á 60 mínútum FUNDARÖÐ UM SAMKEPPNISSTÖÐU ÍSLANDS 16. apríl kl. 17:15 á Hótel Borg VIÐSKIPTAUMHVERFI OG SAMKEPPNISSTAÐA ÍSLENSKS ATVINNULÍFS Frummælendur: Friörik Sophusson, fjármálaráðherra Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs hf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Fundarstjóri: * Halldóra Vífilsdóttir, varaformaður SUS 23. apríl kl. 17:15 áHótel Borg MIKILVÆGI MENNTUNAR OG MENNINGAR Frummælendur: Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra Sigrún Gísladóttir, skólastjóri Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS 30. apríl kl. 17:15 á Hótel Borg NÝJAR AUÐLINDIR Frummælendur: Halldór Blöndal, samgönguráðherra Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Geir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Fundarstjóri: Elsa Valsdóttir, varaformaður Heimdallar Að fundunum standa eftirtaldar málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins: Efnahagsmálanefnd, Ferðamálanefnd, Iðnaðarnefnd, Menningarmálanefnd, Nefnd um upplýsingamál, Skóla- og fræðslunefnd, Vinnumarkaðsnefnd. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Eitt blab fyrir alla! • kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.