Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 5 heilmikið bú í þónokkuð mikinn árafjölda." Nú er bústofninn minni. I fjósinu er ein mjólkurkýr og kvíga. Það leyndi sér ekki þegar Jón fór til gegninga að honum er annt um skepnurnar sínar. Hann hristi sund- ur heyið og spjallaði við skepnurnar meðan hann brynnti þeim. í fjárhúsunum ofan við bæinn geymir hann einn hrútinn, tvo grað- hesta og folöld. Skyldi hrútnum ekki leiðast að vera þarna einn með hestunum? „0, hann harkar af sér eins og ég,“ sagði Jón. „Fé er jafnan fólki líkt. Ég er margbúinn að taka eftir því að kvikindin verða eftir því sem maður umgengst þau.“ Heima í Gautsdal gengur hrossastóð, mest ótamið. Jón segist aldrei hafa lagt mikið upp úr kynbótunum, það sé sama hvaða skepnutegund hafi verið á ferðinni. „Ég á um 40 hross. Ég hef aldrei ræktað neitt, þetta er bara til slátrunar," segir Jón um stóðið. Hann er með tvo graðhesta og fékk annan lánaðan. Jón segir kímileitur að sá sé ljótasta hross á Islandi. „Þetta eru kynbæturnar mínar! Mér þótti ekki verra að hann er ljótur," segir Jón og hlær. „Það er ekki hægt að minnast á þá hörmung sem við fáum fyrir folöld og tryppi. Það er svo voðalegt. Það eina sem við fáum fyrir órækt- uð hross er það sem Japaninn gleypir. Þau eiga bara að vera sem allra feitust." _En skyldi Jóni hafa búnast vel um ævina? „Ég hef aldrei skuldað til vandræða,“ segir Jón og leggur áherslu á orð sín. „Ég hef alltaf reynt að passa þá hiið málsins eins og mannlegur máttur getur. Það hefur heppnast hingað til. Það byggðist geysilega mikið á því að neita sér um ansi margt sem almenningi þótti sjálfsagt að hafa. Það var enginn smápóstur í því sambandi. Þannig er það enn í dag að ég er óskaplega varfær- Næstsíðasti bærinn íbúðarhúsið í Gautsdal var reist 1935 og byggt við það 1948. Nær sést gamla fjósið og hlaðan sem eru orðin hrörleg. Myndarleg fjárhús og hlaða voru síðar reist ofan við bæinn. Ragnar náði mynd út um bílglugga af Jóni þegar hann gáði eftir tungli. Hrossin úðuðu í sig ilmandi rúllu- heyinu á túninu þar sem tófurnar drápu lömbin. inn í að veita mér alian andskotann - væg- ast sagt,“ segir Jón og hlær hressilega. Hringlað í kringum núllið „Ég hef ekki farið mikið um dagana. Skrapp til Reykjavíkur og Vestmannaeyja, meðan einhver var til að hugsa um þennan búskap, en það er löngu aflagt. Hér hefur enginn verið til að hlaupa í skarðið síðan Gauti sonur minn og þau fluttu héðan 1983 og nú er 1996. Maður kemst aldrei frá þessu." Jón hefur tvisvar farið til útlanda, en ekki á hefðbundinn hátt. „Ég hef farið í draumi, í stórborg, en hef ekki hugmynd um í hvaða landi ég var eða löndum. Þetta eru mjög minnisstæðir draumar sem ég get aldrei gleymt. Ég man ekki fyrri drauminn svo glöggt, en ég réð hann strax fyrir engum vetri - og það kom fram svo ótrúlega ná- kvæmlega. Hinn man ég miklu betur, hann er frá því í vetur. Ég er þarna í einhverri stórborg. Það eru allar götur troðfullar af fólki rápandi afturá- bak og áfram og ég með. Svo verð ég var við það í draumnum að þar er eitthvert voða- legt áfengisgímald sem fólkið má bara ganga í eins og því sýnist. Það var óspart gert. Mér virtist að allir hefðu fengið sér eitthvað en allt var það svo smekklegt að það fór enginn lengra en að það bara hringlaði í honum núllið. Þetta allra minnsta að fólk finni á sér. Það var nú ekki vandi að ráða þennan draum, frekar en hinn. Alveg glögg- ur fyrir því að það kæmi enginn vetur.“ Ólýsanlegt veðurfar Ætla mætti að í Gautsdal væri skjólsælt, há fjöll á alla kanta, en Jón er ekki á því. „Hér gerir vitlaus veður af öllum áttum nema austri, þá fer hann ekki hátt. Þegar hann setur á fullt þá eru allar hinar áttirnar kol- bijálaðar. Þetta er bláköld staðreynd!“ Þann 25. október í haust, þegar snjófióðið féll á Flateyri, gerði versta veður sem Jón man eftir. „Ósköpin byijuðu kvöldið áður en fór í hríðina, sem varð afdrifaríkt fyrir skepn- ur. Það byijaði með hroðalegri kuldarigningu og hávaðaroki. Og beint ofan í það, snemma nætur, þessi afspyrnu voðalega stórhríð, gjörsamlega. Hvernig haldið þið að hrossin hafi verið undirbúin? Alveg vindandi frá því kvöldið áður. Annan eins undirbúning hef ég aldrei séð á mínum skepnum. Ég skil ekki í því að nokkurt einasta hross skyldi sleppa lifandi. Þau fóru fjögur, öll innkulsa. Það lá ekkert beinna við en að hvert einasta hross dræpist. Ég hef aldrei þekkt það áður að hrossin mín hafi orðið innkulsa. Það var nú ekkert smáræði sem þetta veður drap af skepnum yfir landið. Kindurnar voru ekki farnar og lá við að „Það virðist nú eiga hvað best við mig að vera einn að gaufa. Eg samrýmist illa fólki, hvernig sem á því stendur. Það er alveg sérstaldega það að ég kann best við að vinna einn.66 ég dræpi þær allar. Ég lét féð ekki inn um kvöldið og búið að spá stórhríð í fleiri daga. En var þó með þá glóru sem bjargaði hverri einustu kind. Ég rak þær í skjól við fjárhús- vegginn og hlöðustafninn.“ - Komstu þeim ekki í hús? „Það gat enginn látið þær inn eftir að veðrið var skollið á. Ef ég hefði látið þær inn kvöldið áður þá hefði það ekki tekið nema fimm mínútur. Það voru tveir faðmar í dyrnar. Þetta er gáfulegt! Það var alveg gjörsamlega óstætt. Ég gat ekki skriðið á fjórum fótum úr bænum, í íjósið og_ upp í fjárhús. Allt hérna rétt við bæinn. Ég varð að leggjast marflatur og mjaka mér eins og ormur. Þetta hef ég aldr- ei nokkurn tíma þekkt áður. Það kom svo ægileg brynja í ullina, það klepraði fyrir augun á kindunum og þær urðu blindar. Svo fer ég til þeirra daginn eftir stór- hríðarnóttina og það er alltaf sama voðalega veðrið. Þá var ég búinn að fara í Ijósið með harðheitum. Langt genginn í fjögur þennan dag ætla ég að vita hvort ég geti ekki ein- hvern veginn druslast með bagga til að næra þær eitthvað. Vissi að lífið treindist lengur ef þær fengju eitthvað að éta. Svo álpast ég út. Ég vissi frá því um morguninn að hlaðið hérna var einn svellbunki. Ég byija á að skríða þegar ég kem upp úr kjallaradyr- unum en asnast til að standa upp. Alveg eins og skot fýk ég og skell með hnakkann á svellið. Ég fann nú strax að ég hafði meitt mig, tognaði hérna aftan á hálsinum, en hausinn hafði sloppið. Ég lá hálfringlaður á svellinu svolitla stund. Svo finn ég að ég geti farið að skríða og skríð upp í hús - eins og ormur náttúrulega. Kemst inn í hús- in við illan leik og tek til átta bagga í 59 kindur. Get skriðið meðfram húsveggnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.