Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 11 KVIKMYNDIR Hverjctr eru stórmyndir sumarsins? Góðkunningjar kvikmyndanna Tom Cruise. Arnold Schwarzenegger. Demi Mo- ore. Mel Gibson. Disney- teiknimynd. Michael Cric- hton. Kevin Costner. Jim Carrey. Geimverur. Sandra Bullock. Allir koma þeir saman á ný þessir góðkunn- ingjar kvikmyndanna og fleiri og fleiri Hollywoodbú- ar enn eina sumarvertíðina að skemmta kvikmynda- húsagestum um heims- byggðina. Kvikmyndasum- arið 1996 býður ekki uppá neitt óvænt í mannavalí en innanum gætu leynst sum- arsmellir af óþekktri stærðargráðu. Því eru a.m.k. framleiðendurnir að reikna með þegar þeir leggja óheyrilegt fé í stjömur og tækniatriði í von um ærandi sumarsmelli. Hér er sumt af því helsta sem í boði verð- ur. Ur spennumyndageiran- um er mikið talað um nýjasta vísindaskáldska- partryllinn „Independence Day“ eftir Roland Em- merich, sem áður gerði hinn sæmilega (og aldrei meira) vs-trylli Stjömuhlið. í nýju myndinni verður jörðin fyrir árás geimvera sem hyggjast þurrka út mannkynið yfir eina glannalega helgi en aðeins Will Smith og Jeff Goldblum geta bjargað því sem bjargað verður ásamt Bill Pullman í hlutverki for- seta Bandaríkjanna. Mótleikur Schwarzeneg- gers við henni er „Eraser“ þar sem hann fæst við bóf- ana sem starfsmaður vitna- verndar lögreglunnar. Mel Gibson og Rene Russo leika saman í nýrri mynd Ron Howards sem heitir Lausn- arfé eða „Ransom" en þau léku síðast saman í „Lethal Weapon 3“. Og fyrsta saga John Grishams, „A Time to Kill“, hefur verið færð í kvikmyndabúning undir stjóm Joel Schumachers með Söndm Bullock í aðal- hlutverki. Þá mun Tom Cru- ise skella sér í sumar- myndaslaginn með „Missi- on: Impossible" undir stjórn eftir Arnold Indrióason Brian De Palma en myndin er gerð eftir samnefnd- um sjón- varpsþátt- um. Ekkert sumar er án Michael Crichtons en hans mynd í ár heitir „Twister" og gerist í skelfilegum fellibyl; hún þarf ekki að vera mjög góð til að vera betri en Kongó í fyrra. Disneyteiknimynd sum- arsins er Hringjarinn í No- tre Dame, sem sýnd verður með íslensku tali í Sambíó- unum í haust og Kevin Costner mynd sumarsins er ekkert í líkingu við haf- villudramað Vatnaveröld í fyrra heldur lítil kómedía úr sportinu en Costner leik- ur þreyttan kylfing, sem þarf enn einu sinni að sanna sig. Önnur gamanmynd er „The Cable Guy“ með Jim Carrey, sem hefur verið óhemju vinsæll sumar- NÝTT Disneyævintýri; úr Hringjaranum í Notre Dame. myndamaður. Og Leslie Ni- elsen birtist okkur í grín- myndinni „Spy Hard“, sem líklega er grínútgáfa af „Die Hard“ myndunum. Breska gamanmyndin „Fi- erce Creatures“ skartar leikhópnum úr Fiskinum Wöndu og skellir sér í sum- armyndaslaginn. Körfu- INNRÁS á jörðina; úr „Independence Day“. boltaáhugamenn flykkjast á „Space Jam“ ef að líkum íætur en hún er bæði með Michael Jordan og Larry Bird þótt óvíst sé hvort þeir eru í aðalhlutverkum. Ein af tæknibrellumyndum sumarsins verður „Dragon- heart“ þar sem Sean Conn- ery talar fyrir tölvuteiknað- an dreka og einkavin ridd- arans Dennis Quaids. Loks ber að nefna sumarmynd sem margir bíða spenntir eftir en það er fyrsta mynd- in sem gerð er eftir sögum Carl Hiaasens. Hún heitir „Strip Tease“ og er með Demi Moore og Burt Reyn- olds, sem gæti upplifað svipaða endurkomu og John Travolta í Reyfara. Allt get- ur gerst í bíóunum á sumrin. í deigl- unni eftir Miller Leikritið í deiglunni eða „The Crucible“ eftir eitt fremsta leikritaskáld Bandaríkjanna á öldinni, Arthur Miller, hefur verið kvikmyndað. Leikstjóri er Bretinn Nicholas Hytner sem síðast gerði myndina Geggjun Georgs konungs eða „The Madness of King George“. Leikritið fjallar um norna- veiðar í bænum Salem í Bandaríkjunum á sautjándu SAMAN á ný; Ryder og Lewis leika í kvik- myndinni í deiglunni. öld en með aðalhlutverkin fara Daniel Day-Lewis og Winona Ryder. Með önnur hlutverk fara Paul Scofield, Joan Allen, Bruce Davison, Jeffrey Jones og Rob Camp- bell. Leikrit Millers hafa verið kvikmynduð áður tíðina og Sölumaður deyr líklega þeirra oftast. Ryder og Day-Lewis léku áður saman í mynd Martins Scorsese, Öld sak- leysisins, sællar minningar. MBreska leikritaskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Hampton vinnur við gerð spennu- myndarinnar „The Secret Agent“, sem by^gist á sam- nefndri sögu Joseph Conrads. Hampton skrifar handritið og leikstýrir en Bob Hoskins, Patricia Arquette og Gérard Dep- ardieu fara með aðalhlut- verkin. MNýjasta mynd Spike Lee heitir „Girl 6“ og gerist í heimi símavændisins. Með aðalhlutverkin fara Spike sjálfur, Theresa Randle, Isaiah Washington, Ma- donna, Quentin Tarant- ino, John Turturro og Naomi Campbell. MSögur írska rithöfundarins Roddy Doyle eru brakandi ekta. Stephen Frears hefur kvikmyndað eina þeirra, Krógann eða „The Snap- per“, og gerir nú framhald- ið, „The Van“. Með aðal- hlutverkin fara Colm Mean- ey og Donal O’Kelly. Sag- an er um tvo vini og brokk- gengan rekstur þeirra á söluvagni fyrir fisk og franskar. MStórleikarinn Jack Nic- holson fer með aðalhlut- verkið í „Blood and Wine“ undir leikstjórn Bob Rafel- son. Síðast gerðu þeir sam- an „Man Trouble", skelfi- lega lélega mynd, og er von- andi að þessi verði eitthvað skárri. Með önnur hlutverk fara-Stephen Dorff, Judy Davis og Michael Caine en stund er síðan hann lét að sér kveða á hvíta tjaldinu. Klósettmenning hlýtur verðlaun Islenska stuttmyndin Kló- settmenning hlaut 1. verðlaun í flokki tilrauna- mynda á stuttmyndahátíð- inni „Kill Your Darlings“ í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Höfundar Kló- settmenningar eru Grímur Hákonarsson og Rúnar Rúnarsson og var hún framlag þeirra á Stutt- myndadögum í Reykjavík fyrir ári. Lenti hún þar í 4. sæti og voru hlutar úr henni sýndir í ríkissjónvarp- inu. Aðeins eitt sjónarhorn er í myndinni. Hún er tekin upp í gegnum vatnssalerni og „á að gefa mynd af fáránlegum hlutum sem geta gerst á klósetti" eins og Grímur sagði í samtali við Morgunblaðið. Hún kostaði tvö þúsund krónur og fimm þúsund króna hraðasekt, „sem við feng- um þegar við vorum að ná í einn leikarann". Grímur sagði þá félaga, sem báðir eru í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, stefna á að gera stuttmynd í sum- ar með fleiri sjönarhornum en hún gerist reyndar á öðrum hnetti. LÍKA menning; úr Klósettmenningu. SÝND á næstunni; úr „Executive Decision". 9000 höfðu séð Leik- fangasögu Alls höfðu um 9.000 manns séð talsettu Disney-teiknimyndina Leikfangasögu eftir síðustu helgi í Sambíóunum. Þá höfðu 24.500 manns séð „Heat“, 8.000 Á valdi óttans, 24.000 Pocahontas, 16.000 „Jumanji“, sem r É 'alsetning tölvuteikn- JL uðu Disneymyndar- innar Leikfangasögu er unnin með ágætum og er enn eitt dæmi um hversu mikilvægt er að hafa tal- setningar á teiknimynd- um. Sambíóin standa fremst kvikmyndahúsa í talsetningum og hafa enda Disney-umboðið en enginn kemst með tærnar þar sem í BÍÓ Disney hefur hælana í gerð teiknimynda. Sömu leikar- arnir hafa mikið til farið með helstu hlutverkin í talsetningum Sambíóanna og hafa öðlast reynslu og • þekkingu sem skilar sér í vönduðum og góðum leik. Talsetning nýtist að sjálf- sögðu krökkunum best, þeir lifa sig heilshugar inn í ævintýrið en fyrir þá sem vilja teiknimyndirnar á frummálinu eru þær einnig sýndar með enska talinu. Næsta Disney-teiknimynd sem fær íslenskt tal verður Hringjarinn í Notre Dame. einnig er í Stjörnubíói, 8.500 „Fair Game“, 8.000 Föður brúðarinnar II og loks höfðu yfir 50.000 manns séð Bondmyndina Gullauga. Næstu myndir Sambíó- anna eru m.a. „Grumpier Old Men“ með Walter Matt- hau og Jack Lemmon, „Be- fore and After“ með Meryl Streep og Liam Neeson, „Stolen Hearts“ með Söndru Bullock og „Dia- bolique" með Sharon Stone. í maí sýna bíóin nýjustu mynd Kurts Russells, „Executive Decision", og í sumar koma myndir eins „Sþy Hard“, „Mission Im- possible", „The Rock“ og „Eraser" með Arnold Schwarzenegger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.