Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR Í4l APRlL 1996 MORGUNBLAÐID ATVINNU Bifvélavirki - bílasmiður Alhliða bifreiða- og vélaverkstæði á NA-landi óskar að ráða bifvélavirkja og bílasmið til starfa sem fyrst. Um er að ræða mjög gott verkstæði og því er æskilegt að umræddir starfsmenn séu liprir í framkomu og geti starfað sjálfstætt. Fjölbreytileg störf í góðu umhverfi. Öllum umsóknum svarað. Trúnaður. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „B - 4145“. Sjúkraþjálfari Laus er aðstaða fyrir sjúkraþjálfara á Heilsu- gæslustöð Grundarfjarðar. Stöðin er ný og glæsileg og fullbúin nýjum tækjum til sjúkraþjálfunar. Stöðin var tekin í notkun haustið 1994. Allar nánari upplýsingar á Heilsugæslustöð- inni í síma 438 6682. Sölumaður óskast Iðnmark ehf. sem framleiðir Stjörnupopp og Stjörnusnakk óskar eftir að ráða vanan sölu- mann, karl/konu, til sölustarfa á landsbyggð- inni og við útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu. Skriflegum umsóknum skal skilað í pósthólf 259, 222 Hafnarfjörður fyrir 19. apríl. Upplýsingar ekki gefnar í síma. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... BARNASPITALI HRINGSINS Sérfræðingur Staða sérfræðings á vökudeild Barnaspítala Hringsins, Landspítala, er laus til umsóknar frá og með 1. júní 1996. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1996. Umsækjandi skal vera barnalæknir með sérmenntun í nýburalækn- ingum (neonatologi). í starfinu felst vinna við nýburagjörgæslu og almennt eftirlit með nýburum en að auki leggi viðkomandi stund á rannsóknir og taki þátt í kennslu (grunnnám lækna/framhaldsnám) í samráði við forstöðu- lækni Barnaspítala Hringsins. Nákvæm greinargerð um nám og störf (curriculum vitae) sendist á eyðublöðum lækna ásamt tilheyrandi fylgiskjölum til for- stöðulæknis Barnaspítala Hringsins, Ásgeirs Haraldssonar, prófessors sem veitir nánari upplýsingar í s. 560 1050. GEÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á geð- deild sem staðsett er á Vífilsstöðum. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkr- un. Við bjóðum ýmsa möguleika varðandi starfshlutfall og vaktir. Mjög góðir leikskólar eru reknir á vegum spítalans. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í s. 560 2600 og 560 2649. APOTEK LANDSPITALANS Lyfjafræðingur Laus er til umsóknar staða lyfjafræðings í Apóteki Landspítans. Um er að ræða 100% stöðu sem veitt er til eins árs. Umsóknarfrestur er til 3. maí 1996. Upplýs- ingar veitir Rannveig Einarsdóttir, forstöðu- maður Apóteks Landspítalans í s. 560 1617. Tískuverslun - Laugavegur Óskum eftir starfskrafti í hálfsdagsstarf sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa reynslu, vera sjálfstæður, glaðlyndur og dugandi. Ekki yngri en 25 ára. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 19/4, merktar: „Kjarnorkukona - 4242“. Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslan í Garðabæ óskar eftir hjúkrun- arfræðingi til starfa. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 565 6066 kl. 13-14. Umsjónarmaður skóla Vegna forfalla er laust starf umsónarmanns skóla við Árbæjarskóla Reykjvík. Starfið felst m.a. í verkstjórn starfsmanna, umsjón með húsnæði skólans og almennu viðhaldi. Kjör samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri eða að- stoðarskólastjóri í síma 567-2555. Dreifingarstjóri - framtíðarstarf Viljum ráða bílstjóra til útkeyrslu. Æskilegur aldur 25-35 ára. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, berist afgreiðslu Mbl. merktar: „Akstur - 548“ fyrir 18. apríl. Skeifan 11. Sölumaður óskast Ötull sölumaður óskast á fasteignasölu. Við leitum að hörkuduglegum manni/konu með góða framkomu og umfram allt heiðar- legum/legri. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bifreið til umráða. Möguleiki er á miklum tekjum þar sem þær eru tengdar árangri sölumannsins. Upplýsingar um umsækjanda sem fela í sér atriði eins og menntun, starfsferil og með- mæli sendist til afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 16. apríl, merktar: „M - 3579“. Iðnnemar Slippstöðin hf. á Akureyri óskar að ráða lærlinga í vélvirkjun, stálskipasmíði og renni- smíði frá og með 1. júní 1996. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám, ber- ist til Ólafs Sverrissonar, yfirverkstjóra, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 3. maí 1996. Slippstöðin hf., Hjalteyrargötu 20, 600Akureyri. Sími 461 2700. Bakari Óskum eftir bakara til afleysinga í 3 mánuði í sumar. Upplýsingar gefur Helgi í síma 464 0467. Brauðgerð K.Þ., Húsavík. Vélstjórar 1. vélstjóra vantar á m/b Antares VE 18. Vélarstærð 1920 kw. Skipið er útbúið til nóta- og flottrollsveiða. Upplýsingar í síma 481 1100. ísfélag Vestmannaeyja hf. Matreiðslumenn Hótel Húsavík vantar metreiðslumenn til sumarstarfa. Nánari upplýsingar veitir Björn í síma 464 1220. Veitingahúsið Setberg, Hótel Húsavík. Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann til starfa íViðeyjarstofu ísumar, frá maítil sept. Upplýsingar á Hótel Óðinsvé, mánudaginn 15. apríl í síma 552 8470. Fræðsluskrifstofa Norðurlands vestra auglýsir f samvinnu við sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra lausar stöður við grunn- skóla. Umsóknarfrestur er til 12. mai 1996 Lausar stöður grunnskólakennara: Grunnskóli Siglufjarðar: Almenn kennsla, sérkennsla, danska og myndmennt. Gagnfræðaskóli Sauðárkróks: Sérkennsla, raungreinar, mynd- og handmennt. Barnaskóli Sauðárkróks: Almenn kennsla. Steinstaðaskóli: Almenn kennsia. Grunnskóli Rfpustaðahrepps: Almenn kennsla. Grunnskólinn Hofsósi: Almenn kennsla, sérkennsla, íþróttir, handmennt og heimilis- fræði. Sólgarðaskóli, Fljótum: Almenn kennsla. Barnaskóli Staðahrepps V-Hún: Almenn kennsla. Laugarbakkaskóli: Almenn kennsla, sér- kennsla. Grunnskóli Hvammstanga: Almenn kennsla, yngri barna kennsla, danska og myndmennt. Vesturhópsskóli: Almenn kennsla. Höfðaskóli Skagaströnd: Meðal kennslu- greina: yngri barna kennsla og myndmennt. Húnavallaskóli: Almenn kennsla, smíðar. Grunnskóli Blönduóss: Almenn kennsla. Vakin skal athygli á því að í reglugerð um framkvæmd laga um grunnskóla nr. 66/1995 segir í 5. gr.: „Ákvæði 23. gr. laga nr. 66/1995 (grunnskólalögin) um ráðningu skólastjórn- enda og kennara við grunnskóla koma til framkvæmda 1. júní 1996. Skulu viðkomandi sveitarstjórnir því annast ráðningar allra starfsmanna við grunnskóla er hefja störf 1. ágúst 1996 eða síðar." Sveitarstjórnir munu því ekki geta gengið endanlega frá ráðningarsamningi kennara og skólastjóra við grunnskóla fyrr er en eftir 1. júní 1996. Skólastjórar grunnskóla ásamt fræðslustjóra gefa upplýsingar um stöður. Umsóknir sendist viðkomandi skóla. Fræðslustjóri Norðurlands vestra, Guðmundur Ingi Leifsson, símar452 4209 og 452 4369.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.