Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 15. EIN AF ástæðunum fyrir því að Jósef vildi ganga á skíðum sínum einn yfir ísland frá Skagafirði og niður í Bása er sú að hann er fimm- tugur í september og hann vildi dekstra aðeins við sig. Þetta var „lúxusferð" eins og hann kallar það, „þar sem maður veit ekki af tímanum og gefur sér frídaga við skálana," bætir hann við. En til- drögin teygja sig til æsku hans í Skagafirði. Jólasveinn á Kili Faðir Jósefs, H.J. Hólmjám, bjó að Vatnsleysu í Viðvíkursveit og skóli var stundaður í þijá mánuði á vetri með þeim hætti, að einn mánuðinn var hann á einum bæ, þann næsta á öðrum bæ og þann þriðja á þriðja bænum. Þetta var kallaður farskóli. „Nú til dags er ekki annað að gera en að aka skóla- börnum upp að dyrum, en við mátt- um ganga 5-10 kílómetra á dag til að stunda skóla og þótti mér það ekki mikið. Mér fór að þykja þetta verulega skemmtilegt og áhuginn á fjöllunum og óbyggðunum jókst til mikilla muna er ég fór í göngur í fjöllin á Tröllaskaga. Einhveiju sinni var ég að lesa gamla árbók frá Ferðafélagi íslands og þar var frásögn af ein- hveijum jólasveini sem fór einn síns liðs á skíðum yfir Kjalveg. Hann var fremur illa búinn, en meðal þess sem hann bar á sér var eitt kerti sem hann notaði þannig að með öðrum endanum bar hann á skíðin sín, en með hinum lýsti hann í kof- unum á nóttunni. Fólk hristi hausinn yfir svona vit- leysu, taldi þetta hið mesta óráð, en ég ákvað á staðnum að þetta ætlaði ég sjálfur að gera. Loksins lét ég nú verða af því og þarna er komin ástæðan fyrir því að ég lagði upp úr Skagafirði. Það er tákn- rænt, því þar vaknaði hugmyndin. Og ég ætlaði að enda í Básum, því ég hef töluvert starfað með Útivist síðustu árin og ætlaði að veija pásk- unum þar í góðra vina hópi“ En hvernig tók fólk hugmynd- inni, var það ekki eins og forðum, að þetta væri hið mesta óráð? „Fólk skiptist alveg í tvo hópa. Mörgum fannst þetta alveg fárán- legt og ég heyrði svona frasa á borð við „það fréttist fátt af einum“ og fleira svoleiðis kjaftæði. Þeir sem þekkja mig vel voru hins vegar yfir- leitt þeirrar skoðunar að þetta væri hið besta mál og óskuðu mér vel- farnaðar. Svo var ég líka með þetta nýja senditæki sem er þannig gert að færi eitthvað úrskeiðis þá myndu menn vita upp á hár hvar ég væri staddur. Senditækið var tengt gervi- tungli og sendi staðarákvörðun á tveggja mínútna fresti til móður- tölvu í Frakklandi. Jósef segir þetta svipaðan búnað og álftimar báru á ferðum sínum til og frá Skotlandi. Betra að vera einn í þessu sambandi er vert að minna á að það er ekki sjálfgefið að það sé verra að vera einn á ferð en í hópi. í hópi getur ástandið orð- ið alvarlegt ef eitthvað bjátar á. Menn verða kannski viðskila í óveðr- um eða slasast og ef hópurinn er ekki þeim mun samstilltari fer mik- il orka í að ná áttum og finna út hvað best sé til bragðs að taka. Ef maður verður viðskila við hóp þá veit ég, að sjálfur hefði ég miklar áhyggjur af hópnum vegna þess hve þeir hefðu miklar áhyggjur af mér. Og öfugt. Ég hef oft verið leiðsögu- maður hópa á íjöllum og lent í því að menn hafa orðið viðskila um tíma og veit því hvað ég er að tala um. Ef maður er einn á ferð þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu tagi. Því hefur veríð fleygt eftir allan fréttaflutninginn að þú hljótir að vera einrænn sérvitringur úr því að þú leggur upp í ferð af þessu tagi? Jósef glottir að spurningunni og svarar síðan: „Ég er einrænn og ÓVEÐRIÐ brostið á, myndin sýnir tjaldstað við Syðri Ófæru. í fótspor jólasveins- ins á Kili Jósef Hólmjám er fæddur í Reykjavík, en alinn upp í sveit við farskóla þar sem tíu kíló- metra göngur á degi hveijum voru nauðsyn- legar og ekki tiltökumál. „Fjallabakteríuna“ fékk hann hins vegar á unglingsárunum er hann fór í göngur á Tröllaskaga. Þá hvísluðu óbyggðimar og síðan hefur hann best kunnað við sig á fjöllum. Fyrir skemmstu þurfti hann þó að fá hjálp góðra manna til að komast frá þeim til byggða eftir 18 daga viðburðaríka gönguskíðaferð yfír endilangt landið. Guð- mundur Guðjónsson hitti Jósef í vikunni. eflaust er ég sérvitringur. En ég er einnig mikill hópmaður og hef gam- an að því að ferðast með hópum, sbr. að ég starfa mikið sem leiðsögu- maður. Hitt er svo annað mál að ég get ekki notið kyrrðar og friðar fjallanna sem skyldi ef ég er með öðru fólki. Ég nýt þess best þegar ég er einn með sjálfum mér. Þess vegna fer ég mikið einn, því kyrrðin og friðurinn er ríkur hluti af því sem ég sæki í fjallamennskuna. Mér bauðst staða á Orkustofnun árið 1974. Sú staða bauð upp á að vera mikið á fjöllum. Ég var búinn að vera á sjó með rokkaup í sjö ár og varla komið í land, hvað þá gengið á fjöll. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég hljóp frá góðu laununum í sjómennskjunni í skítakaup opinbera starfsmannsins. Það er til marks um hversu mjög ég ann fjöllunum." í ríki öræfanna - í blíðu og stríðu Ferð Jósefs sem slík mun lifa í minningu hans þar til yfír lýkur. Aður en hann lenti í páskahretinu skiptust á skin og skúrir, ýmist fauk ' í l, M' JÓSEF skriðinn í pokann. Morgunblaðið/Jósef Hólmjárn. Á GÖNGU á fjöllum. hann á skíðunum í vestan rííu og þakkaði fyrir að þeytast ekki um koll, t.d. á leiðinni í Laugafell snemma ferðar, eða að hann upp- lifði „blóðrautt sólarlag yfir Hofs- jökli og djúpgrænan og purpura- rauðan himinn sem leið inn í svarta heiðskíra stjörnubjarta nótt með leiftrandi norðurljósum í ýmsum lit- um,“ eins og hann lýsir því. Og það var daginn áður en hann beið í tjald- inu í 16 klukkustundir á meðan vestan stormur upp á tíu vindstig með skafrenningi Iauk sér af. Að- faranótt miðvikudagsins fyrir páska var „góð“, en þá gisti hann einn í kofa nærri Lónakvíslum. Á miðvikúdeginum var hann langt kominn að skála Landsvirkj- unnar við Línuveg á Fjallabaksleið nyrðri er mikil slydduhríð brast á. Hann komst í skálann, en á fimmtu- deginum „moksnjóaði" þannig að hann hélt kyrru fyrir. Síðan kom þokkalegt veður, „en alveg blint" Spáin var hins vegar enn fremur jákvæð. Næstu þtjá daga paufaðist Jósef því áfram yfir giljótt landið í „mok lausasnjó". Þegar hann kom suður fyrir Syðri-Ófæru var hins „ Morgunblaðið/Einar Falur. JÓSEF Hólmjárn. vegar aftur komin. slydda og þegar hann var búinn að vaða yfir Ofær- una og var að setja upp tjaldið, brast á þvílík lemjandi rigning að hann þurfti að ausa nokkrum lítrum af vatni út úr tjaldinu eftir þá at- höfn eina að setja ytra tjaldið yfir innra tjaldið. Alla nóttina og næsta dag var ekkert lát á veðrinu. Hinn nýfallni snjór varð að krapaflóði og nú var úr vöndu að ráða. Jósef hlustaði á veðurspána og að þessu sinni var ekkert lát á óveðurssspám. Hann breytti um ferðaplan, ákvað að gleyma páskahaldi í Básum og halda stystu leið til byggða, að Snæbýli fyrir austan Mýrdalsjökul. Þrekraunin í giljunum og lausa- snjónum breyttist í barnaleik er við tóku næstu þrír sólarhringar er Jó- sef þrælaðist áfram í slagveðrinu og krapaelgnum og hafðist við þess "a milli í vatnsmettuðum svefnpokan- um og tjaldinu. Hann óð krapaelg- inn í hné og yfirferðin var u.þ.b. tiu kílómetrar á dag í stað 30-35 kíló- metra ef kringumstæður hefðu ver- ið eðlilegar. Hann var búinn hinum besta hlífðarfatnaði, en það dugði JÓSEF býr sig undir að halda úr Nýjadal. ekki gegn íslensku vatnsveðri í sín- um versta ham. Vatn rann með hettunni í stríðum straumum og fljótlega var allt orðið svo gegnsósa að skórnir voru orðnir fullir af vatni. Þegar heim var komið vógu fatnað- ur og farangur alls yfir 50 kílógrömm. Þar af voru um 10 kg vatn. Látið undan Þegar Jósef vaknaði á þriðja morgni í krapa var ástandið sem sagt afleitt. í ofanálag við almenna vosbúð og vanlíðan var hann farinn að hósta óþyrmilega og óttaðist því um heilsuna. Enn voru 30 kílómetr- ar til næsta bæjar og miðað við yfirferð síðustu daga myndi það taka hann þijá daga til viðbótar að brjótast þá leið. I kaupbæti sagði útvarpið að veðurspáin væri hin sama. „Ég reyndi að líta á málið af skynsemi, vó og mat líkur og valkosti. Niðurstaðan var sú að taka ekki áhættu. Ég sendi því frá mér neyðarkall," segir Jósef. Iljá Flugbjörgunarsveitinni gátu menn fylgst með framvindu mála í eigin tölvubúnaði og þegar Jósef þrýsti á hnappinn, kom orðið „Neyð- arkall" upp á skjáinn, rauðum stöf- um. „Það var í og með út af þessu tæki, sem þeir kalla Argos-kerfi, sem ég afréð að senda neyðarkall. Ég vissi að þeir myndu vita ná- kvæmlega hvar ég væri og það þyrfti ekki að blása í herlúðra. Það myndi duga að senda 2-3 sleða eft- ir mér. Svo beið ég í nokkra tíma og ekkert gerðist. Ég var sáttur, þreytan fór að minnka, spáin að batna og veður að lagast. Klukkan 2 lá ég yfir kortunum er ég heyrði í þyrlunni. Ég skaut upp nokkrum neyðarblysum, en veit ekki hvort þeir sáu þau. Ég heyrði síðan nokkr- um sinnum í þyrlunni aftur og tveimur tímum seinna heyrði ég í vélsleðum. Aftur skaut ég upp nokkrum blysum, en það bar ekki árangur. Þá fór ég af stað, niður með Tungufljóti og sá þar álengdar til tveggja manna á vélsleðum. Þeir voru upp á hóli. Ég skaut enn upp blysi og þeir komu þá auga á mig. Þetta voru tveir hressir bændur sem þekktu landið þarna út og inn og urðu þarna fagnaðarfundir. Það má eiginlega segja að ég hafi fundið þá,_en ekki öfugt! Ég frétti síðan, að tveir strákar, sem voru í hópi sem ég hafði hitt í Nýjadal, höfðu lagt saman tvo og tvo. Þeir gátu sér til um að ég myndi lenda í vanda og voru lagðir af stað að ná í mig. Eg vissi þetta auðvitað ekki og hef hugsað síðan, bara ég hefði ekki ýtt á helvítis takkann. Þá hefði ég slopþið við allt þetta fjölmiðlafár. Það var ekki þannig hætta á ferðum. En valkost- irnir sem við mér blöstu voru hvorki margir né góðir, þennan morgun var allt í mínus hjá mér.“ Og Jósef heldur áfram: „Ég spurði um það er ég var í skýrslu- töku á Vík í Mýrdal, hvers vegna svona mikið lið hefði verið sent á vettvang og fékk þau svör að færið hefði verið erfitt og menn hefðu óttast ýmiss konar vandræði og vesen. Það er svo sem ekki hægt að ásaka menn, en uppákoman bauð ekki upp á viðbrögð af þessu tagi, hvað þá alla umfjöllunina sem í kjöl- farið hefur komið. Þessi ferð mín var í og með prufa. Það fékkst dýrmæt reynsla á Argus- kerfið. Það er framtíð í þessari tækni. Það er ætlunin að leigja þessi tæki út og munu þau auka öryggi ferðalanga til mikilla muna. Þetta er eiginlega bylting." Félaginn á alnetinu Skemmtileg hliðarsaga við reynslusögu Jósefs hefst áður en lagt var upp í hina minnistæðu ferð. Jósef hafði um tíma verið í sam- bandi við svissneskan gönguskíða- mann á alnetinu. Það vildi svo til að sá var að skipuleggja hálendis- ferð um Iíkt leyti og Jósef. „Þetta voru sérkennilegar bréfaskriftir, því við reyndum báðir að víkja okkur undan því að greina frá ferðaplönum okkar. Báðir ætluðum við að vera einir og hvorugur vildi hitta hinn. Svo vissi ég ekkert af þessum vini mínurn fyrr en eftir að mér hafði verið hjálpað til byggða eftir hrakn- ingana. Þá heyrði ég þá sögu, að menn sem staddir voru inni í Þóris- ósi hefðu rekist þar á hrakinn ferða- lang í krgpinu. Þar var þá kominn Alex vinur minn af alnetinu. Hann var á miðjum Sprengisandi er ósköpin dundu yfir og ákvað hann þá að halda stystu leið til Sigöldu. Hann var svo glaður að sjá vélknú- in ökutæki, að hann skildi snjóþot- una með farangrinum eftir og nán- ast hljóp á vit björgunarmanna sinna. Hann fékk þær fréttir að leit að mér væri hafin og fylgdist hann með af áhuga. Hringdi svo í mig er ég var kominn til byggða. Því miður náðum við ekki að hittast, en ætlum að segja hvor öðrum ferðasögurnar með tölvupósti." Og lokaorð Jósefs, áður en hann fór á fjöll á ný voru: „Hluti af um- ræðunni hefur verið sannkallað kerl- ingarfóður, beggja kynja, þetta hafi verið feigðarflan, þessir vitleysingar eru alltaf að tínast og hundruð manna þurfa alltaf að vera að leita að svona afglöpum. Ég segi nú bara: Hvar er maður í mestri hættu að einangrast? Ætli það sé ekki í borg- inni. Sá sem truflast á fjöllum hlýt- ur að hafa verið truflaður fyrir. Á fjöllum ert þú kóngur." Ódýrari ferðir jýrir Islendinga! 10 SPRENGITILBOÐ ALGARVE 24 dagar • / V Vt pr. mann. Verð miðað við tvo í stúdíó d Feliz Choro íbúðahótelinu. Innifalið: Flug, flugvallaskattar og gisting. Brottför 28. apríl. Heimkoma: 22. maí Farþegar PLÚSferða Jljúga eingöngu með Flugleiðum. V/SA f. SJÓVÁ-AIMENNAR FERÐIR Faxafeni 5 108 ReyhjavCk SCmi: 568 2277 Fax: 568 2274 § Erum við með J bestu gjafavörurnar? Oi Myndlist - Leirlist p 11 r ^ Glerlist - Smíðajárn Lralleri Listspeglar-Vindhorpur Listhúsinu í Laugardal Fermingargjafir LIST Hvad BVO?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.