Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ YOGAB ---------------------------§<. JÓGANÁMSKEIÐ Grunnnámskeið 30. apríl, þri. & fim. kl. 20.00-21.30 (8 skipti). Kenndar verða m.a. jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir, jógakennari. Jóga gegn kvíða 2.-28. maí, þri. -fim. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að striða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari. AFMÆLI GUÐMUNDUR SVEINSSON Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 5 I I 3 100. „Det Nodvendige Seminarium“ í Danmörku Á síðast liðnum þremur árum höfum við tekið á móti íslenskum námsmönnum á öllum sviðum. Við viljum sömuleiðis á þessu ári bjóða íslenskum námsmönnun að hefja nám hjá okkur 1. september. 4 ára alþjóðlegt kennaranám: Alþjóðlegt nám, 4 mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða starfskennsla við danska skóla, 8 mánaða starfskennsla í Afríku þar sem þú munt taka þátt í að þjálfa nýja kennara til starfa við grunnskóla í Mozambique að Angóla. Að auki er kennsla í öllum undirstöðufogum kennaramenntunarinnar: Samfélagsfræði, náttúrufræði, danska, evrópsk tungumál, listir, tónlist, íþróttir, leiklist, kennslufræði, sálfræði. Námsmenn frá átján mismunandi löndum - Allir námsmenn búa í skólanum. Upplýsingafundur verður haldinn í Re ykjavík í maí. Hringið eða sendið okkur fax til að nálgast bæklinga: Sími 00 45 43995544. Fax: 00 45 43995982. Det Nodvendige Seminarium, 6990 Ulfborg, Danmörku. Velgjörðarmaður okkar og húsbóndi um sex ára skeið, sá er gaf okkur meiri menning- arlega lífsýn en við áður höfðum notið, er sjötíu og fimm ára í dag. Þessi rnaður er Guð- mundur Sveinsson, fyrrverandi skóla- meistari Fjölbrauta- skóla Breiðholts, fæddur 28. apríl 1921 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941, guðfræðiprófi frá HÍ 1945 og var vígður til Hest- þingaprestakalla í júní sama ár, en stundaði nám í Danmörku og Sví- þjóð í fjögur ár í semitískum mál- vísindum og menningarsögu Aust- urlanda nær. Ótal námsferðir fylgdu í kjölfarið til Norðurland- anna, Bretlands, Sviss, Þýskalands og Bandaríkjanna, að afla sér þekk- ingar í guðfræði, menningarsögu og skólamálum. Þáttaskil urðu í lífi Guðmundar er nýráðinn forstjóri SÍS, Erlendur KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Fundur um umhverfis- og f jarkönnunarmál Sameiginlegar rannsóknarstofnanir Evrópusambandsins (Joint Research Centre - JRC) Kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópu- rannsókna verður haldinn föstudaginn 3. maí á Scandic Hótel Loftleiðum kl. 8.30-12.00. Sameiginlegu rannsóknarstofnanir ESB, sem í daglegu tali eru nefndar JRC, eru tengdar 4. rammaáætluninni um rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samkvæmt EES-samningnum eiga islenskir aðilar fullan aðgang að sjóðum áætlunarinnar og einnig aðgang að þeim möguleikum sem JRC býður upp á. Þar má nefna sameiginlegar umsóknir í 4. rammaáætlunina, önnur samvinnuverkefni, dvalarstyrki fyrir vísindamenn og möguleika til doktorsnáms í tengslum við háskóla. Sameiginlegu rannsóknarstofnanirnar eru sjö talsins í fimm löndum, sem reknar eru af Evrópusambandinu. Rannsóknirnar sem stundaðar eru á þessum stofnunum eru á sviðum umhverfismála, íjarkönnunannála, iðnaðarefna, mælinga og prófana og kjarnorkumála. Á kynningarfundinum verða sérstaklega kynnt unhverfis- og íjarkönnunarmál og áhersla lögð á að kynna nýtt verkefni um miðlun ognotkunfjarkönnunargagna(Center for Earth Observation - CEO). Vakin er athygli á að auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum í CEO verkefnið og rennur umsóknarfresturinn út 14. júní nk. Dagskrá: 8.30 Ávarp - Ingimar Sigurðsson, umhverfisráðuneytinu. 9.00 Um íjarkönnun á íslandi - Magnús Guðmundsson, Landmælingum íslands. 9.20 Fjarkönnunarmál - Peter Churchill, CEO Unit Head ff, CEO, Ítalíu. 10.00 Kaffi 10.20 Hafrannsóknir - N. Hoepffner, Marine Environment Unit Head, JRC, Italíu. 11.00 Umhverfismál - J. Kanellopoulos, Image Understanding Group, Institute for Remote Sensing Applications, Italíu. 11.40 Fyrirspurnir. Eftir hádegi gefst mönnum tækifæri á að ræða hugsanleg samvinnuverkefni íslendinga og JRC við fulltrúa JRC og aðra möguleika, s.s. sameiginlegar umsóknir íslendinga og JRC í 4. rammaáætlunina, rannsóknaraðstöðu við stofnanir JRC, námsmöguleika o.fl. Fundarstjóri: Axel Björnsson. Fundurinn fer fram á ensku. Einarsson, kallaði hann til fundar við sig í marsmánuði 1955 að bjóða honum skóla- stjórastarf Samvinnu- skólans og sjá um flutning skólastarf- seminnar að Bifröst í Borgarfirði, svo og skipuleggja skólann á nýjum forsendum sem heimavistarskóla og framhaldsskóla við- skiptamenntunar. Lyktaði svo fundi þeirra að Guðmundur fékk vikufrest til að íhuga málið. Hér stóð Guðmundur Sveinsson á tímamótum. Auglýst hafði verið staða prófessors við Háskóla íslands 1954, en þrem árum áður hafði Guðmundur fengið heimild kirkju- málastjórnar landsins, ráðherra og biskups ásamt leyfi forsvarsmanna í fjórum sóknum prestakalls síns, Hestþingsprestakalls, til að mega dvelja erlendis við framhaldsnám í guðfræði í allt að þtjú ár að ljúka allviðamiklu vísindalegu verki í Gamla testamentisfræðum, sem þá var í smíðum. En svo fór sem oft að hið póli- tíska vald ráðuneytis og Háskóla valdi ekki þann þjón hinnar evang- elísku Lúthersku kirkju, sem líkleg- astur var til að bera krossinn sýni- legan á byltingarkenndum tíma þjóðarinnar. Því er óhjákvæmilegt að hafa í huga að Guðmundur hafði orðið fyrir barðinu á pólitísku veitinga- valdi í sambandi við kennarastarf við Háskóla íslands. Sársauki var tengdur þessum atburði og að vel athugðuðu máli tók Guðmundur tilboði Erlends. Teningunum var kastað, skóla- starf varð að aðalstarfi. En skóli Guðmundar skyldi vera að fordæmi danska guðfræðingsins Frederik Grundtvigs að skóli skyldi vera fyr- ir lífið. En Grundtvig hafði skipað skólum Vesturlanda í tvær heildir. í annarri heildinni voru hinar hefð- bundnu bóknámsskólar er hann kallaði „hina svörtu skóla“ en í hinni voru skólar nýrrar tegundar, er tengdu fræði og daglega önn saman og urðu því í sannleika að „skólum fyrir lífið“. Guðmundi hefur eflaust fundist atvikin hafa neytt sig til endurmats áþekku því er varð Grundtvig hvatning og eggjun. Árin 1955-974. 1. júní 1955 var brotið blað í lífi Guðmundar hlið- stætt því og blað var brotið í sögu Samvinnuskólans, er hann tók þar við skólastjórn og skólinn fluttist frá Reykjavík að Bifröst í Norð- urárdal. Þar mótar hann og byggir upp á nýtt heimavistarskóla og gerir hann að einni virðingarmestu skólastofnun landsins. Á hann hlaðast störf, á þessum árum, eins og ritstjórnarstarf Sam- vinnunnar 1959-63, skólastjóra- starf Bréfaskóla SÍS og síðar ASÍ er þau samtök komu til samstarfs við SÍS um rekstur skólans, for- stöðumaður, Bifröst - Fræðslu- deild, verður hann 1960. Og haust- ið 1973 er Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans stofnuð í Reykjavík. Enginn hafð barist eins hart fyrir tilurð hennar og Guðmundur Sveinsson. Guðmundur Sveinsson hefur sjálfur látið þau orð falla að fyrstu ár starfsævinnar hafi hann lifað að verulegu leyti í fortíðinni en verið vakinn til samtíðarskynjunar. Starf- sævi hans hefur sannað þessi orð. Hann stóð í fylkingarbrjósti þeirrar byltingar sem kölluð hefur verið framhaldsskólabyltingin og skóli sá sem hann var fenginn til stjórnunar 1974 var byggður á. Það sama ár kveður Guðmundur Samvinnuskól- ann Bifröst. Enn var hann kallaður til að móta og skapa og nú var það Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Saga þess skóla er þegar orðin mikil saga, mikillar baráttu. Vei þeim er nú þykjast sjá þess þörf að rústa það kerfi sem þúsundir æskufólks hafa fengið notið og munu í framtíðinni þakka frumherjanum Guðmundi Sveinssyni að hafa skapað því þá möguleika með víðtæku valfrelsi í námi að við námslok er það ekki lengur statt í blindgötu gamla skóla- kerfisins. { ágústmánuði 1988 lauk farsæl- um embættisferli Guðmundar Sveinssonar sem skólameistara. Nú í dag dvelur hann í hléi þess skugga, sem allir hræðast mes£, sjúkdóms er enn enginn ræður við. Megi andi guðfræðingsins og skóla- mannsins Guðmundar Sveinssonar enn um sinn vaka yfir velferð Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Svo verða Guðmundi Sveinssyni ekki sendar kveðjur og þakkir við merk tímamót, að Guðlaugar Ein- arsdóttur konu hans sé ekki getið, eiginkonunnar, móðurinnar, starfs- félagans og mannþekkjarans, er gerði það kleift ásamt „hinum hæsta" að veita það skjól að hægt var að sinna, móta og skapa óvenju árangursríkt lífsstarf. Hafið heila þökk fyrir vinsemd ykkar alla. Guðný og Höskuldur Goði. Helgarnámskeið 10.—12. maí Á annað hundrað íslendingar hafa sótt námskeið Dayshaktis og rnargir þeirra koma aftur og afiur. Undir öruggri handleiðslu munum við takast á við tilfinningar sem við höfum ekki fengið útrás fyrir og á þann hátt uppgötva nýja möguleika og öðlast aukinn skilning á okkur sjálfum og lífinu. Námskeið fyrir þá sem efla vilja sjálfitraust sitt og sambönd sín. Nœstu grunnndmskeið í Jóga: 30. apr.—l6. maí þri./fim. kl. 20—22 6 skipti. Leiðbeinandi: Ingihjörg Guðmundsdóttir. 6. maí—22. maí mán./mið. kl. 20—22 6skipti. Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svavarsdóttir. Kenndar verða undirstöðmefingar Kripalújóm, teygjur, öndunarœfingar, hugleiðsla og slökunaraðferoir sem losa um spennu, líkamlega og andlega. Innifalið er tveggja vikna jógakort í framhaldi af námskeiðinu. Jógastöðin Heimsljós Armúla 15, Sími 588 4200 kl 17 19 lÓGASTÖÐIN HEIMSLIOS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.