Morgunblaðið - 28.04.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 28.04.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 23 Bókband Óskum eftir að ráða fólk vant bókbandsstörf- um. Reyklaus vinnustaður. SVANSPRENT HF Auðbrekku 12 Sími 4 27 00 Kennari óskast Kennari óskast að Grunnskólanum í Breið- dalshreppi næsta skólaár. Kennslugreinar: Almenn kennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 475- 6683/475-6696 og formaður skólanefndar í síma 475-6648. Umsóknarfrestur er til 19. maí. Skólastjóri. >“< Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar Lausar eru tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslustöðina Sólvangi frá og með 1. ágúst nk. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings með Ijósmóðurmenntun frá og með 1. júlí 1996. Umsóknir berist fyrir 1. júní nk. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 565-2600. Rafeindavirki Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða raf- eindavirkja í framtíðarstarf. Starfið felst í viðgerðum og uppsetningu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækjum, auk þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins. Ráðning fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Liósauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Kennarar, skólastjórar Mýrdalshreppur auglýsir lausar eftirfarandi stöður við Víkurskóla, Vík í Mýrdai: • Stöðu skólastjóra, afleysing til 1 árs. • Stöðu sérkennara, afleysing til 1 árs. • Stöðu íþróttakennara. • Stöður almennra kennara, meðal kennslu- greina: Almenn kennsla, íslenska, stærð- fræði, danska, enska, hand- og mynd- mennt, samfélagsgreinar, raungreinar og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 12. maí. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 487 1242/ 487 1124 og sveitarstjóri í síma 487 1210. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Aðstoðarkokkur Laust er starf í mötuneyti Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði. Óskað er eftir jákvæðum og áreiðanlegum starfsmanni, karli eða konu, sem getur annast sjálfstæða eldamennsku í afleysingum. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Um frambúðarstarf er að ræða, en einnig kemur til greina sumarafleysing. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Nánari upplýsingar gefur María Bergvins- dóttir, yfirmaður mötuneytis, í vs. 456 4500. SjÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Hjúkrunarfræðingar! Lausar eru fáeinar stöður hjúkrunarfræðinga á öldrunardeild B-4 í Fossvogi. Starfsemi deildarinnar er margþætt og byggist á bráða- innlögnum og innköllunum aldraðra, meðferð og endurhæfingu. Þverfaglegt teymi hjúkrun- arfræðinga, lækna, sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa starfar á deildinni. Boðið er upp á aðlögun sem hæfir viðkom- andi starfsmanni. Komið og takið þátt í skemmtilegu og gef- andi starfi. Sérstaklega vantar á næturvaktir. Upplýsingar veita Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 525 1535 og Gyða Þorgeirsdóttir, deildarstjóri í síma 525 1536. Seaflower Whitefish Corporation Ltd. LUDERITZ - NAMIBIA SWC er fiskvinnslufyrirtæki í Namibíu sem gerir út þrjá togara ■ og einn frystitogara. Hjá fyrirtækinu starfa um 380 starfsmenn, þar af 28 íslendingar. SWC er að hluta til í eigu íslenskra sjávar- afurða hf. - BAADERMAÐUR skipstjórnarmenntaður Við leitum að starfsmanni til afieysinga að minnsta kosti í þrjá mánuði. Mikil Baader-reynsla. ► Skipstjórnarmenntun ► Reynsla af störfum á frystitogara Við leitum að úrræðagóðum og reyndum Baader-manni sem er vel skipulagður, á gott með að leiðbeina öðrum, getur axlað ábyrgð og unnið sjálfstætt að hinum fjöl- breytilegustd verkefnum. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Ráðið verður í starfið strax og þarf nýr starfsmaður helst að geta hafið störf sem allra, allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst. A <S AJ>' A B E N D I RÍÐCIOF & RÁÐNINGAR tAU GAVECUR 178 S 1 M I : 568 90 99 F A X : 568 90 96 Atvinna óskast Vanur vélstjóri, 1500 kw, óskar eftir afleys- ingum í einn til tvo mánuði. Upplýsingar í síma 566 6609. G Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lausar stöður Frá og með næsta skólaári eru þessar stöð- ur lausar til umsóknar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: Heil staða stærðfræðikennara. Heil staða kennara í samfélagsgreinum. Ein og hálf staða kennara í raungreinum (eðl- isfræði, efnafræði og jarðfræði). Auk þess er auglýst eftir stundakennurum í vélritun og markaðsfræði. Umsóknarfrestur er til 22. maí 1996. Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Skólameistari. Aðstoðarskólastjóri Grunnskólakennarar Eftirtaidar stöður við grunnskólann í Reykjanesbæ eru lausar til umsóknar. Njarðvíkurskóli. Staða aðstoðarskólastjóra, almenn kennsla, heimilisfræði og hannyrðir. Holtaskóli. Almenn kennsla. Myllubakkaskóli. Tónmenntakennsla, al- menn kennsla, myndmennt og tímabundin kennsla vegna barnsburðarleyfa. Umsóknarfrestur er til 22. maí. Upplýsingar um stöðurnar og viðtöku um- sókna veita skólastjórar viðkomandi skóla. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. >=< 1 Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Þjónustudeild Vegna yfirtöku grunnskólans 1. ágúst n.k. og aukinna verkefna því fylgjandi hefur verið stofnuð þjónustudeild við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Starfsfólk deildarinnar mun sinna ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu við leikskóla og grunnskóla. Auglýst er eftir starfsfólki í eftirtaldar stöður: Kennslufulltrúi ein staða vegna grunnskóla Skólasálfræðingar tvær stöður vegna leik-og grunnskóla. Talkennari Ein staða vegna leik- og grunnskóla. Ráðið verður í störfin frá og með 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Um kaup og kjör fer skv. samningum STH og Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, fyrir 3. maí n.k. Nánari upplýsingar veita skólafulltrúi (Magnús Baldursson) í síma 555 3444 og deildarstjóri þjónustudeildar (Guðjón Ólafsson) í síma 565 8011. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.