Morgunblaðið - 28.04.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 31
SKOÐUN
FYRIRSPURN TIL
ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA
SAMKIPTI okkar íslendinga við
Alþýðulýðveldið Kína hafa verið
allmikið í sviðsljósinu á undaförn-
um misserum. A síðustu árum hef-
ur orðið gríðarleg breyting á
mörkuðum og efnahagslífi Kín-
vetja. Landið hefur opnast og fjöldi
erlendra sendinefnda hefur farið
þangað tii að kanna möguleika á
viðskiptum. Erlend stórfyrirtæki
hafa fjárfest í Kína og kínversk
stjórnvöld kanna nú möguleikann
á sambærilégum fjárfestingum er-
lendis.
Það er skoðun margra að Kín-
veijar séu loks á réttri braut. En
endurtekin brot á mannréttinum
hafa verið svartur blettur á kín-
versku þjóðfélagi um áratugaskeið
og varla hægt að leggja mat á kín-
verska þjóðfélagsþróun án þess að
skoða stöðu mannréttinda í land-
mu.
Morðin óhugnanlegu
Á undanförnum árum hafa ver-
ið framin svo óhugnanleg mann-
réttindabrot í Kína að þess þekkj-
ast fá dæmi á seinni hluta 20.
aldar. Við, unga fólkið í dag upp-
lifðum ekki ógnir síðustu heims-
styrjaldar, við upplifðum ekki
hreinsanir Stalíns, né Menningar-
byltingu Maós. Við horfðum hins
vegar á það nánast í beinni útsend-
ingu þegar þúsundir jafnaldra
okkar voru myrtir með köldu blóði
árið 1989.
Mótmæli stúdenta hófust í Beij-
ing um miðjan apríl 89 og breidd-
ust út til stærstu borga Kína -
og á örskömmum tíma varð til
vísir að lýðræðishreyfingu í land-
inu. Þann 13. maí 1989 hófu nokk-
ur hundruð stúdentar hungurverk-
fall til að krefjast lýðræðislegra
umbóta í landinu. í kjölfarið
streymdu hundruð þúsunda Kín-
verja á torg hins himneska friðar
til að sýna stuðning sinn. Þann
18. maí var talið að um ein milljón
manna hefði verið komin saman á
torginu.
Aðfaranótt 4. júní 1989 létu svo
kínversk stjórnvöld til skarar
skríða. Skriðdrekar og vopnaðir
hermenn réðust inn á torgið. Bob
Ilawke, _sem þá var forsætisráð-
herra Ástralíu, flutti ávarp á
minningarathöfn sem haldin var í
þingsal Ástralíu nokkrum dögum
eftir atburðinn. Þá vitnaði hann
til sjónarvotts sem skýrði svo frá:
„Ekið var yfir stúdentana með
þungum herflutningavögnum og
skriðdrekum sem síðan óku fram
og aftur yfir lík hinna látnu þar
til þau voru orðin að mauki einu.
Eftir það var jarðýtum ekið inn á
torgið og líkamsleifum ýtt saman
í hrúgur, sem síðan var kveikt í
af hermönnum með eldvörpum.“
Svo mörg voru þau orð. Að
minnsta kosti eitt þúsund manns
voru drepnir þessa nótt.
Viðbrögð þjóða heimsins voru
■ öll á einn veg. Morðin voru for-
dæmd harkalega. Þetta átti við
ríkisstjórn Islands, forseta Frakk-
lands, forseta Bandaríkjanna, for-
sætisráðherra Bretlands og fleiri.
Samskipti íslands og Kína voru
í algjöru lágmarki næstu misseri
og engum datt í hug að þiggja boð
um opinbera heimsókn, hvað þá
að taka þátt í viðræðum um við-
skipti landanria. í dag, rúmum sex
árum seinna, er sá varla maður
með mönnum sem ekki hefur farið
í opinbera heimsókn til Kína,
samninganefndir eru farnar að
ræða um gagnkvæm viðskipti og
fjárfestingar, og á köflum lítur
út fyrir að Kína sé að verða ein
helsta vinaþjóð okkar íslendinga.
Hvað hefur breyst
á, þessum sex árum?
Hafa átt sér stað um-
bætur í Kína? Hefur
átt sér stað þróun í
átt til aukins lýðræð-
is?
Kínverjar hafa opn-
að landið fyrir erlend-
um sendinefndum,
kapítalisminn hefur
haldið innreið sína,
talað er um efnahag-
sundrið í Kína og að
stærsti markaður
heims sé að opnast.
Maður skyldi ætla
að breytingar hefðu
orðið í mannréttinda-
málum samhliða þessu öllu. Það
er þess vegna sláandi að skoða
ársskýrslur Amnesty Internati-
onal um Kína.
Hinar bláköldu staðreyndir
Staðreyndirnar eru þær að
mannréttindabrot í Kína verða al-
varlegri með hveiju árinu sem líð-
ur. Árið 1994 voru 2.496 Kínveijar
dæmdir til dauða af stjórnvöldum
og 1.791 tekinn af lífi. Þetta eru
miklu hærri tölur en á árunum
1990-1993. Samkvæmt kínversk-
Mannréttindi eru ekki
afstæð, þau eru algild.
Það réttlæta engar
menningarlegar, þjóð-
félagslegar eða trúar-
legar aðstæður þá með-
ferð sem einstaklingar
í Kína hafa orðið að
þola, skrifar Páll
Magnússon. Það sé
alltaf, alls staðar rangt
að drepa fólk fyrir að
hafa skoðun.
Páll
Magnússon
Afstæð mannréttindi
séu ekki til.
um lögum er dauðadómur viðurlög
við yfir sextíu tegundum afbrota,
þar með talin afbrot á borð við
spillingu.
Þúsundir voru sendar í svo-
kallaðar vinnubúðir til endur-
menntunar, en þangað er fólk sent
til að losna við „ranghugmyndir"
um Alþýðulýðveldið. Þetta fólk fær
engan dóm, engin réttarhöld. Lög-
reglan bara ákveður að senda það
í burtu.
Þau rök hafa komið fram að
ekki sé hægt að hafa áhrif á kin-
verskt samfélag með þvingunum
af neinu tagi, áhrifum sé einungis
hægt að ná með samskiptum þjóð-
anna. Því sé rétt að þiggja opinber
boð og fara í opinberar heimsókn-
ir. Þar sé hægt að koma okkar
athugasemdum við mannréttinda-
brot kínverskra stjórnvalda á fram-
færi, en ekki með öðrum hætti.
Þess vegna beri okkur íslendingum
að opna sendiráð í Kína og hefja
samningaviðræður um viðskipti
þjóðanna.
Þetta er auðvitað gild skoðun,
en ef það er stefna íslenskra stjórn-
valda að velja þessa aðferð til að
hafa áhrif á kínversk stjórnvöld,
hvetja þau til lýðræðis og afnáms
mannréttindabrota, þá
ber okkur skylda til að
meta það hlutlaust
hvort þessi aðferð skili
árangri.
Frá árinu 1989 hafa
kínversk stjórnvöld
unnið markvisst að því
að opna landið eins og
það hefur verið kallað.
Staðreyndirnar eru
þær að á þessum tíma
hefur dauðadómum
fjölgað, aftökum hefur
ijölgað, harðræði Kín-
veija í Tíbet hefur ekk-
ert breyst, mannrétt-
indasamtök eru bönn-
uð, samviskuföngum
fjölgar og svo mætti lengi telja.
Aukin samskipti vestrænna ríkja
við Kína hafa því ekki leitt til bætts
ástands í mannréttindamálum.
Atburðirnir á torgi hins him-
neska friðar eru einir ógnvænleg-
ustu atburðir sem við, unga fólkið,
höfum orðið vitni að, og það í beinni
sjónvarpsútsendingu. Þess vegna
brennur þetta mál á okkur. Ungt
fólk í Kína, sem statt var á torginu
trúði því að vera þeirra og mót-
mæli hefðu eitthvað að segja. Og
augu heimsins hvíldu á þeim.
Hveijum datt í huga að þeim yrði
gert mein fyrir framan vestrænar
myndavélar. Þótt það hefði hvarfl-
að að þeim að einhvetjar fórnir
yrðu færðar, þá hafa þau án efa
verið sannfærð um að þær fórnir
yrðu einhvers virði.
Leikflétta gengur upp
Hvað er það sem hefur breyst í
Kína á rúmum sex árum? Ekkert.
Tíminn hefur liðið, og við höfum
gleymt. Fyrnast fjöldamorð á sex
árum? Ef aftur kæmi upp sama
staða í Kína nú og í júní 1989,
myndu kínversk stjórnvöld ekki
hugsa sig tvisvar um. Viðbrögð
þeirra yrðu nákvæmlega þau sömu
nú og þá, vegna þess að þau kom-
ust upp með það. Og þá myndu
íslensk stjórnvöld fordæma aðgerð-
irnar, og samskipti þjóðanna liggja
niðri í nokkur ár, en svo yrði aftur
farið í heimsóknir og kínverskar
sendinefndir færu að koma hingað.
Fyrningartíminn er stuttur.
Leikflétta Kínveija er að ganga
upp. Það hafa engar breytingar
orðið á kínverskum stjómarháttum.
Það eru meira að segja sömu menn
sem taka á móti íslenskum sendi-
nefndum og tóku ákvörðunina fyrir
sex árum. Þetta var nefnilega póli-
tísk ákvörðun. Það voru ekki her-
menn sem ákváðu að drepa fólkið.
Það voru ráðherrarnir. Þeir vissu
að þeir þyrftu að þola tímabundinn
skell í alþjóðlegu samstarfi í nokkur
ár, en voru tilbúnir að taka hann í
skiptum fyrir völdin og viðhalda
óbreyttu ástandi. Og við erum að
kokgleypa allt saman.
Þjóðir heims sameinuðust í bar-
áttunni fyrir afnámi aðskilnaðar-
stefnu í Suður-Afríku. Það er ríkj-
andi skoðun að ef ekki hefði komið
til aðgerða vestrænna ríkja sæti
Nelson Mandela enn í fangelsi og
réttur svartra væri jafnlítil! og áður
var. Efnahagsleg, menningarleg og
félagsleg einangrun knúði á breyt-
ingar í landinu. Það var sama á
hvaða vettvangi var, alls staðar
voru Suður-Afríkumenn einangrað-
ir. Því má ekki gleyma að baráttu-
menn gegn aðskilnaðarstefnunni i
Suður-Afríku mæltust til þess við
vestræn ríki að efnhagsþvingunum
yrði beitt. I Kína heyrum við ekk-
ert í þessum hópum, því ætli ein-
hver sér að stofna slíkan hóp þar,
eða ræða mannréttindamál almennt
er hann handtekinn. Slíkur hópur
var myrtur á torgi hins himneska
friðar, þegar hann barðist fyrir lýð-
ræði.
Sérstaða okkar
Lítil þjóð getur haft mikil áhrif
á alþjóðavettvangi. ísland er í
fremstu röð hvað varðar mannrétt-
indi þegnanna og við erum ein ör-
fárra þjóða sem erum með bann við
dauðarefsingum bundið í stjórnar-
skrá. Við erum ein örfárra þjóða
sem hefur aldrei orðið þess vafa-
sama heiðurs aðnjótandi að komast
í ársskýrslu Amnesty International.
Af hveiju látum við staðar numið
heima hjá okkur? Koma okkur ekki
við brot gegn meðbræðrum okkar
í öðrum löndum? Og ef svo er, hvað
erum við þá að fordæma mannrétt-
indabrot yfirleitt eins og við gerðum
1989 gagnvart Kínveijum? Nei, við
eigum að gæta bræðra okkar og
systra og við eigum að gera það
af heilum hug. Ekki um stundarsak-
ir og ekki bara á meðan allir hinir
gera það. Það er ekkert verra að
standa einn á sannfæringu sinni en
að gera það með öllum hinum.
Spurt er hvar eigum við að draga
mörkin. Mannrétti þjóðfélagshópa
eru fótumtroðin af stjórnvöldum í
fjölmörgum ríkjum heims. Eigum
við að slíta stjórnmálasambandi við
þau öll? Við verðum að treysta þing-
mönnum okkar til að draga þessi
mörk. Við kjósum þá og treystum
til að taka ákvarðanir um þætti sem
snerta hagi okkar og framtíð. Við
verðum þvi að treysta þeim einnig
til að fordæma stjórnvöld annarra
ríkja ef siðferðisvitund okkar sem
þjóðar er misboðið, og fylgja for-
dæmingunni eftir. Þegar ráðamenn
okkar hitta aðra þjóðarleiðtoga að
máli á í öllum tilfellum að taka upp
umræðu um mannréttindamál við-
komandi ríkja, séu þau í ólestri.
Mannréttindi eru algild-
ekki afstæð
Mannréttindi eru ekki afstæð,
þau eru algild. Það réttlæta engar
menningarlegar, þjóðfélagslegar
eða trúarlegar aðstæður þá meðferð
sem einstaklingar i Kína hafa orðið
að þola. Það er alltaf, alls staðar
rangt að drepa fólk fyrir að hafa
skoðun. Afstæð mannréttindi eru
ekki til. Við fæðumst öll í þennan
heim með réttinn til að lifa, réttinn
til að tjá okkur, hafa okkar skoðan-
ir og réttinn til að hafa áhrif á stöðu
okkar, land og þjóð. Þennan rétt á
enginn að geta tekið af okkur.
Því skorar undirritaður á utanrík-
isráðherra íslands að beita sér fyrir
því að íslensk stjórnvöld myndi sér
skýra og opinbera stefnu í málefn-
um gagnvart ríkjum sem bijóta
mannréttindi þegna sinna og að
beita sér fyrir því á Alþingi, í ríkis-
stjórn og á alþjóðavettvangi, að
augum manna verði beint að síend-
urteknum mannréttindabrotum og
morðum í Kína. Að stjórnmálasam-
band ríkjanna verði endurskoðað,
og kínversk stjórnvöld verði beitt
öllum þeim þrýstingi sem til þarf
til að þau hverfi af þeirri braut sem
þau eru á í dag. Við getum ekki
og við megum ekki horfa framhjá
þeim hörmungum sem saklaust fólk
verður fyrir.
Eða eins og skáldið Tómas Guð-
mundsson sagði:
„Því meðan til er böl sem bætt .þú gast,
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.“
Höfundur er varaformaður
Sambands ungra
framsóknarmanna og
varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
50 ár liðin
frá stofn-
un Hvera-
gerðis-
hrepps
ÍBÚAR Hveragerðisbæjar
fagna í ár þeim merku tíma-
mótum að fimmtíu ár eru liðin
frá því að Hveragerði varð
sjálfstæður hreppur.
Ýmis hátíðahöld eru fyrir-
huguð á árinu í tilefni þessa,
en sérstakur hátíðarfundur
bæjarstjórnar verður haldinn
mánudaginn 29. apríl að Hótel
Hveragerði og hefst hann
klukkan 17. En þennan sama
dag fyrir 50 árum var fyrsti
hreppsnefndarfundur hins
nýja sveitarfélags haldinn.
Hátíðarfundur bæjarstjórnar
markar upphaf hátíðarhald-
anna vegna 50 ára afmælisins
en aðalhátíðin verður hins veg-
ar 6. júlí í sumar.
Á hátíðarfundinum verður
meðal annars kynnt dagskrá
hátíðahaldanna, gjafir afhent-
ar bæjarfélaginu og sérstök
afmælissamþykkt bæjar-
stjórnar samþykkt. Fundurinn
er öllum opinn en að honum
loknum býður bæjarstjórn
uppá kaffiveitingar.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Frá Skagfirðingum og b.
kvenna í Reykjavík
Eftir 2 kvöld í parakeppni (sem
jafnframt er eins kvölds tvímenn-
ingur og opinn öllum) er staða efstu
para þessi:
Inga Lára Guðmundsd. - Unnur Sveinsdóttir 363
Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 354
GuðbjörgJakobsdóttir - Þorleifur Þórarinsson 328
Karólína Sveinsdóttir - Lárus Hermannsson 326
Dúa Ólafsdóttir - Margrét Margeirsdóttir 326
Kristín Jónsdóttir - Sigurður Karlsson 324
Síðasta kvöldið verður spilað
næsta þriðjudag í húsnæði Brids- /
sambandsins í Þönglabakka og
hefst spilamennskan kl. 19.30.
Þriðjudaginn 7. maí verður svo
eins kvölds tvímenningur, upphitun
fyrir landsmótið í parakeppni og
verður þá spilað í Drangey, að
venju.
Bridsfélag byrjenda
Sl. mánudag var spilaður Howell
tvímenningur með þátttöku 8 para,
en það er með minna móti og vil
ég nota tækifærið hér til að hvetja
þá sem eru að byija að spila að
mæta í skemmtilega keppni. Ann-
ars urðu úrslit kvöldsins þannig:
Kristjana Halldórsdóttir - Eggert Kristinsson 77'
Margrét Viðarsdóttir - Valdimar Guðmundsson 71
Guðrún Gestsdóttir - Erla Bjarnadóttir 65
GLEÐILEGT
I
VORTISKAN KOMIN!
LAUGAVEGI 20 • SIWU 552-5040
FÁKAFENI 52 .811711568-3919
KIRKJUVEGI 10 •VESTM • SÍMI 481-3373
LÆKJARGÖTU 30 HAFNARF. • S. 5655230