Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 B 7 MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTURÆr UFO-þagnarstíflan loks ad bresta? „Cosmic- Water- gate“ í Washington ÞEGAR rætt er um geimverur eða UFO-fyrirbæri í fjölmiðlum hér á landi, eftir að „ljós á himni“ hefur sést, kveður við dálítið annan tón en í banda- rískri umræðu. Umræðustigið hér er ennþá: „Trúir þú á fljúgandi diska eður ei?“ Á meðan nú er rætt um þingnefndarrannsókn vegna málsins í Washington og jafnvel að málið verði hluti af kosningarbaráttunni þar vestra í haust! án leyfis til þess gerðra yfirvalda. Hernaðaryfirvöld gátu ekki skýrt hvers vegna! Er nokkur nær um það hverjir standa þarna að baki? Læknirinn Jesse Marcel Jr. er sonur Jesse Marcel, herforingjans sem varð vitni að Roswell hrapinu. Þann 13. Apríl 1995 sagði hann frá fundi með Dick D’Amato árið 1991, en hann er meðlimur í bandaríska Þjóðaröryggisráðinu. í því viður- kenndi D’Amato að diskhrapið átti sér stað í Roswell og að lík fram- andi vera voru um borð. Harin sagði ennfremur, að nú ætti að opinbera UFO-raunveruleikann. Mjög sterkir „Black Arm“-aðilar (svart-armar) innan ríkiskerfisins hefði_ haldið þessu leyndu í nær 50 ár. I spilinu væru einnig ótrúlegar ólöglegar fjárupphæðir. Oryggisráðið væri að reyna að finna út hverjir þetta séu. Þrír þekktir menn, þeir Robert Dean, Dr. Greer og Gordon Cooper, Frægt er orðið að Bob Dole lét þessi orð falla í september 1995, þegar hann gagnrýndi efna- hagsstefnu CHntons : „Þetta er eins og þegar flugherinn segir að UFO- ^—fyrirbærin séu ekki til.“ Nú er nýlokið rannsókn ríkisend- urskoðunar Bandaríkjaþings, US General Acco- unting Office, á svokölluðu Rosw- ell-máli. Það er hið fræga mál, sem spannst út af hrapi framandi flygildis í Nýju-Mexókó árið 1947. Það var þingmaður Nýju- Mexíkó, Steven Schiff ásamt fylkis- stjóranum Diane Feinsteinsem, sem fór fram á þessa rannsókn. Næg ástæða þótti til þess að rannsaka málið en niðurstöðurnar frá 28. júlí 1995 voru að greinilega hefði mikil- vægum hernaðarskjölum verið eytt eftir Einar Þorstein ÍSLANDSVINURINN Robert Dean. ásamt fleiri vinna nú saman að verkefni, sem nefnt er Stargate. Þeir eru framarlega í flokki manna, sem ætla sér að afhjúpa þetta mál fyrir bandarískan almenning. Málið snýst m.a. um það hvernig fínna megi flöt á því að 20 aðilar megi bera vitni fyrir þingnefndarrann- sókn, en allir eru þeir bundnir þagnareiði um vitneskju sína vegna starfa að hermennsku. Robert Dean er fyrrverandi her- foringi. Hann kom til íslands í nóv- ember 1993. Hann sagði hér frá reynslu sinni, er hann starfaði hjá SHAPE, NATO miðstöðinni við París, á árunum 1967-1976. Leyni- skýrslur þar sögðu m.a. að UFO- fyrirbærin séu utanjarðargeimskip. En undanfari þessara upplýsinga var að í febrúar 1961 var nær skoll- in á kjarnorkustyijöld vegna mikils flugflota ókunnra farartækja sem flaug frá Sovétríkjunum. Robert Dean hefur nú safnað saman þess- um 20 manna flokki, sem allir hafa beina reynslu af UFO-fyrir- bærunum. Þetta eru geimfarar, amerískir og rússneskir, fyrrverandi leyniþjónustumenn, hermenn sem tóku þátt í því að hreinsa upp eft- ir UFO-diska hröp, hershöfðingjar og flota- foringjar. Þeir eru allir reiðubúnir að bera vitni fyrir þingnefndinni. Dr. Steven Greer er yfirmaður CSETI, en það er nefnd, sem stend- ur að rannsókn á utan- jarðar vitsmunum. Hann hefur verið í sambandi við Dr. Gibbons, sem er vísindaráð- gjafi Hvíta hússins, um allt það, sem hann veit um UFO-málin. Tenglar tveggja njósnastofnana hafa upplýst Dr. Greer um það, að sérstakar deildir innan herstofnana hafí verið að nota nýja leynda tækni, á eins konar „stjörnustríðs“ nótum, til þess að reyna að skjóta niður UFO-fyrir- bæri. Þeir hafa þannig skotið niður tvo diska á tveimur árum. Dr Greer segir einnig, að hátt- settu fólki í stjórnun þjóðlanda, hermála og njósnastofnana vítt og breytt um heiminn, sé haldið utan við allar þessar upplýsingar. Gordon Cooper er geimfari sem hefur nú loks rofíð þögina. í aríl- mánuði árið 1995 sagði Cooper frá . því að árið 1957 hafi hann sé filmu, er sýni lendingu geimfars á flugvell- inum Edwards Air Force Base. Eft- ir það var filman send til Washing- ton en eins og margar aðrar slíkar, m.a. frá íslandi 1973, fannst hún ekki síðan. Cooper vinnur nú með kvikmyndagerðarmönnunum, Jackie Dunn frá írlandi og Sam Sherman frá Bandaríkjunum. Þeir eru gera mjög ýtarlegar myndir um UFO málið. í þeim segir Cooper, að hann hafí kynnst úrvinnslu utan- jarðartækni í einkageiranum. Enn- fremur að hann hafi þekkt mann persónulega, sem sá lík geimver- anna frá Roswell-slysinu árið 1947. í Hvíta húsinu eru menn lítið ánægðir með upplýsingarnar frá CIA um þessi mál, þar sem þeim upplýsingum sem vísindaráðgjafínn Dr. Gibbons hefur náð í, ber ekki saman við þær. Aðili sem vinnur hjá UFO-deild CIA hefur upplýst að Clinton hafi nú þegar látið taka upp á myndband nokkur mismun- andi UFO- og geimverulendingaá- vörp til þjóðarinnar, ef ske kynni ... Haft er eftir öruggum heimildum af Clinton forseti hafi nú gefið grænt ljós á það að Dr. Gibbons rannsaki enn frekar allt UFO-málið fyrir Hvíta húsið. Þann 21. október 1995 sam- þykkti þingnefnd að halda opinbera rannsókn á UFO-málinu, ef unnt væri að ná saman nægjanlega sterkum hópi vísindamanna í þessu skyni. Robert Dean safnaði saman þessum hópi á fjórum dögum! Margt bendir nú til þess að hul- unni yfir leyndinni í kringum UFO- fyrirbærin í Bandaríkjunum verði nú svipt af á næstu misserum. Rétt er að minna á það að þann 25. júní 1997 verða 50 ár liðin frá því að þessi fyrirbæri komust á blað í menningunni. En þá er bara spurn- ingin: Hver verður fyrstur í röðinni til að græða á þeim framandi? (Byggt á grein í NEXUS.) Grand Cherokee Laredo, árg. 1993, ek. 69 þús., grænn, gott eintak. Verö: 2.990.000 kr. Toyota Tercel 4x4, árg. 1988, ek. 143.000, grár. Verð: 480.000 kr. Toyota Landcrusier, diesel, árg. 1988, 38“ dekk, læsingar, einn með öllu. Verö: 2.200.000 kr. Nissan Almera, árg. 1996, ek. 9 þús., vínrauður, 5 gíra. Verð: 1.250.000 kr. Chrysler New Yorker, árg. 1995, ek. 6 þús. vínrauður, einn sá glæsilegasti. Verð: 4.050.000 kr. Nýbýlavegur 2 • Sími: 554 2600 Grand Cherokee Limited V8, árg. 1995, ek. 15 þús., svartur, leðurinnrétting. Verð: 4.450.000 kr. MMC Galant 4x4, árg. 1991, ek. 122.000, grænn. Verö: 1.140.000 kr. Skoda Favorit, árg. 1993, ek. 13 þús., hvítur, 5 dyra. Verö: 540.000 kr. Hagstæðir greiðsluskilmálar - Visa/Euro-raðgreiðslur - 6 mánaða ábyrgð Chrysler Neon LX, árg. 1995, ek. 9.500, grænn, 150 hestöfl. Verö: 1.650.000 kr. Ford Econoline húsbíll 4x4, læsingar, árg. 1978, vandaðar innréttingar, bensín 302. Verö: 1.500.000 kr. Jeep Wrangler, árg. 1991, ek. 55 þús. Verö: 1.350.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.