Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 3 VEITINGASTAÐUR af einfaldara taginu - maískökur á viðareldi. GUÐMUNDUR við vatnshjól einnar af stærri vélunum í Macagua II. VÖRUBÍLSTJÓRI slakar á í hengirúmi undir trukkn- um sem hann ekur. arlífið hlýtur að vera spennandi. „Það er ekki mikið kúltúrlíf þarna inni í frumskógi, þar sem ég bjó, en Caracas er auðvitað heimsborg, þar sem eru leikhús, tónlistarhús og fleira. Hins vegar eru Venesú- elabúar ekkert of stoltir af sínum kúltúr. Þeir eru meðvitaðir um að þeir skari ekki fram úr á neinu sviði, hvort sem er í menn- ingu, vísindum eða öðru. En þeir eru ekki haldnir neinni minnimáttarkennd. Þeir lifa mjög mikið í augnablikinu en ekki í framtíð- inni. Það hefur auðvitað þær afleiðingar að allt félagslegt kerfi er mjög ótraust. Samt sem áður sér maður ekki þau vandamál, sem hér blasa við. Það er allt fullt af börum þarna, en engin sukkhús. Þú sérð ekki drukkna unglinga. Þeir hafa ekki drykkjusiði eins og hér tíðkast. Þetta er geysilega ríkt land, frá náttúrunn- ar hendi, og ég er ekki frá því að þeir hafí spillst. Þetta er eitt af stærstu olíulöndum í heimi, ríkisolíufélagið er það næst stærsta í heimi á eftir Saudi-Arabíu. Þarna er ál, stál, gull og nánast allir málmar í jörðu. Um það bil 60% af tekjum ríkisins renna beint úr olíulindunum. A olíukreppuárun- um lifðu þeir hátt, eins og aðrar olíuþjóðir, en þeir hugsuðu of lítið um að byggja upp á breiðari grundvelli. Það var allt flutt inn. En eftir að olíuverð hrundi, hafa þeir verið í eins konar efnahags- lægð. Þeir gáðu ekki að því qð byggja upp öflugt atvinnulíf á breiðum grundvelli, né mennta- kerfi, enda er það mjög lélegt. Hins vegar hafa þeir ágætis há- skóla á mörgum sviðum og það eru margir þeirra einkaskólar. Það er hægt að fá góða menntun í Venesúela, en ríkismenntakerfið er ekki sterkt. Agaleysið er dálítið mikið í skólum, jafnvel kennarar nenna ekki að mæta. Þetta er lík- lega ástæðan fyrir því hvað allt er losaralegt hjá þeim.“ Gífurleg fátækt en engin hungursneyð Ríkt land og gjöfult. Er þá ekki eins mikil fátækt í Venesúela og öðrum löndum Suður-Ameríku? ;,Það er gífurleg fátækt þar, á heildina litið, þrátt fyrir ríkidæmi landsins, sennilega eitt ríkasta landið í Suður-Amer- íku. En það er ekki til hungursneyð og fólk er lífsglatt, þrátt fyrir þessa fátækt. Þarna er engin eymd. Það nægir að hafa skýli yfir sér til skýla sér fyrir sólinni og rigningunum, sem eru rosalegar. Svo tínir fólk ávextina af tijánum sér til matar. Maður sér oft mjög skemmtilega karakt- era þarna; útigangsmenn með hengirúmið sitt og aleiguna á öxlinni og svo pota þeir prikinu í mangótréð og tína ávexti sem eru við það að skemmast. Þeir ganga í té-skyrt- um og þunnum buxum einum fata og una glaðir við sitt - yfirleitt hreinir. Maður sér sjaldan skítugt fólk þarna. Hins vegar er líka mjög mikið ríkidæmi í Venesúela. Þar er ákveðinn hópur mjög vel efnaður og hefur það flott að öllu leyti. Það hefur hagnast af ýmsu og þarna er geysileg spilling, eins og er viðloðandi í suður-amerísk- um löndum. Menn hagnast af eignum og spillingu. Það er mikill iðnaður í landinu, en sá iðnaður er allur innfluttur. Margir bíla- framleiðendur eru með samsetningarverk- smiðjur þar. Lyfjafyrirtæki frá Þýskalandi eru starfrækt og allt Kellogg’s-morgunkorn er t.d. framleitt þar. Þau fyrirtæki, hins veg- ar, sem eru I eigu heimamanna, eru flestöll mjög illa stödd. Núna er verið að reyna að einkavæða þau til að auka afköst og gæði og bæta afkomuna. Þau eru illa stödd vegna lélegrar stjórnunar. Það væri örugglega hægt að komast í góðar álnir með því að kaupa fyrirtæki í Venesúela og reka.“ Þú talaðir um álframleiðslu, sem er nú alltaf mikið hjartans mál okkar íslendinga. Hvernig stendur Venesúela þar? „Aðstæður til álframleiðslu þar eru ein- stakar eða ættu að vera það. Þeir gætu sett niður mörg álver strax, án þess að bæta við neinni orku, þeir eiga gnótt umframorku núna. Báxíðnámur eru fyrir hendi og þeir fleyta því niður Orinoco-ána að álverunum og síðan er vinnuaflið hræódýrt - ennþá. Verkamannalaun eru undir tíu þúsund krón- um á mánuði. Afköstin eru reyndar minni en við erum vön, en vinnuafl og aðföng eru mjög ódýr á okkar mælikvarða." Fjögur stór álfyrirtæki eru nú starfrækt þarna við borg- ina þar sem ég bjó og stendur til að einka- væða þau á þessu ári. En hvers vegna flykkjast erlendir fjárfest- ar ekki inn í landið? „Það sem fælir þá frá er ástandið í efna- þriggja milljarða baklán til að geta alltaf staðið við sínar skuldbindingar og Alþjóða- bankinn heimtaði m.a. að þeir hækkuðu bens- ínið - sem kostaði áður 1,50, kr. hver lítri. Þeir héldu að þessi hækkun (fjórföldun!) myndi valda borgarastyijöld, en hún gerðist bara þegjandi og hljóðalaust - þolgæði þeirra er mikið. Hvað áttu við með því að starfsumhverfi fyrirtækja sé ótryggt? „Skattareglur eru mjög óöruggar. Menn geta ekki stólað á að allt verði áfram eins og það er núna. Það hafa verið hömlur á því undanfarið að menn flytji gróða úr landi og þeir hafa undanfarið verið með gjaldeyrishöft. í kjölfar efnahagskreppunnar urðu sextán bankar gjaldþrota. Þetta gerðist 1993-94. Ríkið stóð á bak við alla bankana og þurfti að lokum að borga öllum sem höfðu átt pen- inga í þessum bönkum. Það reiddi út 400 milljarða króna vegna gjaidþrota bankanna. Þetta setti af stað óðaverðbólgu og gengis- hrun, gjaldeyrisbrask og peningastreymið úr landi var gífurlegt. Núna eru þeir að reyna að vinna sig út úr þessu. VIÐ strendur Karíbahafsins er víða að finna fagrar pálma- strendur. Ferðaþjónusta þró- ast ört í Venesúela. UNNIÐ við framkvæmdir við niðursetningu véla og steypu- vinnu í stærra stöðvarhúsinu í Macagua II í fyrrasumar. HÆGT er að fara í steypibað í volgum fossum ánna. hagsmálum, eins og það er núna. Einnig ótryggt starfsumhverfi, hvað varðar laga- setningar, reglugerðir og þess háttar. Virkj- unarkostnaður er ekki nema um það bil helm- ingur af því sem hann er hér og með því lægsta í heimi. Ég borgaði t.d. aðeins 75 aura fyrir kílovattstundina til heimilisnot- kunnar, hér borga ég um 6 aura og er það ekki inikið í okkar heimshtuta. Orkan er því mjög ódýr. Þetta er paradís á jörðu, þangað til... Það vantar meiri aga og skipulagningu í stjórnun, en ég er viss um að þeir eiga eftir að laga það. Þeir hafa verið háðir erlendri hjálp og ráðgjöf við alla uppbyggingu, en eru að byija að taka það yfir sjálfir, smám sam- an. Möguleikarnir eru gífurlegir en það þarf bara að nýta þá rétt.“ Af þeim u.þ.b.500 starfsmönnum sem vinna við virkjunarfram- kvæmdirnar í Macagua II voru 99% Venesú- elabúar, svo þeir geta ýmislegt. Efnahagsvandi í paradís Hvernig getur svona ríkt land verið með svona stóran efnahagsvanda? „Vandinn er uppsafnaður fortíðarvandi á öllum sviðum. Þeir hafa undanfarið átt í erfið- leikum með að borga erlendar skuldir. Al- þjóðabankinn hefur sett þeim stólinn fyrir dýrnar og sett þeim skilyrði. Þeir fengu Það hefði hugsanlega orðið borgarastyijöld í landinu ef ríkið hefði ekki reitt þessa pen- inga af hendi. Þess vegna var þessi erfiða ákvörðun tekin. Og þeir gerðu þetta dálítið sniðuglega. Þeir sem áttu minnst, fengu sína peninga fyrstir. Þeir greiddu upphæðina í þrepum. Þegar þetta kom til álita, hafði ég enga trú á að úr þessu yrði. Ég var því mjög undrandi þegar ég fór í bankann og þar beið mín ávísun, stíluð frá ríkinu. Ég fékk allt mitt greitt.“ Smáglæpir vegna fátæktar Eiginkona Guðmundar og dóttir fylgdu honum til Venesúela um áramótin 1993-94 og dvöldu þar fram á haust 1995. En var það ekkert erfið ákvörðun að fara með ungl- ing inn í þetta bágborna skólakerfi? „Dóttir mín, Katrín, fór í bandarískan einkaskóla, þar sem hún fékk hörkugóða menntun og stökk svo yfir einn bekk. Hún fór í 10. bekk í staðinn fyrir 9. þegar hún kom aftur heim. Hún var mjög ánægð með þessa dvöl. Hún gerði sér grein fyrir því hvað við hér á íslandi höfum mikil lífsgæði og frelsi. Það er ekki svo ýkja mikið um stórglæpi, morð eða eiturlyíjaglæpi þarna, en talsvert mikið um þjófnaði vegna fátæktar. Við leyfð- um Katrínu að leika sér með krökkunum í hverfinu, þar sem við bjuggum. Þeir héldu sig alfarið við svæðið; sátu bara úti á gang- stéttinni og spiluðu og sungu. Við ákváðum að búa í íbúðablokk, því þar er maður mun öruggari fyrir glæpum, en yfirleitt bjuggu erlendar fjölskyldur í stórum einbýlishúsum sem sífellt var verið að bijótast inn í. Krakk- ar, sem voru með Katrínu í skóla, fengu aldr- ei að fara út fyrir garðinn sinn. Hún var öfunduð af öllum útlendingum, sem voru með henni í skóla, út af öllu þessu frelsi, sem henni fannst nú ekki mikið. Ég held hún hafi verið fegin að komast heim aftur. Konan mín sömuleiðis. Henni fannst loftslagið erf- itt. Það er mun heitara og rakara þarna en t.d. í Caracas. Svo leiddist henni aðgerðar- leysið og vildi komast aftur heim til að vinna." Island, orkan og álverið Og nú er verkefninu í Venesúela lokið, Guðmundur aftur kominn heim og farinn að sinna sínum störfum hjá Landsvirkjun, þar sem hann er verkefnisstjóri við endurnýjun Sogsvirkjana, vegna stækkunar ÍSALS. „Þetta er töluvert verkefni, næstu tvö árin,“ segir hann. „Umframorkan á íslandi er ekki meiri en það, að við þurfum að tjalda öllu sem til er til að geta mætt þeim kröfum sem eru gerð- ar til að stækkun álversins geti orðið í lok næsta árs. Það verður þó engin aukning á Sogsvirkjunum, heldur að- eins endurnýjun til að tryggja öruggan rekstur áfram. Það þyrfti í rauninni að vera byijað þegar á nýrri virkjun til að geta mætt af einhveiju öryggi þeim kröfum sem gerðar verða í næstu framtíð. Það þarf ekki nema einn þurr- an og annan kaldan vetur, til að við verðum í algerum vandræðum. Hvað varðar allt umtal um umfram fjárfestingu í Blönduvirkjun, þá er ég þeirrar skoðunar að hún hafi verið fullkomlega réttlætanleg þó ekki væri nema af öryggissjónarmiðum einum saman og til að auka rekstraröryggi flutningskerfisins - fyrir utan þann skerf sem hún leggur til í orkufram- leiðslu nú þegar fáum árum eftir bygg- ingu. Hún er eina stórvirkjun okkar utan eldfjallasvæðisins á suðvestur- landi. Við getum ekki sótt orkuna neitt ann- að eftir þörfum eins og Norðmenn t.d. hafa gert, vegna þess að við erum eyland án nokk- urrar tengingar við aðra.“ Eigum við að byggja fleiri stórorkuver? „Það væri enn meira öryggi í því fyrir okkur og mun skynsamlegri fjárfesting í því tel ég að bytja á nýrri virkjun nú en að gera Hvalfjarðargöng. Þá ættum við orku til að taka á móti frekari iðnaði, án þess að það eigi sér langan aðdraganda. Virkjunarfram- kvæmdir taka fjögur til fimm ár. Það er vafasamt að erlendir iðnrekendur séu tilbún- ir til að bíða í svo langan tíma. Núna eigum við ekki einn dropa umfram og megum ekki við minnsta áfalli." Er þá einhver grundvöllur fyrir orkuút- flutningi héðan? „Já, já. Það má alveg leggja kapal héðan og flytja út 1-2.000 megavött líka. Það er alger dropi í hafið í orkumálum Evrópubúa en geysimikils virði fyrir okkur.“ Við eigum um 5-6 þúsund megavött alls - óvirkjuð í vatnsafli. Vatnsorkan er einstök - síend- urnýjuð af náttúrunni, hrein og ómengandi og hana ber að beisla hvarvetna sem for- gangsverkefni í samvinnu á alþjóðarvettv- vangi bæði á íslandi sem og Venesúela. Það er góð fjárfesting fyrir heimsbyggðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.