Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 B 23 ATVIN N MMAUGL YSINGA R Tannlæknavörur Tannfræðingur eða aðstoðarmaður tann- læknis óskast til starfa hjá fyrirtæki, sem sér um innflutning og sölu á tannlæknavörum. Umsóknir sendist í pósthólf 8475, 128 Reykjavík. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJNESI iiri Spennandi störf - Eitthvað fyrir þig? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir fólki til starfa á eftirtöldum stöðum: Á sambýli í Kópavogi og Garðabæ. Á Skammtímavistheimili í Garðabæ og Hafn- arfirði. í þjónustuíbúðir á Seltjarnarnesi. Á Tjaldanesheimilið í Mosfellsbæ. í þjónustu við einhverfa í Mosfellsbæ. Óskað er eftir þroskaþjálfum, öðru uppeldis- menntuðu fólki og stuðningsfulltrúum. Hér er um að ræða sumarafleysingar og framtíð- arstörf. Laun skv. kjarasamingum SFR og fjármálaráðherra. Upplýsingar eru veittar í síma 564 1822 hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi, þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. Vesturbyggð, Aðalstræti 63, Patreksfirði Auglýsing Laus er til umsóknar er staða hjá Hafnasjóði Vesturbyggðar með aðsetur á Bíldudal, um er að ræða 50% starf. Um starf bókara: Annast mánaðarlegar afstemmingar reikn- inga hafnasjóðs. Annast upplýsingagjöf úr bókhaldi hafna- sjóðs. Annast frágang bókhaldsgagna hafnasjóðs til varanlegrar geymslu. Annast útkeyrslu á listum úr bókhaldi hafnar- innar. Annast mánaðarlega útskrift reikninga hafnasjóðs og önnur þau störf sem hafna- stjóri kann að fela honum. Viðkomandi umsækjendur þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 15. júlí 1996. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Allar nánari upplýsingar gefur hafnastjóri í síma 456 2295. Pizza Hut óskar eftir starfsmönnum. Pizza Hut veitingastaðirnir óska eftir að ráða vant fólk til starfa í veitingasal og í eldhúsi. í boði eru spennandi störf fyrir duglegt, áhugasamt og hresst ungt fólk sem vill vinna vaktavinnu. Oskað er eftir starfsmönnum í 100% starf og einnig í 60% starf. Lágmarks- aldur 18 ára. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. Umsóknareyðublöð er að finna á skrif- stofu Pizza Hut, Suðurlandsbraut 2, frá 9 - 16 vikuna 8. til 12, júlí. Nauðsynlegt er að láta mynd fylgja með umsókn. Sölufulltrúi Óskum eftir að ráða öflugan sölufulltrúa til framtíðarstarfa hjá fyrirtæki, sem er í örum vexti á sviði margmiðlunar. Viðkomandi þarf að sitja námskeið í upphafi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára, hafa haldgóða menntun, hafa bíl til umráða og reynsla af sölustörfum er æskileg. Umsóknum, sem innihalda ítarlegar upplýs- ingar um viðkomandi, sé skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 11. júlí nk., merktar: „Sölufulltrúi-Margmiðlun - 4299“. Spennandi kennslu- störf undir Jökli í Snæfellsbæ eru 3 grunnskólar og 1. bekkur Fjölbrautaskóla Vesturlands. Enn er nokkrum kennarastöðum óráðstafað næsta skólaár. Kjörið tækifæri fyrir áhugasama kennara. Utvegun húsnæðis - húsnæðisfríðindi - flutningsstyrkur Grunnskólinn í Ólafsvík: Sérkennari í sérkennsludeild - almenn bekkj- arkennsla - myndmennt - tónmennt - handmennt - smíðar. Upplýsingar: Gunnar Hjartarson, skólastjóri, símar 436 1293/436 1150. Grunnskólinn Hellissandi: Almenn kennsla - íþróttakennsla - handmennt (smíðar og hannyrðir). Upplýsingar: Anna Þóra Böðvarsdóttir, skólastjóri, símar 436 6618/436 6771. Framhaldsdeild FV Snæfellsbæ: Danska - ritun - stærðfræði. Upplýsingar: Sveinn Þór Elinbergsson, símar 436 1150/436 1251. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Atvinna Hönnun og ráðgjöf ehf. er verkfræðistofa sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum, m.a. að nýbyggingum í sjávarútvegi, hönnun og undirbúningi framkvæmda við vegagerð, við- haldi og breytingum á skipum o.fl. Auglýst er eftir byggingaverkfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af framkvæmdastjórn við byggingafram- kvæmdir eða vegagerð og hafi unnið við Microstation, (Intergraf) eða sambærileg kerfi. Einnig er auglýst starf vélaverkfræðings eða vélatæknifræðings. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu af hönnun véla og fram- leiðslu vélbúnaðar og tækja. Einnig er þess farið á leit við viðkomandi að hann/hún kunni skil á einu eða fleiri Norðurlandamálum. Um er að ræða tímabundin verkefni eða framtíðarstörf. Upplýsingar veitir Jóhannes Pálsson í síma 474 1287 eða 893 1636. hönnun og ráðgjðf VCftKr*«»t*YQFA Kennarar Lausar stöður við grunnskólana á Akranesi Brekkubæjarskóli. Grunnskólakennara vant- ar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla og íþróttakennsla (1% stöðugildi). Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugs- son, skólastjóri, hs. 431 1193, Ingvar Ing- varsson, aðstoðarskólastjóri, hs. 431 3090. Grundaskóli. Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslu- greinar: Almenn bekkjarkennsla, tónmennta- kennsla og smíðakennsla (2 stöðugildi). Upplýsingar veitir Ólína Jónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, hs. 431 1408. Laun skv. kjara- samningum HÍK og KÍ. Umsóknarfrestur er til 19. júlí nk. Nánari upplýsingar eru einnig veittar hjá skólafulitrúa í síma 431 1211. Skólafulltrúi Akraness. Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur það um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiðarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í Síma 438 6772. Viðskiptafræðingar - endurskoðun Löggiltir Endurskoðendur hf. óska að ráða fjóra starfsmenn til endurskoðunarstarfa. Við leitum að viðskiptafræðingum af endur- skoðunarsviði, sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og ábyrgðarmikið starf. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf í sept- ember nk., þar sem skipulögð starfsþjálfun hefst í byrjun október. Löggiltir Endurskoðendur hf. eru eitt af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins og eru fulltrúar hér á landi fyrir Andersen Worldwide SC., stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki heims. Löggiltir Endurskoð- endur hf. veita fyrirtækjum og einstaklingum í nær öllum atvinnugreinum þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningshalds, skattskila og margvíslegrar rekstrarráðgjafar. Umsóknir sendist Löggiltum Endurskoð- endum hf., merktar „atvinnuumsókn", fyrir 15. júlí nk. og verður þeim öllum svarað fyr- ir lok mánáðarins. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Löggiltir Endurskoðendur hf., fulltrúar Andersen Worlswide SC, Suðurlandsbraut 32, pósthólf8191, 128 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.