Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Góörarvonarhöfðí - Tröllaskagi - 2. ófangi íslensk ölskylda nú ekur sem leið liggur frá Góðrarvonarhöfða til Tröllaskaga á íslandi. S-Afríka er að baki og Friðrik Már Jónsson og Bima Hauksdóttir ásamt börnum sínúm Andra Fannari, Stefáni Hauki og Rannveigu eru komin að landa- mærum Zimbabwe. Fjölskyldan heldur áfram að lýsa því sem fyrir augu ber. Við fórum yfir landamærin við Beitbridge um hádegi. Brenn- andi sólin blindaði mann og eina ferðina enn strengdi ég þess heit að drekka ekki framar. Við vorum fljót í gegnum Suður- Afríku landamærin en Zimbabwe- megin var svolítið vesen. A stæðinu við landamærastöðina beið okkar heil hersing af náungum sem buð- ust til að fylla út fyrir okkur form- in. „Helvíti fínir gaurar,“ hugsaði ég, þegar við létum þá fá vegabréf- in og gögnin fyrir bílinn. „Hér er fólkið aldeilis vingjamlegt." „Ég held að þið séuð eitthvað ruglaðir," hreytti Birna út úr sér pirruð. „Þeir eru á höttunum eftir pening.“ Ég fann hvernig eyrun á mér lengdust þegar ég uppgötvaði að við höfðum gengið beint í snör- una. Við rifum af þeim vegabréfin og upphófst nú mikill hávaði er hin- ir fyrrum vingjarnlegu Zimb- abwebúar mótmæltu kröftuglega. Við slettum í þá 5 dollurum til að hafa þá góða. Birna fór síðan með vegabréfín og gekk frá málunum. Best að láta hana sjá um þetta. Vegabréfsáritun fá Islendingar á landamæmnum, en einhveija doll- ara þurfti að greiða í brúartoll og tryggingar fyrir bílinn. Fjölskyldan hafði þrisvar áður komið til Zimbabwe og mátti sjá það á þeim að þau væm komin á heimaslóðir. Tré ó hvolfi Landslagið var fljótlega skemmtilegt og mikið af hinum sérkennilegu baobab tijám vex við veginn. Þau nefndu Bushmennimir „trén sem guðirnir plöntuðu á hvolfí“. Það er auðvelt að sjá for- sendu þessarar nafngiftar en það er eins og ’rætur þeirra teygi sig til himins. Við áðum undir einu slíku og réðum ráðum okkar um fram- hald ferðarinnar. Ég hafði vonað að við gætum farið að Viktoríufoss- unum, en sökum þess hve áliðið var orðið, keyrðum við fyrsta daginn í Matopos þjóðgarðinn. Þar á víst að vera mikið um hlébarða, en þó að við þvældumst um garðinn seinni- partinn er við komum og morguninn eftir sáum við enga hlébarða. Hins- vegar sáum við mikið af hvítum nashyrningum en garðurinn er einn helsti griðastaður þeirra í landinu. Garðurinn stendur nokkuð hátt og er svalt í tjöldunum um nóttina. Nú þurfti einnig að byija á að sjóða drykkjarvatn, það er ekki ömggt að drekka vatnið eins og það kemur lengur. Við gengum uppá útsýnis- staðinn „View of the world“ og sér maður þá vítt um völl þó svo að það sé orðum aukið að þetta sé heimsútsýni. Cecil Rhodes, faðir Rhódesíu, var svo hrifinn af þessum stað að hann mælti svo fyrir að þar skyldi hann grafinn. Þar liggja jarð- neskar leifar karlsins, en hvort kappinn nýtur útsýnisins enn þann dag í dag veit ég ekki, en vissulega er útsýnið stórkostlegt. Halda AÐALSTRÆTI: Þessi verslun er kennd við „hra&braut" en stendur við moldarveg. Það er ekki óalgengt í Zimbabwe að hús beri hóleitari nöfn en tilefni eru til. Gegnum Zimbabwe oé Zambíu mætti að jötnar hafí fengið þar æðiskast í fyrndinni og kastað þar risastórum björgum á víð og dreif. Ég hafði vonað að við færum til Viktoríufossanna eftir Matopos, en Friðrik og Bima ákváðu að sleppa þeim og halda í austurátt. Ég gat ekki leynt vonbrigðum mínum en kyngdi fýlunni. Þau höfðu komið þar svo oft áður að nú nenntu þau því ekki en gefum þeim orðið: Viktoríufossarnir em eitt af feg- urstu náttúrufyrirbrigðum heims og er stærð þeirra og fegurð yfirþyrm- andi. Þeir eru 1,6-1,7 km á breidd og 110 m á hæð. Svo mikill er úðinn frá fossunum að regnskógur hefur myndast í kringum þá. Vic Falls bærinn er einnig samkomu- staður heimshornaflakkara (over- landers) sem eru á leið um Afríku og á pöbbum bæjarins er hægt að heyra margar mergjaðar sögur er menn skýra frá ævintýrum sínum. Fyrir þá kjarkmeiri er hægt að kaupa heilsdags flúðaferð niður Zambezi (neðan fossa) fyrir 100 dollara. Sögðu þau hjón að það væri lífsreynsla sem seint liði úr minni. Fyrir þá sem eru lífsleiðir eða þjást af minnimáttarkomplex- um, er boðið uppá 111 m teygju- stökk yfir fossunum. Hætt er við að fólk gangi með kynfærin í hálsin- um fyrstu dagana eftir slíkt stökk. Einnig er boðið uppá /jölbreytt dýralíf í þjóðgarðinum. Ég ákvað að einhverntímann skyldi ég koma við þarna. Á söguf rægum slóöum Næ'sti ákvörðunarstaður var Lake Kyle og tjölduðum við þar seinnipart dags. Um morguninn fórum við í útreiðartúr um garðinn með leiðsögumanni. Töfrarnir við það eru að nashyrningarnir og anti- lópurnar eru svo vön hestaumferð að maður getur riðið alveg uppað þeim án þess að þau gerist óróleg. Einnig skoðuðum við Zimbabwe rústirnar (Great Zimbabwe Ruins) sem landið ber nafn sitt af og eru við bæinn Masvingo. Þær eru ein- stakar í afrískri byggingarlist, him- inháir veggir og turnar hlaðnir úr steini. Þar stóð víst menningarþjóð- félag með miklum blóma fyrr á öld- um og stinga rústirnar í stúf við strákofana í nágrenninu. Ríki þetta lagðist af er Portúgalar fóru að fikra sig upp eftir ströndinni og Zambezi ánni. Um aldamótin 1800 réðst flokkur Zulumanna er hrökkl- STIFLAN: Kariba-vatn er stærsta vatn í heimi gert af mannavöld- um. Stíflan er mikió mannvirki og var reist 1960. Leióin til Zambíu liggur eftir stíflugaróinum. TÓBAKSMARKAÐUR: Rannveig og Friörik Mór ó tóbaksmark- aónum í Harare í Zimbabwe, ósamt Stanley lei&sögumanni. Þarna eru haldin mestu uppboó sem um getur ó tóbaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.