Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Norskir fjölmiðlar fylgdust með brúðkaupi íslenskrar konu og norsks prins
„Þjóðlegt og róm-
antískt brúðkaup“
Ósló. Morgunblaðið.
ISLENSK kona, Margrét Guð-
mundsdóttir, giftist á laugardag
inn í norsku konungsfjölskyld-
una. Brúðguminn, Alexander
Fernerm, er barnabarn Ólafs
V. heitins Noregskonungs, og
systursonur Haralds konungs.
Brúðkaupið fór fram í hinni
nýuppbyggðu Holmenkollen-
kapellu í Osló og var hennar
getið í öllum stærstu fjölmiðlum
Noregs; bæði ljósvakamiðlum
og blöðum. Brúðhjónin eru bæði
31 árs og eiga fjögurra mánaða
son sem hlotið hefur nafnið
Edvard.
Brúðurin var í íslenskum upp-
hlut en brúðguminn í þjóðbún-
ingi frá Halling en þess má
geta að brúðhjónin kynntust á
skíðaferðalagi þar. ÖIl norska
konungsfjölskyldan var við-
stödd brúðkaupið, svo og fjöldi
fyrirfólks. Fyrir utan kirkjuna
var hópur fréttamanna og for-
vitinna Norðmanna.
í sunnudagsútgáfu Verdens
Gang var tveggja síðna umfjöll-
un um „þjóðlegt og rómantískt
brúðkaup“ og greinilegt er að
blaðamaðurinn er yfir sig hrif-
inn af því að brúðhjónin og
margir gestanna skyldu klæðast
þjóðbúningum. Sérstaklega er
tekið fram að konungurinn láti
hins vegar aldrei sjá sig í slíkum
klæðnaði. Sonja drottning, Há-
kon krónprins og Marta prins-
essa voru í þjóðbúningi en kon-
ungur í smóking.
Þrátt fyrir að svo margir
meðlimir konungsfjölskyldunn-
ar hafi verið viðstaddir brúð-
kaupið, taka norsku blöðin sér-
staklega fram að ekki hafi ver-
ið um konunglegt brúðkaup að
ræða. „Engu að síður var gift-
ing Alexanders Ferner og Mar-
grétar Guðmundsdóttur í Holm-
enkollen-kapellu í gær hátiðleg-
ur viðburður,“ segir í Aften-
posten og því er bætt við að
gestalistinn hafi verið jafnlítið
hverdagslegur og hið óvenju-
lega fallega sumarveður sem
verið hafi á Iaugardag.
Víst er að brúðkaupið var
sérstök stund fyrir móður
Scanfoto
MARGRET Guðmundsdóttir og Alexander Ferner ganga út úr
Holmenkollen-kapellunni.
brúðgumans. Undanfarin ár
hefur hún farið fyrir átaki til
að safna fé til endurbyggingar
kapellunnar, en hún skemmdist
mikið í eldi sem djöfladýrkend-
ur kveiktu árið 1992. Hafa 90
miiyónir ísl. kr. safnast til end-
urbyggingarinnar.
Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni lokið
morgunDiaoio/bigurour Jónsson
MARGT gimilegra rétta var á boðstólum á heimabyggðarkynn-
ingunum á laugardaginn, en þá gafst gestum m.a. kostur á að
bragða á úrvali af matvælaframleiðslu hvers byggðarlags.
Næsta landsmót
haldið í Skorra-
dal eftir þrjú ár
LANDSMÓTI skáta lauk á Úlf-
ljótsvatni um helgina. Mótinu var
slitið á laugardagskvöld og héldu
skátar til síns heima á sunnudag
að lokinni sameiginlegri helgi-
stund.
Víking Eiríksson mótsstjóri
sagðist vera mjög ánægður með
mótið í heild. Þó að það hefði óneit-
anlega verið erfíðara að ganga frá
og taka upp tjöldin í rigningu á
sunnudagsmorguninn, hefði allt
gengið vel, enda skátar við öllu
búnir.
300 fjölskyldur
álaugardag
Heimabyggðarkynningar og
björgunarsýning fóru fram í blíð-
skaparveðri á laugardaginn og
fjölgaði þá að mikium mun í fjöl-
skyldubúðunum, eða um einar 300
fjölskyldur, að sögn Víkings. End-
anlegar tölur yfir heildarfjölda
gesta liggja enn ekki fyrir, en
Víking sagðist reikna með að
höfðatalan hefði farið eitthvað á
fjórða þúsundið á laugardeginum.
Keppni í Fjallamaraþoni Lands-
bjargar lauk á laugardag, en í
henni tóku þátt sex tveggja manna
lið.
Tvö lið luku keppni
Aðeins tvö lið luku keppni, en
þau voru 13 og 14 klukkutíma að
fara 42 kílómetra leið í nágrenni
Úlfljótsvatns - með 20 kíló af
búnaði á bakinu. í leiðinni áttu
liðin að leysa úr hinum ýmsu
þrautum, eins og til dæmis að síga
niður kletta, binda um sár og róa
út á Þingvallavatn og ná þar í
bauju sem á stóð hvert ætti að
fara næst. Bjöm Hermannsson,
framkvæmdastjóri Landsbjargar,
sagði maraþonið hafa gengið mjög
vel og yrði það framvegis fastur
liður á landsmótum skáta.
Næsta landsmót verður haldið
í Skorradal að þremur árum liðn-
um.
Andlát
HAUKURHELGASON
HAUKUR Helgason,
ritstjóri tímaritsins Ur-
vals, lést sl. laugardag,
59 ára að aldri.
Haukur fæddist á
Akureyri 1. desember
1936, sonur hjónanna
Katrínar Magneu Guð-
mundsdóttur húsmóður
og séra Helga Sveins-
sonar.
Haukur lauk stúd-
entsprófi frá MR árið
1955 og prófí í hagfræði
frá Háskóla íslands árið 1960. Hann
stundaði framhaldsnám í hagfræði
við Hamborgarháskóla frá 1960 til
1962, og lauk MA-gráðu í sömu grein
frá University of
Chieago árið 1967.
Haukur starfaði í
hagfræðideild Seðla-
banka íslands árin
1965 til 1967. Hann
var blaðamaður á Vísi
1968 til 1974, og rit-
stjórnarfulltrúi árin
1974 til 1975. Haukur
var aðstoðarritstjóri
Dagblaðsins og síðar
Dagblaðsins Vísis frá
árinu 1975, og gegndi
því starfi þar til hann varð ritstjóri
tímaritsins Úrvals.
Eftirlifandi eiginkona Hauks er
Nancy Arnold Helgason.
Heiðurstónleikar
Listamenn
ekkií
forsvari
SJÖ íslenskir tónlistarmenn, sem
nafngreindir voru í fréttatilkynn-
ingu um hátíðartónleika á fimmtu-
dagskvöld til heiðurs væntanlegum
forsetahjónum, hafa sent frá sér
fréttatilkynningu þess efnis að þeir
standi ekki fyrir tónleikunum.
Tónlistarmennirnir sem senda frá
sér fréttatilkynninguna eru Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Bryndís
Halla Gylfadóttir, Jónas Ingimund-
arson, Kristinn Sigmundsson, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Steinunn Birna
Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti
Sigurðsson. Segja þau, að af frétt,
sem birst hafi í Morgunblaðinu sl.
laugardag mætti ætla að tónlistar-
mennirnir sem fram koma á tónieik-
unum hafi efnt til þeirra undir for-
ustu Guðmundar Emilssonar.
Reyndin sé hins vegar sú að Guð-
mundur og Einar Karl Haraldsson
hafi komið að máli við listafólkið
og farið þess á leit að það kæmi
fram á tónleikunum og gæfi vinnu
sína.
Tónlistarfólkið segir að því, að
Kristni Sigmundssyni undanskild-
um, hafi verið ókunnugt um að fyr-
irhugað væri að selja aðgang að
tónleikunum. Þá hafi ekki verið
samið sérstaklega við listamennina
vegna áætlaðra sjónvarpsútsend-
inga, eins og samningar gera ráð
fyrir. Tónlistarfólkið segir þátttöku
sína útiiokaða án slíkra samninga.
Að lokum óska tónlistarmennirnir
væntanlegum forsetahjónum vel-
farnaðar í starfi og þeim sé ánægja
af að heiðra nýkjörinn forseta við
þetta tækifæri.
Hagnaður til tónlistarhúss
Guðmundur Emilsson segir að
málið skýrist af ónákvæmni í frétta-
tilkynningunni eins og hún birtist í
Morgunblaðinu á laugardag og af
þeim flýti sem verið hefur á undir-
búningi tónleikanna. „Fréttatil-
kynninguna sendi ég út nánast strax
eftir að ég hafði náð tali af síðasta
listamanninum og í þeim viðtölum
gafst enginn tími til að fara ná-
kvæmlega út í fyrirkomulagið. Ætl-
unin var og er að ganga í þau mál
á þriðjudag. Að senda fréttatilkynn-
inguna út seinna en á föstudag hefði
einfaldlega verið of seint.“
Guðmundur vill einnig taka fram,
að í fréttatilkynningunni eins og hún
barst frá honum hafi staðið að tón-
leikar væru í undirbúningi, ekki að
þeir yrðu haldnir, því ekki væri full-
Ijóst hvort af yrði. Varðandi hugsan-
legan hagnað af tónleikunum segir
Guðmundur, að hann hafí frá upp-
hafi ætlast til þess að peningarnir
rynnu til byggingar tónlistarhúss
og það kæmi fram í samningunum,
sem lagðir yrðu fyrir listamennina
í dag, þriðjudag. „Af samtölum við
listamennina og af fréttatilkynningu
þeirra sýnist mér ljóst að þeir hygg-
ist eftir sem áður taka þátt í þessu
verkefni."
Torfært milli
Patreksfjarð-
ar og Flóka-
lundar
LÖGREGLAN á Patreksfirði er
óhress með veginn milli Pat-
reksfjarðar og Flókalundar,
sem hún segir ófæran smábíl-
um.
Jónas Þór lögreglumaður
segir það sitt mat að vegurinn
sé ófær smábílum, á honum sé
hola við holu. Fyrir utan stutta
slitlagsbúta sé skásti kaflinn á
leiðinni sá sem sérstaklega sé
merktur sem grófur og vondur
vegna þess að á hann eigi að
leggja bundið slitlag.
t
\
I
I
>
I
I
I
|
I
I
í
í
1
I
I
I
I
I
I
I
{
I
\
s