Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 27 háhýsa við Kirkjusand 1-5 sjö vikum eftir að graftrarleyfi fékkst iiiii það vera 2% hlutfall af liðlega helmingi söluyerðmætis fasteignanna. um skil- f seint ingarinnar á fundi næsta dag. Þegar þar var komið voru nefndarmenn ekki á einu máli um hvort líta ætti á lóðina sem nýbyggingarsvæði eða að þar ætti að endurnýja byggð. Voru fulltrúar minnihluta Sjálfstæð- isflokks, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, fulltrúa R-listans í skipulagsnefnd, á þeirri skoðun að líta ætti á lóðina sem nýbyggingarsvæði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði síðan á fundi borgar- stjórnar 4.. júlí vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar: „Ég vil hins vegar vísa til þess að við erum auðvitað að byggja þarna upp íbúð- ______l ir í eldri byggð eða eldra hverfi og það kann að vera að það sé ekki hægt að tryggja við slíkar aðstæður nákvæmlega sömu gæði, ef svo má að orði komast, og í nýjum íbúðar- ~1 Reglur um hávaðastig ekki verið túlkaðar svona áður n- ar •a, Blt ar >ð- •st im ,k- ini 0g Jlll fa- eins hverfum ... Það segir sig eiginlega alveg sjálft, miðað við.staðsetningu þessara húsa en í mínum huga er það aðalatriðið að hægt sé að tryggja hljóðvist inni í íbúðunum, þannig að umferðarhávaði trufli ekki þá sem í íbúðunum búa." En borgarstjóri sagði síðan í Morgunblaðinu 24. júlí: „Hvort sem lóðin er skilgreind sem nýbyggingar- svæði eða ekki hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé meira en 30 desibela hávaði inni í íbúðunum og 55 dB við húsvegg. Vandamál vegna umferðarhávaða eru næg fyrir í borginni." Nefndarmenn einróma Sama dag er skipulagsnefnd ein- róma í þeirri afstöðu sinni að út- færsla fyrirhugaðra bygginga við Kirkjusand uppfylli ekki kröfur sem gerðar séu til hljóðvistar og gengið út frá því að um nýbyggingarsvæði sé að ræða, að fengnu áliti borgar- lögmanns, í minnisblaði frá 23. júlí. Óskað var eftir áliti embættis skipulagsstjóra ríkisins á því hinn 10. júlí síðastliðinn hvort líta mætti svo á að um endurnýjun byggðar væri að ræða á lóðinni. í niðurstöðu Stefáns Thors skipulagsstjóra er vís- að til greinargerðar með aðalskipu- lagi Reykjavíkur 1984-2004, þar sem hverfum er skipt í byggingarsvæði og fastmótuð svæði. Byggingar- svæðum er skipt í fj'óra flokka; end- urbótasvæði, endurbyggingarsvæði, nýbyggingarsvæði og framtíðar- byggðarsvæði. Endurbótasvæði eru skilgreind sem reitir í eldri hverfum þar sem endurbætur munu eiga sér stað á skipulagstímabilinu og endur- byggingarsvæði skilgreind sem byggð svæði eða reitir þar sem veru- leg byggð er áætluð samkvæmt deili- skipulagi. Var það álit embættisins að auglýst breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi á lóðinni gæti fallið undir skilgreininguna endurnýjun byggðar. . Stefán er spurður á hvaða stigi sé æskilegt að slík túlkun sé gerð. „Þetta þarf að gera strax í upphafi og auðvitað allt of seint að vera að velta þessum málum fyrir sér núna. Þegar kynnt eru áform um byggingu íbúðarhúsa eða breytingu á land- notkun verður að skilgreina hvaða kröfur.verði gerðar til hljóðstigs," segir hann. Samþykkt var að óska eftir heimild til þess að auglýsa land- notkunarbreytingu 6. febrúar. Ágúst Jónsson lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá embætti borgar- verkfræðings er ritari skipulags- nefndar og situr fundi byggingar- nefndar. Hann segir aðspurður á hvaða forsendum skipulagsnefnd fjalli um tillögur sem lagðar eru fyr- ir að einkum sé tekið tillit til skipu- lagslaga. „Það stendur hvergi í laga- bókstaf eða reglugerðum, á hvaða stigi sé æskilegt að taka afstöðu til hljóð- vistar. Þess vegna segi ég að það eigi í síðasta lagi að koma upp þegar fjallað er um framkvæmdir hjá ^"-"""" byggingarnefnd. Það er kannski æskilegra að það sé gert fyrr og ég bendi á að þegar skipu- lagsnefnd fjallaði um tillögurnar upphaflega var vakin athygli á hljóð- vistarmálum," segir Ágúst en kveðið er á um hljóðvist í byggingar- og mengunarvarnareglugerðum frá 1994. Miðað við hljóðstig innanhúss Hann er jafnframt spurður hvort ekki hafí fyrst og fremst verið hugs- að um að hljóðstig yrði undir mörk- um innanhúss á þeim tíma. „Já, það má til sanns vegar færa. Samt sem áður átti þessi bókun skipulags- nefndar að vekja athygli umsækj- anda á vandanum þó að talað hafi verið um sérstakar aðgerðir varðandi byggingu hússins," segir hann. „Ef menn hefðu staldrað við þarna og gert nákvæmari útreikninga á hljóðvist hefði það hugsanlega gerst að ákveðið hefði verið að fresta því að auglýsa tillögurnar. Eina sem gerðist hins vegar var það, að tillag- an var auglýst. Það væri mjög æski- legt að fá sem flesta þætti ljósa sem fyrst á ferlinu og í þessu tiltekna máli kemur þetta með látum upp á borðið í þann mund sem auglýsinga- fresti lýkur. Sá tímapunktur hefði getað legið framar og hann hefði getað legið aftar," segir hann. Þess má geta að útreikningar á hljóðstigi vegna fyrirhugaðra bygg- inga voru gerðir hjá Rannsókna- Atburðarás vegna bygg- ingará Kirkjusandi • Skipting lóðar númer 89 við Laug- arnesveg, nú Kirkjusandur 1-5, var samþykkt í skipulagsnefnd 11. des- ember 1995. Hinn 5. febrúar 1996 var lagt fram erindi frá lögfræðingi Landsbankans, sem þá var eigandi lóðarinnar, um breytingu á aðalskipu- lagi og deiliskipulagi norðurhluta, þannig að landnotkun yrði breytt úr iðnaðar; og athafnasvæði í íbúðar- svæði. Á þeim fundi samþykkti skipu- lagsnefnd að leggja til við borgarráð að óska eftir heimild til að auglýsa breytta landnotkun samkvæmt skipu- lagslögum. • Borgarráð samþykkti bókun skipu- lagsnefndar um landnotkunarbreyt- ingu við Laugarnesveg næsta dag, eða 6. febrúar. Hinn 11. mars var lögð fram til kynningar í skipulagsnefnd tillaga Helga Hjálmarssonar arkitekts að uppbyggingu á lóðinni en af- greiðslu hennar var frestað. Málið var tekið til afgreiðslu hjá nefndinni 25. mars og fylgdu tillögunni bréf arki- tektsins og Steindórs Guðmundssonar verkfræðings hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins frá 23. mars. • Skipulagsnefnd samþykkir erindið og tekur fram að viðhafðar verði nauð- synlegar aðgerðir vegna hljóðvistar með vísan til bréfs arkitektsins og Steindórs Guðmundssonar. Bókun nefndarinnar er lögð fram í borgar- ráði næsta dag, 26. mars, og er henni vísað til umsagnar umferðarnefndar. Hinn 24. apríl samþykkir Skipulags- stjórn ríkisins að heimila auglýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar landnotkun við lóðina Kirkjusand 1-5. Hinn 30. apríl er lögð fram í borgar- ráði bókun umferðarnefndar frá 18. apríl um útfærslu á aðkomu að húsun- um og bókun skipulagsnefndar frá 25. mars, sem fyrr er getið, og samþykk- ir borgarráð að fela forstöðumanni Borgarskipulags og borgarverkfræð- ingi að vinna frekar að málinu. • Hinn 7. maí er lögð fram í borgar- ráði bókun skipulagsnefndar frá 25. mars um breytingu á staðfestu deili- skipulagi lóðar 1-5 við Kirkjusand. Ennfremur er lögð fram bókun um- ferðarnefndar frá 18. apríl um út- færslu á aðkomu. Hvorttveggja er samþykkt og auk þess að auglýsa breytt deiliskipulag, samkvæmt skipu- lagslögum. • Næsta dag samþykkir Skipulags- stjórn ríkisins að heimila auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og leggur hann jafnframt til að upplýsingar varðandi hávaðamengun og forsendur útreikninga verði hluti fylgiskjala á auglýsingartímanum. Hinn 9. maí er kynning á landnotkunarbreytingunni auglýst í dagblöðum og 11. maí kynn- ing á deiliskipUlagsbreytingu. Var hvorttveggja kynnt til 20. júní og frestur til að skila athugasemdum gefinntil 4. júlí. • Umsókn Armannsfells til að byggja þrjú fjölbýlishús á Kirkjusandi 1-5 var lögð fram á fundi byggingarnefndar hinn 9. maí. Erindinu var frestað og ákveðið að senda framkvæmdirnar í grenndarkynningu. • Borgarstjóri veitti byggingarfull- trúanum í Reykjavík síðar heimild til þess að gefa Armannsfelli graftr- arleyfi, sem gert var 4. júní. • Hinn 5. júlí eru lagðar fram í skipu- lagsnefnd athugasemdir vegna aug- lýstra breytinga á skipulagi á lóðinni Kirkjusandur 1-5. Nefndin frestar af- greiðslu og felur Borgarskipulagi að afla frekari gagna. • Hinn lO.júlíinnirBorgarskipulag skipulagsstjóra ríkisins álits á því hvort líta megi á framkvæmdir á lóð Ármannsfells sem endurnýjun byggð- ar. e Hinn24.júlíúrskurðarskipulags- nefnd að ekki sé hægt að samþykkja útfærslu fyrirhugaðra nýbygginga við Kirkjusand því ekki hafí tekist að full- nægja kröfum sem gerðar eru til hljóð- vistar í reglugerðum. HAHÝSIN þrjú við Kirkjusand ef horft er til norðausturs. stofnun byggingariðnaðarins 5. mars og 7. mars hjá Almennu verkfræði- stofunni. Síðar var leitað til Hljóð- og raftækniráðgjafar sem skilaði skýrslu 1. júlí. Daginn eftir voru gerðir nýir útreikningar hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og 3. júlí ritar Haukur Magnússon skipulagsnefnd bréf fyrir hönd Ár- mannsfells þar sem segir að „vegna opinberrar umræðu um hljóðvist" í íbúðum við Kirkjusand hafi fyrirtæk- ið ákveðið að leita lausna hjá Stef- áni Guðjohnsen hjá Hljóð- og raf- tækniráðgjöf. Skilaði hann áliti 2.,12.,16. og 23. júlí. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Morgunblaðinu 25. júlí, daginn eft- ir úrskurð skipulagsnefndar, að tafir hefðu orðið á því að auglýsa breytta landnotkun á lóðínni, sem borgarráð heimilaði eftir umsögn skipulags- nefndar, 6. febrúar. Agúst Jónsson segir að engu máli hefði skipt þótt landnotkunin hefði verið auglýst fyrr. „Ekki var talin ástæða til þess hjá Borgarskipulagi að auglýsa land- notkun áður en ljóst var orðið hvern- ig nýtt deiliskipulag yrði. Þetta er sams konar ferli og tekur jafn lang- an tíma og því hefur verið talið eðli- legt að auglýsing framkvæmdanna héldist í hendur," segir hann. Ágúst segir að þegar frestur til að skila athugasemdum í kjölfar auglýsingar sé runninn út _______ og skipulagsnefnd hafi fjallað um umsagnirnar sé erindið sent Skipulags- stjórn ríkisins. Því næst sé það sent til ráðherra til staðfestingar og að því búnu birtist auglýsing í ——— Stjórnartíðindum. Þá komi til kasta byggingarnefndar og geti ferlið tekið 4-7 mánuði. Borgarstjóri veitti bygg- ingarfulltrúanum í Reykjavík hins vegar heimild til þess að veita Ár- mannsfelli graftrarleyfi, sem gert var 4. júní, þremur mánuðum eftir að tillögur arkitektsins komu til umfjöllunar skipulagsnefndar og sjö vikum fyrir úrskurð nefndarinnar. Búið er að greiða staðfestingargjald fyrir stóran hluta þeirra 70 íbúða sem ætlað var að býggja og mun það vera hlutfall af liðlega helmingi söluverðmætis fasteignanna. Möguleikar til uppbyggingar skertir? Niðurstaða skipulagsnefndar vek- ur upp spurningar um hvaða breyt- ingar muni verða á uppbyggingu í eldri hverfum. Gunnar Gissurarson, formaður byggingarnefndar, segir að sú ákvörðun skipulagsnefndar, að samþykkja ekki útfærslu bygg- inga við Kirkjusand á grundvelli ófullnægjandi hljóðvistar, muni hafa veruleg áhrif á endurbyggingu bæj- arins. „Það er gagnrýnivert að skipu- lagsnefnd skuli samþykkja tillögu um uppbyggingu á lóðinni í mars án nokkurra skilyrða, annarra en að uppfylla reglur um hljóðstig, án þess að tekið sé fram hvort um endurnýj- un byggðar sé að ræða eða nýbygg- ingarsvæði," segir hann. Gunnar segir að þótt nýjar reglur Engar reglur um það hve- nær á að taka afstöðu til hljóðvistar um hávaðastig hafi tekið gildi árið 1994 hafi þær ekki verið túlkaðar með þessu móti áður. „Þetta þýðir að ef ætlunin er að breyta skrifstofu- húsnæði eða verslunar- og iðnaðar- húsnæði yfir í íbúðarhúsnæði verður að gera allt aðrar kröfur til þess nú, miðað við ákvörðun skipulagsnefnd- ar, en gerðar hafa verið." Gunnar segir jafnframt búið að „skerða stórlega" möguleika til upp- byggingar í sumum eldri hverfum. „Auðvitað verður hægt að fylgja reglunum en það mun kosta mun meira að uppfyila 511 skilyrði og sums staðar verður það útilokað," segir hann. Byggingarnefnd átti fund á fimmtudag og segir Gunnar að fyrir nefndinni liggi að minnsta kosti tvær umsóknir sem þurfi að taka til skoð- unar á nýjum forsendum. „Á fundin- um var meðal annars rætt um tvær umsóknir sem verður að taka til at- hugunar í þessu ljósi," segir Gunnar og er uni að ræða framkvæmdir við Nóatún og Lækjargötu að hans sögn. Hann telur jafnframt að ákvörðun skipulagsnefndar komi til með að bafa áhrif á starfrækslu fyrirhugaðs Listaháskóla við Kirkjusand. „Ég sé ekki hvernig það mál verður leyst. Ef á að breyta húsnæðinu, sem byggt var fyrir atvinnustarfsemi, í skóla, verður að uppfylla somu kröfur og gerðar eru til hljóðvistar í íbúðarhúsi. Mér sýnist með þessu að verið sé að útiloka að Listaháskólinn geti ver- ið á þessum stað án þess að grípa þurfi til verulegra ráðstafana. Bæði þyrfti þá ^-—~ væntanlega að leggja í milljóna króna kostnað við að skipta um gler og setja upp alls kyns hljóð- gildrur og -manir. Eitt af því sem nefndin gat ekki sætt sig við var að leysa vandamál varðandi utanhúss- hávaða með hljóðmön, sem sennilega þyrfti að reisa á lóðinni ef Listahá- skólinn á að vera þarna. Ég get ekki ímyndað mér að þeir fallist á hljóð- mön á næstu lóð við hliðina, ef þeir gera það ekki þarna. Þessi ákvörðun getur því haft veruleg áhrif á upp- byggingu og mun gera það," segir Gunnar. Helgi Hjálmarsson arkitekt Kirkjusandshúsanna og fulltrúi meirihlutans I byggingarnefnd segir að nefndin þurfi að breyta vinnuað- ferðum sínum. „Byggingarnefnd þarf að setjast yfir þetta nýja tilfelli og átta sig á því hvernig hægt er á réttlátan og skynsamlegan hátt, með hliðsjón af úrskurðinum, að marka einhverja stefnu svo afgreiðsla mála verði ekki tilviljana- og handahófs- kennd. Ákvæði um hljóðvist eru sett varðandi nýja byggð og síðan segir löggjafinn, alveg skýrt, að við endur- byggingu í eldri hverfum megi rýmri reglur gilda utanhúss. Innanhúss er hins vegar alltaf miðað við sama hljóðstig og þess vegna get ég ekki skilið með góðu móti, hvers vegna málið er afgreitt svo. Hins vegar vona ég þegar upp er staðið að þetta leiði til þess að við fáum betra um- hverfi," segir Helgi að lokum. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.