Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FLÓTTAFÓLKIÐ
BOÐIÐ VELKOMIÐ
*
ISFIRÐINGAR hafa augljóslega lagt metnað sinn í
að taka vel á móti flóttafólkinu frá Bosníu, sem kom
til kaupstaðarins aðfaranótt sunnudags. Ekki verður
annað séð en að allur aðbúnaður þess sé til fyrirmynd-
ar og þá ekki sízt barnanna. Fjölmargir bæjarbúar hafa
lagt á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn til að búa heim-
kynni þessara nýju ísfirðinga sem bezt. Safnað hefur
verið húsbúnaði, fatnaði og leikföngum meðal bæj-
arbúa, svo eitthvað sé nefnt, og hafa viðtökur verið
slíkar að ekki fer á milli mála, að ísfirðingar ætla að
taka flóttafólkinu opnum örmum.
Ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að taka á móti 25
flóttamönnum frá stríðshrjáðri Bosníu, en í síðasta
mánuði var ákveðið að fjölga í hópnum í 31 og var það
gert fyrir tilmæli frá sendinefnd Rauða krossins, sem
fór til að ganga frá vali þeirra, sem hingað kæmu.
Þriggja manna fjölskylda kom ekki með hópnum af ein-
hveijum ástæðum og telur hann því 28 manns. Flótta-
fólkið er í blönduðum hjónaböndum og er af serbnesku
og króatísku bergi brotið. Alþjóðaflóttamannastofnunin
telur að einmitt fólk í blönduðum hjónaböndum geti
ekki farið til fyrri heimkynna vegna ofsókna og því sé
brýnast að það geti hafið nýtt líf annars staðar.
Móttaka flóttafólksins brýtur að því leyti blað, að
um hana var gerður sérstakur samningur milli ríkis-
valdsins og ísafjarðar. Ríkissjóður greiðir stærstan hluta
kostnaðarins, en að sjálfsögðu falla margs konar út-
gjöld á sveitarfélagið. Takist vel til má búast við svip-
uðu fyrirkomulagi á móttöku flóttamanna hér á landi
í framtíðinni. Auk félagsmálaráðunejrtis og bæjarstjórn-
ar ísafjarðar hefur Rauði kross íslands lagt sitt af
mörkum við að undirbúa komu flóttamannanna, enda
hefur hann áratuga reynslu í þeim efnum.
Mikilvægt er, að flóttafólkið aðlagist sem fyrst ís-
lenzku þjóðfélagi og þar skiptir mestu að það fái til-
sögn og kennslu í tungumálinu, því annars er það á
flæðiskeri statt. Fullorðna fólkinu mun reynast erfiðast
að læra íslenzkuna, m.a. vegna þess að reiknað er með
að það fari til starfa svo fljótt sem kostur er. Engin
vandkvæði eru á því að fá atvinnu á ísafirði um þessar
mundir og er þar vinnuaflsskortur ef eitthvað er. Börn-
in munu setjast í skóla í haust og er ráðgert að þau
fái þar sérstaka stuðningskennslu í íslenzku. En jafn-
framt ber að leggja áherzlu á, að flóttafólkið geti sjálft
tekið ákvörðun um framtíðardvalarstað sinn á íslandi,
þótt sérstakir samningar séu gerðir um að það búi á
Isafirði í upphafi dvalar sinnar hér.
Flóttafólkið frá Bosníu er boðið velkomið til landsins
og vonandi finnur það á íslandi það skjól og þann frið,
sem það þráir svo mjög, og vafalaust mun það í fyll-
ingu tímans reynast nýtir borgarar i nýju föðurlandi.
TILRÆÐIÐ í ATLANTA
SPRENGJUNNI sem sprakk í Ólympíugarðinum í
Atlanta aðfaranótt laugardagsins var ætlað að
myrða og limlesta saklausa borgara er þar höfðu kom-
ið saman til að gleðjast. Henni var jafnframt beint að
heimsbyggðinni allri.
Ólympíuleikar eru einstakur viðburður, þar sem heim-
urinn sameinast nokkra daga í keppni og leik. Sá eða
þeir sem að sprengingunni stóðu, hvort sem um truflað-
an einstakling eða skipulögð öfgasamtök var að ræða,
vildu reyna að eyðileggja þennan viðburð með tilgangs-
lausu níðingsverki.
Þetta er í annað skipti í sögunni sem skuggi fellur
á Ólympíuleika vegna hryðjuverka og óneitanlega vekur
tilræðið í Atlanta upp minningar um hina blóðugu gísla-
töku á Munchen-leikunum árið 1972.
Þá líkt og nú var ákveðið að láta hryðjuverkamenn
ekki eyðileggja leikana með því að fresta þeim eða af-
lýsa. Slíkt væri uppgjöf gagnvart ofbeldinu og þeim
öflum sem því beita.
Skipulagsnefnd hafnaði útfærslu háhýsa við Kirkjusand 1-5 sjö vikum eftir að graftrarleyfi fékkst
BÚIÐ er að greiða staðfestingargjald fyrir stóran hluta þeirra 70 íbúða sem ætlað var að byggja og mun það vera 2% hlutfall af liðlega helmingi söluverðmætis fasteignanna.
STEFÁN THORS, skipulags-
stjóri ríkisins, segir að tekin
hafi verið afstaða til þess
of seint hvort framkvæmdir
á lóðinni Kirkjusandur 1-5 teldust
endurnýjun byggðar eða hvort um
nýbyggingu væri að ræða. Ákvæði
reglugerða um hljóðvist leyfa mest
15 desibela frávik frá efstu hávaða-
mörkum við húsvegg, eða 70 dB,
þegar byggð er endurnýjuð, en á
nýbyggingarsvæðum er miðað við
að hávaði á lóð fari ekki yfír 55 dB
á sama stað. Sömu kröfur eru hins
vegar gerðar innandyra og ætlast
til að hávaði reiknist ekki yfir 30 dB.
Skipulagsnefnd úrskurðaði á fundi
24. júlí að auglýst útfærsla þriggja
háhýsa við Kirkjusand uppfyllti ekki
kröfur um hljóðvist á nýbyggingar-
svæði en eftir því sem næst verður
komist var gengið út frá því framan
af við vinnslu tillagna að uppbygg-
ingu á lóðinni að um endurnýjun
byggðar væri að ræða.
Til dæmis segir Helgi Hjálmarsson
arkitekt Kirkjusandshúsanna og full-
trúi meirihlutans í byggingarnefnd
að sér hafi skilist svo. „Ég held að
ég geti fullyrt, að það hafí verið
túlkun Borgarskipulags, sem og
byggingarfulltrúans í Reykjavík, að
um endurnýjun byggðar væri að
ræða,“ segir Helgi. Þá segir hann:
„Ef ég hefði vitað af þessari afstöðu
borgaryfirvalda hefði ég aldrei sam-
þykkt fjölmörg mál sem komið hafa
fyrir byggingarnefnd."
Hinn 11. mars fékk skipulags-
nefnd til kynningar tillögu Helga
Hjálmarssonar arkitekts að upp-
byggingu á lóð númer 89 við Laugar-
nesveg, nú Kirkjusandur 1-5, og var
afgreiðslu hennar frestað. Hálfum
mánuði síðar samþykkti nefndin er-
indi arkitektsins á fundi með þeim
fyrirvara að við byggingu húsanna
verði „viðhafðar nauðsynlegar sér-
tækar aðgerðir vegna hljóðvistar"
og vísaði jafnframt í bréf arkitekts-
ins og Steindórs Guðmundssonar
verkfræðings hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins um hljóðvist.
I því segir: „lóðin og þijár neðstu
hæðirnar fullnægja hljóðvistargild-
um en til þess að reglugerðarkröfum
um 30 dB hljóðgildi í íbúðum ofan
þriðju hæðar sé fullnægt“ þurfi að
gera ráðstafanir. Þeirra á meðal er
þrefalt gler í gluggum og hljóðdeyfð
loftræsting og tekið fram að ekki
hafi verið ákveðið hvaða leið skuli
farin við hönnun.
Bréfíð er dagsett 21. mars og því
má bæta við að í skýrslu Steindórs
frá 5. mars er reiknað hljóðstig við
húsið næst Sæbraut 62,5 dB við
fyrstu hæð og 66 dB við þá sjöundu.
Ef miðað er við að um endumýjun
byggðar sé að ræða er sá hljóðstyrk-
ur undir leyfílegu hámarki, eða 70
dB.
Þá má geta þess að Almenna verk-
fræðistofan sendi forstöðumanni
Borgarskipulags niðurstöður há-
vaðaútreikninga á lóð og við nýbygg-
ingu hinn 7. mars en þar er miðað
við hvort hávaði reiknist undir eða
yfír 70 dB.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík
Kröfur um
hljóðstig skil-
greindar of seint
Úrskurður skipulagsnefndar um að útfærsla
háhýsa við Kirkjusand uppfylli ekki kröfur til
hljóðvistar, sjö vikum eftir að byggingarverk-
taki fær graftrarleyfi, vekur upp spumingar
um það hvort ekki eigi að skera úr um slíkt
þegar tillögur eru fyrst kynntar borgaryfir-
völdum, skrifar Helga Kr. Einarsdóttir.
ÁRMANNSFELL fékk graftrarleyfi á lóð sinni
við Kirkjusand hinn 4. júní síðastliðinn.
gaf eiganda lóðarinnar, Ármanns-
felli, leyfi til jarðvinnuframkvæmda
hinn 4. júní síðastliðinn, eða sjö vik-
um áður en skipulagsnefnd hafnaði
tillögum. arkitektsins. Stefán Thors
skipulagsstjóri segir að skilgreining
lóðarinnar hafí verið gerð of seint.
„Graftrarleyfí og önnur vilyrði eru
gefín áður en búið er að ganga frá
þessu endanlega. Síðan kemur
spurningin um hvernig beri að skil-
greina svæðið upp of seint, hugsan-
lega vegna þess að það er tiltölulega
nýlega búið að breyta reglugerðum,
hvað hljóðstig varðar,“ segir skipu-
lagsstjóri.
Jafnframt kom fram í Morgun-
blaðinu 25. júlí, í máli Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra,
að skipulagsnefnd hafí ekki velt
þeirri skilgreiningu fyrir sér þegar
erindi Ármannsfells, sem keypti lóð-
ina af Landsbankanum, komu fyrst
til umfjöllunar.
Nefndarmenn ósammála
Frestur til að skila athugasemdum
vegna kynningar á breyttri landnotk-
un og breyttu deiliskipulagi á lóðinni
Kirkjusandur 1-5 rann út 4. júlí og
frestaði skipulagsnefnd afgreiðslu
umsagna sem bárust vegna auglýs-
ingarinnar á fundi næsta dag. Þegar
þar var komið voru nefndarmenn
ekki á einu máli um hvort líta ætti
á lóðina sem nýbyggingarsvæði eða
að þar ætti að endurnýja byggð.
Voru fulltrúar minnihluta Sjálfstæð-
isflokks, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur,
fulltrúa R-listans í skipulagsnefnd, á
þeirri skoðun að líta ætti á lóðina
sem nýbyggingarsvæði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði síðan á fundi borgar-
stjórnar 4.. júlí vegna fyrirhugaðrar
húsbyggingar: „Ég vil hins vegar
vísa til þess að við erum auðvitað
að byggja þarna upp íbúð-
ir í eldri byggð eða eldra
hverfi og það kann að vera
að það sé ekki hægt að
tryggja við slíkar aðstæður
nákvæmlega sömu gæði,
ef svo má að orði komast,
eins og í nýjum íbúðar-
hverfum ... Það segir sig eiginlega
alveg sjálft, miðað við staðsetningu
þessara húsa en í mínum huga er
það aðalatriðið að hægt sé að tryggja
hljóðvist inni í íbúðunum, þannig að
umferðarhávaði trufli ekki þá sem í
íbúðunum búa.“
En borgarstjóri sagði síðan í
Morgunblaðinu 24. júlí: „Hvort sem
lóðin er skilgreind sem nýbyggingar-
svæði eða ekki hljótum við að gera
þá kröfu að ekki sé meira en 30
desibela hávaði inni í íbúðunum og
55 dB við húsvegg. Vandamál vegna
umferðarhávaða eru næg fyrir í
borginni."
Nefndarmenn einróma
Sama dag er skipulagsnefnd ein-
róma í þeirri afstöðu sinni að út-
færsla fyrirhugaðra bygginga við
Kirkjusand uppfylli ekki kröfur sem
gerðar séu til hljóðvistar og gengið
út frá því að um nýbyggingarsvæði
sé að ræða, að fengnu áliti borgar-
lögnianns, í minnisblaði frá 23. júlí.
Óskað var eftir áliti embættis
skipulagsstjóra ríkisins á því hinn
10. júlí síðastliðinn hvort líta mætti
svo á að um endumýjun byggðar
væri að ræða á lóðinni. í niðurstöðu
Stefáns Thors skipulagsstjóra er vís-
að til greinargerðar með aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 1984-2004, þar sem
hverfum er skipt í byggingarsvæði
og fastmótuð svæði. Byggingar-
svæðum er skipt í fjóra flokka; end-
urbótasvæði, endurbyggingarsvæði,
nýbyggingarsvæði og framtíðar-
byggðarsvæði. Endurbótasvæði eru
skilgreind sem reitir í eldri hverfum
þar sem endurbætur munu eiga sér
stað á skipulagstímabilinu og endur-
byggingarsvæði skilgreind sem
byggð svæði eða reitir þar sem veru-
leg byggð er áætluð samkvæmt deili-
skipulagi. Var það álit embættisins
að auglýst breyting á aðalskipulagi
og deiliskipulagi á lóðinni gæti fallið
undir skilgreininguna endurnýjun
byggðar.
Stefán er spurður á hvaða stigi
sé æskilegt að slík túlkun sé gerð.
„Þetta þarf að gera strax í upphafí
og auðvitað allt of seint að vera að
velta þessum málum fyrir sér núna.
Þegar kynnt em áform um byggingu
íbúðarhúsa eða breytingu á land-
notkun verður að skilgreina hvaða
kröfur verði gerðar til hljóðstigs,"
segir hann. Samþykkt var að óska
eftir heimild til þess að auglýsa land-
notkunarbreytingu 6. febrúar.
Ágúst Jónsson lögfræðingur og
skrifstofustjóri hjá embætti borgar-
verkfræðings er ritari skipulags-
nefndar og situr fundi byggingar-
nefndar. Hann segir aðspurður á
hvaða forsendum skipulagsnefnd
fjalli um tillögur sem lagðar eru fyr-
ir að einkum sé tekið tillit til skipu-
lagslaga. „Það stendur hvergi í laga-
_________ bókstaf eða reglugerðum,
á hvaða stigi sé æskilegt
að taka afstöðu til hljóð-
vistar. Þess vegna segi ég
að það eigi í síðasta lagi
að koma upp þegar fjallað
er um framkvæmdir hjá
byggingarnefnd. Það er
kannski æskilegra að það sé gert
■ fyrr og ég bendi á að þegar skipu-
lagsnefnd fjallaði um tillögurnar
upphaflega var vakin athygli á hljóð-
vistarmálum,“ segir Ágúst en kveðið
er á um hljóðvist í byggingar- og
mengunarvarnareglugerðum frá
1994.
Miðað við hljóðstig innanhúss
Hann er jafnframt spurður hvort
ekki hafi fyrst og fremst verið hugs-
að um að hljóðstig yrði undir mörk-
um innanhúss á þeim tíma. „Já, það
má til sanns vegar færa. Samt sem
áður átti þessi bókun skipulags-
nefndar að vekja athygli umsækj-
anda á vandanum þó að talað hafí
verið um sérstakar aðgerðir varðandi
byggingu hússins,“ segir hann.
„Ef menn hefðu staldrað við þama
og gert nákvæmari útreikninga á
hljóðvist hefði það hugsanlega gerst
að ákveðið hefði verið að fresta því
að auglýsa tillögurnar. Eina sem
gerðist hins vegar var það, að tillag-
an var auglýst. Það væri mjög æski-
legt að fá sem flesta þætti ljósa sem
fyrst á ferlinu og í þessu tiltekna
máli kemur þetta með látum upp á
borðið í þann mund sem auglýsinga-
fresti lýkur. Sá tímapunktur hefði
getað legið framar og hann hefði
getað legið aftar,“ segir hann.
Þess má geta að útreikningar á
hljóðstigi vegna fyrirhugaðra bygg-
inga voru gerðir hjá Rannsókna-
Reglur um
hávaðastig
ekki verið
túlkaðar
svona áður
Atburðarás
vegna bygg-
ingar á
Kirkjusandi
• Skipting lóðar númer 89 við Laug-
amesveg, nú Kirkjusandur 1-5, var
samþykktí skipulagsnefnd 11. des-
ember 1995. Hinn 5. febrúar 1996 var
lagt fram erindi frá lögfræðingi
Landsbankans, sem þá var eigandi
lóðarinnar, um breytingu á aðalskipu-
lagi og deiliskipulagi norðurhluta,
þannig að landnotkun yrði breytt úr
iðnaðar- og athafnasvæði í íbúðar-
svæði. Á þeim fundi samþykkti skipu-
lagsnefnd að leggja til við borgarráð
að óska eftir heimild til að auglýsa
breytta landnotkun samkvæmt skipu-
lagslögum.
• Borgarráð samþykkti bókun skipu-
lagsnefndar um landnotkunarbreyt-
ingu við Laugarnesveg næsta dag, eða
6. febrúar. Hinn 11. mars varlögð
fram til kynningar í skipulagsnefnd
tillaga Helga Hjálmarssonar arkitekts
að uppbyggingu á lóðinni en af-
greiðslu hennar var frestað. Málið var
tekið til afgreiðslu hjá nefndinni 25.
mars og fylgdu tillögunni bréf arki-
tektsins og Steindórs Guðmundssonar
verkfræðings hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins frá 23. mars.
• Skipulagsnefnd samþykkir erindið
og tekur fram að viðhafðar verði nauð-
synlegar aðgerðir vegna hljóðvistar
með vísan til bréfs arkitektsins og
Steindórs Guðmundssonar. Bókun
nefndarinnar er lögð fram í borgar-
ráði næsta dag, 26. mars, og er henni
vísað til umsagnar umferðarnefndar.
Hinn 24. apríl samþykkir Skipulags-
stjórn ríkisins að heimila auglýsingu
aðalskipuiagsbreytingar sem varðar
landnotkun við lóðina Kirkjusand 1-5.
Hinn 30. apríl er lögð fram í borgar-
ráði bókun umferðarnefndar frá 18.
apríl um útfærslu á aðkomu að húsun-
um og bókun skipulagsnefndar frá 25.
mars, sem fyrr er getið, og samþykk-
ir borgarráð að fela forstöðumanni
Borgarskipulags og borgarverkfræð-
ingi að vinna frekar að málinu.
• Hinn 7. maí er lögð fram í borgar-
ráði bókun skipulagsnefndar frá 25.
mars um breytingu á staðfestu deili-
skipulagi ióðar 1-5 við Kirkjusand.
Ennfremur er lögð fram bókun um-
ferðarnefndar frá 18. apríl um út-
færslu á aðkomu. Hvorttveggja er
samþykkt og auk þess að auglýsa
breytt deiliskipulag, samkvæmt skipu-
lagslögum.
• Næsta dag samþykkir Skipulags-
stjórn ríkisins að heimila auglýsingu
deiliskipulagsbreytingar og leggur
hann jafnframt til að upplýsingar
varðandi hávaðamengun og forsendur
útreikninga verði hluti fylgiskjala á
auglýsingartímanum. Hinn 9. maí er
kynning á landnotkunarbreytingunni
auglýst í dagblöðum og 11. maí kynn-
ing á deiliskipulagsbreytingu. Var
hvorttveggja kynnt til 20. júní og
frestur til að skila athugasemdum
gefinn til 4. júlí.
• Umsókn Armannsfells til að byggja
þrjú fjölbýlishús á Kirkjusandi 1-5 var
lögð fram á fundi byggingarnefndar
hinn 9. maí. Erindinu var frestað og
ákveðið að senda framkvæmdirnar í
grenndarkynningu.
• Borgarstjóri veitti byggingarfull-
trúanum í Reykjavík síðar heimild til
þess að gefa Ármannsfelli graftr-
arleyfi, sem gert var 4. júní.
• Hinn 5. júlí eru lagðar fram í skipu-
lagsnefnd athugasemdir vegna aug-
lýstra breytinga á skipulagi á lóðinni
Kirkjusandur 1-5. Nefndin frestar af-
greiðslu og felur Borgarskipulagi að
afla frekari gagna.
• Hinn 10. júlí innir Borgarskipulag
skipulagsstjóra ríkisins álits á því
hvort líta megi á framkvæmdir á lóð
Ármannsfells sem endumýjun byggð-
ar.
• Hinn 24. júlí úrskurðar skipulags-
nefnd að ekki sé hægt að samþykkja
útfærslu fyrirhugaðra nýbygginga við
Kirkjusand því ekki hafí tekist að full-
nægja kröfum sem gerðar eru til hljóð-
vistar í reglugerðum.
HÁHÝSIN þijú við Kirkjusand ef horft er til norðausturs.
stofnun byggingariðnaðarins 5. mars
og 7. mars hjá Almennu verkfræði-
stofunni. Síðar var leitað til Hljóð-
og raftækniráðgjafar sem skilaði
skýrslu 1. júlí. Daginn eftir voru
gerðir nýir útreikningar hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
og 3. júlí ritar Haukur Magnússon
skipulagsnefnd bréf fyrir hönd Ár-
mannsfells þar sem segir að „vegna
opinberrar umræðu um hljóðvist“ í
íbúðum við Kirkjusand hafi fyrirtæk-
ið ákveðið að leita lausna hjá Stef-
áni Guðjohnsen hjá Hljóð- og raf-
tækniráðgjöf. Skilaði hann áliti
2.,12.,16. og 23. júlí.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði
í Morgunblaðinu 25. júlí, daginn eft-
ir úrskurð skipulagsnefndar, að tafir
hefðu orðið á því að auglýsa breytta
landnotkun á lóðinni, sem borgarráð
heimilaði eftir umsögn skipulags-
nefndar, 6. febrúar. Ágúst Jónsson
segir að engu máli hefði skipt þótt
landnotkunin hefði verið auglýst
fyrr. „Ekki var talin ástæða til þess
hjá Borgarskipulagi að auglýsa land-
notkun áður en ljóst var orðið hvern-
ig nýtt deiliskipulag yrði. Þetta er
sams konar ferli og tekur jafn lang-
an tíma og því hefur verið talið eðli-
legt að auglýsing framkvæmdanna
héldist í hendur," segir hann.
Ágúst segir að þegar frestur til
að skila athugasemdum í kjölfar
auglýsingar sé mnninn út
og skipulagsnefnd hafi
ijallað um umsagnirnar sé
erindið sent Skipulags-
stjóm rikisins. Því næst sé
það sent til ráðherra til
staðfestingar og að því
búnu birtist auglýsing í ...“™~“
Stjórnartíðindum. Þá komi til kasta
byggingarnefndar og geti ferlið tekið
4-7 mánuði. Borgarstjóri veitti bygg-
ingarfulltrúanum í Reykjavík hins
vegar heimild til þess að veita Ár-
mannsfelli graftrarleyfi, sem gert
var 4. júní, þremur mánuðum eftir
að tillögur arkitektsins komu til
umfjöllunar skipulagsnefndar og sjö
vikum fyrir úrskurð nefndarinnar.
Búið er að greiða staðfestingargjald
fyrir stóran hluta þeirra 70 íbúða
sem ætlað var að býggja og mun
það vera hlutfall af liðlega helmingi
söluverðmætis fasteignanna.
Möguleikar til
uppbyggingar skertir?
Niðurstaða skipulagsnefndar vek-
ur upp spumingar um hvaða breyt-
ingar muni verða á uppbyggingu í
eldri hverfum. Gunnar Gissurarson,
formaður byggingarnefndar, segir
að sú ákvörðun skipulagsnefndar,
að samþykkja ekki útfærslu bygg-
inga við Kirkjusand á grundvelli
ófullnægjandi hljóðvistar, muni hafa
vemleg áhrif á endurbyggingu bæj-
arins. „Það er gagnrýnivert að skipu-
lagsnefnd skuli samþykkja tillögu
um uppbyggingu á lóðinni í mars
án nokkurra skilyrða, annarra en að
uppfylla reglur um hljóðstig, án þess
að tekið sé fram hvort um endurnýj-
un byggðar sé að ræða eða nýbygg-
ingarsvæði," segir hann.
Gunnar segir að þótt nýjar reglur
Engar reglur
um það hve-
nær á að taka
afstöðu til
hljóðvistar
um hávaðastig hafí tekið gildi árið
1994 hafi þær ekki verið túlkaðar
með þessu móti áður. „Þetta þýðir
að ef ætlunin er að breyta skrifstofu-
húsnæði eða verslunar- og iðnaðar-
húsnæði yfir í íbúðarhúsnæði verður
að gera allt aðrar kröfur til þess nú,
miðað við ákvörðun skipulagsnefnd-
ar, en gerðar hafa verið.“
Gunnar segir jafnframt búið að
„skerða stórlega“ möguleika til upp-
byggingar í sumum eldri hverfum.
„Auðvitað verður hægt að fylgja
reglunum en það mun kosta mun
meira að uppfylla öll skilyrði og sums
staðar verður það útilokað,“ segir
hann.
Byggingarnefnd átti fund á
fimmtudag og segir Gunnar að fyrir
nefndinni liggi að minnsta kosti tvær
umsóknir sem þurfí að taka til skoð-
unar á nýjum forsendum. „Á fundin-
um var meðal annars rætt um tvær
umsóknir sem verður að taka til at-
hugunar í þessu ljósi,“ segir Gunnar
og er um að ræða framkvæmdir við
Nóatún og Lækjargötu að hans sögn.
Hann telur jafnframt að ákvörðun
skipulagsnefndar komi til með að
hafa áhrif á starfrækslu fyrirhugaðs
Listaháskóla við Kirkjusand. „Ég sé
ekki hvernig það mál verður leyst.
Ef á að breyta húsnæðinu, sem byggt
var fyrir atvinnustarfsemi, í skóla,
verður að uppfylla sömu kröfur og
gerðar eru til hljóðvistar í
íbúðarhúsi. Mér sýnist með
þessu að verið sé að útiloka
að Listaháskólinn geti ver-
ið á þessum stað án þess
að grípa þurfi til verulegra
ráðstafana. Bæði þyrfti þá
"™“““ væntanlega að leggja í
milljóna króna kostnað við að skipta
um gler og setja upp alls kyns hljóð-
gildrur og -manir. Eitt af því sem
nefndin gat ekki sætt sig við var að
leysa vandamál varðandi utanhúss-
hávaða með hljóðmön, sem sennilega
þyrfti að reisa á lóðinni ef Listahá-
skólinn á að vera þarna. Ég get ekki
ímyndað mér að þeir fallist á hljóð-
mön á næstu lóð við hliðina, ef þeir
gera það ekki þarna. Þessi ákvörðun
getur því haft veruleg áhrif á upp-
byggingu og mun gera það,“ segir
Gunnar.
Helgi Hjálmarsson arkitekt
Kirkjusandshúsanna og fulltrúi
meirihlutans í byggingarnefnd segir
að nefndin þurfi að breyta vinnuað-
ferðum sínum. „Byggingarnefnd
þarf að setjast yfir þetta nýja tilfelli
og átta sig á því hvemig hægt er á
réttlátan og skynsamlegan hátt, með
hliðsjón af úrskurðinum, að marka
einhveija stefnu svo afgreiðsla mála
verði ekki tilviljana- og handahófs-
kennd. Ákvæði um hljóðvist eru sett
varðandi nýja byggð og síðan segir
löggjafmn, alveg skýrt, að við endur-
byggingu í eldri hverfum megi rýmri
reglur gilda utanhúss. Innanhúss er
hins vegar alltaf miðað við sama
hljóðstig og þess vegna get ég ekki
skilið með góðu móti, hvers vegna
málið er afgreitt svo. Hins vegar
vona ég þegar upp er staðið að þetta
leiði til þess að við fáum betra um-
hverfi,“ segir Helgi að lokum.