Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 13 EIGNARHALD HALENDIS að sveitarfélög hefðu keypt afrétti af jörðum. Agúst sagðist telja að verkefni nefndarinnar sem setja ætti á fót samkvæmt tillögunni hlyti að vera gífurlegt því víða væru mörk ekki glögg, miili afrétta og heimalanda og innbyrðis milli afrétta. Hins vegar hafi venjur skapast um smalamennsku á þessum svæðum. Ágúst minnti á að bændur væru skyldir til að smala afréttina og hreinsa þá af refum, án tillits til þess hvort þeir byggju með sauðfé eður ei. „Allt eru þetta skyldur, sem eru vitanlega bundnar þeim réttind- um og þeim eignarrétti sem hlutað- eigendur hafa á þessum svæðum." Árni Magnússon og Páll Vídalín Síðar í umræðunni minnti Ágúst á að Árni Magnússon og Páll Vídal- ín hefðu lýst hverri einustu jörð á landinu nákvæmlega og tekið fram hvar hver jörð ætti afrétt. „Það er gert, af því að afréttirnar eru tald- ar hluti af jörðinni. Og ég tel, að þetta sé einhver sterkasta heimild sem nú er fyrir hendi um það hver eignarréttur sé á afréttum lands- ins." Steinþór Gestsson á Hæli, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, sagðist ekki fá betur séð en lagasetning sú sem tillagan gerði ráð fyrir, „mundi hafa í för með sér gróflega breyt- ingu frá alennum og hefðbundnum skilningi á eignarráðum og eignar- rétti á afréttum, einsog ég þekki þann skilning á Suðurlandi." í því sambandi vísaði hann til þess að sýslunefnd Árnessýslu hefði mót- mælt sérstaklega ákvæði í frum- varpi til námulaga sem lagt hafði verið fram árið áður. Þar hafði verið gert ráð fyrir því að landar- eign hverri sem háð er einkaeignar- rétti fylgi réttur til hagnýtingar hvers konar jarðefna en jafnframt að á afréttarlöndum, sem ekki eru í einkaeign, almenningum og öræf- um hefði ríkið eitt rétt til jarðefna. Þetta hefði sýslunefndin talið rýra rétt eigenda afréttarlandanna. „Þessu til viðbótar vil ég láta það koma' hér fram, að við Sunnlend- ingar þekkjum ekki þau landssvæði sunnan jökla, sem kalla mætti al- menninga eða land, sem einstak- lingur eða sveitarfélag teldi sig ekki fullan eiganda að. Ég tel að ekki þurfi um það að deila að afrétt- ir eru eign sveitarfélaganna, full og ótakmörkuð." Gjald fyrir vikurnám á afrétti Steinþór rakti að 1914 og 1916 hefði hreppsnefnd Gnúpverja selt rétt til virkjunar fallvatna á afrétti sínum og „landsspildur smærri og stærri úr afréttarlandinu." Vísaði hann til þess að hreppurinn hefði talið sér bera rétt til námagraftar á svæðinu og undanskilið hann samningum. „Þá þykir mér rétt að geta þess, að vikurnám hefur við- gengist í afrétti Gnúpverjahrepps frá því 1932, þ.e.a.s. frá þeim tíma, að hægt var að nýta vikurinn vegna W:'%, _j^B ^Np. f*) R» ^*"*"v mlk ¦/ í^^^^^* Ingi Tryggvason Páll Pétursson Ágúst Þorvaldsson Pálmi Jónsson Steinþór Gestsson Pétur Sigurðsson Afrakstur af afrétt- arlöndum og öllu óræktuðu landi gangi jafnt til allra þeirra landsmanna sem kaupi og neyti landbúnaðarvöru. Ragnar Arnalds flutninga. Ef ég man rétt mun það hafa verið frá 1932 og allt til þessa dags og tekur sveitarsjóður að sjálfsögðu gjald fyrir hann." „Ég fæ því ekki betur séð en bein yfir- lýsing Alþingis um að lýsa hálendi landsins og óbyggðir alþjóðareign væri eignaupptaka og mundi draga þann dilk á eftir sér, að um stór- vægilegar greiðslur skaðabóta yrði að ræða, ekki einvörðungu vegna eigna einstaklinga heldur og fyrir eignir sveitarfélaganna í landinu." Steinþór sagði að eftir sínum skilningi væru skýlausar heimildir fyrir því að óbyggðir og afréttir ættu sinn eiganda. ,,[0]g eftir þeim skilningi veit ég ekki, hverju á að lýsa þjóðarheildina eiganda að, ef það eru ekki eignir annarra aðila." Benedikt Gröndal sagði að kratar væru ekki að leggja til breyt- ingu á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og hefði ekki í huga eignarupptöku. Steinþóri hefði sést yfir þá setningu i tillög- unni „að það eigi að lýsa hálendi landsins og óbyggðir alþjóðareign að svo miklu leyti sem skýlausar eignarheimildir annarra aðila liggja ekki fyrir." Þá sagði Benedikt að ræða Steinþórs þar sem hann „sýndi fram á viðhorf, sem ríkt hefur hjá mörgum aðilum á Suður- landi, var um leið glöggt dæmi um það hversu óljóst þetta mál er og hversu nauðsynlegt er að fá úr því skotið hvort þessi skilningur á eign- arrétti er réttur og þá hve langt hann nær. .. Kjarninn í þessu máli er sá, að talið hefur verið mjög vafasamt um langan aldur hver væri raunverulegur eignar- réttur á stórum hlutum landsins. Menn tala um að þeir eigi afrétti, en það hafa margir lögfróðir menn efast um, að þetta þýði að þeir eigi landið." Allar jarðir til ríkisins Málið kom ekki framar á dag- skrá Alþingis þetta þingið. 1973 fluttu Alþýðuflokksþingmenn enn tillögu sama efnis en gengu nú mun léngra en fyrr því að nú gerðu þeir ráð fyrir þess að sú regla yrði mörkuð að stefnt skyldi að því að allt land verði með tímanum al- mannaeign (eign ríkis eða sveitar- félaga) én bújarðir mættu ganga kaupum og sölum til búrekstrar meðan bændur jósi þann hátt frem- ur en að hafa lönd sín í erfðafestu. Umræðurnar mótuðust af því hve hátt var reitt til höggs og eignar- hald hálendisins vék fyrir umræð- um um þjóðnýtingu og spurningum um eignarhald á jarðhita, orku fall- vatna, ásamt ásökunum í garð flutningsmanna um rammasta kommúnisma. Benedikt Gröndal mælti fyrir til- lögunni og sagði að flutningsmön- um væri kunnugt að víða um land- ið teldu hreppar eða jafnvel ein- stakir jarðeigendur sig eiga mikil afrétta- og óbyggðalönd. Aðeins væri lagt til að hafið yrði það starf, sem taka mundi langan tíma og mikla vinnu, að ákvarða eftir rétt- um löglegum leiðum hverjir hafi ótvíræðan eignarrétt og hverjir ekki. „Auðvitað verður lýðveldið ísland að fá úr þessu skorið og því fyrr, því betra. Nokkurra áratuga töf getur kostað þjóðina stórar fúlgur fjár í framtíðini, því að fyrr eða síðar hlýtur þjóðarheildin að eignast þessi lönd." Sem fyrr varð tillagan ekki út- rædd á 94. löggjafarþingi vorið 1973 en haustið 1974 lögðu alþýðu- flokksmenn fram tillögu til þings- ályktunar í sömu lund. Stefnt skuli að því að allt land verði alþjóðar- eign, sem var skilgreint sem eign ríkis eða sveitarfélaga. Arðurinn af landinu I umræðunum að kom Ingi Tryggvason, bóndi og þingmaður Framsóknarflokksins á Norður- landi eystra, fram eftirfarandi sjón- armið: ,,[É]g vil minna á[... ] að það verð sem bændum er ætlað lögum samkvæmt fyrir landbúnað- arvörur er einungis byggt á þeim kostnaði sem þeir hafa af því að reka búskap á jörðinni. Það er ekki byggt á því að sjálft landið, beiti- landið, landið sem grundvallareign, gefi af sér arð í gegnum búskap- inn, heldur aðeins þau mannvirki, ræktun og annar sá kostnaður sem í er lagt á landinu. í raun og veru er það þess vegna svo, að arðurinn af sjálfu landinu til þessara nota nytjast í almenningsþágu." Síðar kom fram hjá Inga að með sanni mætti segja að afrakstur af afrétt- arlöndum og öllu óræktuðu landi sem nytjað sé til landbúnaðarfram- leiðslu gangi jafnt til allra þeirra landsmanna sem kaupi og neyti landbúnaðarvöru. Pálmi Jónsson, bóndi og þing- maður Sjálfstæðisflokks í Norður- landi vestra, sagði tillöguflutning Alþýðuflokksins mestu aðför að eignarréttinum í þjóðfélaginu sem gerð hefði verið á Alþingi. Hann sagði að þar sem sveitarfélagaeign teldist alþjóðareign samkvæmt til- lögunni mætti skilja hana svo að afréttirnar yrðu áfram í eigu sömu aðila, „vegna þess að þær eru að meginhluta í eigu sveitarfélaga, í eigu upprekstrarfélaga, sem ýmist eru eitt sveitarfélag eða fleiri." Síðar sagði Pálmi að deilt væri um hver ætti nokkur landsvæði hálendisins og auðvitað væri þarft að skera úr því hið fyrsta. „En ég held að það mundi einnig rýra mjög kost þeirra sem sveitir byggja, ef það ætti að taka þessa eign af sveitarfélögunum í strjál- býli." Nægar heimildir væru til að taka eignarnámi þær eignir sem ríkið teldi sig þurfa að nýta í al- mannaþágu. Tengsl bóndans við afrétt sinn Páll Pétursson, bóndiog þing- maður Framsóknarflokksins, sagði að skásta tryggingin fyrir skyn- samlegri notkun og varðveislu landsins væri í því fólgin að virða áfram eignar- og yfirráðarétt bænda og efnahagsleg og tilfinn- ingaleg tengsl bóndans við bújörð sína og ekki síður við afrétt sinn. Páll tók undir með Pálma Jónssyni að kominn væri tími til þess að Alþingi afgreiddi þessa tillögu Al- þýðuflokksins með því að fellá hana. Sighvatur Björgvinsson þing- maður Alþýðuflokks á Vestfjörðum var meðal flutningsmanna tillög- unnar. „Það má segja að þessar deilur um hvað einstaklingarnir eigi og hvað almenningur í landinu eigi, hafi ekki skipt sköpum um afkomu þjóðarinnar þar til þá fyrst nú og dæmin höfum við mörg fyrir okkar sem eru að gerast á Islandi í dag og gera það að verkum að það verður æ meira knýjandi að skera úr um þetta deilumál. Það eru að- stæður eins og t.d. veíðiréttur og veiðinytjar, það eru aðstæður eins og t.d. nýting á jarðvarma, hita- orku, orku fallvatna o.fl." Þjóðárgjöfin Sighvatur setti eignarhald á almenningum og afréttum í sam- hengi við þjóðargjöfina svonefndu, en á hátíðarfundi á Þingvöllum árið 1974 samþykkti Alþingi að verja 1 milljarði króna til þess að græða sár landsins. „Þegar þjóðin þurfti að leggja mikið fé fram til þess að græða sár landsins, þá var þetta land þjóðarinnar. En þegar þjóðin þarf að fá að nytja þetta land, þegar þjóðin biður um að fá frjálsan aðgang að þessu landi, þegar þjóðin fer fram á að fá að nýta náttúrugæði þess til eigin þarfa, þá rísa menn upp og segja: Þetta er ekki land þjóðarinnar, þetta er land örfárra einstaklinga, sem teljast geta haft á því full eignarráð og geta nýtt það eins og þeir vilja og geta gert þjóðinni að borga stórfé fyrir." Pálmi Jónsson sagðst ekki átta sig á því hvað átt væri við þegar Sighvatur hefði sagt að eignarréttur ætti að fara að réttlætiskennd almennings. „Hvaða almenningur er það, sem SJÁ NÆSTU SÍÐU ÚTSALAN HEFST KL. 7.00 loppskórinn '• Veltusundi við Irigólfstorg • Sími 552 1212. Ath. Vörur frá STEINARI WAAGE SKÓVERSLUN <^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.