Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ________________________
AÐSENDAR GREINAR
Umferðarmál og hávaði-
og nauðsyn Fossvogsbrautar
UNDANFARIÐ hafa birzt grein-
ar, aðallega frá R-listamönnum, þar
sem þeir hrósa sér af því að vera
að draga úr umferðarhraða í borg-
arinni og þar með minnka hávaða
og draga úr slysum. Ekki ætla ég
að vanmeta þetta. Hins vegar sýn-
ist mér, að enn og aftur séu menn
að ráðast að afleiðingum en ekki
ástæðum hávaða og slysa.
Það er löngu vitað og sannað,
að það eru fyrst og fremst verk-
fræðilegar aðgerðir sem duga til
að draga úr slysum og minnka
umferðarhraða. Ný hverfí á að
skipuleggja með þetta í huga. Því
miður hafa skammtímasjónarmið
of oft orðið til þess, að þessum sjón-
armiðum hefur ekki verið fylgt
nægjanlega. Fossvogshverfið er
mjög vel skipulagt hverfi út frá
sjónarmiði umferðaröryggis, svo að
dæmi sé tekið.
Gömul hverfi voru ekki skipulögð
miðað við mikla bílaumferð. Til
þess að ná þar fram umferðarör-
yggi, varð að stýra umferðinni inn
á nokkrar safngötur, til þess að
umferðinn flæddi ekki um allt. í
Reykjavík er þekktasta dæmi slíks,
þegar lokað var fyrir flæðiumferð
um Vesturbæinn, og þeim beint frá
hverfinu, sem ekki áttu þangað er-
indi. Þetta olli vandræðum til að
byija með, og óánægju, en nú eru
allir sáttir við skipulagið. En skipu-
lag þarf að laga að breyttum að-
stæðum í hverfum, t.d. aldursskipt-
ingu, fjölda skólabarna o.s. frv.
Hefur skipulag gamalla hverfa því
verið endurskoðað undanfarin ár,
þ.m.t. umferðarskipulag, og þar
m.a. tekið mikið tillit til þess, hvern-
ig börn fara í skóla, en sú aðferð
var tekin upp í formannstíð minni
í umferðarnefnd Reykjavíkur.
Allir vita, að skilti skipta ná-
kvæmlega engu máli um umferðar-
hraða. Ef skilti um hámarkshraða
dygðu, væru engin hraðavandamál.
I sjálfu sér má líkja umferð við
rennandi vatn. Ef göturnar anna
ekki umferðinni, fara menn í næstu
götur til að komast leiðar sinnar,
rétt eins og lítill lækur verður að
skaðræðisfljóti, ef farvegurinn get-
ur ekki flutt vatnið. Það er þess
vegna, sem umferðar-
sérfræðingar vilja flytja
alla óþarfa umferð úr
hverfunum á safn-
brautir og tengibrautir,
og svo stofnbrautir.
Þetta er raunhæfasta
leiðin til að draga úr
umferðarslysum.
Þegar aðalskipulag
Reykjavíkur var sam-
þykkt í borgarstjórn-
artíð Geirs Hallgríms-
sonar, var ákveðið að
leggja þrjár stofn-
brautir eftir endilöngu
Seltjarnarnesi. Ein
brautin var með sjón-
um, (Sæbraut), önnur
eftir nesinu miðju (Miklabraut), og
sú þriðja milli Kópavogs og Reykja-
víkur, (Fossvogsbraut). Skamm-
tímasjónarmið hafa ráðið því, að
Fossvogsbraut hefur ekki verið
lögð. Kópavogsmenn vilja ekki
brautina, en hafa notað Nýbýlaveg
í hennar stað, og fylgja því ómæld
óþægindi fyrir nágranna brautar-
Skipuleggja þarf um-
ferðina með þeim hætti,
segir Haraldur Blön-
dal, að dregið verði úr
hávaða og umferðar-
hættu.
innar og vegfarendur. Gatan upp-
fyllir ekki þær kröfur sem gerðar
eru um stofnbrautir af þessari gerð.
Einbýlishúsafólk í Fossvoginum,
Reykjavíkurmegin, hefur stutt
Fossvogsmenn. Afleiðing þess, að
Fossvogsbraut hefur ekki verið
lögð, er sú að óþarfa gegnumum-
ferð er um Nýbýlaveg, Bústaðaveg-
urinn er yfírfullur. Þá er umferð
um Sæbraut mun meiri en ella, og
hraðinn meiri. Miklabraut er orðin
yfírfull, og verið að bæta við akrein-
um, þannig að innan nokkurra miss-
era verður brautin eins og ólgandi
jökulfljót, sem skiptir
Reykjavík langsum
eftir Seltjarnarnesi. Ef
eitthvað kemur fyrir,
svo að loka þarf Miklu-
braut, myndast þegar
langar umferðarraðir
sem minna á Lýðveld-
ishátíðina.
Hægt væri að bæta
verulega ástand um-
ferðarmála í Reykja-
vík, ef fylgt væri um-
ferðarskipulagi Geirs
Hallgrímssonar. Ef
menn vilja ekki leggja
Fossvogsbraut ofan-
jarðar, er hægurinn að
sökkva henni í jörðu,
og væri það ólíkt arðbærari fram-
kvæmd en Hvalfjarðargöng. (Raun-
ar væri skynsamlegt og arðbært
að stofna félag um þessa fram-
kvæmd og taka vegatoll.) Þá er enn
til að taka, að álagið á Miklubraut
vestan Kringlumýrar er vegna þess
að ekki má leggja -veginn um Hlíð-
arfót, en sá vegur myndi draga
verulega úr umferðarþunga um
Miklubraut.
Þá er enn til að taka, að enn
vantar stofnbraut um Geirsnef til
að þjóna umferð í Grafarvog, Borg-
arholt og Korpúlfsstaði.
Ég las með athygli yfirlýsingar
R-listamanna um hávaða. Ég er
hjartanlega sammála þeim um
nauðsyn þess að minnka hávaða af
völdum umferðar. En þá verða
menn hætta að vera á móti bílum,
en horfast í augu við það, að Islend-
ingar hreyfa sig helst ekki nema í
bíl og að skipuleggja verður um-
ferðina þannig að fólk komist greið-
lega leiðar sinnar. Þannig draga
menn úr hávaða og slysahættu.
í lokin vil ég koma að vandamáli
óskyldu umferð, en mjög tengdu
hávaða: Er ekki jafn nauðsynlegt
að setja reglur um hávaða á dans-
stöðum og torgtónleikum og fylgja
þeim eftir, eins og skipuleggja um-
ferð með hliðsjón af hávaða?
Höfundur er hrl. og fyrrv.
formaður umferðarnefndar
Reykjavíkur (’86-’94)
Haraldur
Blöndal
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1996 25
PHILIPS
því besta!
5 manna hústjaíd 33.240 kr.
4 manna hústjald 28.490 kr.
Tjaldborð og 4 stólar 3.990 ki
\
s
RADCREIÐSLUR
Raðgreiðslur vPóstsendum samdægurs.
-SMMR FRAMÚK
Sími 561 2045
BIÐJIÐ UM
MYNBAIiSXA!
maMNHNMI