Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Oft var þörf en núer nauðsyn Sigurlaug Sveinsdóttir Eru málefni geðfatlaðra í brennidepli? Sagt er að við lifum í landi velmegunar. Hér komu nokkur ár þegar atvinnuleysi hrjáði fólk misjafnlega mikið eftir landshlutum. En nú er þjóðin að rísa upp úr öldudalnum að sögn forsætisráðherra og annarra ráðherra. Reynt er að minnka atvinnuleysið. Ráða- menn standa upp á tyllidögum og tala í hástemmdum orðum um hvað fólkið hafí það gott. Sjó- mennirnir draga fisk úr sjó og afla landinu ómælds gjaldeyris. Bændur eru að rétta úr kútnum og fínna sér aðrar leiðir en hinn venjubundna kúa- búskap. Það eru sem sagt uppgangs- tímar. íslendingar flykkjast til útlanda tii að létta sér upp og er það ósköp skiljanlegt því flestir vinna undir miklu álagi. Það má víst segja að íslendingar séu mjög hamingjusamt fólk, en ég vildi nú bæta því við að flestallir séu þeir líka harðdugiegir, bjartsýnir og hafi trú á landinu og þeim sem því stjórna. Er þá alls ekkert að hér heima?. Eru engir óhamingjusamir, einmana eða sjúkir? Jú, svo sannarlega. Það sem ég var að lýsa er bara toppurinn á kransakökunni, það sem ráðamenn vilja sjá og heyra. Ég hafði hugsað mér að tala um málefni geðsjúkra. Það eru málefni sem fæstir vilja heyra um. Þau heyra til þessum földu málefnum sem helst er hvíslast á um, en fæstir vilja tak- ast á við eða gera eitthvað til að bæta úr. Ég býst við að margir reki upp ramakvein og segi sem svo: Eru ekki geðdeildir hér, Kleppur, sambýli fyrir geðfatlaða, barna- og unglingageð- deild og réttargeðdeild? Stöndum við okkur nokkuð verr en aðrir í þessum málum? Það er ekki víst, en það er svo langt frá að það sé nógu gott. Ef grannt er skoðað eru málefni geð- fatlaðra í mjög miklum ólestri hér á landi. Mér finnst það t.d. algjört hneyksli að deiidalokanir skuli bitna á geðdeildum. Eru ráðamenn svo blindir eða siðblindir að þeir leyfi þessar lokanir? Er þeim alveg sama um stóran hóp geðveiks fólks sem ráfar hér um götur hús- næðislaust og úrræða- laust? Hafa þeir ekki velt því fyrir sér að flestir geðklofasjúklingar veikj- ast um 18 ára aldur og eru flestir vel gefnir unglingar sem foreldrarnir hafa gert sér vonir um að eignuðust bjarta framtíð? Gerið ykkur í hugarlund líð- an þeirra foreldra sem sjá barnið sitt verða þessum sjúkdómi að bráð. En fær það ekki hjálp? Það er mjög tilviljanakennt því heilbrigðis- kerfið hefur enga heildarstefnu í málefnum geðfatlaðra. Líf aðstand- Ef grannt er skoðað, segir Sigurlaug Sveinsdóttir, eru mál- efni geðfatlaðra í mjög miklum ólestri. enda er eilíf barátta alla daga ársins. Margir brotna niður og gefast upp og þá er það gatan sem tekur við. Ykkur fínnst ég kannske mála þetta of svörtum litum. En það er langt í frá, hlutirnir eru eflaust ennþá verri. Hvað ert þá gert? Vitað er að marg- ar konur. verða þunglyndar eftir tíða- hvörf. Þetta getur vafið upp á sig og endað með geðveiki. Oft er það geð- lægð - geðhæð. Þegar svo er komið er farið til geðlæknis í viðtal og feng- in lyf sem oft hjálpa. Geta þá flestar konurnar farið heim og tekið sín með- ul jafnframt því að vera í viðtölum. Margar hverjar læknast, sérstaklega ef farið er nógu snemma til geðlækn- is. Margar konur lenda inn á geðdeild og þurfa að vera þar mislengi. Sumar koma aftur og aftur. En þetta er fal- inn sjúkdómur. Margir viíja ekki láta neinn vita af þessu. Fordómarnir eru slíkir að fólk skammast sín fyrir ástand sitt. Hvað er svo gert fyrir sjúklinga sem koma inn á geðdeild? Þeir fara •í læknisviðtal með allslags spurning- um, nánast yfirheyrslu, um hvernig sjúkdómurinn lýsi sér, á hvaða með- ulum viðkomandi sé, hvenær veikind- in hafi byrjað. Eftir það er sjúklingur- inn nánast látinn afskiptalaus. Það er matur, lyf, handavinna, kaffi, matur, lyf. Flestir sitja inni á „reyk", drekka kaffi og reykja lungann úr deginum, fá litla sem enga hvatn- ingu, nánast afskiptaleysi. Margir ráfa um gangana. Hjúkrunarfólkið hefur svo mikið að gera við skýrslu- gerð, fundahöld og meðalatiltekt að það hefur sjaldnast tíma til að sinna sjúklingunum. Þarna komum við að sparnaðinum. Það eru allt of fáir sem eiga að sinna erfiðum verkefnum. Oft á tíðum sér maður starfsfólkið á hlaupum þegar álagið er mest. Margir útskrifa sig sjálfir, þótt veikir séu, án þess að aðstandendur séu látnir vita. Það fmnst mér ekki ná nokkurri átt. Að lokum þetta: Við æskjum þess að með því verði fylgst á hvern hátt fé sem veitt er til þjónustu við geð- sjúka er notað og við viljum að fag- menn starfí á þeim stöðum sem styrk- ir renna til. Hvernig væri að stó'ndug félög veiti styrki til stofnana sem styðja geðsjúka? Nú er mikið um það að allslags fyrirtæki og félög styrki marga áhugaverða hluti, listir, land- vernd og guð má vita ,hvað. Hvernig væri að þau sneru sér að þeim sem minna mega sín? Við eigum rétt á að okkur sé sýnd virðing, skilningur og nærgætni þannig að geðfatlaðir geti kinnroðalaust og opinskátt rætt málefni sín. Því hverjum glymur klukkan næst? Höfundur er starfsmaður hjá Geðhjálp. MINNINGAR Kólf ÁGÆT grein Helga Hálfdanarsonar um golf i Morgunblaðinu varð til þess að ég kylfdi til orða í góðum bókum og fann þar sitthvað fróð- legt um íþróttina og málfar henni tengt, hér á landi og ytra. Tillaga hans um að nota orðið gylfingar þykir mér athygliverð. Orðið er hljómfagurt og ber konunglegan keim. Ég hef áður ritað grein- arstúf í golfblað og var- ið orðið kylfmgur og hvatt til notkunar þess í stað orðsins golfarí sem er útbreitt og mér þykir lítil prýði að. Golf er gömul íþrótt, talin hafa orðið til í Skotlandi í þeirri mynd sem við þekkjum hana nú á dógum. Heimildir um hana er m.a. að finna í skoskum lögum frá stjórnartíð Jakobs II á 15. öld en þar var reynt að hamla j^egn íþróttinni því hún þótti draga úr áhuga manna á bogfimi sem var nytsamlegri að áliti valdhafa. Talið er að rekja megi íþróttina til Rómverja sem stunduðu leik er nefndist paganica af paganus, sveitamaður). í leiknum notuðu menn kylfu og bolta sem kýldur var með fjöðrum. Ætla má að rómverjar hafi breitt þennan leik út er þeir fóru um Evrópu. Svipaðir leikir eru þekktir frá fornu fari í Frakklandi, Englandi og í Hollandi. Hollendingar léku het kolven sem skylt er Kolbe í þýsku sem merkir „kylfa." Sé þetta Örn Bárður Jónsson haft í huga fer vel á því að kenna iðkendur við áhöldin og nefna þá kylfinga. Orðin kyífa og kólfur (kolfrí fornís- lensku) eru skyld og því hefði eins mátt kalla íþróttina kólf og iðk- endur kólfunga. Starfs- maður íslenskrar mál- stöðvar benti mér á grein eftir Baldur Jóns- son þar sem hann rekur skyldleika orðanna kólfur og klúbbur. Enska orðið club merk- ir upphaflega kylfa, en í nútímamáli ennfrem- ur klúbbur eða lokaður félagsskapur. Baldur vitnar í grein sinni í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar en þar kemur fyrir orðið hjúkólfur sem mun hafa verið notað um fagnað hjúa eða teiti. Baldur veltir því fyrir sér hvort kólf- ur í þeirri merkingu hafi orðið til vegna þess að kallað hafi verið til samkomu með klukknahringingu eða að klubba eða kylfa hafi verið látinn ganga á milli manna sem fundarboð. Í ljósi alls þessa tel ég að það fari vel á því að nefna íþróttina kólf og iðkendur kylfinga og óneitanlega er ánægjulegt til þess að vita að orðíð klúbbur sé skylt orðinu kólfur. í stað þess að tala um golfklúbb mætti því einfaldlega tala um kólf sem er alveg gagnsætt í þessu sambandi og merk- ir klúbbur eða félagsskapur kylfinga. Golfklúbbur Reykjavíkur yrði þá Kólfur Reykjavíkur, skammstafað Umræðu um golf og orðnotkun í golfi ber að fagna. Örn Bárður Jónsson kylfdi til orða í góðum bókum og fann þar sitthvað fróð- legt um íþróttina. KR! Tillaga höfundar um að nota orðið stunga í stað pútts þykir mér ágæt en mætti ekki alveg eins tala um að pota, skylt orðinu stinga. Auk þess rímar það við enskuna. í orða- bók Menningarsjóðs segir m.a. um orðið pota að það merki að ota, reka í; fara hægt, varlega, komast áfram með lagni. Golfíþróttin krefst mikill- ar nákvæmni, ekki síst við að pota boltanum síðustu þumlungana í hol- una. Þá verða menn að pota sér áfram, fara hægt og varlega, koma sér áfram með lagni. Gott þykir að ljúka par 4 holu á tveimur höggum og jafnmörgum potum. Best þykir þó að pota sem minnst og kylfingar fagna ákaft þegar þeir komast í holu án nokkurs pots. Umræðu um goff og orðnotkun í golfi ber að fagna. Það gleður án efa marga kylfinga að heyra farið svo lofsamlegum orð- um um íþróttina sem raun ber vitni í grein Helga og ekki síst þegar það er haft í huga að hann er ekki kylf- ingur. Vonandi nær íslenskan yfir- höndinni í daglegu máli kylfinga. Til þess að svo megi verða þurfa þeir að vanda sitt mál og forðast að lát.a kylfu ráða kasti í orðavali. Höfundur er klerkur og kylfingur. SIGURHANS HALLDÓRSSON + Sigurhans Hall- dórsson var fæddur í Reykjavík 5. apríl 1920. Hann lést í Landspítalan- um 22. júlí síðastlið- inn. Sigurhans var sonur hjónanna Jónínu G. Hannes- dóttur og Halldórs Jónssonar. Eftirlif- andi systkini Sigur- hans eru Sigríður, sem búsett er í Kanada, og Hali- dór, en látin eru Hannes, ^ Þorbjörg og Jón Óskar. Sigurhans kvæntist 10. októ- ber 1953 Elínu Einarsdóttur, f. 20. nóvember 1917, d. 28. apríl 1982, en hún var elst ellefu barna Ragnhildar Jónsdóttur og Einars Tómassonar, kolakaupmanns. Elín og Sigurhans eignuðust einn Nú fagni guð þér og geymi þig vel, og gefi þér blómin sín. í Drottins hendur minn dýrgrip ég fel, Hann deyfi eggjarnar sáru. Svo líf þú þars lífið ei dvín. (Hannes Hafstein.) Mig langar að kveðja Sigurhans, tengdaföður minn til 16 ára. Ég kveð hann með Ijóði eftir Hannes Hafstein sem var eitt uppáhaldsskálda tengda- móður minnar - Elínar Einarsdóttur, en hún lést fyrir aldur fram 1982 úr sama meini og varð banamein Sigur- hans. Sigurhans var hógvær maður og réttsýnn, þögull eins og margir gamlir sjómenn, dálítið þrjóskur en afar hlýr. Ef eithvað bjátaði á var alltaf gott að leita til hans og tengda- mömmu. Það að Elín, tengdamamma, var tekin frá honum svona snemma jafnaði hann sig aldrei á, en öll vorum við sannfærð um að hún myndi vaka yfir okkur öllum og bíða hans. Sigurhans var Afí okkar með stór- um staf. Efirfarandi sögukorn lýsir kannski best þeirri miklu útgeislun sem hann hafði: Eitt sinn sem oftar var Sigurhans í stætó þegar lítil stúlka spyr mömmu sína hátt og snjallt: „Er þetta jólasveinninn?" og bendir um leið á Sigurhans með gráa, krullaða skeggið. A svona stundu leitar hugurinn til baka, það er svo margs að minnast, en líka svo margt sem við hefðum viljað gera öðruvísi, og einnig þeir hlutir sem við gerðum ekki. En öll gerum við eins vel og við getum. Sig- urhans gerði vel. Guð blessi og varðveiti Sigurhans, hafðu þökk fyrir allt. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: kom þú sæll þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Finnur P. Fróðason. Það eru aðeins rétt rúmir tveir mánuðir síðan við afi ókum Selvogs- grunninn saman í síðasta sinn. „Ætl- arðu þessa leið?" sagði hann við mig og bætti svo við, „hér hefur maður oft gengið". Þar þjuggu þau amma lengst af sinn hjúskap og hjá þeim, 'með mömmu, sleit ég barnsskónum. Þegar ég hugsa til bernsku minnar hugsa ég til þeirra, - umhyggju þeirra og elsku. Það er svo margs að minnast. Með afa og stundum ömmu í göngutúr, oft í miðbænum, að gefa öndunum brauð, að skoða skipin niður við höfn og enda á kaffíhúsi yfir heitu súkkulaði með rjóma. Við afi snemma morguns að fá okkur ristað brauð, að hella upp á kaffi handa ömmu og færa henni í rúmið. Með afa í veiðitúr, á landsleik og svo mætti lengi telja áfram. Smáu hendurnar mínar sem svo oft leiddu stóru vinnuhendurnar hans afa, hrjúf- ar en samt svo blíðar hvort sem þær þerruðu tárin mín, hendurnar eða greiddu hárið mitt. „Títlan mín" sagði hann þá við mig. Allt mitt líf hef ég notið þess að eiga hann að og hann verið mér sannur bakhjarl. son, Einar, f. 1955. Hans kona er Alma Haraldsdóttir og eiga þau 4 börn, Hermann Þór Sæbjörnsson, Heið- dísi Erlu Hermóðsdótt- ur, Elínu og Anitu Mar- íu Einarsdætur. Sigur- hans gekk einnig í föð- urstað dóttur Elínar, Ragnhildi Ásmunds- dóttur, f. 1949. Börn hennar eru Elín Brynj- ólfsdóllir, hennar sonur er Davíð Einarsson, og Hjalti P. Finnsson. Sigurhans var sjómað- ur á yngri árum, en vann síðar sem verkamaður, lengi hjá Eimskip, en siðustu 17 árin í byggingarvinnu hjá Guðna Þ. Sigurðssyni, húsasmíðameist- ara. Útför Sigurhans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Við sem næst honum stóðum nutum öll elsku hans og örlætis. Peningur handa skólastúlku, gjaldeyrir í út- skriftarferð, kiapp á kinnina og óskir um velgengni og góða skemmtun, komu frá honum. Hann birtist með nýjan ofn þegar sá gamli bilaði á ein- um stað í fjölskyldunni og á öðrum stað mætti hann með nýja uppþvotta- vél. Listinn er langur. Allt sem hann gaf var valið af vandvirkni og gefið af alhug. Sjálfur var afí nægjusamur, alltaf sannur og sjálfum sér sam- kvæmur. Jafnt háir sem lágir nutu blíðu hans; hagamúsin undir vinnu- skúrnum, smáfuglar í frosthörkum, einnig menn sem orðið höfðu undir í lífinu. Þeim gaf hann stöku sinnum smá pening í strætó. Afí hafði ein- stakt lag á börnum og laðaði þau til sín. Ég veit að Davíð minn, litli lang- afastrákurinn hans, átti sérstakan stað ! hjarta hans. Af sögum hans frá eigin bernsku veit ég að hann lifði tímana tvenna. Hann var aðeins smá gutti þegar hann hljóp eldsnemma niður á höfn til að vera fyrstur að fleyta kolunum úr sjónum sem höfðu fallið út í, við uppskipun. Þannig lagði hann frá fyrstu tíð þjörg í bú. Um menntun var aldrei að ræða fyrir hann sem frá unga aldri stundaði erfiðisvinnu. Síð- ustu árin tók hann sér aukafrídaga við og við og naut hann skilnings einstaks vinnuveitanda sem reyndist honum vel. Til vinnu mætti hann allt þar til í janúar á þessu ári þegar hann kenndi sér fyrst meins. Afi flútti í íbúðina sína við Aust- urbrún eftir að amma dó fyrir rétt rúmum 14 árum. Þaðan horfði hann stundum af 10. hæðinni út í Fossvogs- kirkjugarð þar sem amma hvílir. Tryggð hans við hana varði allt hans líf. Hjá henni verður hann nú lagður en okkar litla fjölskylda stendur eftir fátækari en fyrr. Eg hugsa til afa og ömmu með söknuði en hugga mig við þá bjargföstu trú mína að handan langleiðarinnar sem bíður okkar allra hafi amma beðið og tekið á móti hon- um. Það voru forréttindi að eiga þau að. Minningin um þau er dýrmætur fjársjóður sem ég geymi með mér um ókomna tíð. Elín. Nú kveð ég þig, elsku afi minn, með sorg og söknuð í hjarta. Ég mun alltaf minnast þín sem besta afa sem til er. Þú varst besti maður sem ég veit um. Ef blindir, heyrnarlausir, fatlaðir, og eða íþróttafélög voru að selja merki, happdrættismiða eða eitt- hvað annað, keyptir þú. Þú vísaðir aldrei neinum frá eða skildir útundan, þú vildir alltaf hjálpa og gleðja aðra. Og nú ertu farinn á vit hins óþekkta, og hjá þér er það himnaríki með ömmu þér við hlið, því ef ein- hver á vísan stað í guðs ríki, ert það Þú.. Ég kveð þig með þökk fyrir allt sem þú varst mér, og ég veit að þeg- ar sá tími kemur, munum við hittast á ný. Hjalti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.