Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 21 LISTIR Kozana Lucca leiðbeinir á Islandi ARGENTÍNSKA listakonan Kozana Lucca verður leiðbeinandi á tveimur námskeiðum hér á landi í næsta mán- uði, auk þess sem hún mun efna til málverkasýningar. Fyrra námskeiðið hefur yfirskrift- ina „raddvinna" og er fyrir söngvara og leikara — at- vinnumenn, byrj- endur og allt þar á milli. Markmiðið mun vera að hjálpa hverjum þátttak- anda til að finna sína raunverulegu rödd og upplifa hana, eins og það er orðað í kynn- ingu. Hámarks- fjöldi nemenda er tólf og verður nám- skeiðið haldið að kvöldi til í samkomu- sal Flensborgarskóla í Hafharfirði dagana 12.-16. ágúst og lýkur með „masterklasse" í Hafnarborg laugar- daginn 17. ágúst kl. 18-20 í tengslum við opnun málverkasýningar Lucca, Skins Forest, í Listhúsi 39. Mun hún standa til 1. september. Síðara námskeiðið kallast „rödd og litur" og er ætlað söngelskum mynd- listarmönnum, myndelskum söngvur- um, „þerapistum" og öðrum sem hafa áhuga á söng og málun. Á námskeið- inu sem haldið verður að degi til vik- una 19.-23. ágúst í samkomusal Flensborgarskóla „leyfum við hreyfi- þörfinni að kvikna og þróast í „lífs- dansi tilfmninganna" og í hita leiksins teiknum við og málum, að því er segir í kynningu. Fjöldi nemenda miðast sem fyrr við tólf. Kozana Lucca fæddist í Cordoba í Argentínu árið 1940. Hún nam við ýmsa háskóla í heimalandi sínu, Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og á Norðurlöndunum. Hefur henni verið lýst sem fjölhæfri og alþjóðlegri lista- konu sem geri sér far um að leita nýrra leiða þar sem sköpun, skáld- skapur og tilfinningatengsl tvinnast saman. Lucca er einn af stofnendum Roy Hart-leikhópsins og viðhorf hans til raddarinnar er sá grunnur sem hún byggist á. Nú starfar hún sem leik- kona og leikstjóri við ýmis tilraunale- ikhús og heldur auk þess námskeið víða um heim. Skráningu á námskeiðin hefur Kristján Helgason söngkennaranemi, Hverfisgötu 52, Hafnarfirði, með höndum en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. GRTMS-ÆVINTYR HINNÝJU MYNÐUST Gallcrí Sævars Karls/Gallcrí Laugavcgur 20 B TEIKNINGAR OG MÁLVERK Hallgrímur Helgason/Björn Birnir. Gallerí Sævars Karls: Opið kl. 10-18 virka daga og á laugardög- um kl. 10-14 til 7. ágúst; aðgangur ókeypis. Galleri Laugavegur 20B: Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar fram eftir sumrí; aðgangur ókeypis. ÞÆR TVÆR sýningar sem hér er fjallað um eiga lítið sam- eiginlegt annað en nálægðina og stærð sýningarrýmis; báðar eru í litlum sölum við aðalumferða- ræð borgarinnar. Ólík efnitök við- komandi listamanna eru hins vegar ágæt vísbending um þá fjölbreytni, sem þrífst í myndlist samtímans. Hallgrímui' Helgason Vegferð Hallgríms Helgasonar í listageiranum hófst í myndlist inni, og hann hefur haldið tryggð við hana með sínum hætti, þó almennur áhugi á menningarmálum hafi leitt hann á víðari svið. Þannig hefur hann getið sér gott orð sem rithöfundur, út- varpsmaður, teiknari, pistlahöfundur og jafnvel sjálfstæður skemmtikraftur. Kjarninn í viðfangsefnum hans hefur þó oftast lotið að viðhorfum fólks til listar og menningar, og þá gjarna með kaldhæðnislegum efnistökum. Sýning hans nú er mörkuð þessum sömu einkennum. Á sýn- ingu í Nýlistasafninum fyrir fjór- um árum sýndi Hallgrímur skop- leg portrett af sérkennilegu fólki, og nú hefur hann haldið alveg yfir í karikatúrinn. Hér birtist áhorfendum annað sjálf lista- mannsins, fígúran „Grim", sem hefur skoðanir á flestu sem lýtur að furðum listheimsins, sem og ýmsum öðrum flötum tilverunnar. Grim er kynntur til sögunnar með vörumerki, bol og sumar- og vetrarmynd, þar sem fatnað- urinn ber merki árstíðarinnar. Uppistaða sýningarinnar felst hins vegar í sögum af Grim, þar sem myndefni og textar lýsa þverstæðukenndum viðhorfum hans (og listamannsins) til ólík- legustu hluta: sjálfsmyndagerð- ar, uppfræðslu listnema, akad- emisma í listum og almennrar vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Skil- greiningum sjúkdóma, ástar og innblásturs er einnig velt upp, listastefnur skoðaðar og loks kemur innra öryggisleysi lista- manna vel fram í myndum eins og „Vertu þú sjálfur" og „Opn- un". Myndir undir yfírskriftinni „Ég elska list" gera loks út um allar fræðilegar skilgreiningar á fyrirbærinu. Teiknistíll Hallgríms er hreinn og beinn, og framsetningin lýtur hverju sinni þeim boðskap, sem hann er að fást við. Því kunna teikningarnar að virka stuðandi GRIM - annað sjálf Hallgríms Helgasonar. á stundum (t.d. „Stand"), en slíkt minnir raunar aðeins á, hversu fáránlega langt fræðilegar um- ræður á þessu sviði teygja sig þegar verst lætur. Þær hugmyndir sem listamað- urinn setur loks fram um plaköt fyrir sýninguna koma skemmti- lega heim við staðinn; Grim og tískufatnaðurinn fara vel saman, svo ekki sé meira sagt. Hér verður ekki kunderað frek- ar um sýninguna, svo notað sé orðfæri listamannsins, en áhuga- fólki um beitta umræðu um listina bent á að líta á hin nýju Grims- ævintýri hjá Sævari Karli á næstu dögum. Björn Birnir Hið litla gallerí að Laugavegi 20 B (gengið inn frá Klappastíg) fer hægt af stað, en hér er á ferðinni önnur sýningin á staðn- um, og mun ætlað að standa nokkuð fram eftir sumri. Björn sýnir bæði málverk unn- in með akrýl á striga og nokkrar skissur, túss á pappír. Þessi litla sýning er hvorki mikil um sig né er henni fylgt eftir með skrá eða öðrum upplýsingum. Það sem einkum er athyglivert er að nú kemur í ljós að rýmið ber með ágætum stærri málverk, þar sem dagsbirta nýtur sín. Því eru það einkum málverkin, sem áhorfandinn staldrar við. Listamaðurinn hefur löngum verið að fást við tilbrigði daufra lita í óhlutbundnum myndum sínum, og svo er einnig að þessu sinni; þó er eins og nú sé meiri gróandi í heildar- svipnum, þar sem hann er í ýmsum rnyndanna að fást við græna liti. Er það í fullu sam- ræmi við að hann nefnir mál- verkin einu nafni „Jörðin", og á þessum árstíma er það skiljanlega gróskan, sem heillar mest; má einkum benda á nr. 2 í þessu sambandi. . Það hvílir ró yfir þeim mynd- heimi, sem Björn ber hér fyrir áhorfandann, og minnir helst á þá mildi, sem er að finna í stillum íslenska sumarsins. Eiríkur Þorláksson KitchenAid Draumavél heimilanna! '&$££&§& ÍKSWyw,™! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestvert&Cohf Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 • LOWARA JARÐVATNS DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, - hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 562 4260 tíf BILATORG FUNAHOFBA I Ss 587- Toyota 4Runner árg. '90, vínrauður, álfelgur, topplúga, dráttarkúla, ek. aðeins 58 þús. km. Verð 1.850.000. Skipti á minni bíl. Isuzu Double Cab árg. '92, silfurgrár, upphækkaður, 32 dekk, álfelgur, spil, stuðara, grlnd, brettakantar, ek. 97 þús. km.Verð 1.370.000. Skipti á ódýrari. Cherokee Laredo árg. '88, hvítur, álfelgur, rafm. í rúðum, ek. 120 þús. km. Verð 1.350.000. Skipti. MMC Lancer GLXi Super árg. '93, blásans., sóllúga, spoiler, álfelgur, ek. 58 þús. km. Verð 1.200.000. Daihatsu Charade TX árg. '91, hvítur, 5 gíra, ek. 59 þús. km. Verð 540.000 VWGolf árg. '95, svartur, 5 dyra, ek. 11 þús. km.Verð 1.200.000. Skipti. Mazda 323 4x4 Dohc Turbo árg. '91, svartur, álfelgur, topplúga, ek. 96 þús. km., aukadekk á álfelgum fylgja. Verð 1.390.000. Skipti. Lincoln Continental árg. '90, silfurgrár, digital mælaborð, einn með öllu, ek. 87 þús. km. Verð 1.900.000. Skipti. Mercedes Benz 190E árg. '91, steingrár, álfelgur, topplúga, rafm. í rúðum, ek. 75 þús. km. Verð 2.150.000. Skipti á jeppa. MMC Pajero V6 stuttur árg. '90, rauður, álfelgur, 31" dekk, ek. 97 þús. km. Verð 1.350.000. Skipti á dýrari. Willy's Wrangler Laredo árg. '87, brúnsans., sjálfsk., álfelgur, 32" dekk, ek. 107 pús. km., aukadekk á orginal felgum fylgja. Verð 890.000. Peugeot 405 GLX diesel árg. '95, silfur, rafm. í rúðum, ek. 20 þús. km. Verð 1.400.000. Skipti. EFTIH EINN El AK.I NEINN IH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.