Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 52
**gmiÞIðfrito MORGVNBLADIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SIMI 569 1100, SIMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUgCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Könnun gerð á afstöðu til flutnings opinberra stofnana 55,3% andvíg flutn- ingi Landmælinga MEIRIHLUTI þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands, eða 55,3%, er^ andvígur flutningi Landmælinga Íslands frá Reykjayík til Akraness. 38,1% eru hlynnt flutningi en 6,6% svarenda sögðu að afstaða sín væri ýmsu háð. Þátttakendur í könnuninni, sem gerð var dagana 16. til 22. júlí, voru einnig spurðir hvort þeir væru almennt hlynntir eða andvígir því, að opinberar stofnanir sem þjóna öllum landsmönnum verði fluttar frá höfuðborgarsvæðinu til lands- byggðarinnar. 43,2% þeirra sem afstöðu tóku sögðust vera því and- víg, 37,2% sögðust hlynnt flutningi en 19,6% svöruðu að það væri ýmsu háð. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir flutningi, ef staðsetning viðkomandi stofnana á landsbyggð- inni yrði til að auka kostnaðinn við starfsemina, og sagðist þá mikilt meirihluti andvígur flutningi, eða 82,5% þeirra sem tóku afstöðu, á móti 10% sem voru því hlynnt. Landsbyggðarbúar hlynntari flutningi Svarendur voru einnig spurðir hvort þeir væru hlynntir eða and- vígir flutningi opinberra stofnana ef starfsfólk viðkomandi stofnunar legðist mjög gegn flutningi. Þá sögðust 64,7% þeirra sem afstöðu tóku vera andvíg flutningi en 18,5% sögðust vera því hlynnt. Ibúar landsbyggðarinnar eru áberandi hlynntari flutningi opin- berra stofnana til landsbyggðarinn- ar en svarendur í Reykjavík og á Reykjanesi. 60,7% landsbyggðar- fólks sögðust vera því hlynnt en hlutfallið var 22,1% í Reykjavík og 27,1% á Reykjanesi. 62,8% þátttak- enda á landsbyggðinni eru einnig hlynnt flutningi Landmælinga til Akraness, 26,8% svarenda á Reykjanesi og 23,6% svarenda í Reykjavík eru sömu skoðunar. 63% framsóknarmanna með en 51% sjálfstæðismanna á móti Umtalsverður munur er á afstöðu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og stuðningsmanna Framsóknar- flokks til þessara mála. 64,9% stuðningsmanna Framsóknarflokks eru hlynnt því að opinberar stofnan- ir verði fluttar frá höfuðborgar- svæði til landsbyggðar, 28,3% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru sömu skoðunar, 33,8% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokks, 43,2% stuðningsmanna Alþýðubandalags, 36% stuðningsmanna Kvennalista og 33,3% stuðningsmanna Þjóð- vaka. Talsvert fleiri sjálfstæðismenn eru hlynntir flutningi Landmælinga til Akraness en þeir sem sögðust vera hlynntir flutningi opinberra stofnana almennt til landsbyggðar eða 44,3% en 51,4% eru því andvíg. 62,9% framsóknarmanna eru hlynnt flutningi Landmælinga en 30,3% eru því mótfallin. Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns á aldrinum 18-75 ára. Nettó- svörun var 71,7%. Sótt- hreinsað á veiðidegi STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur gekkst fyrir fyrri veiði- degi barnanna við Elliðaárnar í gær. Börnunum éru kennd handtök við veiðarnar og þau frædd um Elliðaárnar og einnig fá þau að renna fyrir fisk. En þau fengu einnig nasasjón af vandamálum sem veiðimenn þurfa að kljást við, því áður en þau fengu að fara í ána var út- búnaður þeirra, þ.e. veiðarfæri, agn og vöðlur, sótthreinsaður upp úr sérstakri upplausn til þess að draga úr smithættu í ánni. Þetta hefur verið gert í samræmi við ákvörðun Veiði- málastofnunar frá því í ágúst í fyrra eftir að kýlapest kom þar upp í fiski. Kýlapest hefur ekki greinst í fiski úr ánni í sumar. ^^m*- t'- 1. % 1 —*x ^r- m £jT^'.-^ ¦!&': sjn$$ H L £ i m Wr ¦r;y:''' '---------------¦--------------— i ¦*?—<. ^áSí-^H .......''™á '3M ^ A : »¦ t 1 8^^JUi^*,H ' - jí 4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Álframleiðandinn Norsk Hydro hugleiðir byggingu nýrrar álverksmiðju Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÍSLAND er einn af fleiri möguleik- um, sem norska fyrirtækið Norsk Hydro hefur í athugun vegna áforma um byggingu nýs álvers, en staður og byggingartími hafa enn ekki verið ákveðnir. Að sögn Odds Guldbergs, for- stöðumanns upplýsingadeildar fyr- irtækisins, hefur framkvæmda- stjórnin trú á að þótt álverð sé lágt um þessar mundir gefist svigrúm til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Norsk Hydro er fimmti stærsti álframleiðandi í heimi nú. Innan Norsk Hydro hefur undan- f arið verið hugað að stað til að reisa álverksmiðju, án þess að neinar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort, hvar og hvenær. Guldberg segir það mat manna að þótt álverð sé lágt nú muni gefast svigrúm til nýrra framkvæmda á næstu árum. í augsýn sé 2-3 prósenta markaðs- aukning, auk þess sem svigrúm gefist til framleiðsluaukningar, þegar óhjákvæmilega komi að því að gömlum og úrsérgengnum verk- ísland er með ímyndinni smiðjum í Austur-Evrópu verði lok- að. Ýmsir staðir í athugun Að sögn Odds Guldbergs hefur Norsk Hydro sótt um verksmiðjulóð við ammóníaksverksmiðju sína í Trinidad og það hefur leitt til vangaveltna um að fyrirtækið hygð- ist byggja álverksmiðju þar. Guld- berg segir þó fjarri lagi að slíkt hafi verið ákveðið, því aðeins hafi verið sótt um lóðina til að fyrirtæk- ið eigi kost á henni, ef á þurfi að halda, en ekki af því að ákveðið sé að nota hana undir álverksmiðju. Ýmsir staðir eru í athugun, að sögn Guldbergs, þar á meðal ísland og Venezúela. Lágt orkuverð sé vissulega mikilvægur liður í slíkri athugun, en fjöldi annarra þátta komi einnig til greina, án þess að hann vildi rekja hvað mælti með og á móti íslandi sem stað fyrir nýja álverksmiðju fyrirtækisins. Guldberg undirstrikaði að Norsk Hydro væri alþjóðafyrirtæki og hugsaði því um heildaraðstæður á alþjóðavettvangi, en þær hugleið- ingar væru ekki komnar langt. Norsk Hydro er talinn fimmti stærsti álframleiðandi í heimi. Árs- framleiðsla fyrirtækisins er 700- 800.000 tonn, en heimsframleiðslan á áli á ári er um 15 milljónir tonna. Langstærstu álframleiðendurnir eru í Bandaríkjunum og Kanada, en þrjú stærstu fyrirtækin þar á eftir eru evrópsk og eitt þeirra er Norsk Hydro. Hydro Aluminium á hlut í álveri í Noregi á móti Alusuisse og hafa forráðamenn fyrirtækisins komið hingað til lands oft á undanförnum árum til að kynna sér aðstæður. Garðar Ingvarsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Landsvirkjun hefði um árabil haldið uppi mjög góðu sambandi við Hydro Aluminium, dótturfyrirtæki Norsk Hydro. Fyrirtækið væri að skoða ýmsa möguleika í heiminum og meðal annars möguleikana hér á landi. Hann vildi hins vegar ekkert spá fyrir um hvort eða hvenær ein- hver alvara færðist í þessar þreif- ingar. Síldarvinnslan hf. 251 millj. íhagnað HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað fyrstu sex mán- uði ársins nam 251 milljón kr. en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 77 millj. kr. Að teknu tilliti til söluhagnaðar af hlutabréfum og eignarskatta nam heildarhagnaður Síldar- vinnslunnar á fyrri hluta ársins 375 millj. kr. Rekstrartekjur félagsins á fyrri helmingi ársins námu 1.983 millj. kr. sem er 33% aukning frá sama tímabili í fyrra. Veltuaukning milli ára er um 50%. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að megin- skýringar á betri rekstraraf- komu liggi í því að afurðaverð á loðnuafurðum var óvenjuhátt á fyrri hluta ársins og afla- brögð góð. Ennfremur var gengisþróun hagstæð á tíma- bilinu. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði í jafnvægi á síðari hluta ársins. Sumarslátr- unhafin Hvammstanga. Morgunblaðið. SLÁTRUN er hafin í siáturhúsi Fer- skra afurða hf. á Hvammstanga, en í gær hófst slátrun dilka, sem slátur- húsið annast fyrir sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu og Hagkaup í Reykjavík. Verður kjötið komið til sölu í verslunum Hagkaups á fimmtudagsmorgun. Bændur og Hagkaup hafa gert með sér samning um sölu á ófrosnu dilkakjöti vikulega frá þessum tíma fram í desember. Greiðir Hagkaup bændum yfirverð fyrir kjötið utan hefðbundinnar sláturtíðar. Einnig losna bændur á þeim tíma undan verðskerðingargjaldi. Þessar verð- bætur koma á móti smærri dilkum í þessari sumarslátrun. Bændur sem leggja til dilka í þessa fyrstu slátrun hafa vigtað lömbin á fæti og sett sér lágmark með 27-30 kg lífþunga. Slík lömb eiga að vigta 11-13 kg í fallþunga. Margir bændur fylgjast af áhuga með þessum samningi og útfærslu hans og er ljóst að margir telja til- raunina varða miklu um framhaldið. ? ? ? VRbýðuríFjöl- skyldugarðinn STJÓRN Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur tekið Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal í Reykjavík á leigu á frídegi verslun- armanna næstkomandi mánudag. Pétur Maack, varaformaður VR, segir stjórn VR hafa ákveðið að taka upp gamla venju og halda upp á frídaginn í Reykjavík, en það hafi ekki verið gert svo áratugum skipti. Fyrst var haldið upp á frídag versl- unarmanna í Reykjavík árið 1894 og tóku þá flestir verslunarmenn bæjarins þátt í hátíðahöldunum. Allt fram til ársins 1920 var einhver dagskrá á þessum degi, en síðan lögðust slík hátíðahöld af þó að dag- urinn héldi áfram sínum sessi. Að sögn Péturs Maack er fyrst og fremst verið að höfða til barna- fólks sem ekki fer í ferðalag um verslunarmannahelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.