Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 9
 MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR ÚTSALA - ÚTSALA Blússur í miklu úrvali tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561-5077 29 flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu komnir til ísafjarðar ÁKVEÐIÐ var að yngsti flóttamaðurinn, Jelena sem er 10 mán- aða gömul, yrði fyrst til að stíga á ísfirska grund. Hér heilsar Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri henni og móður hennar, Dariju Kospenda. Á myndinni eru einnig þau Þorsteinn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar og Sigríður Hrönn Elíasdóttir frá Svæðis- skrifstofu Rauða krossins á ísafirði. FORMLEG móttökuathöfn fór fram í skíðaskálanum á Seija- landsdal á sunnudag. Hér færir Ruth Tryggvason fólkinu góð- gæti á diski. FULLTRÚAR þeirra sem gengu frá íbúðum flóttafólksins tóku á móti þeim við komuna til Pollgötu. Hér býður Bárður Grímsson Hrkalovic-fjölskylduna velkomna. ÚTSALA ÚTSALA Dragtir - buxnadragtir frá kr. 12.900 Stærðir 36 - 48 Uáumv« v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Simi 561 1680. Draumurinn orðinn að veruleika Nýtt útbob spariskírteina ísafiröi. Morgunblaðið. TUTTUGU og níu af þeim 32 flóttamönnum sem til stóð að kæmu til landsins á laugardag, komu til sinnar nýju heimabyggð- ar á ísafirði aðfaranótt sunnu- dags, eftir langa og stranga ferð frá Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Þriggja manna fjölskylda sem einnig hafði verið gert ráð fyrir að kæmi til landsins, mætti ekki á flugvöllinn í Belgrad við brottför og er ekki vitað um ástæður þess að svo fór. Að sögn Jóns Tynes, félagsmálastjóra Isafjarðarbæjar, sem fór til móts við flóttafólkið í Frankfurt í Þýskalandi, var það ánægt en þreytt við komuna til ísafjarðar, enda langt ferðalag að baki; „Ég tók á móti fólkinu í Frank- furt á laugardagsmorgun. Þar bið- um við í níu klukkustundir og fór- um síðan í tæplega klukkustundar flug til Berlínar. Eftir álíka langa dvol þar var haldið áleiðis til Kefla- víkur þar sem lent var eftir þriggja og hálfs tíma flug. Þar tók Páll Pétursson, félagsmálaráðherra á móti fólkinu og bauð það velkomið til landsins. Færði hann fólkinu blómvendi frá ríkisstjórn íslands en auk hans voru viðstaddir stutta athöfn í Leifsstöð, fulltrúar frá Rauða krossi íslands. Eftir um 40 mínútna dvöl í Leifsstöð var haidið áfram með flug- vél íslandsflugs til ísa- fjarðar og þar lentum við rétt fyrir kl, 2 aðfaranótt sunnudags,“ sagði Jón Tynes. Ný heimkynni Á ísafjarðarflugvelli tóku fulltrúar ísafjarðar- bæjar á móti fólkinu og eftir stutta móttöku var fólkinu ekið til sinna nýju heimkynna. „Fólkið var hrært við komuna í sínar nýju íbúð- ir. Það gerði sér varla grein fyrir að draumurinn var orðinn að veruleika. Þar voru fulltrúar þeirra sem sáu um að ganga frá íbúðunum og færðu þeir fólkinu blómvendi og sýndu þeim sín nýju heim- kynni. Eftir stutta stund gekk fóikið til hvílu enda mjög þreytt eftir erfiða ferð. Á sunnudag var síð- an móttökuathöfn í skíða- skálanum á Seljalandsdal og á mánudag fór fram sameiginlegur málsverður og síðan var farið með Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson YNGSTA flóttafólkið var mjög þreytt eftir langt og strangt ferðalag frá Belgrad. Hér hvílast tvö þeirra hjá móður sinni í flugvélinni sem flutti þau frá Keflavík til ísafjarðar. fólkið í verslanir og því kynnt verð- lag og hvað væri á boðstólum. Þá fer fram lögbundin læknisskoðun og þar með lýkur hinni reglulegu kynningu,“ sagði Jón. mibvikudaginn 31. júlí 1996 Verötryggð spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, Verðtryggð spariskírteini ríkissjóös Árgreibsluskírteini 1. fl. B 1995, Utgáfudagur: Lánstími: Gjalddagi: Grunnvísitala: Nafnvextir: Einingar bréfa: Skráning: 20 ár. 29. september 1995 20 ár 1. október 2015 173,5 0,00% 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráö á Veröbréfa- þingi íslands 10 ár. 1. febrúar 1995 10 ár 10. apríl 2005 3396 4,50% fastir 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráð á Veröbréfa- þingi íslands 10 ár. Útgáfudagur: 27. október 1995 Lánstími: 10 ár Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta sinn 2. maí 1997 Grunnvísitala 174,1 Nafnvextir: 0,00% Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Veröbréfa- þingi íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld með tilboös- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt aö bjóöa í þau aö því tilskyldu aö lágmarks- fjárhæö tilboösins sé ekki lægri en 10 milljónir króna aö nafnverði. Öörum aðilum en bönkum, spari- sjóöum, veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, aö gera tilboð í meöalverö samþykktra tilboöa, aö lágmarki 100.000 krónur. Öll tilboð í spariskírteini þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miövikudaginn 31. júlí. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 562 4070.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.