Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
EIGIMARHALD HÁLEIMDIS
Tillögur um þjóðareign hálendisins margsinnis fluttar á Alþingi á áttunda áratugnum
Bændur og
kratar tókust á
*
A Alþingi hefur veríð fluttur allnokkur
fjöldi þingsályktunartillagna og laga-
frumvarpa þar sem tekið er á spumingunni:
Hverjir eiga hálendið og óbyggðimar?
Pétur Gunnarsson kynnti sér umræður
á Alþingi um málið á áttunda áratugnum
og einnig sjónarmið um eignarhald á
auðlindum hálendisins.
MIKLAR umræður urðu á
Alþingi um þessi mál á
áttunda áratugnum í
kjölfar þess að þing-
menn Alþýðuflokksins fluttu þá á
nær hverju þingi tillögur, sem ekki
urðu útræddar, um að „alþjóðar-
eign“ yrði slegið á óbyggðir lands-
ins, vötn, ár, jarðhita og námur.
Fyrsta tillagan tók að vísu ein-
göngu til hálendis, óbyggða og
auðlinda í vötnum og jarðhita en
smám saman lögðu þingmenn Al-
þýðuflokksins meira undir og fóru
að leggja fram tillögur sem gerðu
í 'aðalatriðum ráð fyrir ríkiseign
landsins alls og náttúruauðlinda
þess. Andstæðingar málsins sögðu
krata vera að leggja fram umfangs-
mestu þjóðnýtingaráætlun sem
sögur færu af hér á landi.
Við umfjöllun hér á eftir verður
einungis staldrað við það sem fram
kemur í umræðum og greinargerð-
um varðandi eignarhald á hálendi
og óbyggðum.
Að svo miklu leyti sem umræður
snerust um það báru þær annars
vegar merki andstæðra sjónarmiða
þéttbýlisbúa og bænda - og svipaði
þannig að ýmsu leyti til þeirra
umræðna sem fram hafa farið um
hálendismál undanfarið — en hins
vegar er áberandi að auk flutnings-
mannanna voru það nær eingöngu
bændur í hópi dreifbýlisþingmanna
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka
sem blönduðu sér í umræðurnar,
mæltu gegn tillögunum og tóku því
fjarri að í hefðbundnum beitarnot-
um og veiðirétti á afrétti fælist
nokkuð annað en fullur og skilyrð-
islaus eignarréttur.
Bragi Sigutjónsson, þingmaður
Alþýðuflokks í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, lagði fram þings-
ályktunartillögu um þetta mál á
þingi árið 1970, árið eftir að Hæsti-
réttur hafði hafnað tilkalli Eyfirð-
inga og Skagfirðinga til Nýjabæj-
arafréttar. Tillagan gerði ráð fyrir
að ríkisstjómin léti sérfróða menn
Bragi
Siguijónsson
Benedikt
Gröndal
Sighvatur
Björgvinsson
semja frumvarp að lögum um eign-
aryfirráð og eignarréttindi yfir
óbyggðum landsins, stöðuvötnum í
byggð og óbyggðum, fallvötnum,
jarðhita og hvers konar námum og
vinnslu verðmæta úr jörðu. Fyrsta
mál sem nefndin skyldi athuga var
„hvort ekki sé rétt að lýsa allt há-
Iendi landsins og óbyggðir alþjóðar-
eign, að svo miklu leyti sem ský-
lausar eignarheimildir annarra að-
ila en ríkisins liggja ekki fyrir, og
hvernig kveða megi á, svo að
glöggt sé, um mörk þessarar ríkise-
ignar.“
Forðar árekstrum síðar
í greinargerð með tillögunni
sagði að með síauknum afnotum
og umferð. um hálendi landsins
verði æ nauðsynlegra að setja skýr
ákvæði um eignarheimild á því
sem og öðrum óbyggðum, sem þó
teljist ekki beinlínis til hálendis.
„Liggur þá beinast við að það sé
lögtekið í eitt skipti fyrir öll, að
slíkt land sé ríkiseign, ef önnur
eignarheimild liggur ekki skýlaust
fyrir. Getur slíkt forðað ýmiss
konar árekstrum síðar,“ segir í
greinargerðinni.
í máli framsögumannsins kom
fram að síðari ár hefði margt kom-
ið upp á sem geri að verkum að
menn fari að endurskoða viðhorf
sín um eignarrétt á landi og land-
grunni, m.a. vegna nýrrar tækni
til þess að nýta jarðhita, aukinnar
eftirsóknar eftir veiði í ám og vötn-
um, og virkjunar fallvatna. „I seinni
tíð hefur raforkunotkun farið ört
vaxandi hér á landi, og allir vita
að íslenska þjóðfélagið er hraðfara
að breytast... úr því sem áður var
bændaþjóðfélag yfir í það sem við
köllum núna þéttbýlisneytenda-
þjóðfélag. Þá vaknar upp þessi
spurning: Hvaða rétt skal þéttbýlis-
búinn hafa á móti strjálbýlisbúan-
um varðandi þennan afnotarétt,
virkjun fallvatnanna?[.. . ] Hvern-
ig má það ske, að regnið sem fellur
yfir landið og dregst síðan saman
í ár og læki víða af jörðum, skuli
svo allt í einu verða eign þessa eða
hins landeiganda þegar vatnið fell-
ur þar um?“ sagði Bragi Siguijóns-
son í framsöguræðu sinni. Aðrir
þingmenn kvöddu sér ekki hljóðs
um tiliöguna að þessu sinni. Henni
var vísað til meðferðar hjá allsher-
jarnefnd en nefndin afgreiddi málið
ekki og kom það ekki framar á
dagskrá þessa kosningaþings.
Þingmenn Alþýðuflokksins
endurfluttu allir tillöguna um að
lýsa hálendi landsins og óbyggðir
alþjóðareign strax að hausti og í
nóvember 1971 var hún tekin fyrir.
Bylting á eignarrétti
Ágúst Þorvaldsson, bóndi og
þingmaður Framsóknarflokksins á
Suðurlandi sagðist ekki hafa séð
boðaða „hér á hinu háa Alþingi
síðan ég kom hér þvílíka byltingu
á sviði eignarréttarins.“
„Ef gengið væri inn á það sem
hér er farið fram á í sambandi við
hálendið og í sambandi við veiði-
rétt í vötnum í byggð og óbyggðum
þá er ekki víst hvar staðar yrði
numið.“ Ágúst kvaðst aldrei hafa
orðið var við að „það væri nokkurs
staðar nokkurt ferðafrelsi tak-
markað á afréttum eða hálendi
landsins. Ég veit ekki betur en víða
um óbyggðir landsins séu nú ýmis
félög búin að byggja sér sína skála,
þar sem þau hafa bækistöð. Það
var byggður skóli uppi í Kerlingar-
fjöllum og virkjað vatnsfall fyrir
hann og mér er ekki kunnugt um
neina árekstra við viðkomandi
sveitarfélag."
Ágúst sagði að víða ættu ýmsar
jarðir óvéfengjanlega lönd allt inn
í jökla, t.d. Úthlíð í Biskipstungum
sem ætti land alla leið inn í Lang-
jökul. Á nærliggjandi svæðum ættu
vissar jarðir geilar í gegnum afrétt-
inn en aðrir partar hans væru svo
í eigu sveitarfélagsins þar sem jarð-
irnar í sveitarfélaginu væru taldar
eiga hver sinn hlut í til nytja. Mik-
ið af afréttum á Suðurlandi væri
þannig eign jarðanna sjálfra. Aðrir
afréttir væru eign sveitarfélaga.
Ágúst taldi að til væru skýlausar
heimildir um að jarðir og sveitarfé-
lög í Borgarfirði ættu afrétti og
Fyrirvari við EES-samning um eignarhald á orkulindum útrunninn
HVER Á HVERINA?
NÁTENGD umræðunni um það hver eigi
hálendið er spurningin um eignarhald að
auðlindum landsins; vatnsorku, háhita í jörðu
og verðmætum jarðefnum. Tekist hefur ver-
ið á um eignarhald á auðlindunum á Alþingi
af og til alla öldina og íjölmörg frumvörp
hafa litið dagsins ljós, oft fleira en eitt á
sama þingi. Þegar íslendingar gerðust aðilar
að Evrópska efnahagssvæðinu var gerður
fyrirvari þar sem stjórnvöld áskildu sér rétt
til að setja í lög ákvæði um eignarhald ís-
lensku þjóðarinnar á námum og orkulindum.
Sá fyrirvari rann úr gildi um síðustu áramót
án þess að lög sem tækju á málinu hefðu
verið sett.
íslensk lög miðast nú við að landeigendur
hafi yfirráðarétt yfir jarðhita sem finnst í
landi þeirra og einnig, með ákveðnum tak-
mörkunum, verðmætum jarðefnum sem þar
kunna að finnast. Hvað varðar rétt til orku
fallvatna má landeigandi nýta hana upp að
200 kW en við stærri virkjanir er áskilið
leyfi stjórnvalda og alþingis.
Það hefur verið pólitískt deilumál af og
til alla öldina hvort þessi réttindi eigi al-
mennt að fylgja landareign eða vera í al-
menningseigu. Deilurnar hafa m.a. snúist
um inntak þeirrar verndar sem stjórnarskrá-
in veitir eignarréttinum. Það sem kalla má
landeigendastefnu hefur orðið ofan á.
Um auðlindir sjávar og fiskimiðin gegnir
sennilega öðru máli því að fiskimiðin eru
lýst sameign þjóðarinnar í lögum um stjórn
fiskveiða og árið 1990 samþykkti Alþingi
frumvarp sem Hjörleifur Guttormsson flutti,
þar sem hafsbotninn við Island og auðæfi
hans voru lýst sameign þjóðarinnar.
Af óvissunni um það hver eigi hálendi
íslands og hvernig haga skuli afmörkun
eignarlanda og afrétta eða almenninga (þjóð-
lendna) leiðir hins vegar að það er vafa undir-
orpið hver eigi þau verðmæti sem kunna að
finnast í jörðu á því landi sem enginn hefur
getað sannað eignarrétt sinn að, miðhálendi
Islands.
Eins og fram kom í blaðinu á sunnudag
viðurkennir Hæstiréttur ekki að ríkið geti
slegið eign sinni á landið, nema með sér-
stakri lagaheimild. Geti hins vegar stóijarðir
á borð við Reykjahlíð í Mývatnssveit sannað
eignarrétt sinn að 8.000 ferkílómetrum lands
inn að Vatnajökli, teljast þær jafnframt eig-
endur jarðhita á þeim háhitasvæðum sem
þar er að finna.
Akvæði í málefnasamningi
ríkisstjórnar 1991
í málefnasamningi ríkisstjórnar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks var ákvæði
um að leggja skyldi fram á 115. löggjafar-
þingi frumvarp til laga um eignarhald á
orkulindum á afréttum og almenningum þar
sem skilgreint verði hvaða réttur til náttúru-
auðæfa landsins skuli fylgja bújörðum og
öðrum landareignum og hvað skuli teljast
almannaeign. I stjórnarsáttmálanum var
jafnframt vísað til þess að í framhaldi af
starfi nefndar sem hafi það hlutverk að
skýra og skilgreina mörk eignarlands og
almenninga verði einnig sett lög um það
efni.
Eins og ítarlega kom fram í blaðinu á
sunnudag skilaði sú nefnd frumvarpsdrögum
1993, en var falið að skila fullbúnu frum-
varpi sem verður tilbúið í haust.
Gegnum tíðina hafa fjölmörg þingmanna-
frumvörp hins vegar litið dagsins ljós, sem
ætlað hefur verið að takmarka eignarrétt
landeigenda að náttúruauðæfum.
Almenn takmörkun
Þau hafa ekki beinst gegn námuréttindum
enda hefur námuvinnsla ekki verið arðbær
hérlendis. Um takmörkun á jarðhitaréttind-
um landeigenda hefur hins vegar lengi verið
rætt. Bjarni Benediktsson flutti árið 1945
frumvarp til laga, að tilhlutan bæjarráðs
Reykjavíkur, frumvarp til laga þar sem gert
var ráð fyrir að leyfí ráðherra þyrfti til jarð-
borana dýpra en 10 metra.
„Hér er aðeins um almenna takmörkun á
eignarréttinum að ræða, sem löggjafarvald-
inu er heimilt að setja, þrátt fyrir ákvæði
stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar-
ins,“ sagði í greinargerð frumvarpsins. 1956
kom málið að nýju til meðferðar og þar var
ráð fyrir því gert að eignarhaldið næði niður
á 100 metra dýpi en ríkið skyldi eiga rétt
til nýtingar að öðru leyti.
Með þeirri tillögu var m.a. prentuð ritgerð
eftir Ólaf Jóhannesson, prófessor í lögum
og síðar forsætisráðherra, þar sem hann
gerir ítarlega úttekt á því hvernig reglum
um eignarhald jarðhita sé háttað í ýmsum
löndum. Ritgerð þessi er prentuð í Alþingis-
tíðindum 1956, hefti 4A.
Niðurstaða Ólafs er að hagsmunum
þjóðarheildar sé best borgið með því að
umráðaréttur orkulindanna sé í höndum þess
opinbera og hvetur hann einnig til endurskoð-
unar námalaga til samræmis við það sjónar-
mið og segir, „að sennilega mundi önnur
stefna þar upp tekin, ef menn ættu von veru-
legra málmfunda eða annarra dýrmætra
jarðefna hér á landi. Því verður ekki neitað,
að það er sanngjörn regla og í samræmi við
eðli máls, að sérstök náttúruauðæfi, sem
enginn sérstakur hefur átt þátt í að skapa,
séu sameign þjóðarinnar allrar.“
Fyrrgreind frumvörp urðu hins vegar ekki
útrædd, og við endurskoðun orkulaganna
árið 1966 var felld breytingartillaga um að
jarðhitinn í jörðu niðri yrði lýstur eign þjóðar-
innar og hagnýtingu hans skyldi ákveða með
lögum.
Siðastliðin tuttugu ár hafa nær árlega
verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að
takmarka eignar- og hagnýtingarrétt land-
eigenda að jarðhita, jarðefnum og orku fall-
vatnanna. Þessi frumvörp hafa flest eða öll
verið komin frá þingmönnum Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags. Tveir fyrrverandi
iðnaðarráðherrar, Hjörleifur Guttormsson og
Sighvatur Björgvinsson, hafa átt þátt í báð-
um frumvörpunum og báðir hreyfðu því í
ráðherratíð sinni án þess að koma í gegn
frumvörpum.
í þeim frumvörpum sem blaðamaður hefur
lesið hefur ríkið ýmist verið lýstur eiganadi
þessara gæða hvar í landi sem þau finnast
eða eingöngu utan þeirra svæða sem háð
eru einkaeignarrétti, þ.e.a.s. á afréttum og
almenningum (þjóðlendum). Kveðið hefur
verið á um í frumvörpunum að ekki skuli
skerða þann rétt sem þegar sé viðurkennt
að menn eigi.