Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EIGIVIARHALD HÁLEIMDIS á að dæma í slíkum málum og eiga einstaklingar, sveitarfélög og samtök sveitarfélaga, þ.e. upp- rekstrarfélögin, að lúta því sem einhveijir tilteknir aðilar telja vera réttlætiskennd sína í sambandi við eignarráð á landinu?" Helgi Seljan, þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sagði fráleitt að engin takmörk væru sett fyrir eignarrétti bænda, sem teldu sig eiga Iand allt upp undir jökla. „Hér er allt of langt gengið og bændum einum í óhag að halda sig fast við svona fráleita hluti sem aðeins eru til þess fallnir að vekja andúð á öðrum sjónar- miðum þeirra sem eru eðlileg og sanngjörn og ég styð.“ Fyrsti þéttbýlis- þingmaðurinn Nú varð Pétur Sigurðsson þing- maður sjálfstæðismanna í Reykja- vík fyrstur þingmanna þéttbýlis- kjördæmanna að flutningsmönnum frátöldum til að blanda sér í þessar umræður. Pétur gerði að umræðu- efni tilvísun flutningsmanns til greinargerðar sem fylgdi tillögu sem Pétur hafði flutt ásamt Matthí- asi Bjarnasyni um að norðursvæði Vestfjarða og Stranda yrði friðað. „Við vildum vernda þetta land og við vildum gera það að alþjóðar- eign. En sannleikurinn er sá að þessu hefur verið náð í dag. Það er búið að friðlýsa þetta svæði... og það tel ég vera mál málanna," sagði Pétur. Hann sagð- ist vera einn þeirra sem hefðu oft horft til tillögu Alþýðuflokksmanna og teldu að það sem þar kæmi fram ætti mikinn rétt á sér. „En ég tel að sú tillaga sem hér er til umræðu ætti frekar að mót- ast efnislega af því að fá úr því skorið, hvar hinir gömlu almenn- ingar séu sem eru skilyrðislaust eign alþjóðar og til afnota fyrir alþjóð, þ.á m. okkur sem í þéttbýl- inu búum ... Það er búið að vera stríð um [almenningana] í sumum sýslum og sveitum landsins nú um fjöldamörg ár, og ég held að Al- þingi íslendinga ætti að fara að ganga í það að skera úr um hvað það er sem heitir almenningur í fornum lögum. Tilheyrir þetta að einhverju leyti okkur sem í þéttbýl- inu búum, eða er þetta eingöngu í þeirra eigu sem leiða fé sitt á af- rétti, sem við svo erum að reyna að myndast við af okkar skattfé að græða upp vegna þess að við viljum okkar landi vel og viljum þar með vel búskap okkar bænda?“ Jón Helgason, þingmaður Fram- sóknarflokksins og bóndi á Suður- landi sagði tillöguna miða að því að taka hlunnindi af þeim sem í sveitunum búa og talið sé óeðlilegt að þeir ýmist njóti einir eða krefji aðra um gjald fyrir afnot. „En mér finnst að það vanti þá að það komi fram á móti að þeir sem í þéttbýli búa og vilja fá afnot af þessum hlunnindum, njóta einnig ýmiss konar annarra hlunninda og að- stöðumunar umfram þá sem í sttjálbýlinu búa og ég hef ekki heyrt minnst á það hér að þeir bjóð- ist til þess að jafna þennan aðstöðu- mun. Mér finnst að þeir þyrftu því að gera það fyrst,“ sagði Jón Helgason. Hefðbundin not haldist Ekki hlaut tillaga krata af- greiðslu á þingi vorið 1975. 1976 létu tveir þingmenn Al- þýðuflokksins enn þetta mál til sín taka. Bragi Siguijónsson og Jón Ármann Héðinsson lögðu fram frumvarp til laga um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæð- um. Sveitar- og upprekstrarfélög skyldu halda hefðbundnum afrétt- amotum sínum án endurgjalds, enda sinni þau hefðbundnum skyld- um við afréttina og hlíti reglum um ítölu, gróður og náttúruvernd. í greinargerð sagði að ætlunin sé að taka af tvímæli um að sveit- arfélög og upprekstrarfélög hafi einungis notarétt af afréttum til beitar búað raska notum né skyld- um sveitar- og upprekstrarfélaga varðandi afréttarlönd." Hér hefur verið tæpt á umræðum um tillögur krata en fleiri þingmál hafa tæpt á þessu máli og öðrum skyldum. í umræðum 1976 kemur fram hjá Ragnari Arnalds að hann telji tillögur krata engu breyta þar sem landeigendur muni telja eignir sínar njóta verndar 67. greinar stjórnarskrárinnar. Einfaldast væri að taka á þessu máli með stjórnar- skrárbreytingu. „Við alþýðubanda- lagsm'enn höfum flutt tillögu um svipað efni ... sem væntanlega kemur til umræðu hér ... innan tíðar. Að meginstofni til er hér um svipaða tillögugerð að ræða og svipað frumvarp og ég flutti ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubanda- lagsins um miðjan seinasta ára- tug.“ Hjörleifur Guttormsson Sighvatur Björgvinsson Kristín Halldórsdóttir Svanfríður Jónasdóttir Morgunblaðið leitaði viðhorfa fulltrúa stjómmálaflokkanna til spumingarinnar um eignarhald á hálendinu og afstöðu þeirra til hugmynda í frumvarpi til laga um afmörkun eignarlanda og þjóð- lendna. Hér birtast sjónarmið fulltrúa Kvennalista, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóðvaka, en ekki tókst í gær að ná tali af talsmönnum annarra þingflokka í þessum málaflokki. Hjörleifur Guttormsson Greina milli afnota og eignar- réttar „ÉG ER þeirrar skoðunar að það beri að ganga eins langt og mögu- legt er til þess að tryggja almanna- rétt í óbyggðum og greina á milli hefðbundins afnotaréttar og al- menns eignarréttar,“ sagði Hjör- leifur Guttormsson, þegar hann var beðinn að lýsa viðhorfum sínum og Alþýðubandalagsins til spurningar- innar um eignarhald á hálendi landsins. Hjörleifur kvaðst þá fyrst og fremst með það í huga að tryggja þjóðinni allri aðgang að þessum svæðum og einnig að arð- urinn af þeim auðlindum sem ás- ættanlegt væri að nýta á þessum svæðum rynni til þjóðarinnar allrar. 25% afsláttur af öllum plöntum fram að verslunarmannahelgi. Lokað verslunarmannahelgina. Gefðu þér tíma og gerðu góð kaup. í Fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítalo) Opið kl. 8 - 18, helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 Línan er viðmiðunarlína til að ' * ' afmarka skipulagssvæði miðhá- lendis. Sú lína hefur verið ákveðin í aðalatriðum og felst í henni skilgreining á mörkum heimalanda og afrétta. Þessa markalinu hafa fulltrúar heimamanna og skipulags- nefndar miðhálendisins komið sér saman um með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Það skal hinsvegar sérstaklega áréttað að þessari línu er einungis ætlað að afmarka skipuiagssvæði hálendisins. Hún segir ekkert um spurninguna hverjir eigi hálendið. „Þetta er vissulega nálgun, sem gæti leitt til niðurstöðu,“ sagði Hjörleifur aðspurður um álit á frumvarpi nefndarinnar um eigna- mörk hálendisins, þar sem gert er ráð fyrir að þjóðlendur verði lýstar ríkiseign. Hjörleifur hefur flutt fjöl- margar tillögur og frumvörp á Al- þingi um eignarhald á auðlindum landsins og hálendi. Á síðasta Al- þingi flutti hann tvö frumvörp um eignarhald á jarðhita og orku fall- vatna í félagi við aðra þingmenn Alþýðubandalags. Hann sagði að sú leið frumvarps- i_ns væri þó tafsöm að fela Óbyggðanefnd að skera úr um eignarhald á landi og fjalla um kröfur þeirra sem telji sig rétthafa og geti jafnvel skotið málum fyrir dómstóla. Þarf að svara kalli Hæstaréttar „Það þarf auðvitað að gerast hið fyrsta að Alþingi svari kalli Hæsta- réttar og móti sinn vilja til málsins. Ég teldi það mjög jákvætt ef stjórn- arfrumvarp kemur fram um málið á komandi hausti en það er eftir að sjá hvort samstaða verður um málið í ríkisstjórn,“ sagði Hjörleifur. „Um þetta höfum við Alþýðu- bandalagsmenn flutt frumvörp ítrekað og við höfum m.a. lagt til að styrkja stjórnarskrárákvæði til að lýsa almenna náttúruauðlindir þjóðareign og þá ekki síst á hálend- issvæðum. Hann sagði að auk frumvarpa til laga hefðu fulltrúar Alþýðubandalagsins í stjórnar- skrárnefnd lagt til að þetta yrði tryggt með stjórnarskrárákvæði en það hefði ekki náð fram að ganga. Almennt hefðu tillögur Alþýðu- bandalagsmanna og meðferð þeirra strandað á meirihluta Alþingis vegna tilvísunar til væntanlegra frumvarpa sem síðan hafi ekki litið dagsins ljós. „Svo að hér er ekki á vísan að róa þótt þessi nefnd skili af sér fullbúnu frumvarpi í haust.“ Hjörleifur sagði einnig einkenni- legt að gera ráð fyrir að forsætis- ráðherra annaðist málefni þjóð- lendna, hann teldi nær að fela það umhverfisráðuneytinu þessi mál. Sjálfsagt vörðuðu þau þó einnig félagsmálaráðuneyti og fjármála- ráðuneyti. Þá kvaðst hann telja að lög um eignarhald þjóðarinnar á hafsbotn- inum, sem samþykkt voru á grund- velli þingmannafrumvarps sem Hjörleifur flutti, gætu orðið ákveð- ið fordæmi fyrir því hvernig taka mætti á spurningum um eignarhald hálendis og auðlinda. Sighvatur Björgvinsson Hreyft málinu á hverju þingi SIGHVATUR Björgvinsson, þing- maður Alþýðuflokksins, segir að Alþýðuflokksmenn hafi á einn eða annan hátt hreyft spurningunni um eignarhald hálendisins og auðlinda þess, á hverju einasta þingi undan- farinn aldarfjórðung og lagt þunga áherslu á málið í stjórnarmyndunar- viðræðum. Alþýðuflokkurinn hafí komið ákvæði um þjóðareign á landi og landgæðum í stjómarsáttmála ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar en niðurstaða hafí þá ekki fengist í málið vegna deilna við Sjálfstæðis- flokkinn um það hvort verið væri að gera einkaeignir upptækar. Hann segist telja ljóst að Alþýðu- flokkurinn muni styðja á Alþingi frumvarp á borð við það sem nefnd um eignarhald að almenningum og afréttum hefur skilað drögum að eins og sagt var frá í Morgunblað-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.