Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 15 EIGNARHALD HALENDIS inu á sunnudag. „Það er ljóst að það mun ekki stranda á okkur. Þessi nefnd er að vinna með sömu hugmyndir og við höfum verið með um að það eigi ekki að taka neitt af neinum heldur setja í lög að þau gæði sem enginn getur sannað að hann eigi falli til sem þjóðareign. Hæstiréttur hefur einnig kallað eftir lögum af þessu tagi.“ Hann sagði ljóst að við útfærslu nefndarinnar hefði, líkt og við til- lögugerð Alþýðuflokksins, augljós- lega verið tekið mið af þeirri leið sem farin hefði verið í Noregi. Sighvatur lagði á síðasta þingi fram frumvörp um vikjanarétt og námuréttindi lsem eru að hans sögn byggð á frumvörpum sem samin voru í tíð hans sem iðnaðarráð- herra. Samkvæmt þeim fengi ís- lenska ríkið umráða- og hagnýting- arrétt yfír orku vatnsfalla, utan afmarkaðra landa sem háð séu einkaeignarrétti, og því er slegið föstu að ríkið hafi þennan rétt á almenningum og afréttum. Þá séu verðmætir málmar, olía og jarðgas, eign ríkisins. Landeigendur megi nýta jarðhita á lághitasvæðum en orka háhitasvæða tilheyri ríkinu. Eignarnáms- og bótaákvæði eru í frumvarpinu. EES fyrirvarinn runninn út Svanfríður Jónasdóttir Þarf að takaaf skarið SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Þjóðvaka, segir það sína skoðun að mestu skipti að tekið sé af skarið um það hveijir hafi með hálendið að gera. „Ég held að það sé mjög áríðandi að það sé gert ljóst hverjir eru eigendur hálendis- ins.“ Svanfríður kvaðst þeirrar skoð- unar að líta eigi á hálendið sem þjóðareign og teldi mikilvæga hagsmuni í húfi að tekinn væri af vafi í því efni. Aðspurð um efni þeirra frum- varpsdraga sem nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur lagt fram og sagt var frá í Morgunblaðinu á sunnudag, sagði Svanfríður að að lítt athuguðu máli litist sér til- tölulega vel á efni frumvarpsdrag- anna. KYNNING í STJÖRNUAPOTEKI í dag, þriöjudag 25/7 kl. 13-18 % % VICHY LABORATOIRES —2. * HEILSULIND HUÐARINNAR -\ EVmRUDE UTANBORÐSMÓTORAR PÓR HF REYKJAVlK ■ AKUREVRI Reykjavík: Ármúla 11, s: 568-1500 Akureyri: Lónsbakka, s: 461-1070 Sighvatur sagði að margt kallaði á að tekið yrði á þessu máli, ekki aðeins íslenskar aðstæður heldur nýtt alþjóðlegt orkuumhverfi sem heimili útlendingum ijárfestingu í íslenskum orkulindum. Fyrirvari sá sem íslendingar gerðu vegna EES- samningsins rann út um síðustu áramót án þess að tekið hefði verið á málinu. Samkvæmt þeim fyrirvara tóku íslendingar sér frest til að setja lög um að þjóðin teldist eigandi djúp- hita íjörðu og fallvatnarétt umfram ! þau 200 kw sem landeigendur hefðu leyfi til að virkja í eigin þágu. „Núna frá áramótum gildir því sú regla á Evrópska efnahagssvæðinu að öll- um er fijálst að fjárfesta í íslenskum orkulindum," sagði Sighvatur. „Reykjahlíð í Mývatnssveit telur sig t.d. eiga land inn í Vatnajökul og væntanlega einnig virkjanarétt- inn á því landi og getur því væntan- lega nú selt hann hveijum sem vill kaupa," sagði Sighvatur. Kristín Halldórsdóttir Sameign þjóðar- innar „ÞAÐ er mjög viðtekin skoðun inn- an Kvennalistans að hálendið eigi að vera sameign allrar íslensku þjóðarinnar," sagði Kristín Hall- dórsdóttir, alþingismaður Kvenna- lista. „Að mínum dómi og margra annarra á þetta að vera sameign þjóðarinnar og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu um það.“ „Við getum sótt okkur fyrir- myndir til annarra þjóða, t.d. Bandaríkjamanna, sem hafa staðið sig býsna vel í verndun þess sem þeir kalla „wilderness“, samkvæmt ákveðinni skilgreiningu, en ég hef leyft mér að þýða ósnortin víð- erni,“ sagði Kristín, en hún hefur á Alþingi lagt til að skipuð verði nefnd til að kortleggja slík svæði hér alandi og skilgreina þau.“ I máli Kristínar kom fram að á ráðstefnu sem Ferðamálaráð hélt um málefni hálendisins hefði veirð samþykkt að lýsa miðhálendið þjóð- garð. „Þetta er slík auðlind að mér finnst eðlilegt að hún telist sameign þjóðarinnar, rétt eins og hafið í kringum landið. Það breytir ekki því að aðliggjandi sveitarfélög geta átt nytjarétt á hálendinu eins og hefðir og venjur segja til um,“ sagði Kristín. Hún sagði að í þessu efni gegndi sama máli um hafið. ACCENT 5 dyra, 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið. Gerðu kröfur Hyundai uppfyllir þær! <§> Aksturseiginleikar Rekstrarkostnaður % Öryggisbúnaður Þótt gerðar séu mismunandi kröfur til bíla eru líklega allir á sama máli um að nokkur atriði vegi þyngst. 0 Útlit Búnaður Endursöluverð SONATA 2000 sm3,140 hestöfl. Hyundai stenst vel samanburð við aðra bíla hvað varðar öll þessi atriði og þá er bara eitt eftir, verðið sem er aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð oq nu býðót Hyunðaí d itdrfcekkuðu verðí Leitið upplýsinga hjá sölumönnum og umboðsmönnum um allt land HYunoni til framtíðar ÁRMÚLA 13, SfMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 ELANTRA1800 sm3,128 hestötl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.