Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 17

Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 17 Netsjón- varp frá Mitsubishi á markað Tókýó. Reuter. MITSUBISHI í Japan hyggst setja á markað í haust nýja kynslóð litsjón- varpstækja, sem einnig verður hægt að nota til að ferðast um internetið, alnetið. Netsjónvarpið verður hið fyrsta sinnar tegundar, sem japanskt raf- eindafyrirtæki framleiðir. Yfírleitt er tölvur notaðar til að ná sambandi við alnetið. Auk þess að horfa á sjónvarpið geta notendur fengið aðgang að al- netinu og sent eða fengið tölvupóst á tækinu með hjálp 32 bita gjörva, innbyggðs vefskoðara og mótalds. Þegar ferðazt er um alnetið eru skipanir gefnar með sjónvarpssjálf- stýringu í stað músar. Nýja tækið kallast 28W-MM1 og á að kosta 270.000 jen, eða 2.500 dollara, þegar sala á því hefst í októ- ber. Að sögn Mitsubishi hyggst fyrir- tækið framleiða 2.000 tæki á mán- uði, eingöngu á innanlandsmarkað. Mitsubishi ætlar ekki að selja tæki sem þessi til útlanda í bráð vegna óvissu um smekk eriendra viðskipta- vina. Japönsk fyrirtæki reyna oft ný tæki á heimamarkaði áður en þau kynna þau í öðrum löndum. ------» » ♦ RættviðJap- ana um tölvukubba Vancouver. Reuter. JAPANAR og Bandaríkjamenn segja að vel hafi miðað áfram í lokatilraun þeirra til eða leysa erfíða viðskipta- deilu um tölvukubba. Samningamenn þjóðanna hafa ræðzt við í Vancouver fyrir fund Shunpei Tsukahara viðskiptaráð- herra og Charlene Barshefsky við- skiptafulltrúa. Frestur til að ná sam- komulagi um kubbana og í annarri deilu um tryggingamál rennur út á miðvikudag. „Byijunin lofar góðu,“ sagði Yos- hihiro Sakamoto, varautanríkisvið- skiptaráðherra Japans eftir fund um hálfleiðara við bandaríska samninga- manninn Ira Shapiro. Ryutaro Hashimoto forsætisráð- herra og Bill Clinton forseti ákváðu á fundi í Frakklandi í síðasta mán- uði að reynt akyldi að leysa ágrein- ingsmálin fyrir 31. júlí. Þann dag rennur út tvíhliða samn- ingur frá 1991 um aðgang að 44 milljarða dollara hálfleiðaramarkaði Japana. Ágreiningur er um hlutverk stjóm- valda í eftirliti með tölvukubbamark- aði Japana, sem er metinn á 44 millj- arða dollara á ári. Dakoda Phis Rúmgott tjald • Fjögurra manna • Límdir saumar • Aðeins 10,4 kg. 23.655 FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670, Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100. Hlutabréf í öryggis- fyrirtækjum hækka New York. Reuter. VERÐ hlutabréfa í tæknifyrirtæk- inu Barringer Technologi hækkaði um rúmlega 55% á mánudag vegna frétta um að bandaríska flugmálastjórnin, FAA, hefði sam- þykkt notkun sprengjuleitartækis fyrirtækisins, IONSCAN, á flug- völlum. Hlutabréf í öðrum skyldum fyrirtækjum hækkuðu einnig í Wall Street. Sérfraéðingur Fa- hnestock & Co. sagði að meðal almennings væri hafin óeðlileg ásókn í sprengjuvarnatæki. Verð hlutabréfa í þessum geira hafa snarhækkað síðan sprenging- in varð í TWA vélinni við Long Island og stjórnvöld sögðu frá þeirri ætlun sinni að kanna nýjar ráðstafanir til að leita á farþegum og í farangri. Hlutabréf í Barringer hækkuðu um 4,625 dollara í 12.75. Fyrirtæk- ið, sem hefur bækistöðvar í New Providence, New Jersey, sagði að samkvæmt samþykki FAA væri Barringer leyft að samlaga leitar- tækið öryggisbúnaði flugvalla. NotaðíTWA- rannsókninni Alríkislögreglan FBI notar IONSCAN í tilraunum sínum til að skýra orsakir TWA-slyssins að sögn Barringers. Ónnur öryggisbréf hækkuðu einnig í verði. Hlutabréf í Magal Security Systems hækkuðu um 3 dollara í 14,125 og bréf í InVision Technology Inc. hækkuðu um 5,50 dollara í 31 dollar. Hlutabréf í Thermedics Inc. lækkuðu um 50 sent í 28,25 dollara. I GALTALÆ KJARSKOGI VERSLUNARMANNAHELGIN 2. - 5. AGUST1996 ^rReggae on lce Pm ^Dj TB 303 ! ^Upplyfting /rBítlastemning ^Geirmundarsveifl^^/ v^Magnus Scheving^Ma Halli og Laddi Ómar Ragnarsson vVHaukur Heiðar -VMargrét Kristjánsdóttir fl ^Séra Pálmi Matthíasso^^ Söngvarakeppni BG Ökuleikni BF0 / 7/Lúðrasveit vVDanssýning undir stjórn Auðar Haralds J Gunnar Þorláksson 'ijBl Brúðubíllinn ^Tívolí \ Körfuboltakeppni l Kántrýdanssýning barna \ ^Varðeldur \ Flugeldasýning \ Valur Óskarsson \ Gönguferðir \ ^rHjólreiðakeppni BFÖ Ævintýraland Galtalækjarþol og fimi - keppni13 -16 ára vVHestaleiga l Og margt fleira Sætaferðir frá BSÍ og SBK ifótusnúðagengið sem hefur mj inið með Depeche Mode og var Ig við plötu með FrankieVpM - Stuðhljómsveit fyrir allo aldurshópa! Bítlastemning, Geirmundarsveifla, Traustur vinur.... Séra Pálmi Margfaldir Íslondsmeistaror í latin-dönsum Umdæmisstúkan nr.1 á Suðurlandi | - Unglingahljómsveit sumarsins. j Hvers vegna varstu ekki kyrr?, Kyrrlótt kvöld, Lóan ei komin, Redemption Song, Keggae Nights.... MW—.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.