Morgunblaðið - 30.07.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson
NÓTINNI raðað í nótakassann á Jóni Sigurðssyni.
Loðnuaflinn í júlí
um 250.000 tonn
Verksmiðjurnar allar keyrðar á full-
um afköstum í sumar
ÍSLENZKU loðnuverksmiðjunar
hafa tekið á móti meiru en 250.000
tonnum af loðnu í júlímánuði og
hefur aldrei verið tekið á móti svo
mikilli loðnu í þessum mánuði fyrr.
Þetta er algjör metmánuður hjá öll-
um verksmiðjum og skipunum líka,
þrátt fyrir að þurft hafi að halda
aftur af veiðunum vegna þess hve
geymsluþol loðnunnar er lítið. Um
helgina var afli íslenzku skipanna
orðinn um 235.000 tonn og erlend
skip höfðu landað hér um 19.000
tonnum. Ljóst er að afli íslenzku
skipanna fer vel yfir 250.000 tonnin
með sama áframhaldi.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóri
SR-Mjöls segir að loðnan veiðist nú
um allan sjó. Skipin eru að veiðum
á þremur svæðum langt norður í
hafi. Á vestasta svæðinu er engin
áta í loðnunni og hún mun horaðri
en á eystri svæðunum. Loðan þéttir
sig af og til í átunni og þá nást stór
köst, en smærri, þegar loðnan er
ekki í átu. Það er því nokkur daga-
munur á veiðunum, en ekki meiri
en svo að ekkert uppihald hefur orð-
ið í vinnslunni frá því hún hófst í
byrjun mánaðarins.
Mestu landað í Siglufirði
Samkvæmt upplýsingum frá
Samtökum fískvinnslustöðva hefur
mestu af loðnu verið Iandað hjá
SR-Mjöli í Siglufirði. Miðað við stöð-
una um heigina, hafði þá verið land-
að um 33.500 tonnum þar. SR-Mjöl
á Seyðisfirði kemur næst með
27.000 tonn, Hraðfrystihús Eski-
fjarðar er með 23.600 tonn, SR-Mjöl
á Raufarhöfn með 21.000 tonn,
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði með
19.000, Vinnsiustöðin í Vestmanna-
eyjum með 18.000, Krossanes á
Akureyri 17.200, Síldarvinnslan í
Neskaupstað með 16.500, og Hrað-
frystistöð Þórshafnar með 15.000
tónn. Aðrar verksmiðjur eru með
minna. SR-Mjöl rekur fjórar verk-
smiðjur og hafa þær samtals tekið
á móti um 90.000 tonnum í þessum
eina mánuði.
Norðmenn með 70.000 tonn
Norðmenn hafa nú tekið um
70.000 tonn af loðnu samtals, en
ekki liggur fyllilega fyrir hve mikið
önnur skip hafa tekið. Skip frá
Færeyjum, Grænlandi og Danmörku
hafa einnig stundað loðnuveiðarnar
nú. Líklega má áætlað að heildar-
afli erlendra skipa sé um 100.000
tonn. Upphafskvóti íslenzkra skipa
var 737.000 tonn og því eru nú um
500.000 tonn eftir.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
NORSKA nótaskipið Havdrön með nótina á síðunni á miðunum.
Rétt á eftir kom norskt varðskip að skipinu, sem hafði byrjað
veiðar fyrr en reglur Norðmanna leyfðu.
Mikil flóð og monsún-
rigningar í S A-Asíu
SUÐUR-kóreskir hermenn hjálpa fólki við að yfirgefa heimili sitt
í Kyonggi-héraði. Um 90 manns hafa farist í flóðunum þar í landi
en í Kína hafa meira en 1.600 manns látið lífið af þeirra völdum
á árinu.
Geta aukið enn á
hungursneyðina í
N-Kóreu
Tókýó, Seoul, Jianli. Reuter.
MIKIL flóð eru í báðum kóresku ríkj-
unum og í Kína er óttast, að ástand-
ið eigi eftir að versna mjög með
monsúnrigningunum. í Bangladesh
hafa um 500.000 manns misst heim-
ili sín vegna flóða og talið er, að þau
hafi haft meiri eða minni áhrif á líf
30 milljóna manna þar í landi eða
þriðjungs landsmanna.
Ottast er, að um 90 manns hafi
látið lífið í Suður-Kóreu vegna flóð-
anna og skriðufalla af völdum mik-
illa rigninga. Fórust 49 hermenn
þegar skriða sópaði burt skála þeirra
sl. laugardag og nokkurra tuga
manna er saknað. Eru þorp og bæir
víða umflotin vatni en í gær hafði
stytt upp og ekki var spáð meiri
úrkomu að sinni.
Meiri skaði?
Miklar rigningar ollu uppskeru-
bresti og hungursneyð í Norður-
Kóreu á síðasta ári og nú virðast
sömu hamfarirnar vera að endurtaka
sig. Ekki er vitað hvort ástandið er
jafn slæmt nú og í fyrra en einn
yfirmanna n-kóresku veðurstofunn-
ar sagði í sjónvarpi, að frá því á
miðvikudag hefði úrkoman verið 496
mm sums staðar í suðvesturhluta
landsins.
Landbúnaðarsérfræðingar í Suð-
ur-Kóreu telja, að rigningarnar og
flóðin nú hafi jafnvel valdið meiri
skaða á n-kóresku ræktarlandi en í
fyrra. Benda þeir á, að kornskurðar-
tíminn í N-Kóreu sé síðast í júlí og
fyrst í ágúst en úrfellið að undan-
förnu hafi vafalaust stórskemmt
akrana. Þá bætist það við, að í flóð-
unum í fyrra hafi eyðilagst margar
stíflur, sem ekki hefur verið gert
við, og mjög víða er áveitukerfið
ennþá ónýtt.
Ottast monsúnrigningar
í Kína hefur Yangtze-fljótið flætt
yfir bakka sína og fært á kaf mikið
ræktarland en óttast er, að ástandið
versni mjög nái ekki að sjatna í því
áður en monsúnrigningar ganga í
garð. Hefur ekki verið meira vatn í
Yangtze frá árinu 1954. Um ein
milijón hermanna og sjálfboðaliða
berst við að hafa hemil á vatninu
en miklir hitar, um 38 gráður á cels-
íus, hafa gert það enn erfiðara en
ella.
Ástandið á flóðasvæðum í norð-
urhluta Bangladesh hefur heldur
skánað síðustu daga en versnað í
suðurhlutanum, í og við Dhaka, höf-
uðborg landsins.
Karl Gústaf
og Silvia
vöruð við
Hungurverkfalli 300 tyrkneskra
fanga lokið
Tólf hafa látist
Orðið við helstu kröfum fanganna
Stokkhólmi. Reuter.
BLAÐAMENN í Svíþjóð vöruðu
sænsku konungsfjölskylduna við í
gær og sögðu, að ef hún ætlaði að
taka úpp þann sið að tjá sig um
pólitísk deilumál, þá skyldi hún búa
sig undir erfiða tíma.
Sænsku konungshjónin hafa
ávallt gætt þess að standa utan við
dægurþrasið og ríginn í sænsku
samfélagi og eru vinsældir þeirra
meðal þjóðarinnar ekki síst þakkað-
ar því. Á þjóðhátíðardegi Svía, 6.
júní, brá Karl Gústaf þó út af venj-
unni þegar hann fór hörðum orðum
um kynþáttahatur í landinu og í
síðustu viku skammaði Silvia
drottning stjórnmálamenn fyrir að
taka ekki harðar á barnaklámi.
Það vantar ekki, að flestir séu
sammála konungshjónunum í þessu
efni en flestir eru líka á einu máli
um það, að þau eigi ekki að skipta
sér af viðkvæmum deilumálum.
Ritstjóri Aftonbladets sagði hættu
á því að fólk muni láta afstöðu sína
til einstakra málefna ráða afstöðu
sinni til konungdæmisins, ef kon-
ungshjónin leyfðu sér að viðra skoð-
anir sínar á þennan hátt. Onnur
sænsk blöð lýstu sömu skoðun.
Istanbúl, Ankara, Bonn. Reuter.
LÆKNAR í Tyrklandi hafa frá því
á sunnudag reynt að bjarga lífi
hættulega veikra fanga, sem létu af
hungurverkfalli í um 30 fangelsum
víðsvegar í Tyrklandi á laugardag.
Stjóm landsins varð þá við sumum
af þeim kröfum sem fangarnir höfðu
lagt fram um bættan aðbúnað í fang-
elsum.
Dómsmálaráðherra Tyrklands,
Sevket Kazan, sagði að stjórnin myndi
verða við kröfum fanganna, þar á
meðal, að um 100 fangar verði flutt-
ir á brott úr Eskisehir-fangelsinu, sem
er í vesturhluta landsins og alræmt.
Tólf fangar hafa Iátist af völdum
sjálfsveltisins, sem stóð í 69 daga.
Álls tóku um 300 vinstrisinnaðir
fangar, sem eru í haldi vegna skoð-
ana sinna, þátt í mótmælaaðgerð-
unum. Að sögn fulltrúa mannrétt-
indasamtaka hafa um 170 fangar
verið fluttir á sjúkrahús, og af þeim
eru 18 í lífshættu. Einum þeirra er
vart hugað líf.
Hávær mótmæli
Tyrknesk stjórnvöld voru beitt
miklum þrýstingi, bæði heima fyrir
og erlendis, og hvött til þess að binda
enda á hungurverkfallið. Þegar fyrsti
fanginn lést á sunnudag í síðustu viku
skoruðu Evrópuriki á stjórn Necmett-
ins Erbakans, sem tók við völdum í
landinu fyrir mánuði, að gera þær
ráðstafanir sem þyrfti, en að öðrum
kosti væri hætt við að samskipti
Tyrkja og Evrópuríkjanna yrðu eifið.
Hungurverkfallið er mesta klemma
sem stjóm Erbakans hefur lent í, og
eftir því sem það dróst á langinn urðu
mótmæli háværari meðal helstu leik-
ara landsins, tónlistarfólks og rithöf-
unda. Einnig heyrðust mótmæli frá
fátækrahverfum Istanbúl og Ankara,
en þaðan eru flestir fanganna uppr-
unnir og það er til íbúa þessara hverfa
sem Velferðarflokkur Erbakans sækir
mestan stuðning.
Hungurverkfallið hófst í maí síð-
astliðnum eftir að þáverandi dóms-
málaráðherra, Mehmet Agar, reyndi
að bijóta upp það sem hann nefndi
stjóm vinstrisinnaðra fanga á nokkr-
um fangelsum, með því að tvístra
þeim.
Mikill munur á bílverði
Brussel. Reuter.
MIKILL munur er á bílverði í Evr-
ópusambandsríkjunum og getur
skakkað allt að 20% frá einu ríkinu
til annars. Kemur þetta fram í nýrri
skýrslu frá framkvæmdastjórn ESB
en stefnt er að því, að verðið verði
eitt og hið sama hvar sem er á innra
markaði bandalagsins.
Samkvæmt skýrslunni eru bílar
ódýrastir í Portúgal, sem hefur nú
tekið forystuna hvað þetta varðar
af Italíu. Dýrastir eru þeir hins veg-
ar í Þýskalandi og Frakklandi þrátt
fyrir, að þessi tvö ríki séu mestu
bílaframleiðendur í Evrópu. Hefur
framleiðendum þar tekist að halda
*****
EVRÓPA*
uppi verðinu sökum þess, að Þjóð-
verjar og Frakkar eru vanir að taka
innlenda bíla fram yfir aðra.
Þetta á raunar einnig við um Ital-
íu og mörg dæmi eru um, að bílar
séu ódýrari annars staðar en í smíða-
landinu. Eitt grófasta dæmið var Fiat
Bravo, sem var 18% ódýrari á írlandi
en á Ítalíu, sem jafnframt var dýr-
asta landið fyrir þessa tegund.
í könnuninni var Danmörku, Finn-
landi og Grikklandi sleppt og með
þeim rökum, að þar væru bílar hafð-
ir óeðlilega ódýrir til að bæta fólki
upp mikla skattlagningu að öðru
leyti.
Samkvæmt ESB-reglum á fólk
að geta keypt bíl hvar sem er innan
bandalagsins og flutt hann tollfrjálst
til síns heima og nú stendur til að
fylgja því fastar eftir, að reglunum
sé hlítt. Gæti það ekki síst hitt fyrir
Norðurlöndin en algengt er, að þar
séu útlendingum meinuð bílakaup.