Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 30.07.1996, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JAKOB ÁRMANNSSON + Jakob Ármannsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1939. Hann lést á Landspítal- anum 20. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Ár- mann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hildur Sigríður Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988. Bróðir hans er Sva- var, aðstoðarfor- sfjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20. ágúst 1941. Jakob giftist 16. ágúst 1969 Signýju Thoroddsen, sálfræð- ingi, f. 13. ágúst 1940, og áttu þau fjögur börn. Þau eru: 1) Bergljót Njóla, f. 28. maí 1962, gift Halli Magnússyni, f. 8. apríl 1962. Þau skildu en eiga eina dóttur, Álfrúnu Elsu, f. 25. apríl 1990. 2) Ármann, f. 18. júlí 1970. 3) Sverrir, f. 18. júlí 1970. 4) Katrín, f. 1. febr- úar 1976. Jakob fluttist ársgamall til Akureyrar og bjó þar í níu ár en síðan á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1959 en var inspector scholae 1958- 1959. Næstu ár var hann við nám við Háskóla Islands en árið 1960-1961 við Háskólann i St. Andrews í Skotlandi. Einnig kenndi hann við Haga- skóla í Reykjavík 1961-1962 og vann ýmis önnur störf, m.a. við síldarvinnslu á Siglufirði. Árið 1967 hóf Jakob störf við Ut- vegsbanka íslands og varð skömmu síðar aðstoðar- deildarstjóri ábyrgðadeildar en deildarsljóri 1971- 1977. Hann var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1973- 1987, í fullu starfi 1977-1980, sér- fræðingur og full- trúi __ bankasljórnar við Útvegsbanka Is- lands 1980-1987. Frá stofnun 1987 til loka árs- ins 1989 var Jakob aðstoðar- bankastjóri Útvegsbankans hf. en síðan sérfræðingur hjá Is- landsbanka hf. í níu mánuði árið 1990. Jakob var aðstoðar- maður bankasljórnar Búnaðar- banka íslands og sérfræðingur í erlendum viðskiptum frá 1. september 1990. Hann var framkvæmdastjóri dótturfyrir- tækja bankans, Grænabæjar hf. og Urðar hf. og sat í stjórn hlutabréfasjóðsins Auðlindar 1993-1996. Einnig var hann varamaður í stjórn Fiskveiða- sjóðs 1987-1990. Jakob varð íslandsmeistari í brids með sveit Hjalta Elíasson- ar 1971 og 1974 og var um árabil í skáksveit og bridssveit Útvegsbankans. Hann sat í dómnefnd Bridssambandsins um árabil. Jakob verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri vinur. Ekki hvarflaði það að mér þegar við skildum við græna borðið í vor að við ættum aldrei eftir að taka í spil saman í þessu jarðlífi. Ég fór að venju til sumardvalar á Austurlandi en þér var ætlað að takast á hendur það ferðalag sem öllum er búið. Ég frétti ekki af veik- indum þínum fyrr en seint og um síðir og fékk ekki tækifæri til að eiga við þig orð. Mig langar því að kveðja þig í huganum nokkrum orðum og þakka þér áratuga vináttu og alla þá slagi sem við höfum tekið saman í sókn og vörn. Ég man hve mér þótti það mikil upphefð að komast í spilaklúbb með þér þegar þú hættir í keppnisbrids að mestu og helgaðir fjölskyldunni krafta þína. Og þó að margir hafi saknað þín úr hópi úrvalsspilara á þeim tíma trúi ég að það hafi verið rétt ákvörðun. Þú varst enda orðinn íslandsmeistari og margbúinn að sýna að þú varst einn af bestu spil- urum landsins. Börnin þín bera því líka glöggt vitni að hafa notið leið- sagnar þinnar og umhyggju þegar þau þurftu þín mest við. - Öllu er afmörkuð stund - Að gleðjast hefur sinn tíma, og að hryggjast hefur sinn tíma. A GOÐU VERÐI Groníl Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 Opið mán-fimmtud. frá kl. 9-12 og 13-18 og föstud. frá kl. 9-12 og 13-16 LEGSTEINAR 10% staðgreíðsluafsláttur. Stuttur afgreiðslufrestur og frágangur á legsteinum í kirkjugarð á vægu verði. Nú er tími til að hryggjast og sakna en mikið vorum við búnir að gleðjast saman, kæri vinur. Fyrst á Háskólaárunum, við spil, bíóferðir og borðtennis, kryddað heimspeki- legri umræðu, oftar en ekki í gam- ansömum tón. Það var oft glatt á hjalla í herbergi Aðalsteins á Gamla Garði þegar vinimir komu saman og brugðu á leik. Síðar sem heimilisfeður. Við stunduðum okkar störf. Horfðum á bömin okkar vaxa úr grasi. Lífíð tók á sig annan blæ. Sambandið rofnaði þó aldrei þó að lengra yrði á milli funda og þar kom að stofnfundur spiiaklúbbsins góða var haldinn. Eftir það hittumst við vikulega þá mánuði sem bám i sér bókstafínn - r -. Allir sem til þekktu vissu að þýð- ingarlaust var að ná tali af okkur á miðvikudagskvöldum. Þá spiluðum við brids. Afar sjaldgæft var að spila- mennska félli niður og sýnir það ef til vill best hve mikils virði þessar kvöldstundir vom okkur spilafélög- unum. Og þó að eiginkonur okkar hefðu stundum orð á því að nokkuð skorti á líflegar samræður var glens- ið skammt undan og reknar upp miklar hlátursrokur þegar spila- mennskan bauð upp á ýmislegt spaugilegt. Við skiptumst á bókum þessi kvöld og ég man vel hve spenntur ég var stundum að sjá hvað þú værir með undir hendinni. Ég hef ekki tölu á þeim öllum en þær vom margar, ánægjustundimar sem ég átti yfír bókum sem þú lánaðir mér. Þar fyrir utan hringdi ég oft í þig og leitaði ráða. Strax við fyrstu kynni dáðist ég mjög að gáfum þínum og dómgreind og það æxlaðist einhvem veginn þannig að ég leitaði til þín um margvíslega hluti. Alltaf tókstu mér jafn vel, með þessu stillilega og hægláta fasi sem einkenndi þig á hverju sem gekk. Ef þú varst upptek- inn í vinnunni hringdir þú í mig seinna, varst þá búinn að hugsa málið og gafst þér góðan tíma til að ræða við mig. Þó þú værir flestum mönnum greindari var háttvísi þinni og hóg- værð við bmgðið og það sannaðist á þér það sem sagt er að sannri visku fylgi jafnan litillæti og hógværð. Þessi fátæklegu orð verða að duga að leiðarlokum. Hafðu heila þökk fyrir óbilandi vináttu og drengskap frá fyrstu kynnum fram á þennan dag. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú situr við spilaborðið og ert sagnhafí í erfíðum þremur gröndum sem glannafenginn makker þinn hefur sagt á alltof fáa punkta. Þú spilar fumlaust og rólega úr spilunum, staldrar aðeins við, metur stöðuna, tekur ákvörðun - og viti menn - á einhvem undraverðan hátt hefur þér tekist að koma spilinu i höfn. Signýju, börnum þeirra Jakobs og öðmm aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Eysteinn Björnsson. Á liðnu vori var ég í hópi stjóm- enda í Búnaðarbankanum sem komu saman til árlegs fræðslu- og um- ræðufundar. Þar flutti Jakob Ár- mannsson erindi um ýmsar hliðar á veitingu bankaábyrgða en um það efni var hann öllum öðmm fróðari. Þetta innlegg Jakobs bar hans sterku persónulegu einkenni sem starfsfólk bankans þekkti vel af daglegum samskiptum við hann. Jakob talaði um þetta flókna efni af rökvísi, létt- leika og hlýju þannig að mál hans hlaut að vekja eftirtekt og áhuga allra sem á hann hlýddu. Það sem við vissum ekki var að þennan sama morgun hafði Jakob leitað læknis vegna lasleika. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, hefur þessi starfsfé- lagi okkar borið lægri hlut í snarpri baráttu við illkynja sjúkdóm. Jakob var þeirrar gerðar að hann naut óskoraðs trausts þeirra sem störfuðu með honum eða kynntust honum á öðrum vettvangi. Þekking hans var víðfeðm og vandvirkni óbrigðul í hverju því verki sem hann tók að sér. Sérsvið hans voru ábyrgðaveitingar og erlend viðskipti en hann hafði einnig fágæta yfírsýn yfir aðra þætti bankamála. Þekking- arleit hans náði jafnframt til fjöl- margra viðfangsefna utan við heim staðfestra bankaábyrgða og lána- samninga. Ég dáðist til dæmis mikið að þekkingu hans og smekkvísi í meðferð enskrar tungu. En Jakob var ekki einungis farsæll í starfí vegna kunnáttu sinnar heldur einnig vegna þess að hann var slyngur í vandmeðfarinni list mannlegra sam- skipta. Þessi hæfíleiki Jakobs nýttist honum oft til að ná farsælli niður- stöðu í álitamálum sem virst höfðu óleysanleg. Þær miklu vinsældir sem Jakob naut meðal stjómenda og annarra starfsmanna Búnaðarbankans eru glöggur vitnisburður um að fram- angreind umsögn um þennan látna félaga okkar er ekki máluð fegurri litum en efni standa til. Persónulega minnist ég liðinna samstarfsára með Jakobi með þakklæti fyrir hans mik- ilsverða framlag í málum sem við unnum að sameiginlega og fyrir vin- semd hans og einstaka ljúfmennsku. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Jónsson. Jakob Ármannsson lézt laugar- daginn 20. júlí eftir skamma en harða sjúkdómsraun. Krabbamein dró þennan góða dreng til dauða langt um aldur fram og skarð hans mun standa ófyllt bæði heima fyrir, hjá fjölskyldunni og úti í þjóðfélag- inUj slíkur öðlingur sem hann var. Ég kynntist Jakobi fyrst þegar við vorum stráklingar heima á Siglu- fírði, en þá hófst samgangur milli fjölskyldna okkar. Hann var reyndar fæddur Reykvíkingur, en vann sér óðar trúnað og traust allra sem hann umgekkst. Hjá okkur strákunum snerist lífið um síld og aftur síld — en gæfí hún sig ekki var spilað brids. Þetta voru áhyggjulaus ár, glaðvær og gjöful. Við urðum ábyrgir ungir menn og nutum handleiðslu Jakobs, enda var hann fallinn til forystu. Hann kenndi mér ensku og stærðfræði og ýmis- legt fleira, tók að sér bókhald og framkvæmdastjóm fyrir söltunar- stöð fjölskyldu minnar og hafði lengi með höndum; var auk þess ráðhollur. Jakob skaraði fram úr. Vjð gutl- uðum í bridsinu, hann varð Islands- meistari. Við félagarnir sigldum lygnan sjó í náminu, hann varð inspector scholae í MR, og í ævi- starfí sínu — i bönkum — varð hann mikils metinn sérfræðingur í alþjóð- legum viðskiptum og mér er kunn- ugt um að margir hefðu borið skarð- an hlut frá borði ef ekki hefði notið þekkingar hans og færni. Við verklok gegndi hann margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir Búnaðarbanka Is- lands. Nú er skarð fyrir skildi. Ég veit ég mæli fyrir hönd margra Siglfirð- inga og annarra sem nú hafa misst traustan ráðgjafa og hoilvin. Ég mun sakna samvista við hann, bæði við spilaborðið og í önn dagsins. En sá- rastur harmur er kveðinn að konu hans, fjórum börnum þeirra og öðr- um ástvinum. Ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar senda þeim samúðarkveðjur. Orri Vigfússon. Áður en ég fór í stutt leyfí til útlanda í apríl sl. þurftum við Jakob Ármannsson að ræða ýmis mál til að reyna fínna á þeim farsæla lausn. Eins og ávallt var Jakob vel heima í málum og tillögugóður og ekki að sjá að þar færi helsjúkur maður. Meðan á dvöl minni stóð var hringt til mín og mér tilkynnt um hin alvat: legu veikindi Jakobs og nú aðeins þremur mánuðum síðar er hann all- ur. Okkur sem fylgdumst með hetju- legri baráttu hans við hinn banvæna sjúkdóm krabbameinið kom hins vegar ekki á óvart þegar tilkynning- in um andlátið kom. Við fyllumst sorg. Ég hafði um margra ára skeið heyrt margt og mikið af ágæti Jak- obs Ármannssonar, bæði sem manns og bankamanns, í gegnum sameigin- legan vinskap okkar við Guðmund Gíslason, samstarfsmann Jakobs í Útvegsbankanum til margra ára. Raunveruleg kynni mín af Jakobi Ármannssyni hófust hins vegar ekki fyrr en síðla árs 1990 þegar ég átti þátt í þvi að hann var ráðinn aðstoð- armaður bankastjómar Búnaðar- banka Islands og sérfræðingur bank- ans í erlendum viðskiptum. Jakob Ármannsson var um margra ára skeið helsti sérfræðingur hér á landi í þeirri tegund bankaviðskipta sem nefnd er erlendar ábyrgðir og talin era hvað flóknust allra hefðbundinna bankafræða. Þess vegna taldi ég það ómetanlegt fyrir Búnaðarbankann að fá aðgang að þekkingu og ein- stæðum hæfíleikum Jakobs til að leysa flókin mál svo vel færi. Ég kynntist því á sameiginlegum fund- um norrænna banka, sem haldnir era reglulega til að fjalla um hin margvíslegu og flóknu vandamál sem upp geta komið í ábyrgðarvið- skiptum, hversu mikillar virðingar hann naut meðal norrænna sérfræð- inga á þessu sviði. En bankinn hefur ekki einungis notið frábærra starfs- krafta Jakobs á þessu sérsviði er- lendra viðskipta. Til hans hefur bankastjórnin leitað þegar hin flókn- ustu og erfíðustu mál þurfti að leysa. Þar er nú skarð fyrir skildi. Mér hefur verið nokkuð tíðrætt um bankamanninn Jakob en maður- inn Jakob Ármannsson var ekki síðri viðskiptis. Hið mikla jafnaðargeð, góðmennska og vilji til að hjálpa öðram var einkennandi í öllum hans verkum. Ég og margir aðrir Búnað- arbankamenn fylgdumst einnig af miklum áhuga með skákeinvíginu óendanlega, sem svo var nefnt, og Jakob háði við einn starfsfélaga sinn í bankanum næstum því í hveiju hádegi. Yfírburðir Jakobs í einvíginu voru töluverðir en nú hefur Jakob háð sitt síðasta einvígi. Blessuð sé minning Jakobs Ármannssonar. Fyrir hönd bankastjómar Búnað- arbanka íslands votta ég eiginkonu Jakobs, Signýju Thoroddsen, bömum þeirra, öldraðum föður og öðram aðstandendum dýpstu samúð. Sólon R. Sigurðsson. í trúnaðarstörfum sínum fyrir Búnaðarbanka íslands átti Jakob Ármannsson oft náið samstarf með lögfræðingum bankans og starfs- fólki lögfræðideildar. Okkur, sem áttum því láni að fagna að kynnast Jakobi, urðu snemma ljósir mann- kostir hans. Ekki aðeins var hann gæddur frábærum gáfum og skarp- skyggni, svo og víðtækri þekkingu og reynslu á starfssviði sínu, heldur var hann í alla staði einstakt ljúf- menni, hógvær og laus við allt yfir- læti. Við urðum þess oft áskynja að samstarfsmenn hans í bankan- um, svo og viðskiptamenn bankans, báru hlýjan hug til Jakobs vegna þessara mannkosa hans og ræddu alla tíð um hann með virðingu. Það var því mikið áfall þegar hann var skyndilega hrifinn á brott eftir að í ljós kom það banvæna mein sem nú hefur lagt hann að velli langt fyrir aldur fram. Við minnumst þess sérstaklega hversu þægilegur Jakob var í öllu viðmóti, hversu skarpan skilning hann hafði á öllum þáttum mála og hversu ráðagóður og traust- ur hann var á allan hátt. Starfsfólk lögfræðideildar Búnaðarbankans kveður góðan dreng og traustan samstarfsmann og færir aðstand- endum og vinum hjartanlegar sam- úðarkveðjur. F.h. lögfræðideildar Búnaðar- banka íslands, Hallgrímur Ásgeirsson. Þeir voru þrír Siglfirðingarnir, sem settust í þriðja bekk Mennta- skólans í Reykjavík haustið 1955. Þeir voru auðvitað hver með sínu lagi: Einn rammur að afli og manna glaðbeittastur, annar listfengur og drátthagur svo af bar, sá þriðji skaut okkur öllum ref fyrir rass og dúx- aði um vorið á þriðjabekkjarprófun- um, þeim hreinsunareldi sem við velflest höfðum haft beyg af vetrar- langt. Og það án þess að liggja lang- tímum yfír skruddunum. Námið virtist honum nánast fyrirhafnar- laust. Það var Jakob Ármannsson, sem nú er fallinn frá langt um ald- ur fram. Það er svo að þau bönd sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.