Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 34

Morgunblaðið - 30.07.1996, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR + Þórdís Guðjóns- dóttir, sauma- kona, var fædd á Gestsstöðum í Sanddal, Norður- árdalshreppi, Mýrasýslu, 13. júlí 1909. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 18. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Guðjón Guð- mundsson, bóndi á Gestsstöðum, fædd- ur 3. júlí 1856 að Uppsölum í Norð- urárdal, dáinn 6. desember 1927, og eiginkona hans, Guð- rún Daðadóttir, fædd 23. októ- ber 1869 að Högnastöðum í Þverárhlíð, dáin 19. mars 1943. Systkini Þórdísar voru: Guð- mundur, fæddur 27. júlí 1893, drukknaði frá Grindavík 8. apríl 1915, Elís Kristinn, f. 27. nóvember 1895, dáinn 18. des- ember sama ár, Elín Kristin, fædd 12. febrúar 1897, dáin 3. október 1922, Gunnar Daðmar, fæddur 7. septem- ber 1899, dáinn 5. janúar 1949, Hall- varður, fæddur 18. október 1901, dáinn 7. apríl 1903, Páll Jakob Blöndal, fæddur 22. nóvember 1904, dáinn 14. október 1984, Gunn- hildur, fædd 11. febrúar 1907, dáin 7. janúar 1996. Útför Þórdísar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Föðursystir mín hét fullu nafni Þórdís Ingveldur, en notaði aldrei síðara nafnið og ég hygg að mörg- um hafi verið með öllu ókunnugt _ um það. Hún var eins og sést hér að ofan yngst úr hópi átta systkina er ólust upp á jörð sem nú hefur verið í eyði rúma hálfa öld. Tvö systkinin deyja í frumbernsku og önnur tvö ná aðeins rúmlega tví- tugsaldri. Er þar nokkur vitnisburð- ur um þau kröppu lífsskilyrði og hörðu lífsbaráttu sem var því sam- fara að sjá stórri fjölskyldu farborða á Gestsstöðum í byijun þessarar aldar. Lýsing nútímamanns á jörð- inni gæti falist í einu orði, afdala- kot. Vissulega hafði hún til bera landkosti sem voru mikils virði fyrr á öldum, góða sumarbeit fyrir sauðfé, enda segir í uppflettiriti um bónda, er sat jörðina helming aldar- innar sem leið: „Fornbýll efna- bóndi.“ Áðurnefndir landkostir sem öfluðu honum þessarar umsagnar misstu að verulegu leyti gildi sitt þegar búskaparhættir breyttust í upphafi þessarar aldar; fráfærur lögðust af. Augljóst var að þeirra þriggja systkinanna á Gestsstöðum, Gunn- hildar, Páls og Þórdísar, biðu ekki miklir möguleikar heima fyrir þegar Gunnar, bróðir þeirra, staðfesti ráð sitt og tók við búi um 1930. Leið «• þeirra allra lá því til Reykjavíkur eins og margra ungra Borgfirðinga á þessari öld. Þrátt fyrir aðsteðj- andi kreppu og atvinnuleysi á þess- um árum fengu þau vinnu og náðu að koma sér bærilega fyrir eftir því sem þá gerðist. Páll varð er ár liðu fram umsvifamikill og velþekktur húsasmíðameistari í Reykjavík. Sér verka hans m.a. st'að í Borgartúni 6, „Rúgbrauðsgerðinni", og húsi skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfells- sveit. Systurnar báðar fengu vinnu við saumaskap og varð þar starfs- dagur þeirra þar til yfir lauk. Er það trúa mín að þar hafi að nokkru um ráðið sú ættarfylgja er tengst hefur mörgum forfeðrum og mæðr- um, að fólki því hafi verið gefnar hagar hendur. Skal í því sambandi getið ömmu þeirra í móðurætt. Hún hét Gunnhildur Jónsdóttir, fædd 1824, dáin 30. janúar 1907. í útfar- arræðu um hana er þess sérstaklega getið að hún hafi verið „ ... afkasta- mikil, vandvirk og lagin og svo vel vinnandi í höndunum að margt sem eftir hana lá af handavinnu þótti bera af öðru“. Hafa skal þá í huga að hún missti föður sinn 10 ára gömul og varla hafa föðurlausu og fátæku stúlkubarni á þeim tíma boðist margir kostir um lærdóm til munns eða handa. Ekki mun einsdæmi að tvær syst- ur hafi býsna ólíka skapgerð og sannaðist það a.m.k. á þeim Þórdísi og Gunnhildi. Hin síðarnefnda var kona einbeitt, ákveðin og viljasterk. Hún aflaði sér iðnréttinda í starfs- grein sinni, hlaut meistarabréf sem klæðskeri og starfaði um árabil sem verkstjóri í Klæðagerðinni Últímu og síðar Karnabæ. Þórdís, eða Dísa eins og við ættingjar hennar nefnd- um hana ævinlega, hafði til að bera mildari og blíðari skapsmuni. Það var fjarri henni að ota sér áfram og hún ruddi engum úr vegi á ævi- braut sinni. Ekki veit ég með vissu hvenær hún hóf störf í Sjóklæða- gerð Islands en ekki er í mínu minni neinn annar vinnustaður henni tengdur og síðustu starfsárin Max hf. sem tók við rekstri Sjóklæða- gerðarinnar. Þannig varð starfsævi hennar hjá sama vinnuveitanda meira en íjórir áratugir, en ekki sótti hún eftir né hlaut neinn sér- stakan starfsframa. Hún lét sér nægja sinn stað við saumavélina þar sem hún sinnti verkum sínum af meðfæddri samviskusemi og vandvirkni. Fyrstu kynni mín af Dísu urðu þegar hún, eins og Gunnhildur syst- ir hennar, komu í sumarleyfi sínu gjarnan í heimsókn á bernskuheim- ili mitt að Gestsstöðum. Það var á árunum kringum 1940. Eg hygg það hafi verið einmitt þá um sumar- ið sem ég fékk að slást í för með henni þegar hún fór að heimsækja ættingja okkar er búsettir voru í annarri af uppsveitum Borgarfjarð- ar, Hvítársíðu. Mér er sérstaklega minnisstætt frá þeirri ferð, þegar hestar okkar fetuðu gömlu þjóðleið- ina yfir Gijótháls, þá mælti hún til mín nokkur áminningarorð. Hún benti mér á að engan veginn væri sjálfgefið að barn á tíunda ári, eins og ég var þá, fengi að fara slíka skemmtiferð. Því ætti ég foreldrum mínum þakkarskuld að gjalda og hana ætti ég að inna af hendi með því að vera þeim hlýðinn og viljug- ur að vinna þau verk er mér væru falin. Á árunum 1946-1951 stund- aði ég nám í Reykjavík. Fyrstu tvö árin var samastaður minn á heimili föðurbróður míns, Páls Guðjónsson- ar, á Kirkjuteigi 13. Þar leigði Dísa (,y~-. Listrænar höggmyndir fyrir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmara, graníti og kalksteini Við bjóðum sérstakt tilboðsverð á öllum granitsteinum i þessum mánuð i. Verkin eru öll hönnuð af myndhöggvaranum Þóri Barðdal. S ÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumcgin), 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. Fax: 564 3556 hjá bróður sínum og af sjálfu leiddi í þessu sambýli okkar að hún var mér innan handar á ýmsan hátt, aðstoðaði mig og leiðbeindi mér. Síðustu áratugina bar fundum okk- ar helst saman þegar ég og fjöl- skylda mín áttum leið til Reykjavík- ur. Þá var heimsókn til hennar fast- ur liður og móttökurnar einkennd- ust af innileika þeim og blíðu sem henni var lagin. Hún lét oft í ljósi þakklæti sitt til þeirra sem mundu gömul kynni af henni og héldu tryggð við hana. Eins og áður er fram komið leigði Dísa sér húsnæði framan af árum í Reykjavík. Árið 1948 keypti hún sér risíbúð á Miklubraut 68. Nokkr- um árum síðar breytti hún til og flutti á Rauðalæk 53. Þar varð síð- an heimili hennar þar til fyrir tveim- ur árum að hún flutti í þjónustu- íbúðir aldraðra á Dalbraut 27. Heilsa hennar var að mörgu leyti góð en á barnsaldri hafði hún orðið fyrir áfalli sem m. a. leiddi af sér höfuðmeiðsli. Afleiðingar þeirra munu hafa fylgt henni alla tíð síðan og má ætla að þar hafi verið orsök þess að hún varð að fara til Kaup- mannhafnar og gangast undir að- gerð hjá heilaskurðlækni fyrir fjór- um áratugum. Ekki auðnaðist henni fullkominn bati og bjó við skert jafnvægisskyn upp frá því. Slíkt sagði þeim mun meira til sín þegar líkamlegur þróttur tók að þverra vegna aldurs. Af því leiddi efalaust ákvörðun hennar að hverfa frá íbúð sinni á Rauðalæk og flytja á Dal- braut. Þar ágerðist þessi sjúkleiki hennar svo að hún gat ekki gengið ein og óstudd. Það ásamt annarri ellihrörnun leiddi til þess að síðustu vikurnar átti hún á B-deild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Þegar ég lít yfir æviferil frænku minnar er henni e.t.v. best lýst á þann hátt að hún hafi verið dæmi- gerður fulltrúi hins „þögla meiri- hluta“. Þar á ég við það fólk sem vinnur hversdagsleg störf sín af trúmennsku, gerir fyrr kröfur til sín en annarra og olnbogar sig ekki áfram til hærri þrepa í þjóðfélags- stiganum. Þær þúsundir og aftur þúsundir sem þannig vinna eru grundvöllur þess þjóðfélags velferð- ar og hagsældar sem við búum nú í. Efst verður í minningunni að henni genginni hógværð hennar og lítillæti, hversu hún lagði engum illt til og reyndi í hvívetna að koma þannig fram að til góðs yrði þeim sem næstir henni stóðu. Fyrir mína hönd og þeirra sem mér eru ná- komnastir vil ég þakka henni sam- fylgd á lífsleiðinni og auðsýnda góðvild. Einnig skulu fyrir hönd okkar aðstandenda hennar færðar þakkir þeim sem veittu henni aðstoð og önnuðust hana þegar ævidegi tók að halla. Guðmundur Gunnarsson. Skömmu eftir, að Þórdís flutti til Reykjavíkur, en það mun hafa ver- ið um 1930, kynntist hún föðursyst- ur minni, Margréti Jónsdóttur. Enn- fremur föðurbróður mínum, Hall- grími, konu hans, Þórönnu Magnús- dóttur, og syni þeirra, Jónasi. Það var því að vonum, að Dísa, en svo var hún ávallt nefnd, kynntist fljót- lega foreldrum mínum, eftir að þau komu til Reykjavíkur á árinu 1938. Fjölskylda mín tók á leigu íbúð við Tjarnargötu og fyrir þeirra milli- göngu fékk Dísa þakherbergi í sama húsi en naut fæðis og annarr- ar þjónustu á heimili foreldra minna. Þannig kynntist ég Dísu ung að árum, aðeins níu ára gömul. Þar með var stofnað til einstakrar vin- áttu, sem varað hefur í tæp sextíu ár. Hinn 4. september 1935 hóf Dísa störf hjá Sjóklæðagerð Islands hf. en síðar starfaði hún hjá fataverk- smiðjunni Max hf. og Hildu hf. Vann hún alla tíð við fatasaum. Hún var áhugasöm, iðin og sam- viskusöm til allrar vinnu, vandvirk og virt af störfum sínum. Á ári ís- lenskrar iðnkynningar veitti Lands- samband iðnverkafólks henni viður- kenningu fyrir störf við íslenskan iðnað, en hún hafði gengið í Iðju, félag verksmiðjufólks, 7. nóvember 1935. Ennfremur fékk hún á árinu 1973 viðurkenningu í tilefni af fjörutíu ára afmæli Félags íslenskra iðnrekenda fyrir meira en 40 ára starf í þágu íslensks iðnaðar. Dísa var ekki kona fjölmennis né fyrirgangs. Hún var greind vel og skynsöm, rólynd, íhugul og afar öguð. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín en síður fyrir sig. Hún var hófsöm, staðföst og sjálfstæð og ævinlega þakklát af minnsta til- efni. Hún var því gædd afar farsæl- um eiginleikum. Vinátta hennar byggðist á tryggð, trúnaði og heið- arleika. Hún fór ávallt með friði. Dísa var ljóðelsk en hafði ekki síður yndi af málvenjum. Hún hug- leiddi innihald málshátta og orðatil- tækja og leitaði mjög fróðleiks um það efni. Böm hændust að henni enda var hún þeim í senn hlý, brosmild og þolinmóð. Hún átti ekki börn sjálf og giftist ekki. Ferðalög heilluðu hana mjög. Faðir minn var fæddur í júlímánuði eins og Dísa. Sú venja skapaðist og hélst í áratugi, að fyrri hluta júlímánaðar bauð hann til dags ferðar um nærsveitir. Ferðin var ávallt tilhlökkunarefni, enda boðið til málsverðar þar sem nýr soðinn lax var aðalréttur. Þá voru árlegar beijaferðir ekki síður eftirvæntinga verðar. Einnig naut hún ríkulega fjölmargra ferða til Þingvalla og dvalar þar. Ég minnist sérstaklega ferðar, sem farin var til að sækja móður mína, sem var í heimsókn hjá föður- fólki mínu austur á Síðu. Ekið var að Skógum og upp á Skógarheiði og notið þar veðurblíðu og fegurðar umhverfisins. Síðan farið til bænda- gistingar en haldið áfram næsta dag að morgunverði loknum. Þetta var ógleymanleg ferð fyrir Dísu, þrátt fyrir háan aldur og ört dvín- andi líkamsstyrk. Foreldrar mínir fluttu alfarið á heimili mitt vorið 1984. Eftir það heimsótti Dísa okkur að jafnaði vikulega og nutum við þá saman sunnudagsmáltíðar. Hún var ávallt kær og velkominn heimilisvinur. Eftir að faðir minn iést árið 1989 átti móðir mín með henni langar samverustundir um helgar, m.a. við pijónaskap og spil. Hefur móðir mín, sem nú er sjúklingur, beðið þess, að eftirfarandi kveðja, sem hún sendi Dísu á áttatíu ára af- mæli hennar 13. júlí 1989, verði nú endurtekin: Dísa mín, ég þakka þér hálfrar aldar kynni. Umhyggjuna fyrir mér og fjölskyldunni minni. Jafnvægistruflun, sem ekki tókst að lækna, háði Dísu mjög. Snemma árs 1994 var svo komið, að hún var ófær um að vera ein á heimili sínu á Rauðalæk. Flutti hún þá í þjón- ustuíbúð við Dalbraut. Þar naut hún alúðlegrar umhyggju hjúkrunar- fólks og var það henni mikið öryggi. Er nú starfsfólki þar öllu af ein- lægni þakkað. Skömmu fyrir páska nú í vor var svo komið, að hún þarfnaðist hjúkr- unar á sjúkrahúsi. Var hún þá flutt í Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hún dvaldist til hinstu stundar. Einnig þar naut hún hlýrrar um- hyggju hjúkrunarfólks. Er og fyrir það þakkað. Dísa átti sterka trúarsannfær- ingu, leitaði mjög til bænarinnar og treysti fyrirheitum Guðs. Dísa lést í sátt og friði. Of oft er einsemd og öryggis- leysi fylgifiskur ellinnar. Það eru miskunnarlaus og grimm örlög aldraðra. Þegar ég lít til liðinna ára er ég afar þakklát fyrir allar þær stundir, sem ég gaf Dísu og hún gaf mér í nálega sex áratugi. Þær varðveitast í minningunni. Ættingjum Dísu, vensluðum öll- um og vinum, votta ég einlæga samúð fjölskyldu minnar. Margrét Halldóra Sveinsdóttir. Þegar síminn hringir á skrifstofu minni í Kaupmannahöfn eftir há- degi fimmtudag 18. júlí svara ég jafn formlega og ég er vön og vænti þess að um sé að ræða símtal varð- andi starf mitt. En þetta er símtal frá íslandi — Guðrún, móðir mín, að bera mér fréttir um lát Dísu frænku. Fréttin kom mér ekki á óvart, ég vissi að heilsu Dísu hafði hrakað að undanförnu og að mamma hefur ekið oft til Reykja- víkur að undanförnu sérstaklega til að heimsækja hana. En frétt um andlát kærrar frænku snerti mig djúpt og ég ýtti stólnum frá skrif- borðinu, slökkti á tölvunni og leit út um gluggann og leyfði minning- unum að streyma fram. Þegar ég var barn austur á Egils- stöðum var fjölskylda mömmu í Reykjavík langt í burtu. Eigi að síður voru afasystur mínar, Dísa frænka og Gunnildur, mér mjög nánar, hvor á sinn hátt. Það fór aldrei á milli mála þegar mamma sagði okkur systkinum frá þeim, að hún bar mjög hlýjar og sterkar tilfmningar til þeirra og þessar til- finningar settu sín spor í barns- sálina, mér þótti óskaplega vænt um þær frænkur. Dísa frænka sendi okkur jólagjafir, oftast hluti sem hún hafði sjálf búið til, meistaraleg- an jólasvein, skemmtileg dýr og fleira, sem allt var í miklu uppá- haldi. Þegar ég var orðin það stór að ég gat skrifað sjálf þótti mér mikið skemmtilegt að skrifa bréf og 'einn pennavinurinn var Dísa frænka. Það var sérstaklega gaman að skrifa henni, bæði voru upphafs- stafirnir í nafninu hennar svo fal- legir og svo svaraði hún mér alltaf með elskulegum bréfum sem glöddu barnssálina mikið. Síðar þegar ég kom til Reykjavík- ur í menntaskóla breyttust tengsl mín við Dísu frænku. Nú var hún ekki lengur frænka langt í burtu, nú gat ég heimsótt hana sem ég og oft gerði og fyrir mér var hún nokkurs konar amma. Það var gott að koma til hennar og sitja í eldhús- króknum og spjalla, það var gaman að heyra um æskuárin í Borgar- firði, fyrstu árin í Reykjavík og margt fleira. En það var einnig hjálp að sækja; ef stytta þurfti bux- ur eða skipta um rennilás fór ég alltaf til Dísu frænku og hún kenndi mér margt í sambandi við sauma- skap. Þegar ég tek fram saumavél- ina mína nú til að sauma föt á börn- in mín verður mér alltaf hugsað til Dísu frænku og þess sem ég á henni að þakka, ekki minnst þess hve mikla áherslu hún lagði á ná- kvæmni: „Saumarnir verða að passa alveg upp á millimeter ann- ars lítur flíkin aldrei almennilega út.“ Þegar ég fór heim á vorin og síðar þegar ég fór á fjöll á sumrin fór ég alltaf og kvaddi frænku mína. Svo hófust heimsóknir mínar aftur þegar ég var komin til Reykjavíkur á ný á haustin. Haustið 1984 hélt ég til náms erlendis og þar með var samband okkar aftur eins og þegar ég var barn, við vorum langt hvor frá ann- arri. Örlögin hafa síðan valdið því að ég hef ílengst erlendis og er nú sest að með fjölskyldu mína í Kaup- mannahöfn. Því höfum við ekki sést svo oft á undanfömum árum frænk- urnar. Ég hugsa oft með þakklæti til Dísu frænku og allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt saman. Ég segi börnunum mínum frá henni og reyni að kenna þeim hve mikils virði frændsemin er. Ég mun ætíð geyma með mér hlýjar minningar um yndislega frænku og þær eru auðlegð, sem enginn getur frá mér tekið. Elsku Dísa, ég þakka þér fyrir allt. Sigríður Fanney Ingimarsdóttir. Dísu kynntist ég fyrst þegar ég sem barn fluttist frá Kirkjubæjar- klaustri á Síðu til Reykjavíkur. For- eldrara mínir og föðursystir, Mar- grét, höfðu tekið á leigu íbúð í litlu húsi við Haðarstíg. Dísa, vinkona Möggu, var með í leigutökunni og voru svefnherbergin 3 en eldhús eitt sameiginlegt. Þarna bjuggum við 5 saman í eitt ár þar til leiðir skildu húsnæðislega. En félagslega varð ekki viðskilnaður á meðan líf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.