Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 11 LANDIÐ Góðu lundaveiði- tímabili lokið í Eyjum Vestmannaeyjum - Lundaveiði- tímanum er nýlokið og var veiði góð hjá lundakörlum í Vestmanna- eyjum í sumar. Misvel veiddist þó í úteyjunum en talið er að hátt í 100.000 lundar séu veiddir í Eyj- um árlega. Veiðitímabilið hófst 1. júlí og lauk 15. ágúst en lundaveiði dettur þó að mestu niður í nokkra daga í kringum Þjóðhátíð. Þó svo að lundaveiði sé aðalástæða þess að menn flykkjast í úteyjarnar um sumartímann þá er þar einnig margt annað sem dregur menn að. Ægifögur náttúra og hvíld frá daglegu amstri er það sem margir sækjast helst eftir með veru sinni í úteyjunum. í sumar var gest- kvæmt hjá veiðimönnum í úteyjun- um eins og oft áður enda sækjast margir, sem til Eyja koma, eftir að komast í heimsókn í útey. í flestum úteyjum hafa verið ný og glæsileg veiðihús og að sjálf- sögðu hefur ríkt metnaður um það milli veiðifélaga að gera húsin sem best úr garði en ávalit ríkir mikill metnaður á öllum sviðum milli veiðifélaganna þótt yfirleitt sé hann á léttu nótunum og gálga- ÞAÐ var gestkvæmt í úteyjunum í Vestmannaeyjum í sumar enda sóttu margir ferðamenn Eyjarnar heim. Þessir þátttakendur í lands- mótinu í golfi brugðu sér í kvöldheimsókn í Álsey og áttu þar skemmtilega kvöldstund. Frá vinstri: Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, og Guðbjörn Tryggvason, fyrrum landskunnur knattspyrnumaður. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson PÁLL Guðmundsson greiðir fugl úr netinu í Háagarði í Álsey. húmor og galsi er allsráðandi í þeim efnum. í sumar fór eitt veiðifélagið út í að láta sérhanna öskjur undir hamflettar lundabringur sem sett- ar voru á markað. Á öskjunum eru upplýsingar um innihaldið, myndir af lunda og síðan eru nokkrar matreiðsluuppskriftir á botni öskj- unnar. Önnur veiðifélög hafa ekki öll verið jafnhrifin af uppátækinu, hefur þeim trúlega fundist að búið væri að skjóta þeim ref fyrir rass, svo búast má við að næsta keppni milli veiðifélaganna verði í gerð umbúða undir lundann. Bjargveiðimenn bíða nú eftir árshátíð Bjargveiðimannafélags- ins sem haldin verður í lok septem- ber en það er lokapunkturinn á veiðiárinu hjá bjargveiðimönnum í Eyjum. Ásta Haraldsdóttir sýnir íbúð sina á Kleppsvegi 58, 3. hæð t.v, í dag milli kl. 14 og 17. íbúðin er falleg 4ra herb. íbúð með útsýni. Stakfell, fasteignasala. LUNDANUM pakkað í plast og raðað í fínu sérprentuðu öskjurnar. 5521150-5521370 Ný eign á fasteignamarkaðnum - til sýnis og sölu: Skammt frá Kjarvalsstöðum Sóirík 3ja herb. efri hæð tæpir 70 fm í reisulegu steinhúsi. Gömul innr. Rúmgott herb. i kj. Snyrting i kj. Vmsæll staður. Á söluskrá óskast m.a.: Raðhús - sérhæð í Smáíbúðahverfi, Safamýri, Hlíðum. 4ra herb. íbúð með bilskúr við Safamýri, Álftamýri, Hvassaleiti, Hlíðar, Norðurmýri. 5-6 herb. ibúð eða ibúðahæð i Hlíðum eða nágrenni. Má þarfnast endurbóta. Gott verð og góðar greiðslur fyrir rétta eign. Þriðjungur allrar sölu frá áramótum kemur á auglýsingu eftir réttri eign. • • • Lokað í dag vegna viðskipta úti á landi. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Sterkir línuskautar • 3 kraftsmellur • 72 mm hjól • Bremsa ° Heilsteyptur skór • St. 35-47 ____ Stgr- kr. S.IÍtU FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 581 4670. Þarabakka 3, sími 567 0100. Morgunblaðið/Silli Mikill áhugi fyrir land- græðslu Húsavík - Mikill áhugi er fyrir heftingu sandfoks og landgræðslu í Þingeyjarsýslu. I Aðaldalshrauni á hinn fallegi birkiskógur í vök að verjast fyrir sandfoki norðan frá sjávarströndinni og hefur markvisst verið unnið að því und- anfarin ár að hefta það með ýmsu móti. Landverndarmenniriiir Sig- uijón Benediktsson og Guðmund- ur Hrafn Jóhannesson bentu fréttaritara á að tréð sem sést á inyndinni vinstra megin hefur eyðilagst af sandfoki en fyrir aft- an þá er hrísla sem enn hefur stað- ist fokið, en færi eins ef ekkert væri að gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.