Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til dómsmála- ráðherra um forsjármál VIRÐULEGI ráð- herra, Þorsteinn Páls- son, kæri faðir! Það er þungt undir fæti hjá feðrum, sem eiga í skilnaði og vilja sinna föðurskyldu sinni, eins og lögin bjóða. Vilji og löngun þeirra endurspeglast í innlendum og útlendun rannsóknum, svo ekki verður um villst. í rannsókn, sem ýtt var úr vör á ári fjölskyld- unnar 1994, kom t.a.m. í ljós, að þrír af hverjum fjórum frá- skildum feðrum óskuðu eftir sam- eiginlegri forsjá. Á þriggja ára tímabili, eftir að barnalögin nýju tóku gildi, semur tæpur þriðjungur foreldra um sameiginlega forsjá barna sinna við skilnað. Það eru því að tiltölu fáir feður, sem fá óskir sínar uppfylltar. Aðrir forsjár- samningar eru á þá lund, að um 95 af hundraði mæðra hljóta forsjá barnanna. í sameiginlegri forsjá felst meðal annars, að börnin skuli hafa lög- heimili hjá öðru foreldrinu. Hitt foreldrið hefur því heldur lítið af því að segja í raun og veru. Enda er því haldið fram fullum fetum, að sameiginleg forsjá sé einungis til þess fallin að friða feður. Það kann að hafa við rök að styðjast. Reynslan bendir til að lögheimili barns sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika hjá móð- ur. Það gefur tilefni til að hugleiða, hvort við höfum raunverulega gengið gæfuspor í for- sjármálum með tilliti til jafnréttis feðra og mæðra og hagsmuna barna, hinnar miklu meginreglu barnalag- anna. Lögin eru ótví- ræð. Þau bjóða, að jafn- ar skuli skyldur og jafn skuli réttur feðra og mæðra til að annast börn sín. Og það er ekki síður mikils um vert í þessu sambandi, að barninu er áskilinn réttur til beggja foreldra sinna. Á áðurgreindu þriggja ára tíma- bili fengu 2.556 mæður forsjá barna sinna, 163 feður og 1.202 forsjár- málum var ráðið til lykta með sam- eiginlegri forsjá. (Undanskilin eru 18 dómsmál, þar sem sættir urðu eða til frávísunar kom, og 3 mál, sem lauk með skiptri forsjá.) Sé helmingi foreldra með sameiginlega forsjá skipt í 1.000 „lögheimilis- mæður“ og 202 „lögheimilisfeður,“ og þeim bætt í hóp forsjármæðra annars vegar og forsjárfeðra hins vegar, kemur í ljós, að eiginleg umsjón (forsjá, forræði, fram- færsla, lögheimilisfesti) er falin móður í rúmum 90% tilvika. Að þessu leyti er hlutfallið jafnóhag- Flest verður feðrum að ógæfu, segir Arnar Sverrisson, við úrlausn forsjármála. stætt feðrum og var fyrir tuttugu árum. Hvað veldur? Tala feður þvert um hug sér eða er umbóta þörf í stjómsýslunni? Mér er nær að halda, að svo sé. Tiltækar kannanir og margháttuð reynsla af forsjár- málum og forsjárdeilum rennir mjög ákveðið stoðum undir þann grun. Sýslumannsembættin koma óhjákvæmilega í brennidepil í þessu efni. Hlutverk þeirra er að staðfesta samninga um skilnað og leiðbeina foreldrum um gerð þeirra, reyna sættir ef svo ber undir og upplýsa um réttaráhrif samningsgerðarinn- ar. Rúmur fjórðungur foreldra (feðra), sem ekki hlýtur forsjá barna sinna, telur, að „nokkrar deilur" hafi staðið um skilnaðar- samninga. Almennt álíta hin for- sjárlausu foreldri (feður) sig hlunn- farin og undirokuð, hvað tengsl við böm og eignaskipti áhrærir (sbr. áðurnefnda könnun). Þegar litið er til forsjárdeilna, sem u.þ.b. tíundi hluti foreldra ratar í við skilnað, telur ráðuneyti yðar og dómstólarn- ir, að einungis fimmtungur feðra sé hæfari til að hafa með höndum Arnar Sverrisson. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 863 þáttur „FROM a plumbering point of view.“ Ég man ekki fyrir víst hvort ég sá í blaði eða heyrði í varpi „pípulagningalega séð“. Þetta þótti mér undarlegt tal, ég hafði engan mann vitað sjá „pípulagn- ingalega". Hins vegar þekkti ég menn sem ýmist sáu vel eða illa, skýrt eða ógreinilega. Litlu síðar las ég í blaði frá- sögn af knattspyrnuleik. Þar sagði að liði nokkru hefði gengið „vel vamarlega séð“. Ekki var þó velgengnin meiri en svo, að liðið lét leikinn með þremur mörkum gegn engu. Engan hef ég þekkt sem hefur séð „varnar- lega“. En „the plumbering point of view“ færist í aukana hérlendis. Þeir félagar Bjarki Elíasson og Eiríkur Þormóðsson senda mér stundum klippur úr blöðunum, og þar er sumt krumfengið. Fyr- ir skömmu var viðtal í Tímanum, og þótti þeim félögum að próf- arkalesarar hefðu átt að leiðrétta orð viðmælanda, og gæti ég fall- ist á það. Viðmælandinn sagði að mönnum yrðu boðin viðskipti „bæði auglýsingalega og áskrift- arlega", og síðar að reynt yrði að sinna áskrifendum „dreifing- arlega og þjónustulega séð“. Gott að þarna var „séð“ bætt við, annars hefði „dreifingarleg“ þjónusta við fólk kannski misskil- ist. En nú eru menn sem sdgt farnir að sjá „þjónustulega", og svo var ekki í Svarfaðardal, Ufsaströnd eða Skagafirði. Mál- far af því tagi, sem þeir félagar tóku dæmi af, er handan marka, og þetta er hægt að lagfæra á marga vegu, og það vandalaust. Ekki er miklu betra það mál- far, sú enska, sem þeir B.E. og E.Þ. tóku upp af forsíðu DV, en þar var sagt „hryllilegt að óttast að ástvinir taki líf manns“. Þar er þá fyrst til að taka, að þetta hljóta að vera óvenjulegir „ást- vinir“, en í annan stað hafa ís- lendingar hingað til átt næg orð um það sem á ensku heitir „take one’s life“: drepa, deyða, bana, ráða bana, ráða aJF dögum, fyrirkoma, gera út af við, granda, koma fyrir kattarnef, lífláta, myrða, sálga og tor- tíma, og er þá ærið margt ótalið. Menn eru vinsamlega beðnir að nýta sér orðaforða eigin máls, áður en hlaupið er til í fáti og gáleysi að sletta erlendum orðum og orðasamböndum. Einkum er álappalegt að sjá slíkt í stórletr- uðum forsíðufréttum blaðanna. ★ Hlymrekur handan kvað: Vilbaldur greyið hans Valda Jóns var ekki dæmdur að gjalda tjóns þess sem hann olli í söngmanna solli, er Sigvalda minntust þeir Kaldalóns. ★ Einar B. Pálsson er kunnur málvöndunarmaður og nýyrða- smiður. Að gefnu tilefni í fréttum og framkvæmdum, og með leyfi Einars, birti ég hér hluta af grein eftir hann frá 1985: „Eftir sprengingar í jarð- göngum eða vegstæðum er jafnan hætta á, að steinar, sem ekki hafa losnað alveg úr berg- inu, falli niður síðar. Þeir eru losaðir með stöngum og fluttir brott. Orðanefndin vill að til- lögu Halldórs Halldórssonar prófessors nefna þetta að hrjóða jarðgöngin eða bergið. Sögnin beygist eins og að bjóða og sjóða: hrjóða, hrauð, hruð- um, hroðið. Orðið er gamalt, en hefur á síðari tímum lítt verið notað, og þá helst í merk- ingunum að varpa burt, tæma, ryðja. Verkið nefnist þá hroð (hvk). Það er á ensku scaling, á sænsku skrotning eða berg- rensning og á þýsku Abtreiben, Bereissen eða Nachbrechen. Á íslenskum vinnustöðum hefur sögnin „að skrota“ verið notuð eitthvað og nafnorðið „skrotun". Þau orð munu vera úr sænsku (skrotning). Á þýsku þýðir Schrot m.a. rusl og járnr- usl. Með þessu lagi getur grjót, sem hroðið hefur verið, heitið hroði. Og segir nú btjóstvit, að allt muni vera af sama stofni: skrotning á sænsku, Schrot á þýsku og hroð á ís- lensku. Við hroð er notuð járnstöng til að losa steina. Slíkt áhald heitir á ensku scaling rod, á sænsku skrotspett, á þýsku Brechstange. Hún mætti heita hroðkarl á okkar máli. Og er þetta allt heldur hroða- legt.“ Umsjónarmaður hefur svo sem engu við þetta að bæta; minnir þó á að í latínu er scrotum sama sem pungur (hreðjar). ★ Auk þess: Hún hljóp mjög vel er góð íslenska; „hún var að eiga mjög gott hlaup“ að sama skapi vond. En dauðafasta og mótmælasvelti eru góð orð og miklu betri en „hungurverkfall". Og fréttamenn í útvarpinu fá stóran plús fyrir orðfæri sitt að kvöldi 15. þ.m. Þeir greiddu Fróðársel þung högg („spurn eftir rækju“) og sögðu hálfan mánuð, ekki tvær vikur. forsjá barna sinna en mæður. Þessar staðreyndir beina hugan- um að forsendum stjórnsýslunnar um mat á forsjárhæfni foreldra. Þegar fulltrúar sýslumannsembætt- anna eru inntir eftir þessum for- sendum, verður iðulega fátt um svör og vísað er til ráðuneytis yðar. Þar eru lögin túlkuð og samdar vinnureglur á grundvelli þeirrar túlkunar. Þar er upplýst, að lykilinn að gátunni sé helst að finna í grein- argerð sifjalaganefndar með frum- varpi til laga um barnalög frá 1991. I greinargerð þessari er margt fróð- legt og skynsamlegt að lesa. Tiltek- in eru 11 atriði, sem m.a. koma til skoðunar við mat á forsjárhæfni foreldra. Flest eru þau auðskiljanleg og sjálfsögð, en annað óskýrt og umdeilanlegt, enda þótt skilja megi, að ávallt eigi að skoða hvert atriði „með þarfir barns að hinu mikla leiðarljósi". Til dæmis: „að ungt barn þarf sérstaka umönnun sem móðir er oft talin hæfari til að veita en faðir“. Einnig er vikið að þeirri meginreglu: „að ung börn fylgi móður og eftir atvikum drengir feðrum en stúlkur mæðrum,..“ (Þessi orð gætu sem hægast verið tekin upp úr hálfrar aldar gamalli kennslubók um barnauppeldi fyrir húsmæðraskóla.) í óskráðum verk- lagsreglum stjórnsýslunnar um- breytast þessar kennisetningar í úrskurði og samninga, þar sem móður er nær undantekningarlaust falin forsjá ungra barna og um- gengni við föður svo háttað, að trauðla gefst færi á að stofna til djúpra og traustra tengsla millum föður og ungbarns. Því nú virðist ekki spurt: Hvort foreldrið er hæf- ara? Heldur: Er móðirin óhæf ? Þetta er alvörumál og verulegt áhyggjuefni. Það þarf vart að taka fram, að umræddar kennisetningar eiga varla fræðilega stoð í nútíma- sálfræði eða samfélagsvísindum (sbr. grein mína í Degi 30. júlí). í fyrrnefndri greinargerð er vikið að mikilvægi tengsla foreldris og barns við ákvörðun forsjár, „þar á meðal hjá hvoru barn hefur dvalist og hvort það hefur umgengist mest, m.a. eftir samvistaslit". Hafi barn á annað borð náð að tengjast for- eldri sínu traustum böndum, rofna þau ekki við nokkurra mánaða fjar- veru. Aftur á móti hef ég margsinn- is séð annað foreldrið í forsjárdeilu meina hinu samvistir við barnið og þannig leitast við að slíta sundur tilfinningaböndin. Þess konar hátta- lag getur orðið afdrifaríkt fyrir ungbörn og valdið því, að aldrei takist að treysta nauðsynleg tilfínn- ingabönd millum barnsins og hins útilokaða foreldris. Svona ofbeldi er foreldrum í forsjárdeilum jafnvel kennt, svo þeir standi betur að vígi, þegar að úrskurði eða dómi kemur. Feður bera sig m.a. illa undan því, að venjulega sé til þess ætlast við sáttaumleitan og gerð skilnaðar- samnings, að þeir yfirgefi híbýli fjölskyldunnar, jafnvel þótt móðir barnanna óski í flestum tilvikum skilnaðar. Þar með er forsjárhæfni þeirra enn skert. Flest verður feðr- um að ógæfu við úrlausn forsjár- mála. Séu þeir þokkalega launaðir, skulu þeir greiða tvöfalt meðlag og kröfur um lífeyrisgreiðslur hækka jafnvel að sama skapi. Röksemd fulltrúa sýslumanna er sú, að börn- in hafi rétt til að njóta efna föður- ins. Og vissulega er það í sjálfu sér gott og sanngjarnt viðhorf. En sú hugsun virðist yfirleitt órafjarri, að sæmileg laun kynnu að bæta for- sjárhæfni hans. Virðulegi ráðherra! Um daginn var ég að því spurður, hvort satt væri, að á Islandi ríktu tyrkneskir stjórnsýsluhættir í forsjármálum. Mér vafðist tunga um tönn. Hvern- ig ber að svara slíkri spurningu? Með samheijakveðjum. Höfundur er sérfræðingur í klíniskri sálfræði og yfirsálfræðingur á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Bráðum kemur betri tíð fyrir bíleigendur EITT AR er nú liðið frá þvi að FÍB vakti athygli á gríðarlegum mun á iðgjöldum bif- reiðatrygginga hér á landi og í nágranna- löndunum. FÍB taldi ærna ástæðu til að lækka iðjgöldin hér, ekki síst vegna þess að stór hluti þeirra fer í sívaxandi bótasjóði sem lítil þörf er fyrir. Nú eru rúmir 13 millj- arðar króna í bótasjóð- unum og mundu þeir duga til að greiða allar tjónabætur í 5 ár. Þrátt fyrir ábendingar FÍB hafa iðgjöld bifreiðatrygginga ekki lækk- að. Þau hafa þvert á móti hækkað. Frá því í júlí í fyrra og þar til í ágúst á þessu ári hefur iðgjald lög- boðinna ábyrgðartrygginga öku- tækja hækkað um 5,8%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Þessi staðreynd sýnir að bifreiðaeig- endur þurfa ekki að gera sér vonir um lækkun iðgjalda að fyrra bragði af hálfu tryggingafélaganna. Hækkun iðgjaldanna á einu ári stað- festir einfaldlega þá niðurstöðu Samkeppnisstofnunar að á íslensk- um tryggingamarkaði ríki ekki sam- keppni, heldur fákeppni. Tvö trygg- ingafélög ráða rúmlega 70% mark- aðarins. Hjá FÍB varð það ljóst fyr- ir löngu að eina von bifreiðaeigenda um lægri iðgjöld er raunveruleg samkeppni á íslenska trygginga- markaðnum. Því hefur verið unnið hörðum höndum síðustu misseri að því að fá nýjan aðila til að bjóða bíleigendum betri kjör. Nú hillir undir upp- skeruna. Innan fárra vikna mun öllum félög- um í FÍB bjóðast að tryggja bíla sína hjá hinu virta breska tryggingafélagi Llo- yd’s. Iðgjöldin verða mun lægri en áður hafa þekkst, a.m.k. 25% lægri fyrir flesta bileig- endur og jafnvel enn lægri. Islenskt fyrirtæki, Alþjóðleg miðlun, ann- ast tryggingarnar. Þar verður öll hefðbundin þjónusta fyrir bíleig- endur og sérstaklega er lagt upp úr að veita víðtæka og skjóta þjón- ustu við tjónauppgjör. Jafnframt standa bílalán til boða, sem eru þó án skuldbindinga um það hvar tryggt er. Það er von mín og vissa Rekstur heimilisbílsins, segir Arni Sigfússon, er dýrari en matarinn- kaup heimilisins. að þessar aðgerðir FÍB og sam- starfsaðila þess verði til að bæta hag fjölmargra fjölskyldna. Rekstur heimilisbílsins er dýrari en matar- innkaup heimilisins og fyrir löngu tímabært að draga úr þessum kostn- aði. Lækkun iðgjalda bifreiðatrygg- inga er mikilvægt skref í þá átt. Höfundur er fornmður FÍB. Árni Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.