Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 21
Yfir 20 tegundir afsófaborðumá lager -Ýmsarviðartegundir ÖÐRUVÍSIHÚSGÖGN Frekari ann- markar kvóta- kerfisins Hjálmar Árnason KVOTAKERFIÐ er umdeilt. Ég hygg að aldrei muni sú stund renna upp að stjórnun fiskveiða verði tilefni allshetjar sáttar í þjóð- félaginu. Til þess eru hagsmunir of ólíkir og vísindin takmörkuð. Á kvótakerfinu eru vit- anlega nokkrir aug- ljósir meinbugir. Að framan hefur verið getið um hið svo- nefnda kvótabrask. Til viðbótar má nefna úrkastið alræmda. Ég trúi frásögnum sjó- manna um að fiski fyrir tugi eða hundruð milljóna sé kastað í hafið. Er þar ekki bara um að ræða undir- málsfisk heldur og tveggja/þriggja nátta netafisk sem og stærstu fisk- ana úr fullvinnsluskipum (sem vél- arnar ráða ekki við). Þá mun al- Þjóðarbúið má varla við því, segir Hjálmar Arnason í síðari grein sinni, að skilja 100 til 300.000 lesta verðmæti eftir óveidd í sjónum. gengt að sjómenn velji verðmæt- ustu fiskana úr afla sínum til þess að gera takmarkaðan kvóta sinn sem verðmætastan. Þarna virðist þjóðfélagið missa af verulegum verðmætum. Hér er um að ræða eitt alvarlegasta mál í sjávarútvegi. Benda má á að kvótasetning á loðnu hefur leitt til þess að á síð- ustu árum hefur það sjaldan gerst að loðnukvótinn veiddist allur. Kvótaskipin hafa einfaldlega ekki komist yfir aflann. Samtímis bíða önnur skip, án kvóta, verkefnalaus við bi-yggju. Þetta vilja ýmsir kalla kerfisnauð er beinlínis vinni gegn þjóðarhagsmunum. Hvers vegna skyldi ekki mega bæta skipum inn í loðnuveiðar á einhvetjum tíma- punkti þegar sýnt er að kvótinn náist ekki allur? Þjóðarbúið má varla við því að skilja 100-300.000 lesta verðmæti eftir óveidd í sjónum. Næstu skref Þrátt fyrir ýmsa alvarlega ann- marka á kvótakerfinu hef ég ekki séð neina allsherjarlausn sem er betri. Því hlýtur að vera rökrétt að vinna á ýmsum meinbugum kvótakerfisins. Á síðasta þingi voru samþykkt lög, byggð á sameiginlegri tillögu flestra hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og miða að bættri umgengni um auðlindina og er m.a. ætlað að taka á þætti úrkasts. Þó að ýmsir hafi efasemdir um efni laganna verður fróðlegt að sjá þau í fram- kvæmd. Tilgangurinn er skýr og nauðsynlegur en reynslan mun skera úr um efndir. Með setningu svonefndra laga um smábáta v.ar tekin sú pólitíska ákvörðun að festa 13,9% af þorskaflanum við smá- báta (trillur). Segja má að þar hafi verið stigið fyrsta skrefið í þá átt að ákvarða hvernig liluti aflans skuli veiddur. Að baki liggja marg- þætt rök. Má þar nefna byggðapóli- Lík, rekstrarleg rök, vistfræðileg, atvinnuleg o.s.frv. Nú er eðlilegt að skoða næstu skref. Getur verið hyggilegt að binda í lög hvernig uppsjávarfiskur skuli veiddur. Er þá átt við að festa hluta heildar kvótans við frystitogara, annan hluta við netabáta, línubáta o.s.frv. Hér er um erfitt og við- kvæmt mál að ræða. Rök mæla með og á móti. En sömu rök gilda í raun þarna og um 13,9% á smábát- ana. Þetta fyrirkomu- lag gæti létt á spennu innan greinarinnar og tekið á leiguliðavand- anum jafnframt. Hins vegar má ekki gleyma því að kröfur fiskkaup- enda á erlendum mörk- uðum verða alltaf ákveðinn útgangs- punktur. Ferlið snýst ekki bara um að veiða heldur og ekki síður um að selja á sem hæstu verði. Hvern- ig veiðar henta markaðinum hverju sinni? Þau sjónarmið verða að vera gildandi og lög mega ekki leiða til stífni og lítils sveigjanleika hvað þann þátt áhrærir. Þá mega lög heldur ekki hindra eðlilega fram- þróun í sjávarútvegi. Þjóðarhags- munir eiga að ráða. Hvaða aðferð gefur mestan arð með sem minnst- um tilkostnaði fyrir þjóðarbúið í heild sinni? Það eru örugglega ekki þjóðarhagsmunir að leiða atvinnu- leysi yfir okkur með fiskveiðistjórn- un. Áður hefur verið bent á „brask- ið“ og hið óbeina styrkjakerfi sjáv- arútvegs ásamt tengslum þess við hugmyndir manna um veiðileyfa- gjald. Af framansögðu má ljóst vera að mörg viðkvæm mál bíða næsta þings á sviði sjávarútvegs. Hins vegar má ekki gleyma því að þeir sem útgerð og vinnslu stunda, smáir sem stórir, þurfa að hafa festu og öryggi til að geta byggt upp traust fyrirtæki í sjáv- arútvegi. Höfundur er alþing'ismaður fyrir Reykjaneskjördæmi. Leiðari Morgunblaðsins 18. ágúst leiðréttur Leiðarhöfundur Mbl. sl. sunnudag 18. ágúst Qallar efnislega um skattamál svo og ákvarðanir um breyt- ingar á skattalöggjöf- inni. í leiðara blaðsins segir orðrétt: „Hingað til hafa ákvarðanir um skattabreytingar ver- ið teknar nánast fyrir- varalaust og með þeim hefur forsendum fyrir Qárráðstöfunum borgaranna marg- sinnis verið gjör- breytt. Það eru auðvitað óþolandi vinnubrögð". Hér er ekki rétt með farið. Ég vil í því sambandi vekja athygli á vinnubrögðum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1974-78 (Sjálf- stæðisfl. og Framsóknarfl.) sem beitti sér fyrir nýrri löggjöf um tekjuskatt og eignarskatt en í minn hlut kom sem fjármálaráð- herra undirbúningur og meðferð málsins á Alþingi. í stefnuræðu forsætisráðherra 25. okt. 1976 og í fjárlagaræðu minni 28. okt. kom fram hver yrðu helstu stefnuatriði þess frumvarps sem flutt yrði um skattamál síðar á þinginu. Áður hafði verið hugað að ýmsum þáttum skattamála í tíð forvera minna þeirra Magnúsar Jónssonar og Halldórs E. Sigurðs- sonar. í framhaldi af því starfí skipaði ég nefnd alþingismanna og emb- ættismanna fjármálaráðuneytisins til að vinna að frumvarpi um tekju- skatt og eignarskatt sem lagt var fram á Alþingi í upphafi árs 1977. Fjárhags-og viðskiptanefndir þingsins fengu síðan frumvarpið til umfjöllunar. Það var sent til umsagnar fjölda aðila sem skiluðu ítarlegum atliugasemdum og ábendingum. Á milli þinga var síðan unnið áfram að málinu, athugasemdir Matthías Á. Mathiesen og ábendingar skoð- aðar. Að þeirri vinnu lokinni var frumvarpið endurflutt og breytt í ýmsu. Það var síðan samþ. á Alþingi 6. maí 1978, með gildi- stökuákvæði 1. jan. 1979 og því í fyrsta sinn til skattaálagn- ingar árið 1980. Hér var ekki verið að taka ákvarðanir án fyrirvara, heldur bein- iínis þau sjónarmið höfð að leiðarljósi "að breyta ekki forsendum borgaranna fyrir fjár- ráðstöfunum þeirra fyrirvaralaust. Með það í huga lauk ég umræðum um frumvarpið og sagði: „Það er gert ráð fyrir því að þessi skattalög taki gildi 1. jan. 1979, þannig að athafnir manna frá og með þeim degi taki mið af þeim skattalögum sem gilda frá næstu áramótum, og er því eðlilegt - að mínum dómi - skyn- samlegt og vil ég segja rétt sið- ferði gagnvart skattborgurunum - að þeir fái um það vitneskju með nokkrum fyrirvara við hvaða skattalöggjöf þeir muni búa“.(Alþt. 1977 -78 B umræður bls. 4636) Síðan þetta gerðist á Alþingi eru rúm 18 ár og ekki Þau sjónarmið voru höfð að leiðarljósi, segir _ Matthías A. Mathies- en, að breyta ekki for- sendum borgaranna fyrir íjárráðstöfunum þeirra fyrirvaralaust. von að menn muni slíkt. Aðalatr- iðið er að leiðarahöfundur Mbl. telur ástæðu til þess að vekja athygli á þessum réttlátu sjónar- miðum sem enn eru í fullu gildi í dag og ég er að sjálfsögðu sam- mála. Gleymskan fyrirgefst ef þeir leiðrétta sem muna betur. Höfundurerfv. fjármálaráðherra. Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 ^oss + Suðurlandsbraut. Helgardvöl í heimsborg fyrir líkama og sál Listasöfn, leikhús og lífsins lystisemdir Boston á mann í tvfbýli í 3 daga í nóvembcr*. 'InnifalW: Flug, gisting ogjlugvallarskattar. Hafðu samband viö söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifstofumar eða söludciid Flugleiða í síma SO SOÍOO (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 21 AÐSENDAR GREINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.