Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FIMLEIKAR
A
Œrf Áhaldafimleikar fyrir alla aldurshópa.
gf Trompfimleikar fyrir pilta og stúlkur.
gf Krílahópur fyrir 4-5 ára.
[*?f Æfingatímar fyrir foreldra.
[?f Tímar fyrir börn 2-3ja ára með foreldrum.
\É Morguntímar.
Fimleika- og íþróttafólk með mikla reynslu.
I?f Innritun er hafin í Ármanns-
heimilinu ^v/Sigtún og í
símum 561-8470'^^rog 561-8140 virka
dagakl. 14-20.
Ath. Hringt verður í eldri nemendur
FIMLEIKADEILD ARMANNS
e/)^ara...
gádum œfmgum...
Nýr glæsilegur
tækjasalur!
SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355
arlapul
Þessi vinsælu 8-vikna námskeið eru
sérsniðin fyrir karimenn.
■ Tækjaþjálfun og þolþjálfun 3-5x í viku
■ Mappa með fróðleik og upplýsingum
■ Léttir réttir
uppskriftabók með 150 léttum og
bragðgóðum uppskriftum
■ Fræðsla
■ Fitumæling og viktun
■ Vinningar í hverri viku
■ 3 heppnir fá 3ja mán. kort í lokin.
Byggðu upp vöðvamassa og losnaðu
við fitu. Láttu skrá þig strax!
Námskeiðið hefst 2. sept.
FRÉTTIR
Reuter
MARKKU Limingoja, lögreglumaður og höfundur skutulsins,
sýnir hvernig hann festist í skotti flóttabifreiðarinnar.
Bílaskutullinn
reyndur
FINNSKA lögreglan kynnti í
vikunni útbúnað þann sem hún
hyggst nota til að „skutla“ öku-
menn sem reyna að komast und-
an á flótta. Um er að ræða eins
metra langan skutul sem festur
er á stuðara lögreglubílsins og
skotið í skott flóttabílsins. Við
það losnar um gadda sem festa
skutulinn tryggilega og hemli
lögreglubíllinn, neyðist hinn til
að gera hið sama. Markku Lim-
ingoja, sem hefur þróað búnað-
inn sl. tvö ár, segir einn lög-
reglumann geta notað búnaðinn
enda getur hann dælt táragasi
úr skutlinum og inn í flóttabíl-
inn, láti grunaður afbrotamaður
ófriðlega eða neiti að koma út
úr bifreiðinni. Eina hættan sem
kunni að skapast sé ef ökumað-
ur flóttabílsins hemli skyndi-
lega. Ekki hefur enn fengist
leyfi yfirvalda til að nota búnað-
inn en ætlunin er að hann verði
notaður til reynslu í Oulu, sem
er um 600 km fyrir norðan
Helsinki.
LÖGREGLUBIFREIÐ, sú aftari, hefur skutlað flóttabíl, sem á
einskis annars úrkosta en að stöðva.
Fyrsti staðfesti áreksturinn í geimnum
Geimrusl skemmir
njósnahnött
London. Daily Telegraph.
RUSL, sem svífur um geiminn á
sporbraut um jörðu, hefur í fyrsta
sinn svo staðfest sé valdið tjóni, að
því er skýrt var frá í liðinni viku.
Er þar um að ræða franskan njósna-
hnött, Cerise, sem varð fýrir broti
úr evrópskri Ariane-flaug.
Sex metra jafnvægisstöng eyði-
lagðist er brot á stærð við stress-
tösku úr hjálparflaug Ariane-flaug-
ar rakst á hana á 20 sinnum meiri
hraða en byssukúla, eða 50.000
kílómetra hraða á klukkustund.
Brotið sem rakst á Cerise var
úr einni af hjálparflaugum Ariane-
flaugar sem skotið var upp árið
1986 til að flytja franskan Spot-1
gervihnött á braut um jörðu.
Vísindamenn ájörðu niðri áttuðu
sig á að eitthvað hafði farið úrskeið-
is er hnötturinn byrjaði seint í síð-
asta mánuði að steypast hratt fram
yfir sig. í ijögurra áratuga sögu
geimrannsókna hafa samtals um
23.000 sýnilegir hlutir úr flaugum
og geimförum orðið eftir á braut
um jörðu. Þeirra flestra bíður að
falla til jarðar og brenna upp í gufu-
hvolfinu en ennþá eru 7.500 hlutir
af þessu tagi á braut.
Með hjálp kerfis stjörnukíkja og
ratsjárstöðva á jörðu niðri, sem
Bandaríkjamenn og Rússar reka til
að fylgjast með geimrusli, hefur
frönskum vísindamönnum tekist að
reikna út með óyggjandi hætti hver
af þessum þúsundum hluta var
sökudólgurinn.
Oft hefur leikið grunur á að um
árekstur hafi orðið á milli tveggja
hluta á braut um jörðu en árekstur
Cerise-hnattarins og ruslsins úr
Ariane-flauginni er sá fyrsti, sem
staðfestur er. Talið er að bjarga
megi hnettinum og flytja hann til
jarðar til viðgerðar. Hlutverk hans
var að kortleggja fjarskiptasendi-
stöðvar á jörðu niðri í þágu njósna-
stofnunar franska hersins.