Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 B 7 Dulmálslykíll nasistanna Spennusöguhöfundurínn Robert Harrís hef- ur ímyndað sér hvemig heimurinn liti út ef nasistar hefðu sigrað í seinni heimsstyrj- öldinni í metsölubókinni Föðurland, en nýj- asta bók hans heitir „Enigma“ og segir af því hvernig bandamönnum tókst að ráða dulmálskerfí nasistanna, að sögn Amalds Indriðasonar. EKKI fleiri nasistasögur; breski spennusöguhöfundurinn Robert Harris. BRESKI rithöfundurinn og sagn- fræðingurinn Robert Harris vakti fyrst athygli fyrir fjórum árum þegar hann sendi frá sér spennu- söguna Föðurland eða „Fath- erland“. í henni ímyndaði Harris sér að nasistarnir hefðu sigrað í seinni heimsstyijöldinni og gerðist sagan í Berlín árið 1965 þegar von var á forseta Bandaríkjanna, Jos- eph Kennedy, til Þýskalands. Harr- is lék sér á margan hátt forvitni- lega með þessa ógnvænlegu heims- mynd og úr varð metsölubók þar sem spennan snérist um hvort leyndarmálið um útrýmingu gyð- inga kæmist í hámæli. Harris hefur sent frá sér nýja spennusögu, sem gerist í seinni heimsstyijöldinni. Hún heitir „Enigma“ eða Dulmáls- lykillinn og segir af því hvernig bandamönnum tókst að ráða dul- mál nasistanna. Sagan fæst nú í bókabúðum í kiljuformi. Nasistarnir töldu sig örugga með dulmálssendingar sínar. Þeir höfðu hannað sérstakt morse-senditæki, sem kallað var Enigma (Ráðgáta), með 150 milljón sendimöguleikum á dulmáli svo ef þú ekki þekktir inná kerfið var ekki nokkur von til þess að skilja sendingarnar sem fóru á milli höfuðstöðvanna i Þýskalandi til lofthersins, sjóhersins, landhers- ins og kafbátaflotans. Bretarnir settu upp búðir í smábænum Bletc- hley þar sem færustu stærðfræðing- ar landsins komu saman, m.a. Alan Turing einn af frumkvöðlum nútíma tölvusmíði, og reyndu að leysa dul- málið. Þeim tókst hið ómögulega og bandamenn höfðu lengi vel i stríðinu einstaka innsýn í hernaða- raðgerðir nasistanna. Nasistarnir framleiddu 200.000 Enigma senditæki og dreifðu um gjörvalt hernaðarnet sitt í Evrópu en Harris finnur spennusögunni far- veg í eltingarleik vísindamannanna við tímann. Nasistarnir höfðu hann- að þróaðra og sterkara senditæki fyrir kafbátaflotann sinn. Alls höfðu þeir 46 kafbáta í Atlantshafinu sem biðu þess að sökkva skipalest frá Endurreisn Frúarkirkj- unnar Dresden. Reuter. FYRSTA guðsþjónustan, sem farið hefur fram í Frúarkirkjunni í Dresden, frá því hin glæsilega kirkja í barokkstíl eyðilagðist í sprengjuregninu á borgina í febr- úar 1945, fór fram á miðvikudag með vígslu nýendurreistrar graf- hvelfingar kirkjunnar. Vinna við endurbyggingu Frúarkirkjunnar hófst árið 1993 en að ljúka endur- byggingunni mun væntanlega taka 10-15 ár til viðbótar og kosta um 250 milljónir marka, eða um 11 milljarða króna. Enn sem komið er hefur þó ekki tekizt að safna meiru en sem nemur um tíunda hluta þeirrar upphæðar. Bandaríkjunum sem samanstóð af 117 kaupskipum með 9.000 sjó- mönnum og 1.000 farþegum. Það réð á að vita hvar kafbátar nas- istanna lágu og á meðan vísinda- mennimir í Bletchley unnu myrkr- anna á milli við að ráða dulmálið færðist skipalestin nær Evrópu og skeytum kafbátanna. „Án mann- anna í Bletchley og þróaðri tækni til að ráða dulmálskerfi nasistanna hefðu Þjóðveijarnir vel getað sigrað í stríðinu," hefur danska blaðið Berl- ingske Tidende eftir Robert Harris. „Það hefði í það minnsta dregist á langinn um eitt eða tvö ár og eina leiðin til að stöðva Hitler hefði verið að varpa kjarnorkusprengju á Berl- ín. Mennirnir í Bletchley breyttu gangi sögunnar og þegar ég komst að því fyrir nokkrum árum var ég ráðinn í að skrifa bók um mennina sem leystu dulmál nasistanna." Harris hóf að rannsaka hvað nákvæmlega fór fram i Bletchley. Hann skoðaði það sem eftir stóð af braggahverfi vísindamannanna í bænum, fékk aðgang að skjölum um starfsemina þar og tók viðtöl við þá sem þar störfuðu. „Fram til 1975 heyrði starfsemin undir ríkis- leyndarmál. í meira en 30 ár höfðu því vísindamennirnir haldið vinnu sinni í stríðinu leyndu. Þeir höfðu hvorki getað talað við vini sína né fjölskyldu og bæjarbúar í Bletchley höfðu ekki hugmynd um hvað fram fór í bænum þeirra, en alls unnu um 10.000 manns í bröggunum í Bletchley undir stríðslok. Því var mjög erfitt fyrir mig að kynnast lífi þessara manna. Margir þeirra vissu af sprengjuárásum Þjóðveij- anna á breska bæi þar sem þeir sjálfir áttu fjölskyldur. En þeir höfðu engin tök á að vara fólk sitt við, því nasistana máttu alls ekki svo mikið sem gruna að Bretarnir réðu yfir dulmálslykli þeirra. Það var einstaklega erfitt fyrir þá en þeir vissu að starf þeirra var mikil- vægara en meira að segja sprengju- árásir bandamanna á Þýskaland. Aldrei áður í sögunni hafði einn stríðsaðili vitað jafnmikið um hinn,“ segir Harris. Harris er mikið lesinn höfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Föðurland, hefur verið þýdd á 25 tungumál og seld um heim allan í um fimm millj- ónum eintaka. „Ég hef engan áhuga á því að auka við staflann af ólesn- um bókum. Ég vil að sjálfsögðu að bækur mínar séu keyptar og lesnar af eins mörgum og mögulegt er og þess vegna reyni ég að láta taka eftir mér á þessum gríðarlega stóra spennusögumarkaði. Ein leiðin til þess er að láta gera kvikmyndir eftir bókum mínum. Kvikmyndaút- gáfa spennubóka þýðir mikla sölu- aukningu.“ Harris er reyndar langt í frá ánægður með hvernig Föður- land var kvikmynduð með Rutger Hauer í aðalhlutverki, en myndin fæst hér á myndbandaleigunum. Hann bindur vonir við að kvikmynd- aútgáfa „Enigma" verði betur heppnuð, en einn af þeim sem fjár- fest hefur í framleiðslunni er rokk- arinn Mick Jagger. Annars einbeitir Harris sér mest þessa dagana að næstu spennusögu sinni en hún gerist mun nær nútím- anum en hinar tvær bækur hans. Eða eins og hann segir sjálfur: „Nú er ég hættur að skrifa um nas- istana.“ UTSOLULOK A Laugaveginum Nú slúum viö botninn úr útsölunni og bjóðum ykkur vörur á hlægilegu veröi. OPIÐ I DAG SUNNUDAG frá kl. 13 til 17 HERRADEILD: Jakkaföt áöur 25.900 nú 6.900 Jakkaföt m. vesti frá 9.900 Charlys Company, Obvious jakkaföt m. vesti atmr 35.900 nú 14.900 Stakir jakkar áöur 12.900 nú 3.900 Peysur frá 990 Bolir frá 500 Buxur frá 500 Skyrtur Úlpur frá frá 500 3.900 SKODEILD: Skór frá 990 Tiffany's skór áöur 7.500 nú 1.900 Trend design áöur 6.900 nú 2.900 Destroy áöur 8.900 nú 3.900 Markabur í kjallara allt á 500 og 990 DÖMUDEILD: Bolir frá 500 Peysur frá 990 Kookai hettupeysur 3.800. nú 1.500 Flauelsjakkar áöur 7.900 nú 3.900 Dömudeild: 511 1717 Herradeild 511 1718 Skódeild: 511 1727 Everlast íþróttagallar barnastærðir (10-16) 2.900 Everlast peysur 1.490 Everlast buxur 990 Jakkar frá 3.900 SNYRTIVÖRUDEILD: Buxur frá 990 Undirfatnaöur Ilmvötn GÓÐ TILBOÐ Kjólar frá 990 Snyrtivörur Skartgripir mikill Blússur frá 1500 Sokkabuxur * afsláttur VERÐHRUN-VERÐHRUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.