Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
Verdur framhald á MEGA frumsýningum?
á Þjóðhátíðardeginum brjóti
blað í bíósýningarhaldi á
Islandi. Myndin var frum-
sýnd í fimm kvikmyndahús-
um samtímis, í Háskólabíói,
Regnboganum, Stjörnubíói
og Laugarásbíói í Reykjavík
og í Borgarbíói á Akureyri,
og var skiljanlega eina
myndin sem frumsýnd var
þessa helgi. Kvikmyndahús-
in hafa ekki áður starfað
saman á þennan hátt og nú
velta menn því sjálfsagt fyr-
ir sér hvort framhald verði
á slíkum megafrumsýning-
um. Ekki er óeðlilegt að
ætla að svo verði miðað við
gengi Þjóðhátíðardagsins ef
hingað koma myndir á borð
við hana. Kvikmyndahúsin
hafa nú í nokkur misseri
lagt æ ríkari áherslu á að
fá inn sem flesta áhorfendur
fyrstu sýningarhelgina og
beina auglýsingum sínum
að því marki. Er það gert
að bandarískri fyrirmynd.
Samstarf kvikmyndahús-
anna um sýningarhald hef-
ur aukið þýðingu fyrstu
sýningarhelgarinnar og í
framtíðinni má búast við að
leikurinn endurtaki sig.
Innrás metsölumyndar; úr „Independence Day“.
15.701 fyrstu
sýningardagana
MET var sett í aðsókn á bíómynd á íslandi um síðustu helgi
þegar 15.701 manns sáu bandarísku geiminnrásarmyndina
Þjóðhátíðardaginn eða „Independence Day“ fyrstu þijá sýn-
ingardagana og á forsýningum. Sé það margfaldað með
verði aðgöngumiðans kemur í ljós að tekjur af myndinni
þessa þijá daga námu 8.659.750 krónum. Aldrei hefur
mynd tekið annað eins inn fyrstu sýningarhelgina hér á
landi er. myndin var sýnd í fimm kvikmyndahúsum samtímis.
Júragarðurinn átti fyrra
metið hér heima en alls
sáu hana 13.782 manns
fyrstu sýningarhelgina og á
forsýningum. Menn hafa
velt því mikið fyrir sér
hvernig Þjóðhátíðardegin-
um vegnaði utan Bandaríkj-
anna þar sem hún hefur
slegið eftirminnilega í gegn
en hún höfðar óneitanlega
sérstaklega til Bandaríkja-
manna og er hetjuóður til
herkænsku þeirra og ætt-
jarðarástar. Skyldi henni
vegna jafnvel um allan
heim, var spurning sem lá
í loftinu. Svarið er komið.
Myndin virðist eiga fyrir
höndum sigurför um heim-
inn. í Bretlandi námu tekjur
af henni fyrstu sýningar-
helgina alls um sex milljón-
um punda. Til samanburðar
má nefna að þar í landi tók
Júragarðurinn inn 4,7 millj-
ónir punda fyrstu sýningar-
helgina.
Stefnt var á metsölu hér
heima frá upphafi. Myndin
hefur mik-
ið verið
auglýst,
hún var
sýnd nán-
ast allan
sólar-
hringinn
eftir Arnald frá því á
Indriðoson hádegi til
hálf fjög-
ur um nóttina (svipað var
uppi á teningnum í Banda-
ríkjunum) og sætaframboð-
ið var nánast ótakmarkað.
Mesta þriggja daga
aðsóknin með forsýn-
ingum
ID4 ...........15.701
Júragarðurinn ... 13.782
Sannarlygar....11.200
Sendiförin.....10.800
AceVentura2 ... 10.700
Gullauga.......10.100
Hún hefur náð því að verða
ein af þessum myndum sem
fólk telur sig verða að sjá.
Segja má að sýningarnar
MBreski leikstjórinn
Mike Figgis mun
leikstýra næstu mynd
gerðri eftir handriti
Joe Ezsterhas. Hún
heitir „One Night
Stand“ eða Tjakíað
til einnar nætur og fer
Wesley Snipes með
eitt aðalhlutverk-
anna. Síðar mun
Snipes leika í mynd-
inni Lúsifer, mann
sem gerir þann samn-
ing við djöfulinn að
brjóta öll boðorðin tíu.
MNýjasta mynd
Francis Ford Copp-
ola, „Jack“, hefur
verið frumsýnd
vestra. Næst mun
Coppola snúa sér að
því að kvikmynda
Grishamtryllinn „The
Rainmaker“ og eftir
það ætlar hann að
leikstýra vísinda-
skáldskap, framtíð-
artryllinum Spegill
eðá „Mirror". Mundi
það verða fyrsta vís-
indaskáldskapar-
mynd Coppolas og
kannski kominn tími
til. Hann er gersam-
lega hættur að gera
myndir eftir sínu eig-
in höfði, segir að eng-
inn hafi áhuga á sín-
um hugmyndum, en
fær góðan pening fyr-
ir að leikstýra ann-
arra hugverkum.
WkStórslysamyndir
njóta aukins áhuga
og vinsælda. Væntan-
leg er ein slík sem
heitir Flóðið, „The
Flood“, og er með
Christian Slater og
Morgan Freeman í
aðalhlutverkunum.
í BÍÓ
LIÐLEGA fjórðungur
landsmanna fer aldrei í
bíó samkvæmt nýlegri
neyslukönnun Félagsvís-
indastofnunar, sem
Morgunblaðið hefur birt.
Rfflega 38 prósent að-
spurðra fer sjaldnar en á
tveggja mánaða fresti í
bíó. Um 36 prósent fara
á tveggja mánaða fresti
eða oftar. Samkvæmt
tölum Hagstofu íslands
eru seldir eitthvað á milli
12 og 1.300.000 bíómið-
ar f Reykjavík árlega.
Það er því ekki nema
rúmur þriðjungur þjóðar-
innar sem heldur uppi
þessari miklu bíósókn.
Úrtak könnunarinnar var
1.200 manns en í þeim
hópi þjóðarinnar sem úr-
takið var eru íslendingar
á aldrinum 14-80 ára;
185.172 einstaklingar.
Nú er langmesta bíó-
sóknin f Reykjavík og
má vel ímynda sér að
niðurstöður hefðu orðið
aðrar ef aðeins fbúar á
Stór-Reykjavíkursvæð-
inu hefðu verið spurðir.
LEIKSTJÓRINN og poppstjarnan; frá tökum á
Evítu eftir Andrew Lloyd Webber.
Madonna vildi
ólm leika Evítu
Söngleikur Andrews
Lloyds Webbers, Evíta,
hefur verið kvikmyndaður af
Alan Parker og er vænt-
anlegur í kvikmyndahús um
næstu jól. Með titilhlutverkið
fer Madonna eins og mörgum
mun kunnugt en hún sótti
það æði fast að hreppa hlut-
verk Evítu og valtaði m.a.
yfir Meryl Streep og Michelle
Pfeiffer í þeim tilgangi.
„Madonna var ólm í hlut-
verkið", er haft eftir Parker,
sem fékk leikstjórastarfið
eftir að Oliver Stone hafnaði
því á endanum. „Hún skrifaði
mér langt, ástríðufullt bréf
og það snart mig. Hún vissi
að þetta var hlutverk ætlað
henni og því oftar sem við
hittumst því betur kom í Ijós
að hún var sú rétta fyrir
mig.“
Framleiðandinn, Andy
Vanja, hafði áhyggjur af því
að hún væri þessi mikla popp-
stjarna og erfið viðureignar
en fékk að vita hjá Penny
Marshall, sem stýrði Ma-
donnu í „A League of Their
Own“, að hann þyrfti engar
áhyggjur að hafa af henni.
Madonna fór í stíft söngnám
og hafði með sér söngkenn-
ara í tökur enda vildi Parker
að tónlistin yrði sungin eins
og Webber skrifaði hana.
Madonna lagaði sig að því
og Parker er ánægður með
árangurinn. „Hún er ótrú-
leg.“
Samstarf kvikmynda
gerðarmanna
HÓPUR ungra norrænna
framleiðenda, leik-
stjóra og handritshöfunda
hefur ákveðið að kanna
grundvöllinn fyrir stofnun
félags norrænna kvik-
myndagerðarmanna til að
efla samvinnu þeirra á mill-
um og finna leiðir til að
auka áhuga landanna á
framleiðslu þeirra.
Það varð niðurstaðan á
fjögurra daga ráðstefnu sem
38 ungir kvikmyndagerðar-
menn af Norðurlöndunum
tóku þátt í og haldin var
fyrir skemmstu með þátt-
töku fyrirlesara hvaðanæva
að úr Evrópu. Þar á meðal
má nefna leikstjórann Colin
Nutley frá Svíþjóð, Aki
Kaurismaki frá Finnlandi,
írska rithöfundinn Roddy
Doyle og framleiðandann
Lyndu Myles frá Bretlandi.
íslensku þátttakendurnir
voru Þór Siguijónsson, Inga
Lisa Middleton, Óskar Jón-
asson og Júlíus Kemp.
Meðal þess sem fjallað
var um á ráðstefnunni var
undirbúningur, íjármögnun
og markaðssetning mynda.
25.000 höfðu séð
Algjöra plágu
Alls höfðu um 25.000
manns séð gaman-
myndina Algjöra plágu í
Stjörnubíói og Sambíóunum
eftir síðustu helgi.
Þá höfðu rúm 6.000
manns séð Nornaklíkuna í
Stjörnubíói, 13.000 Vonir
og væntingar og um 2.000
„Mrs. Winterbome".
Næstu myndir Stjörnu-
bíós eru m.a. gamanmynd-
in„Multiplicity“ með Mich-
ael Keaton, Djöflaeyjan
eftir Friðrik Þór Friðriks-
son, sem væntanleg er í lok
september, „No Way
Home“ með Tim Roth,
gamanmyndin „High
School High“, „Maximum
Risk“ með Jean-Claude
van Damme og Natasha
Henstridge (hét upphaf-
lega „The Exchange") og
gamanmyndin Matthildur
með Danny De Vito og eig-
inkonu hans, Rhea Perl-
man.
SÝND á næstunni;
Damme í „Maximum
Risk“.