Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kanadíski listamaður-
inn Michael Olito er
óvenjulegur maður sem
fer sínar eigin leiðir.
Uppátæki hans hafa
vakið athygli vestra, en
ekki er á allra orði að
hann sækir kraft og
orku í líf sitt og listir
frá íslandi, úr harðgerri
náttúru landsins og ís-
lendingasögunum.
Steinþór Guðbjarts-
son heimsótti lista-
manninn sem kom til
íslands fyrir tíu árum.
Morgunblaðið/Steinþór
MIKE gerði þyrlu sem hann bauð kanadísku ríkisstjórninni til kaups. Hún er 18 fet að lengd og nokkur hundruð kíló.
Þegar henni var „flogið" á milli staða var Mike í hlutverki flugsljórans, annar sá um hljóðkerfið og sá þriðji sneri spöðunum
sem Mike er að „gangsetja" á myndinni.
íslenskur kiaftui flíti
og llstBBi KanaáaaaBiis
ÞYRLUMALIÐ var helsta baráttumál frambjóðandans Mike
Olitos og hann klæddi sig að hætti þyrluflugmanns. Hér er
hann með húfuna og sundgleraugun en jakkinn fannst ekki.
Manitobafylki í Kanada er
ekki fjölbreytt hvað
landslag varðar og
minnir að því leyti ekki
á nokkurn hátt á ísland. Hvorki
er fjöllum né fellum fyrir að fara
heldur teygir sléttan sig í allar átt-
ir svo langt sem augað eygir.
Mannlífið virðist afslappað í föstum
skorðum og við fyrstu sýn er sem
höfuðborgin Winnipeg hafí lítið
breyst um árabil en þegar grannt
er skoðað hefur hún tekið miklum
breytingum á örfáum árum. Jafn-
vel venjulegt strætóskýli á Pemb-
inabraut hefur aðra þýðingu en
upprunalega var til stofnað. „Þetta
var kosningaskrifstofa mín,“ sagði
Mike stoltur, „og bjóði ég mig fram
aftur verð ég með skrifstofu á sama
stað.“
Gegnt strætóskýlinu er gamalt
hótel með jafngömlum bar þar sem
Mike fær sér stundum andlega
upplyftingu í góðra vina hópi á leið-
inni heim. Hann er ræðinn, hefur
ýmsar hugmyndir um hvernig bæta
megi mannlífið og ber hag lista-
manna sérstaklega fyrir bijósti.
Gerir góðlátlegt grín að stjórnmála-
mönnum og er tíðrætt um ágæti
hetja í íslendingasögunum. Maður-
inn er tröll að vexti og Grettir kem-
ur strax upp í hugann en blíð-
mennskan minnir á Njál. Einn laug-
ardagseftirmiðdagur með þessum
skemmtilega manni á mennin-
garpöbbnum Cambridge segir lítið
og því var ákveðið að heimsækja
hann síðar í sveitina. „Þú getur
ekki villst, ekur sem leið liggur
suður fyrir borgina, beygir til
vinstri þegar þú kemur út úr St.
Norbert og ferð síðan samhliða
Rauðá þar til þú kemur að bæ með
þyrlu í hlaðinu. Ekkert annað hús
í Manitoba er með þyrlu við inn-
keyrsluna."
íslenskir steinar
til varnar flóði
Húsið er ekki stórt en vel fer
um hávöxnu hjónin, Mike og Verlu,
innan um bækurnar og listaverkin
innanhúss, hestana, hænurnar og
hundana úti að ógleymdri þyrl-
unni. Þetta gæti verið íslenskur
sveitabær og reyndar segir Mike
að hann njóti íslenskrar náttúru
sem sé þeirri kanadísku yfirsterk-
ari. „í leysingum á vorin flæðir
Rauðá gjarnan yfir bakka sína og
svæðið fer hér oft á flot. Þess vegna
er báturinn til taks en íslensku
steinarnir þrír varna því að flæði
inn í húsið. Vatnið vogar sér ekki
að fara yfir þá.“ Sjálfsagt eina ís-
lenska grjótið í Kanada og Mike
er stoltur af því.
Mike er 54 ára og kynntist Is-
lensku umþverfí vegna fjölskyldu-
tengsla. „Áhugi minn á Islandi og
því sem íslenskt er vaknaði þegar
systir mín giftist Vestur-íslendingi,
Davíð Árnasyni prófessor. Þessi
fyrrverandi mágur minn sagði mér
frá íslendingasögunum, sem ég las
í framhaldi af því, en fyrst sýndi
hann mér bækur Halldórs Laxness.
Sjálfslætt fólk er ótrúleg saga og
íslendingasögurnar eru stórkost-
legar. Samhliða þessu kynntist ég
Haraldi Bessasyni prófessor, áhug-
inn óx jafnt og þétt og úr varð að
ég fór til íslands 1986 til að „stela“
krafti úr íslensku steinunum og
sameina hann ásamt afli úr íslend-
ingasögunum ákveðinni sköpun.
Bókin Atli’s Tale spratt upp úr
þessum jarðvegi.“
Kraftur virkjaður úr
íslendingasögum
Hann hefur farið ótroðnar slóðir
í listsköpun sinni og víst er að fáum
hefur dottið í hug að ferðast fleiri
þúsund kílóletra til að raða upp
þremur steinum á ákveðinn hátt í
tveimur löndum, hvað þá að láta
hugmyndina verða að veruleika.
„Ég vildi sameina kraft úr íslend-
ingasögunum krafti þeirrar jarðar
sem ég er sprottinn úr. Því fór ég
með Haraldi og Margréti Björg-
vinsdóttur, konu hans, á tvær
merkar söguslóðir á íslandi og end-
urtók leikinn á tveimur stöðum í
Manitoba. Fyrst fórum við að
Reykjum í Skagafirði og þaðan sem
líta má ætlaða sundleið Grettis úr
Drangey í land raðaði ég upp stein-
unum þremur. Ég kaus að hafa
steinana þijá því ég gat gert hring
með þremur steinum. Nú, síðan
fórum við að Bergþórshvoli þar sem
ég myndaði hring með steinunum
um þann stað þar sem Njáll var
brenndur inni. Áð þessu loknu hélt
ég til Kanada með steinana, setti
þá reyndar í skip en flaug sjálfur,
og útbjó samskonar hring með þeim
þar sem ég bjó á æskuslóðum mín-
um. Loks raðaði ég steinunum á
ámóta hátt og ég hafði gert í
Skagafirði í beinni línu við eyjar
rétt við Gimli en 1978 tengdi ég
þær með köðlum.
Ég nefndi þessa sköpun „Að
stela krafti þeirra“ og stóð hún
yfir í tvo mánuði, frá 16. júní til
14. ágúst. Þetta var tilraun til að
vekja líf mitt og list til lífs með
krafti íslendingasagna - og stein-
amir gegna áfram mikilvægu hlut-
verki."
Þyrla í þágu menningar
Eins og algengt er með lista-
menn lifir Mike ekki af list sinni.
Tekjur heimilisins koma fyrst og
fremst frá rekstri veðhlaupahesta
sem hjónin hafa tamið. En Mike
er umhugað um hag listamanna
og fyrir þremur árum blöskraði
honum svo niðurskurður til lista á
sama tíma og ákveðið var að stór-
auka ríkisútgjöld á öðrum tilgans-
lausum sviðum að hans mati að
hann ákvað að bjóða sig fram til
þings.
„Niðurskurður til lista hafði ver-
ið gífurlegur í nokkur ár og 1993,
1. apríl af öllum dögum, var ég
hérna í eldhúsinu og hlustaði á
fréttir. Helsta fréttin var sú að rík-
isstjórnin ætlaði að kaupa 50 þyrl-
ur á 150 milljónir dollara stykkið,
sjö og hálfan milljarð dollara fyrir
þyrlur, hugsaðu þér. Með tilliti til
niðurskurðar til lista fannst mér
þetta fáránlegt. Ég var sannfærður
um að ég gæti útbúið ódýrari þyrl-
ur úr timbri, fór hérna út og úr
varð 18 feta löng þyrla á hjólum
með spöðum og útbúnaði til að líkja
eftir hefðbundnu þyrluhljóði. Eg
gerði ríkisstjórninni formlegt tilboð
í samræmi við ákvörðun hennar en
bar fram þá tillögu að hún keypti
frekar 50 þyrlur af mér á 5.000
dollara stykkið og sparaði þannig
umtalsverða peninga. Ég bauð rík-
isstjórninni að skoða verkið, sýndi
þyrluna fyrir utan þinghúsið í
Winnipeg og „flaug“ henni að Iista-
safninu þar sem hún var almenn-
ingi til sýnis í eina viku. Ríkisstjóm-
in hafði því nægan tíma til að kynna
sér málið en enginn úr hennar röð-
um lét svo lítið að sjá sig. „Ef þeir
vilja ekki koma til mín fer ég til
þeirra," hugsaði ég með sjálfum
mér. Ég sendi ríkisstjórninni bréf
þess efnis að ég ætlaði að koma
með þyrluna til Ottawa og gerði
það, stillti henni meðal annars upp
fyrir framan þinghúsið, en fékk
engin opinber viðbrögð frekar en
fyrri daginn. Þá var mælirinn full-
ur,og ég ákvað að bjóða mig fram
til þings í nafni Nashyrningaflokks-
ins því ég studdi hann þó ég væri
ekki flokksbundinn. Ég hringdi í
aðalstöðvar flokksins en var sagt
að hann ætlaði að sniðganga kosn-
ingarnar og því var mér ráðlagt
að fara fram sem óháður og ég
gerði það. Svo í þágu lista varð ég
fyrst að blanda mér í alþjóða stór-
viðskipti og síðan stjórnmál á
hæsta stigi í landinu."
Hann náði ekki kjöri en af
samantekt úr sjónvarpi má ráða
að framboð hans vakti mikla at-
hygli. Hann hélt kostnaði í algjöru
lágmarki og opnaði því fyrrnefnda
kosningaskrifstofu í strætóskýlinu.
Þyrlumálið var efst í huga fram-
bjóðandans og því mætti hann
ávallt til leiks klæddur sem þyrlu-
flugmaður með sundgleraugu en
óneitanlega stakk þessi útbúnaður
í stúf við uppáklædda mótfram-
bjóðendur. „Þetta var skemmtileg-