Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSKOSTIR _ + Um hundrað og fimmtíu námskeið á haustmisseri Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands Heilsteypt nám í meira mæli Á hverju misserí heldur Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands um tíu námskeið íyrir áhugafólk um heimspeki, bókmenntir, tónlist og myndlist, í samvinnu við heim- — — spekideild HI og fleiri aðila. ÞEGAR litið er yfir samanburðar- tölur um fjölda þátttakenda á nám- skeiðum Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands í þann rúma áratug sem hún og forveri hennar, Endurmenntunarnefnd HÍ, hafa verið starfandi, sést mikil og ör aukning í aðsókn. Í fyrra hélt stofnunin 370 námskeið sem um 7.000 manns sóttu, en 1984 voru þátttakendur rétt tæplega þúsund talsins. Margrét S. Björnsdóttir endur- menntunarstjóri segir nýjungar fjöl- margar í samræmi við mikið fram- boð, en meginviðfangsefni stofnun- arinnar er símenntun á háskóla- stigi. Þó eru námskeiðin öllum opin og hluti þeirra raunar ætlaður fólki án háskólamenntunar. Flest eru námskeiðin 15-25 klukkustundir að lengd, en allmörg ná yfir heilt miss- eri. „Einnig er í vaxandi mæli boð- ið upp á heilsteypt lengra nám. Um er að ræða eins til tveggja ára nám, samhliða starfi," segir hún. Breiður vettvangur náms Námskeið sem tengjast áhuga- málum fólks eru meðal annars á sviði bókmennta, heimspeki, sið- fræði, tungumála, listasögu, fom- sagna, kvikmyndafræða og trúar- bragðafræða. Starfstengd nám- skeið eru meðal annars á sviði rekstrar, sölu- og markaðsmála, gæða- og ijármálastjórnunar, lög- fræði, hagfræði, reikningsskila, heilbrigðis- og félagsmála, tölvu- notkunar, hugbúnaðargerðar, hönnunar og umhverfismála, svo stiklað sé á stóru. Eins til tveggja ára langt nám samhliða starfi felst meðal annars í námi í rekstrar- og viðskiptagrein- um, framhaldsnámi í rekstrarfræð- um, námi í markaðs- og útflutnings- fræðum, sjávarútvegsfræði, heilsu- hagfræði, fjölskyldumeðferð og rekstri og stjómun heilbrigðisstofn- ana. Þessu til viðbótar má geta þess að stofnunin heldur fjölda nám- skeiða á hveiju ári fyrir Hagsýslu ríkisins, sem bera yfirskriftina stjórnsýslufræði. í fyrra sóttu um 550 manns þessi námskeið að sögn Margrétar. Reykjavík í seinni heimsstyrjöld í haust verða m.a. námskeið um hugsjónir stjómmála og heimspeki, leikverk Ibsen í samstarfí við Þjóð- leikhúsið, fomsögur um Grænland og Vínland, um íslensku Vesturfar- ana, um Reykjavík styrjaldaráranna, um helstu meistara barokktónlistar, listmálarann Edvard Munch í tilefni af sýningu Listasafns Íslands á verk- um hans, um íslenskar bamabók- menntir og loks um töfra, særingar og utangarðsskáldskap á íslandi á 17. og 18. öld. Eins og sjá má á þessari yfírferð kennir margra grasa og hnýsilegra. Samkvæmt upplýsingum frá Mar- gréti verða í haust og vetur í boði grunnnámskeið í kínversku, jap- önsku, frönsku fyrir þá er stunda viðskipti við Frakkland, sérhæfð framhaldsnámskeið í Norðurlanda- málum, íslensku fyrir útlendinga, auk þýsku og spænsku fyrir lengra komna. Haldin verða námskeið um ljóða- gerð og smásagnagerð, um undir- búning ritverka (frá hugmynd að bók), um framsögn máls, einkum í ræðustól, um ritun vandaðrar ís- lensku, um samskipti við íjölmiðla og viðtalstækni fyrir blaðamenn. Fyrir blaðamenn verða einnig hald- in námskeið um ný lög um upplýs- ingaskyldu stjómvalda og íslensku þjóðkirkjuna. Hvernig á að fá styrk frá ESB? Á nokkmm námskeiðum verða kynntar ýmsar rannsóknaraðferðir í heilbrigðis- og félagsvísindum, hagnýt tölfræði og tölvunotkun í rannsóknum, nýjungar í söfnun og úrvinnslu gagna, og einnig má nefna að kenndar verða aðferðir við umsóknir um styrki frá Evrópusam- bandinu. Loks verða námskeið um tölvunotkun við upplýsingaöflun í læknisfræði og aðferðir við hagnýt- ingu upplýsinga úr læknisfræði- tímaritum. Haldin verða þijú sjálfstæð nám- ÞAÐ myndi æra óstöðugan að te(ja upp öll þau námskeið sem Endurmenntunarstofnun hefur í boði, en til að veita hugmynd um fjölbreytnina, má nefna námskeið um norska málarann Edvard Munch, námskeið um Reykjavík í seinni heimsstyrjöld og námskeið um árásarhneigð á meðal unglinga. skeið fyrir áhugafólk um hagfræði og námskeið um aðferðir í stjórnun fiskveiða, mat á árangri þeirra og þá umræðu sem fram fer víða um heim um þær. Á sviði lögfræði verða námskeið m.a. um viðurlög og skaðabætur í umhverfísrétti, skattarétt, vinnurétt á einkamark- aði og hjá opinberum aðilum, samn- inga um erlendar fjárfestingar og nýju skaðabótalögin, svo eitthvað sé tínt til. Margrét bendir jafnframt á að skipulögð hefur verið röð ellefu sjálfstæðra námskeiða um flesta þætti markaðsmála fyrirtækja. Námskeiðin mynda eina heild og eiga að gera þátttakendum kleift að byggja smám saman upp alhliða markaðsþekkingu. í byijun október verður haldið námskeið fyrir nýútskrifaða arki- tekta um byggingarlist og skipulag, með áherslu á það sem séríslenskt er á því sviði. Fyrir verk- og tækni- fræðinga verða m.a. námskeið um viðhald og viðgerðir á húsbygging- um, málmtæringu og tæringarvarn- ir svo eitthvað sé nefnt. Internet og rafræn samskipti skipa stóran sess á komandi hausti í námsskrá stofnunarinnar. Haldnar verða almennar kynningar á Inter- netinu og möguleikum þess, auk námskeiða í gerð heimasíðna á ver- aldarvefnum. Sérstakt námskeið verður um nýjungar í margmiðlun og samskiptatækni. Þá verður nám- skeið í svonefndri hraðri hugbúnað- argerð og bættum notendaskilum. Loks má nefna námskeið um hóp- vinnukerfi og möguleika upplýs- ingatækninnar í fyrirtækjarekstri. Sjálfsvíg ungs fólks Haldinn verður fjöldi námskeiða fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu. í byijun september verður námskeið um örvun á skyn- í og hreyfíþroska með áherslu á mis- ( þroska börn. Meðal annarra nám- j skeiða sem haldin verða á misserinu má nefna: Næring aldraðra; túlkun klínískra rannsóknaniðurstaða, umbætur og gæðastarf í heilbrigðisþjónustu, umönnun dauðvona sjúklinga, fötl- un, langvarandi veikindi og meðvirk- ar fjölskyldur, líkamsmat fyrir hjúkrunarfræðinga, sjálfsvíg ungs fólks, ofvirkni bama og unglinga, ■ yfirlitsnámskeið um einelti, árásar- \ hneigð meðal unglinga; áfallasál- | fræði, þrek-og mjólkursýmmæling- ar í lífeðlisfræði, markaðsmál og gæðastjómun fyrir sjúkraþjálfara og stjómunamámskeið fyrir hjúkran- arfræðinga. Ofangreind upptalning er vita- skuld langt í frá tæmandi, en ætti að gefa lesendum einhveija hug- mynd um úrvalið hjá stofnuninni. i Námsaðstoð og fullorðinsfræðsla Sveigjanlegur námstími NEMENDAÞJÓNUSTAN býður almenningi upp á námsaðstoð og fullorðinsfræðslu allt árið, og er námstími sveigjanlegur og nánast samkomulagsatriði, að sögn Halls Skúlasonar hjá fyrirtækinu. „Þannig getur námskeið hafist hvenær sem er og samið er um hentugasta tím- ann fyrir nemendurna," segir hann. Námsaðstoðin er fyrir nem- endur á öllum skólastigum í flestum bóklegum greinum að sögn Halls, svo sem þá er þurfa að ná sér á strik í skólanámi eða skipta um skóla, auk þeirra sem vilja rifja upp námsefni fyrir frekari skólagöngu. Hefðbundnar námsgreinar í námi fyrir fullorðna eru boð- in námskeið í íslenskri stafsetn- ingu og málfræði, stærðfræði og öðrum raungreinum, erlendum tungumálum, bókfærslu, skrift, lestri og fleiri hefðbundnum námsgreinum. Hallur segir ekki óalgengt að starfsfólk fyrirtækja sæki nám- skeið Nemendaþjónustunnar að eigin frumkvæði, en einnig panti fyrirtækin námskeið til að auka færni starfsmanna á tilteknu starfssviði fyrirtækisins. „Þar má nefna námskeið í ís- lensku fyrir ýmsa starfsmenn, erlendum tungumálum fyrir sölumenn og undirbúningsnám- skeið í tölvumáli. Einnig höfum við boðið prófarkalestur fyrir þá sem eru að gefa út fræðslu- eða kynningarefni,“ segir hann. Hann segir starfsmenntunar- sjóði ýmissa fagfélaga styrlq'a nám þeirra aðildarfélaga sinna sem njóta fullorðinsfræðslu skól- ans. EKKI er jafnauðvelt fyrir alla að hefja nám eftir langt hlé, og þá getur verið hentugt að fá námsaðstoð eða skerpa minnið á ýmis grundvallaratriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.