Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÆÐI OG KLÆÐI SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 15 1 I ] J - ! I < í i í ( 4 i ( i ( i ( ( ( ( i ( Kvöldmáltíð í hópi vina GRÆNMETISELDHÚS Steinunnar býður upp á eins kvölds námskeið í matreiðslu grænmetisrétta, ætlað litlum hópum eða um átta manns í senn. Steinunn Bergsteinsdóttir hóf þessa starfsemi í fyrrahaust og kveðst ánægð með viðtökurnar. Steinunn eldaði grænmetisrétti í Kaffileikhúsinu þangað til í júní í fyrra og kveðst hafa orðið vör við ríkan áhuga gesta á matargerðinni. Spurðu margir um hráefnið og hvernig eldamennskan gengi fyrir sig. í kjölfarið innréttaði hún sér- stakt eldhús á heimili sínu til að geta svalað forvitni fólks um græn- metisfæði betur. „Fólk veit almennt ekki nóg um t.d. þær baunir og krydd sem eru á markaðinum, eða vill bæta við þekk- ingu sína. Áhuginn hefur vaxið mik- ið, auk þess sem margir sem eru ekki löggiltar grænmetisætur eru að minnka umfang kjöts í máltíðum og borða „græna“ rétti oftar,“ segir hún. Á námskeiðinu, sem stendur í um þrjár til fjórar klukkustundir í senn, er farið yfir átta uppskriftir að jafn- aði, og er súpa og brauð fastir liðir. Á sumum námskeiðum Steinunnar hefur verið boðið upp á indverska aðalrétti og mexíkóska á öðrum, enn önnur hafa verið með blönduðum réttum og á einu námskeiði var ein- göngu boði4kupp á kartöflurétti. Á námske'Bum sitja nemendur við matarborð og rýna í uppskriftir, ræða þær og skrifa hjá sér leiðbein- ingar þær sem Steinunn hefur fram að færa. Á meðan hún íjallar um aðferðir og hráefni, er hún önnum kafin við matreiðsluna, þannig að um sannkallaða sýnikennslu er að ræða. „Á eftir borða þátttakendur mat- inn sem búið er að elda, svo að segja má að fólk sé að borða úti í góðra vina hópi eins og algengt er, með þeirri undantekningu að það lærir fyrst að búa til allan matinn. Fólkið heldur síðan heim með magafylli og uppskriftirnar. Þessar kvöldstundir hafa verið afskaplega skemmtilegar og oft mikið fjör í hópunum," segir Steinunn. í nóvember og desember síðastlið- inn bauð hún jafnframt upp á Jóla- námskeið" sem miðaðist við meðlæti af ýmsu tagi. „Þegar fólk er að eida hátíðarmat- inn vill það oft verða þreytt á rauðk- álinu, brúnuðu kartöflunum og sama Waldorf-salatinu sem er alltaf á borðum, og þetta námskeið er miðað við að kenna fólki að búa til ýmsa „hliðarrétti" með stórsteikum og kjöti, sem eru líka góðir sem stakir grænmetisréttir," segir hún. Þar á meðal má nefna saffranbrauð, pikk- les, kryddlegnar ferskjur og fleira góðgæti. Námskeið kostar 2.500 kr. á mann. Morgunblaðið/Ásdís STEINUNN innréttaði sérstakt eldhús til að geta frætt fólk um grænmetisrétti. Morgunblaðið/Ásdís Blómkáls- salat með gráðosta- sósu EINN af þeim réttum sem Stein- unn hefur á boðstólum er blóm- kálssalat með gráðostasósu, og ættu flestir að geta sett það saman: Fólk þarf einn stóran blómkáls- haus, sneiddan fínt niður, hálfan bolla af saxaðri grænni papriku og jafnmikið af saxaðri rauðri papriku, eina stóra gúrku, sneidda, fjóra sneidda tómata, salatblöð og einn skammt af gráð- ostasósunni, en uppskriftin af henni fylgir hér á eftir. Steinunn segir að raða eigi sal- atblöðunum á disk og láta blóm- kálið og paprikurnar í miðjuna. Síðah á að raða tómötum og gúrku allan hringinn og hella sós- unni yfir. Salatsósur í hvítlaukssósuna þarf tvö til þrjú hvítlauksrif, pressuð, tvær matskeiðar af Dijon-sinnepi og einn dl. af Heidelberg lagerediki. Þessu er hrært vel saman. Þá kemur ein teskeið af svörtum pip- ar og salt. Þá er tveimur dl af matarolíu bætt út í smátt og smátt og hrært vel í á meðan. Einnig er salatsósa með gráð- osti, en þá er einn lítill gráðostur nt^pkaður út í hvítlaukssósuna í matvinnsluvél, eða rifinn niður og hrærður vel samanvið. J%nskafyrir m/lICa Enskunám í Hafnarfirði Áhersla á talmál Hópar fyrir byrjendur og lengra komna. Ókeypis kynningartími Innritun i sítna 565 0056 eftir kl. 16. VH o.fl. starfsmannafélög taka þátt í námskostnaði. Erla Aradóttir, MA i enskukennsiu, fulltrúi enskuskólanna The Bell ogAnglo fVorld. Fyrirhuguð er námsferð til Englands, sumarið 1997 MYNDBOND eru öflugur miðill í fræðslustarfi Ný fræðslumyndbönd: Sjávarútvegur, New Horizons in Fishing, Ljósiö, Gróður íslands, Starfsmaðurinn, Skyndihjálp. Myndbandagerö og dreifing, fræösiumyndbönd fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir MYNDBÆR HF. Suðurlandsbraut 20, sími 5535150,fax 5688408 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Sími 565 0400 Frá Flensborgarskólanum Skólastarf Flensborgarskólans á haustönn 1996 hefst með kennara- fundi þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10.00. Stundatöflur nemenda í dagskóla verða afhentar fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. ágúst frá kl. 9-16 báða dagana. Skólasetning fer fram föstudaginn 30. ágúst í tvennu lagi: Kl. 10.00 fyrir eldri nemendur, en kl. 13.00 fyrir nýnema. Kennsla hefst samkvæmt stunda- töflum mánudaginn 2. september. Innritun og kennslupphaf í öldunga- deild er auglýst sérstaklega. Skólameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.