Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 21 < < < < < < < I < < < < < < < < < < -i ANDINN Veröldin í ljósi heimspeki UNGDÓMURINN er ekki afrækt- ur þegar námskeið eru annars vegar og fleira í boði á þeim vett- vangi en leikir og föndur. Heim- spekiskólinn freistar þess að skerpa hugsun barna og ungl- inga, sex ára og eldri, og er að hefja sitt níunda starfsár 16. sept- ember næstkomandi. Hreinn Pálsson, helsti forvígis- maður skólans, segir námskeiðin í senn vera samræðu- og rök- leikninámskeið sem geri þá kröfu til nemenda að þeir skiptist á skoðunum á „gagnrýninn, skap- andi og umhyggjusaman hátt“. Eftirtekt og rökræður Á námskeiðunum eru heim- spekilegar skáldsögur teknar til umfjöllunar en þær fjalla að sögn Hreins yfirleitt um hugsandi krakka á svipuðum aidri og þátt- takendur. „Nemendur leita sjálfir að umræðuefnum en kennarinn leiðir samræður þeirra með spurning- um um rök og ástæður. I kennsl- unni er beitt fyrirfram undirbún- um spurningaröðum og verkefn- um þegar við á. Leikir og mynd- gerð eru hluti af námskeiðunum, sérstaklega hjá yngri börnunum," segir hann. Námskeiðin standa í tólf vikur og hittast hóparnir einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn og eru átta til tólf börn í hverjum Byggtá fornum að- ferðum NUDDSKÓLI Nuddstofu Reykja- víkur rekur starfsemi í Reykja- vík og á Akureyri og nú í haust bætast Egilsstaðir í hópinn. Stærsti námsþáttur skólans er nám í svæðameðferð og er hann annar af tveimur skólum hér- lendis sem bjóða upp á heild- arnám í henni, að sögn Kristjáns Jóhannessonar sjúkranuddara sem veitir skólanum forstöðu. Einnig er í boði nám í öðrum nuddgreinum, endurmenntun fyrir svæðanuddara svo og upp- rifjun fyrir þá nemendar sem hafa gert hlé á námi sínu. Á haustönn bætist nú nýtt námskeið við þau sem fyrir eru, eða 52ja stunda grunnnám í slök- unarnuddi þar sem áhersla er lögð á háls, herðar og bak. Skól- inn býður einnig í fyrsta skipti upp á framhaldsnám í svæðameð- ferðávorönn 1997. Kristján segir að heildarná- minu sé skipt niður í sex áfanga sem spanna þrjár annir, eða alls hálft annað ár. DANSSKÓLI Siguröar Hákonarsonar Auöbrekku 17 Kópavogi - Sími 5B4 1111 Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fulloröna. Byrjendur ogframhald. ianritim og upplÝNÍngar 1. til 10. sept. kl. 10-23 í síma 564 1111 ATH! OPIÐ HÚS Á LADGARPACiSKTOUWM Fagmennska ífyrírrúmi. hóp. Á meðal þess sem er í boði má nefna námskeið fyrir 6-7 ára börn, þar sem fjallað er um það sem er líkt og ólíkt með hlutun- um. Nemendur þjálfast að sögn Hreins í hlustun, eftirtekt og rök- ræðum. Feimni, stríðni, vinátta, vöxtur og þroski, tengsl hluta og heildar, reynslu og hugmynda eru á meðal viðfangsefna. Á námskeiði um tengsl manns og náttúru er fjallað um um- hverfí mannsins og stöðu hans í náttúrunni, hvernig við öðlumst reynslu og vinnum úr henni. Með- al annars koma sérkenni á störf- um og athöfnum blindra til um- ræðu og glímt er við viðfangsefni á borð við sýnd og reynd, ótta og hugrekki, athafnir og sköpun, sannleika og fegurð, umhverfis- vernd og mengun. Fyrir 9 til 10 ára börn er nám- skeið um tengsl máls og hugsun- ar og sérstaklega gefínn gaumur að margræðni og mismunandi túlkun á atburðum og sögum. Hreinn segir samanburð settan í öndvegi á þessu námskeiði. En fleira er tínt til. Skoða eigin þankagang „Fyrir unglinga á aldrinum 11-13 ára er námskeið sem heitir ráðgátur og rökleikni, en þar seg- ir frá bekkjarfélögum sem byija að hugsa um eigin þankagang. Smám saman uppgötva þeir hvemig hægt er að beita rökfræði á dagleg viðfangsefni. í bland við rökfræðina eru sígildar ráðgátur heimspekinnar settar fram. Fyrir krakka á svipuðum aldri er námskeið um siðfræði þar sem siðferðisleg álitamál em rökrædd út frá reynslu' nem- enda og sígild- um siðfræði- kenningum, þar sem við sögu koma hugtök á borð við sanngirni, sannleik, reglur, viðmið, atvinnu, atvinnuleysi, kynjamisrétti og réttindi dýra og manna,“ segir Hreinn. Fyrir elstu unglingana er hald- ið námskeið þar sem stuðst er við bækurnar Áfarkosti eftir Atla Harðarson og Veröld Soffíu eftir Norðmanninn Jostein Gaarder sem náð hefur metsölu. Þar eru ráðgátur Atla og spurningar Soff- íu rökræddar og settar í sam- hengi við reynslu nemenda. Hreinn segir þá kröfu gerða til nemenda að þeir hlusti vel, taki mark hveijir á öðrum og rökstyðji skoðanir sínar. Reynslan hafi leitt í ljós að krakkamir verði ófeimn- ari að segja skoðanir sínar eftir námskeiðin, telji sig hagnast á bollaleggingum og eigi auðveldara með að bijóta mál til mergjar. Námskeið Vinnueftirlitsins víða um land Vinnueftirlitiö vekur athygli á eftirfarandi námskeiöum, sem stofnunin heldur í Reykjavík og víða um land: ■ Sprenginámskeið ■ Stjórnandinn og vinnuvemd ■ Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og -verði á vinnustöðum ■ Um stjórn og meðferð vinnuvéla ■ Um flutning og meðhöndlun á hættulegum varningi Leitið nánari upplýsinga hjá Vinnueftiriitinu í síma 567 2500 milli kl. 8.20 og 16.00. Vinnueftirlit ríkisins Blldshöfða 16-112 Reykjavik - Sími 567 2500 Fyrir foreldrana... ...vegna barnanna fullorðinsfræðslan Matshæft nám: Skólanám eða fjarnám Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar framhaldsskóla í kjarnagreinum. & þýskaog þýskafyrirferðaþjónustu, spænska, norska, sænska, tölvugrunnur, kynning á interneti, ICELANDIC. fullop>insfPðe>slan Heimasíða: http//www/ice.is/fraedslan/ Netfang: fraedslan@ice.is Pijónanámskeið Fyrstu námskeið vetrarins eru nú að hefjast. Kennt einu sinni í viku í 6 vikur, 4 kennslust. í senn, alls 24 kennslust. Kennslan miðast við kunnáttu hvers nemanda og nýtist því bæði byrjendum og fagfólki. Kennd er almenn prjóntækni, myndprjón prjónað á réttunni og frágangur. 1. námskeið þriðjudagar 10. sept. - 15.okt. 2. námskeið miðvikudaga 11. sept. - 16. okt. 3. námskeið þriðjudaga 22. okt. - 3. des. 4. námskeið miðvikudaga 23. okt. - 4. des. Útsaumsnámskeið Kennt er tvö kvöld, 4 kennslust. í senn. Kennt er hálft spor, öðru nafni „petit point“, og fjallað um strekkingu og uppsetningu á púðum. 1. námskeið, fimmtudaga 19. sept. - 26. sept. 2. námskeið, fimmtudaga 17. okt. - 24. okt. Kennsla á öllum námskeiðum ferfram í Storkinum á miUi kL 19.30 - 22.30. Kennari á öllum námskeiðum er Sunneva Hafsteinsdóttir og hefur hún sér til aðstoðar leiðbeinanda frá Storkinum. STORKg?g Laugavegi 89, súni 881 8288 Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónmenntaskóli Reykjavíkur hefur kennslu í september. Nemendur, sem eiga umsóknir nú þegar í skólanum komi tíl innritunar þriðjudaginn 3. september sbr. heimsent bréf. Skólinn éetur enn bætt við örfáum nemendum í forskóladeild sem hér segir: Forskóli 1. börn fædd 1990 (6 ára) Forskóli 2. börn fædd 1989 (7 ára) Forskóli 3. börn fædd 1988 (8 ára) Auk þess getur skólinn bætt við nemendum ú ýmsum aldri á eftirtalin hljóðfæri: Tréblásturshljóðfærin blokkflautu, óbó og fagott. Málmblásturshljóðfærin trompet (komett), básúnu, hom og barytónhom. Auk þess nemendur á ásláttarhljóðfæri (slagverk),, kontrabassa og harmóníku. Skrifstofan á Lindargötu 51 er opin frá kl. 9.00-16.00. Síminn er 562 8477. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.