Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 12
12 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFÞREYING/LISTIR Kramhúsið er gróðurhús hugmynda og hollrar hreyfingar „HOLL og skemmtileg hreyfíng og tjáning er markmiðið með Kram- húsinu, og að fólk vaxi. Sumir kalla þetta gi'óðurhús og það er ágæt lýsing á því hvemig margt dafnar hér út frá hógværum hugmyndum og öðlast sjálfstætt líf,“ segir Ólöf. Konur hafa verið einkar áber- andi í Kramhúsinu og þær eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem sækja þangað þjónustu. Ólöf segir þetta ekki vera markvissa stefnu og séu forsvarsmenn Kramhússins opnir fyrir því að breyta þessu, enda hafi þeir mörgu karlmenn sem þangað koma verið ánægðir. Erlendir gestakennarar hafa sett svip sinn á Kramhúsið frá upphafí. Þannig hafa tveir erlendir leiðbein- endur, annar frá Danmörku og hinn frá Englandi, vísað íslenskum kenn- urum veginn á nýliðnu námskeiði sem haldið var til að að vekja þá til umhugsunar um ýmsa möguleika sem bjóðast í listgreinakennslu. Kveikt á ímyndunaraflinu „Tilgangurinn var ekki síst að kveikja á ímyndunarafli kennar- anna og örva þá til að leita nýrra leiða í því sem þeir fást við í skólun- um,“ segir Óiöf og kveður viðtökur hafa verið góðar. í haust og vetur býður Kramhús- ið upp á fjölbreytt námskeið á sviði hreyfímennta og danslista, þar á meðal almenna leikfími við tónlist, en hún byggist á mýkt, öndunar- æfíngum, teygjum og danssporum. Leikfimin er á morgnana, í há- deginu og síðdegis og einnig er boðið upp á sérstaka karlatíma, sem hafa verið vinsælir, að sögn Ólafar. „Harpa Helgadóttir, sem kennir þessa tíma, er sjúkraþjálfari og leggur sérstaka áherslu á líkams- beitingu, en samt er tekið mjög vel á. Hún er líka með tíma fyrir konur sem eiga við bakvandamál að glíma eða grindargliðnun, og hefur komist að þvi að salsaspor er eitt það besta sem fólk stígur ef það er slæmt í bakinu. Dans- sporin í salsa liðka og styrkja alla vöðvana við hrygginn og í kringum mjaðmirnar og fólk dansar sig frá verkjunum,“ segir Ólöf. Mikil breidd í aldri Að venju heldur Kramhúsið einnig námskeið í „afró“ og er það Morgunblaðið/Þorkell BRYNDÍS Halldórsdóttir og Hany Hadaya í léttri tangósveiflu fyrir utan Kramhúsið. Salsa til að lækna bakverki Kramhúsið er að hefja tólfta starfsár sitt í haust, að sögn Qlafar Ingólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra. Stofnandi Kramhússins er Hafdís Ámadóttir og segir Ólöf hana vera lífið og sálina í starfseminni. Jamaíkabúinn Orville Pennant sem kennir það fjórða veturinn í röð. Þar er tekið vel á og er mikil breidd í aldri þátttakenda, að sögn Ólaf- ar, eða frá 12 ára til sextugs. Or- ville byggir á danssporum frá Vest- ur-Afríku, sem felast í taktföstum og kraftmiklum hreyfingum, ákveðnum endurtekningum en samt miklu fijálsræði. Hann kenn- ir líka námskeið sem kennt er við Kalypso, en í þeim dönsum bland- ast saman ólíkir menningar- straumar, bæði frá Afríku, Karab- íska hafinu og Vesturlöndum. Frá Perú kemur kennarinn Car- los Sanches til að leiðbeina íslend- ingum í að dansa Salsa, en dansinn hefur ríka fótfestu í löndum Suður- Ameríku og byggist á einföldu grunnspori sem spunnið er við. Eitt helsta tromp Kramhússins undanfarin ár hefur verið nám- skeið í Tangódansi, og kenna hjón- in Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya argentískan tangó. í tengslum við námskeiðin hefur verið starfræktur Tangó-klúbbur Kramhússins, og hefur fólk átt kost á að hittast mánaðarlega og æfa sig að dansa. Klúbburinn var endurvakinn í fyrra eftir nokkurn dvala og var aðsókn með ágætum, að sögn Ólafar, þannig að ekki sé að búast við öðru en framhaidi i vetur. Miklar kröfur gerðar Leiksmiðja fyrir fullot'ðna verð- ur starfrækt í Kramhúsinu í vetur og mun Anna Elísabet Borg, leik- kona,_ hafa umsjón með námskeið- inu. Ölöf segir námskeiðið hugsað fyrir fólk, 18 ára og eldra, sem hafi áhuga á leiklist eða vilji kanna eigin mörk og getu. „Á námskeiðinu eru gerðar svo tniklar líkamlegar, andlegar og til- finningalegar kröfur til þátttak- enda að margir undir 18 ára aldri standa varla undir þeim,“ segir Ólöf. Ennfremur er boðið upp á nám- skeið fyrir börn og unglinga á sviði leiklistar og tónlistar, myndlistar og dans, og eru þau sett saman miðað við þá aldurshópa sem um ræðir. Námskeið i Kramhúsinu kosta á milli 6-15 þúsund krónur, eftir lengd námskeiða og tímafjölda. „Glettn- islegir fætur“ HANY Hadaya segir þau Bryndísi Halldórsdóttir byggja kennslu sína á ósviknum argentískum tangó, sem kemur beint frá Buenos Aires. „Tangó sem flest fólk þekkir úr samkvæmisdönsum, er af- brigði þessa argentíska tangós sem hóf göngu sína í París, en tangóinn sem við kennum er frá Buenos Aires,“ segir hann. Hany segir of mikla áherslu hafa verið lagða á, í gegnum tíðina, að skil- greina tangó, en í hans huga sé ágæt lýsing á dans- inum að ímynda sér par sem er mjög alvarlegt að ofanverðu en fæturnir séu mjög glettnislegir. íslendingar móttækilegir „Við kennum tangó með miklum fótaflækjum þeg- ar fólk er komið vel af stað og ýmsum tæknileg- um atriðum, en herrann heldur mjög fast um kon- una og stjórnar af ákveðni. Til eru mjög mörg spor í tangó en það er hægt að spinna út frá þeim á margvíslegan hátt,“ segir Hany. Hjónin hafa kennt um 350 manns tangó og eru Islendingar mjög móttækilegir fyrir dansinum, að sögn Hany. Hann segir tónlistina skipta miklu máli í því sam- bandi og sé reynt að kenna nemendum að skynja tón- listina, hlusta á hana og finna dansgleðina sem kemur þegar hún fer að leiða þá áfram. RÖÐ mynda úr formfræðiathugunum í fullorðinsdeildum Myndlistarskólans í Reykjavík. Veganesti fyrir frekara nám MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík fagnar hálfrar aldar afmæli á næsta ári en hann hef- ur starfað óslitið síðan 1947 og eru nemendur við hann nú á fjórða hundrað talsins. í haust verða meðal annars í boði nám- skeið í myndasögum, skúlptúr- gerð, málun og módelteikningu. Skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík er Valgerður Bergs- dóttir og að hennar sögn er haft að leiðarljósi að veita nem- endum traust grunnnám sem nýtist þeim sem veganesti fyrir frekara myndlistarnám. „Fullorðnir sækja sér kennslu i áföngum í teikningu, almennri teikningu og módel- teikningu, málun, formfræði og skúlptúr, leirmótun, meðferð vatnslita, grafík og fleira. Áherslan er lögð á grunnnám sem hefur reynst mörgum nem- endum góður undirbúningur að frekara myndlistarnámi. Einn- ig eru innan deilda framhalds- hópar, nemendur með þegar áunnin réttindi eða nemendur sem stunda nám samhliða öðru námi, svo sem í iðngreinum og ' uppeldisgreinum," segir hún. Hun bendir sérstaklega á mótunaráfanga í kennsluskrá haustanna, þar sem formfræði er kennd og framhald skúlp- túráfanga, þar sem fengist er við járn, leir og fleiri efni. Einn- ig eru í boði kennsla i styttri áföngum nú í september, þijár vikur í senn, þar sem augum er beint að ýmsum sérflokkum, svo sem litafræði. Ennfremur verð- ur listasögufræðsla í formi fyrirlestraraða og námskeið í grafík í samvinnu við félag graf- íklistamanna. Nemendur barna- og ungl- ingadeilda eru jafnan um 120 talsins, að sögn Valgerðar, á aldrinum 6-16 ára og eru áfang- ar skipulagðir miðað við aldur barnanna og þroska. Hún segir efnisnotkun þar fjölbreytta. Hafa unnið til verðlauna „Fjölbreytnin í kennsluverk- efnum barnadeilda stuðlar að samhæfingu hugmynda, sjónar og hæfni til vinnu í leirmótun, teikningu og málun. Nemend- urnir fá einnig uppfræðslu í listasögu tengda verkefnum og hafa börn úr skólanum fengið verðlaun fyrir námsárangur á alþjóðlegum barnamyndlistar- sýningum," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.