Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 5 IMÁMSKOSTIR Rafiðnaðarskólanum vex fiskur um hrygg Morgunblaðið/Þorkell RAFIÐNAÐARSKÓLINN býður meðal annars upp á framhalds- nám fyrir rafiðnaðarmenn í faggreinum, þar sem þeir geta kynnst nýjungum á sínu sviði. Mikið framboð námskeiða RAFIÐNAÐARSKÓLINN hélt fleiri námskeið í fyrra en nokkru sinni áður í sögu hans, eða alls 243 nám- skeið með ríflega 2.100 þátttakend- um að sögn Sigurðar Geirssonar og Jóns Árna Rúnarsonar, skóla- stjóra og forstöðumanna Fræðslu- miðstöðvar rafiðnaðarmanna. Asókn atvinnulausra mikil Til samanburðar voru haldin 189 námskeið með 1.919 þátttakendum árið áður. Skólinn hyggut' enn á aukin úmsvif og er búist við að námskeið verði um 350 talsins á komandi skólaári að þeirra sögn. Sigurður og Jón Árni segja að- sókn rafiðnaðarmanna á fagnám- skeið hafa færst mjög í vöxt en einnig hafi orðið mikil aukning á námskeiðum fyrir fólk í atvinnuleit vegna vaxandi atvinnuleysis. Raf- iðnaðarskólinn hefur í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband al- þýðu tekið að sér að halda tölvu- námskeið fyrir atvinnulausa, og vegna þess að húsnæði skólans í Skeifunni var stækkað unt þriðjung í fyrra vat' unnt að hleypa nýju lífi í starfsemina. Á hverju námskeiði eru 8-9 þátt- takendur að meðaltali, en miðað er við að ekki sitji fleiri en 12 manns hvert námskeið. í fyrra vat' einnig ýtt út' vör skipu- lögðu starfsnámi, annars vegat' 260 tíma tölvu- og rekstrarnámi og hins vegat' námi í rekstri og umsjón töivu- neta. I undirbúningi eru fleiri nám- skeið í santa anda og verða þau væntanlega í boði nú á haustönn. Að öðt-u leyti verður skipan nám- skeiða með svipuðum hætti í haust og vetur og í fyrra að sögn þeirra félaga, og segja þeir þau vera ákaf- lega margbreytileg í samræmi við mikið framboð. Sigurður segir aðalstarfsemi skólans vera námskeiðahaid og séu þau þrískipt. í fyrsta lagi sé boðið upp fagtæknileg og fagtengd nám- skeið sem fjalla um fagieg og tæknileg efni. Þarna er um að ræða framhaldsnám fyrir rafiðnaðar- menn í faggreinum, þar sent þeir geta kynnst nýjungum á sínu sviði, og meistaraskóla í rafvirkjun og rafeindavirkjun. í öðru lagi eru haldin námskeið í sviði rekstrar og stjórnunar, t.d. í viðskiptafræðum í tengslum við rekstur minni iðnfyr- irtækja, þar sem lögð er áhersla á kennslu í bókhaldi og annað slíkt. í þriðja lagi eru tölvunámskeið, al- menn og sértæk, þar sem kennt er á hefðbundin forrit og forritun, og eru mörg þau námskeið ætluð öllum almenningi en ekki aðeins rafiðnað- armönnum. Samstarf við aðrar starfsgreinar Jafnframt þessu hefur tekist sam- starf á milli Rafiðnaðarskólans og Flugvirkjafélags íslands um að skól- inn annist námskeiðahald fyrir flug- virkja, sent hluti af endurmenntun þeirra. Farið verður í rafmagns- fræði, rafeindafræði og tölvutækni. Einnig mun skólinn í samvinnu við Samstai'fsnefnd unt verslunar- menntun halda námskeið fyrir af- greiðslufólk í raftækjaverslunum. Rafiðnaðarskólinn ltefur verið starfræktur í rúman áratug en und- anfat'i hans er endurmenntunar- nefndir í rafiðnaði sem hafa verið starfandi í unt tvo áratugi. Fyrir þremur árum var formlega stofnað til skólanefndar Rafiðnaðarskólans, sem er eign samtaka atvinnurek- enda og launþega í rafiðnaði. Skólinn velti tæplega 57 milljón- um kt'óna á seinasta ári og eru tekj- ur af eftirtnenntunarsjóðum mestar, eða um helmingur heildartekna, sem skýrist af því að 1% af heildarlaun- unt rafiðnaðarmanna renna í sjóðina. Misdýr námskeið og styrkir Flest námskeiðin kosta á bilinu 3.000 til 30.000 krónur, eftir því hvort um sé að ræða aðildarfélaga eftirmenntunarsjóða eða ekki, fyrir utan tölvu- og rekstrarnám sem hefur kostað frá 59.000 til 175.000 krónur. Makar og börn félagsmana greiða sama námskeiðsgjald og fé- lagsmenn. Eftirmenntunarsjóður greiðir ennfremur þeim félags- mönnum ferðastyrki sem búa í 40 kílómetra íjai'lægð eða fjær frá námskeiðsstað. LÆRID HJÁ KIM SEM ÞEKKJA VtNNUMARKðDINN Rekstur og umsjón tölvuneta Rafiönaðarskolinn býöur nu upp á áhugavert og spennandi skipulagt starfsnám á tölvutæknilegu sviði. Ef framtiðarspar ganga eftir er líklegt að þörfin fyrir starfskrafta með sérþekkingu í rekstri og umsión tölvuneta verði mikil. Heildarverð kr. 138.000,-* Námsgögn innifalin. Mörg stéttarfélög greiða niður námsgjöld sinna félagsmanna. r-=r- Lengd namsins er 260 kennslustundir og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Námiö hentar þeim sem eru í atvinnuleit og/eða vilja styrkja stöðu sína með sérþekkingu. Kvöldtímar ATVINNUTÆKIFÆRI FRAMTIÐARINNAR ■ ■ mmm liitillllltlllllllllllllililll föooaooo QQQ> QOQ □ QOO QQ tt aaa o□qq quq RAFIÐNAÐARSKOLINN Skeifan 11 b - Sími 568 5010 Bókin Verðbréf og áhætta er í senn til fróðleiks og til ánægju, ætluð jafnt sem uppflettirit og kennslubók. Þar er að finna upplýsingar um íslenskan og erlenaan verðbréfa- markað, auk skilgreininga og skýringa. Yfir 240 blaðsíður með meira en: • 200 skýringarmyndum • 40 töflum • 140 útskýringum í orðalista • 40 formúlum VILTULÆRAAÐ ÁVAXTA PENINGA? í bókinni eru svör við spurningum eins og... • Hvernig má fá hærri ávöxtun án þess að taka meiri áhættu? • Hvernig á að lesa og túlka upplýsingar í fjölmiðlum? • Hvernig er best að ávaxta peninga? • 1 hverju felst ávöxtun hlutabréfa? • Hvernig get ég lækkað skattana? FORYSTA í FJÁRM/ VtB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.