Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐJÐ Námskeið haustið 1996 Bútasaumur - föndur 1. Teppi (byrjendur) 5. Jóladúkar 2. Skurðartækni (framhald) 6. Jólasveinar Hgí 3. Veggteppi 7. Jólateppi o.fl. 4. Dúkkur VIRKA Opið mánudaga til föstudaga kl. 10.00 - 18.00 og laugardaga frá 1. sept. kl. 10.00 - 14.00. 'V'© <§rI3' FJÖLBRAUTASXÖUNN BREIÐHOLTI Frá Fj ölbrautaskólanum í Breiðholti Upphaf haustannar 1996 28. ágúst, miðvikudagur Töfluafhending kl. 9.00 Nýnemakynning kl. 9.30 Kennarafundur kl. 13.00 2. september, mánudagur Kennsla hefst skv. stundaskrám Innritun í Kvöldskóla F.B. 26. ágúst kl. 16.30 - 19.30 28. ágúst kl. 16.30 - 19.30 29. ágúst kl. 16.30 - 19.30 Skólameistari FB þegar þú velur verknám TUIMGUMÁL Enskuskólinn bíður upp á persónulega þjónustu Morgunblaðið/Þorkell KENNARAR Enskuskólans eru frá enskumælandi löndum og notast við móðurmál sitt við kennsluna. ENSKUSKÓLINN við Túngötu hef- ur starfað í áratug og hafa nemend- ur á aldrinum sautján ára ti! ríflega áttræðs sótt þangað kunnáttu, að sögn Julie Ingham skólastjóra. Flest- ir eru þó á aldrinum 25-55 ára. Julie segir skólann leggja mestu áherslu á almenn námskeið þar sem talmálið er í fyrirrúmi og séu helstu námskeiðin annað hvort sjö vikur í senn, þar sem nemendur mæta tvisv- ar í viku, áttatíu mínútur í senn, eða í tólf vikur þar sem nemendur mæta einu sinni í viku. Hún segir sérstöðu skólans felast í því hvernig nemend- um er þjónað. Ekki fleiri en 10 í bekk „Hver einasti nemandi sem hefur áhuga á að stunda hér nám fer í viðtal á ensku og þar ráðleggjum við viðkomandi hvaða námskeið hentar best, miðað við þarfir þeirra sem í hlut eiga, þ.e. hvort fólk vill setja talmálið á oddinn eða bókmál- ið, eða hvort því hentar betur að læra mikið heima og svo framvegis. Við höfum þá reglu að ekki séu fleiri en tíu í hverjum bekk, til að hægt sé að bjóða öllum persónulega þjón- ustu,“ segir Julie. Hún segir hugmyndina að stofnun skólans hafa vaknað er hún flutti hingað tii iands fyrir 14 árum. „Málfræði var alls staðar mest áberandi en áhugi fólks, sérstaklega eftir að það hafði lokið menntaskóla- stigi, var á talmálinu til að auðvelda sér samskipti við heimamenn í en- skumælandi löndum. Flestir skólar Oll kennsla á ensku Enska er orðin eitt al- gengasta tungumálið í alþjóðasamskiptum og virðist hún gjald- geng hvort sem borið er niður í Rússlandi, Kína eða á íslandi. sem ég hafði samband við höfðu ís- lenska kennara á sínum snærum, sem ég vil ekki Iasta, en mér þótti mikilvægt að fólk lærði réttan fram- burð og fengi einhverja hugmynd um hvernig menningin væri ytra, fólk og samfélag, og besta leiðin til þess að mínu mati var að kennararn- ir kæmu að utan.“ Kennarar skólans eru, í samræmi við það, allir breskir eða bandarískir og eiga flestir sérmenntun í ensku- kennslu að baki. Öll kennsla fer fram á ensku og er nemendum skipt niður í 8 stig eftir kunnáttu. „Á hveiju stigi reynum við að fá nemendur til að tjá sig í kennslu- stundum, þannig að miklu skiptir að byggja upp orðaforða og hvetja fólk til að tala,“ segir hún. Fyrir ferðalanga og fésýslumenn Julie segir ástæður fólks fyrir áhuga á enskunámi afar mismun- andi. Sumir hyggja á ferðalög, aðrir að heimsækja ættingja erlendis og enn aðrir stunda viðskipti af ein- hveiju tagi og þurfa að eiga sam- skipti við fyrirtæki ytra. I síðast- nefnda tilvikinu telji fólk, sem stund- ar fésýslu af einhverju tagi, að það standi oft betur að vígi í samkeppni ef enskukunnáttan er góð. „Við höldum líka námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir, auk einka- tíma, fyrir fólk sem hefur einhvetjar sérþarfir, er t.d. að fara á ráðstefn- ur þar sem sérstaks orðaforða er krafist og vill öðlast meira sjálfs- traust áður en það flytur þar erindi eða hlýðir á aðra ráðstefnugesti." 500-700 nemar á ári Námskeið Enskuskólans hefjast í september og hafa verið allt að 25 bekkir á námskeiðum í einu. Julie segir að fólk haldi gjarnan áfram eftir bytjunarnámskeið, þannig að erfitt sé að meta heildarfjölda nem- enda, en þó megi segja að þeir séu um 500-700 talsins. Námskeið Enskuskólans kosta 14.900 krónur, og felast í því 28 stundir á 7 vikna námskeiði. 19.00 alla virka daga. Alþjóðlegir titilhafar annast kennslu. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Kennsla í byrjendaflokkum hefst laugardaginn 14. september og fer kennsla fram frá kl. I 1.00 til 12.30. 6 vikna námskeið. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Skákskóla Byrjendanámskeið ein- göngu fyrir stúlkur á aldrinum 8 til 16 ára . Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, margfaldur íslands- meistari kvenna, verður kennari á námskeiðinu. Kennt á laugardögum frá kl. 14.00 til ló.OOog 16.00 til 18.00. í lok námskeiðsins fer fram skákmót með glæsilegum verðlaunum. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frákl. 10.00 til 13.00 í síma 568 9141. Haustnámskeið Kennsla í framhalds- flokkum hefst mánudaginn 9. nóvember. Kennt verður frá kl. 17.30 til Lil Skákskóli í S L A N D S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.