Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNUIM/FJÁRMÁL SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 23 Fræðsla um tíma- þjófaogtjáskipti MYNDBÆR hf. hefur um tíu ára skeið sérhæft sig í að framleiða fræðslumyndbönd af margvísleg- um toga og eru þau orðin nær 50 talsins. Jóhann Briem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir það vera stærsta framleiðanda fræðslumyndbanda hérlendis og hafi myndbönd þess verið notuð mjög víða, en þau eru gerð fyrir ákveðna hópa. Nýjasta myndband fyrirtækisins heitir Starfsmaðurinn og fjallar um helstu þætti sem starfsmenn þurfa að hafa í huga í starfi, meðal ann- ars tjáskipti, samstarfshæfni, frum- kvæði, stundvísi, framkomu, heil- brigða lifnaðarhætti, gæðamál og frammistöðumat. í samvinnu við sérfræðinga „Myndbandið er unnið í sam- vinnu við starfsmenn, starfsmanna- stjóra, lækna, sálfræðingaoghjúkr- unarfólk, eða alls um 30 manns. Margvíslegir tímaþjófar eru í íslenskum fyrirtækjum og í dag þegar verið er að fást við að auka framleiðni og samkeppnishæfni fyrirtækja í samanburði við erlend fyrirtæki, skiptir miklu hvernig starfsmenn geta náð betri árangri. í Bandaríkjunum er ætlast til þess að t.d. sölumaður í tölvufyrirtæki Fjármál heimila oft í ólestri BÚNAÐARBANKINN hefur boðið upp á fjármálanámskeið undanfarin ár og gefið út viðamiklar kennslu- bækur í því sambandi. Bæði er fjall- að um fjármál heimilisins og fjár- mál unglinga og ungs fólks á aldrin- um 16 til 26 ára. Upphaf . þessara námskeiða má rekja til þess að bankinn fór af stað með fjár- málaþjónustu á borð við Heimilislín- una, og komust starfsmenn þá að því, að oft vili verða misbrestur á að fólk hafi góðar reiður á fjármálum sínum. Edda Svavars- dóttir markaðsstjóri Búnaðarbanka seg- ir að fjármálahandbækur þær sem notaðar eru við kennsluna, þrjár talsins, séu ítarlegar og ekki séu til sambærileg rit á markaðinum. I þeim er m.a. fjallað um framfærslu- kostnað einstaklinga og sambýlis- fólks, tekjuþörf í námi eða starfi, neyslukostnað, greiðslubyrði lána, skattareglur og ýmis atriði önnur sem tengjast fjármálaumsýslu ein- staklinga. Reynt að auka yfirsýn Á námskeiði um íjármál heimilis- ins er meðal annars fjallað um ýmis atriði sem tengjast heimilisrekstri, svo sem hvernig á að hafa yfirsýn yfir útgjaldaliði á borð við rekstur bifreiðar, kostnað við að reykja eða kaupa matvæli á borð við tilbúnar flatbökur og minnt á að taka þarf skattalega þætti með í reikninginn, lánamöguleika, heimilisbókhald, bætur vegna húsnæðiskaupa og fleiri sambærilega þætti sem miða að sparnaði eða að minnsta kosti að tryggja betur umsjón fólks með fjárreiðum sínum. Edda segir ekki hægt að draga þá í dilka sem sækja fjármálanámskeið- in, þar sé jafnt um að ræða fólk sem vilji komast yfir fjárhagserfiðleika, fólk sem nýbúið er að stofna heimili og vill fá leiðbeiningar og fólk sem hefur áhuga á að hefja reglubundinn spamað. „Þessi mál eru of oft í ólestri hjá einstaklingum og þótt almenning- ur sé fráleitt fákunnandi í þessum efnum, vill oft gleymast að með bættu skipulagi er hægt að sjá skýr- ar hvað hlutirnir kosta, hveijar eign- ir og skuldir heimilisins eru og hvernig hægt er að dreifa útgjöldum á skynsamlegan hátt.“ Margir taka sér tak Á námskeiðum fyrir ungt fólk er tekið á málum sem brenna á þeim aldurshóp, svo sem bifreiðakaupum, leigukostnaði, námslánum og hvern- ig húsbréfakerfið gengur fyrir sig, hyggi ungmenni á kaup íbúðar í fyrsta skipti, svo fátt eitt sé nefnt. Edda segþr viðbrögðin góð og hafi nú á fjórða þúsund manns sótt námskeiðin. Hún kveðst þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi tekið á fjármálum sínum að lokinni setu á námskeiðunum, enda „leikurinn til þess gerður“. Stuðst við myndbönd FYRIRTÆKIÐ Vitr und lif. liekfair fýrstu námskeið sín fyrir al- menning í Itmst og má þar meðal annars nrfna námskað um samningalaáíni í dag- legu Kfi þar sem samn- ingar og ferii þarra eru tridn tíl afhugunar. Stuðst er við mynd- bönd á námskriðum Vhundar frá lireska fyrirbekinu Video Arts, sem fyrirtadáð liefur umboð fyrir. Símsvörun og fundahöld Af öðrum námskeiðuin má nefna kennslu um hvernig sím- svörun ásamt sölutækni getur bæði spillt viðskiptum og gert þau að veruleika og er markmiðið að búa til sölutæki- færi og betri sölu- menn. A námskeiði um fundahöld eru meginatriði funda skoðuð, hvernig skipuleggja á dag- skrá þeirra, upp- lýsa fundarmenn um fundarefni, sfjórna umræðum og skrá niðurstöð- ur. Á námskeiði sem heitir Taktu frumkvæðið, að hafa hvatann til framkvæmdar, er fjallað um það val sem fólk hefur hverju sinni og nokkur stig skapandi hugs- unar, um þá ábyrgð sem fólk axlar og mótandi viðhorf. JÓHANN Briem við hliðina á sjónvarpsskjám þar sem má sjá brot úr einu myndbanda fyrirtækisins. hringi 160 símtöl á dag og vinnu- harkan er mun rneiri," segir Jó- hann. Meðal annarra myndbanda á vegum Myndbæjar má nefna mynd um gæðastjórnun í heyöflun fyrir bændur og fimmtán myndbönd um öryggismál. Einnig má nefna myndbönd fyr- ir börn þar sem þeim er kennt að þekkja stafina, myndbönd um hvernig á að eldast með reisn, myndbönd um skyndihjálp, varnir gegn innbrotum, brunavarnir í heimahúsum, öryggi við skurðgröft og gryfjur og öryggi barna. Viltu styrkja stööu þína ? Námið er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri. Námið hentar þeim sem vilja : Éyfl Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum ^ Annast bókhald fyrirtækja O Öðlast hagnýta tölvuþekkingu H| Auka sérþekkingu sína O Starfa sjálfstætt Umsagnir nemenda um námið: „ Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“ „Frábært nám og frábær kennsla “ „ Tölvu- og rekstrarnámid gerdi mér kleift ad skipta um starf‘ „Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtalinu og fékk vinnuna“ „Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat það ekki áður“ Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Sveigjanleg greiðslukjör. Upplýsingar og innritun eru hjá: Rafiðnaðarskólinn VIÐSKIPTASKÓLINN Sími 568 5010 Sími 562 4162

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.