Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 24
24 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNUN OG PENINGAR Iðntæknistofnun legg’ur áherslu á sérstöðu námskeiða NÁMSKEIÐ fyrir þá sem þarfnast réttinda til að stjórna vinnuvél- um er eitt þeirra námskeiða sem er á boðstólum hjá stofnuninni. Útgáfa á námsefni fyrir konur Iðntæknistofnun kynnir nýjungar í starfí sínu í haust en námskeiðahald • hefur verið áberandi þáttur í starfsemi fræðslusviðs stofnunar- innar undanfarin ár. ÞURÍÐUR Magnúsdóttir, fræðslu- stjóri Iðntæknistofnunar, segir að ekki sé um mikið framboð að ræða á námskeiðum en lögð sé áhersla á að þau hafí sérstöðu. „Iðntæknistofnun hefur lagt kapp á að marka sér bás á fræðslu- markaðnum með námskeiðum sem þróuð eru frá grunni með þarfir þátttakenda og íslenskar aðstæður í huga. Markviss uppbygging nám- skeiðanna byggir á þeirri sannfær- ingu að virk þátttaka nemenda sé forsenda fyrir árangursríku námi. Því er alltaf mjög mikil verkefna- vinna í allri fræðslu sem stofnunin stendur fyrir,“ segir Hjörtur Hjart- arson hjá stofnuninni. Samtök og fyrirtæki aðstoðuð Fræðslusvið Iðntæknistofnunar aðstoðar jafnframt samtök og fyrir- tæki við að þróa námsgögn, útvega sérfræðinga, skipuleggja og halda námskeið, ásamt því að þróa og reka eigin námskeið. „Við undirbúum til dæmis um þessar mundir talsvert breiða kynn- ingu fyrir fyrirtæki í sambandi við aðbúnað, hollustuhætti og umhverf- ismál. Einnig er að koma út hand- bók um ijármál og ýmis réttinda- og tryggingamál sem tengjast stöðu kvenna á vinnumarkaði, hjúskapar- stöðu þeirra og fjölskyldumálum. Þetta er kennsluefni upp á um 300 blaðsíður sem verður væntan- lega tilefni til bæði námskeiða og fræðslufunda. Við ætlum ekki endi- lega að halda slíkar samkomur sjálf, heldur er reiknað með að félaga- samtök, stóru kvennaverkalýðsfé- lögin og aðrir sem hafa áhuga á að þjónusta félagsmenn sína með slíkri fræðslu, fái aðgang að þessu efni,“ segir Þuríður. Stofnun fyrirtækja og samningatækni Fleira má nefna í margþættri starfsemi fræðslusviðs, þar á meðal náms- og vinnugögn sem kallast „Gæði - í þína þjónustu!“, en þau eru nú í notkun í 29 fyrirtækjum og stofnunum á íslandi. Ný útgáfa efnisins hefur litið dagsins ljós þar sem meira er talað til starfsmanna í framleiðslufyrirtækjum. Hjörtur segir vonir bundnar við að efnið verði gott innlegg í þjónustu við framleiðslufyrirtæki í landinu. Flestir þurfa að semja um eitt- hvað á iífsleiðinni, hvort sem um er að ræða viðræður við fjölskyldu- meðlimi um að fá að horfa á menn- ingarþátt í stað íþrótta eða um kaup á frystitogara. Hjörtur segir námskeið um samningatækni koma einstaklingum að notum við að finna leiðir til að sjá hagsmunum sínum borgið, bæði í einkalífi og viðskiptum. Að baki námskeiði um stofnun og rekstur smáfyrirtækja á vegum Iðntæknistofnunar, liggur sú hug- mynd að gera fólki auðveldara að láta drauma sína í þá veru rætast, að sögn Hjartar. Rauði þráðurinn í námskeiðinu er gerð viðskiptaáætl- unar, og markmiðið er að þátttak- endur geti að því loknu unnið eigin viðskiptaáætlun, metið hvort ráð- legt sé að stofna fyrirtæki um við- skiptahugmynd sína og hvernig á að bera sig að við framkvæmdina. Myndbandagerð og útlitshönnun Verkstjórnarfræðslan felst í námskeiðum fyrir millistjórnendur, og segir Hjörtur þau hafa verið haldin um nokkurra áratuga skeið. Hann segir sífellt verið að endur- skoða náms- og kennslugögn Verk- stjórnarfræðslunnar en námskeiðin séu þó áfram reist á traustum grunni hagnýtrar þekkingar og raunhæfra verkefna. Námskeið um gerð myndbanda er ætlað starfsmönnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka, og öðr- um sem vilja notfæra sér mynd- miðla til kynningar/auglýsinga á starfsemi, einstökum verkefnum, vöru eða þjónustu. Vinnuvélanámskeið er ætlað öll- um sem þarfnast réttinda til að stjórna vinnuvélum. Þátttakendur þurfa að vera fullra 16 ára til að Morgunblaðið/Rax FRÆÐSLU S VIÐ Iðntækni- stofnunar er um þessar mund- ir að gefa út bók um fjármál og ýmis réttinda- og trygg- ingamál sem tengjast stöðu kvenna á vinnumarkaði. sitja námskeiðið en fá ekki útgefið vinnuvélaskírteini fyrr en þeir eru orðnir 17 ára, hafa tekið verklegt próf og orðnir handhafar almennra ökuréttinda. Námskeið í útlitshönnun prent- gripa er meðal annars miðað við að stöðugt fleiri fyrirtæki kjósa að vinna fréttabréf sín, auglýsingar og annað kynningarefni innan eigin vébanda. Tækin nægja þó að sögn Hjartar ekki ein sér ef þekkingin er í molum og úr því er reynt að bæta. Dæmigert verkefni fræðslusviðs, að hans sögn, er námskeið um sam- setningu hitaveituröra, en frá því í mars 1994 hafa verið haldin fjöl- mörg slík námskeið í samvinnu Fræðslusviðs Iðntæknistofnunar og Sambands íslenskra hitaveitna. Námskeið um grunnmenntun starfsfólks á ýmsum sviðum iðnaðar og þjónustu er þróuð að frumkvæði launþega og vinnuveitenda og hefur einnig verið snar þáttur í störfum Fræðslusviðs Iðntæknistofnunar á síðustu árum. „Þátttakendur á námskeiðunum skipta orðið þúsundum, auk þeirra mörgu sem nota gögn og aðra þjón- ustu fræðslusviðs á námskeiðum annarra aðila. Við teljum okkur því hafa ríka ástæðu til að vera stolt yfir þessum þætti í starfi Iðntækni- stofnunar," segir Hjörtur. Tekið á starfsanda og verkkvíða STJÓRNUNARFÉ- LAGIÐ á í samstarfi við ijölda erlendra fyrirtækja á sviði endurmenntunar, meðal annars í Evr- ópu og Bandaríkjuh- um, og bjóðast aðild- arfyrirtækjum SFÍ upplýsingar um helstu námskeið og ráðstefnur, þannig að þessi starfsemi er ekki bundin innan landsteina. Meðal nýjunga í námskeiðahaldi SFÍ er námskeið um starfsanda og sam- skipti á vinnustað. Á námskeiðinu er farið yfir álitamál á borð við hvað geri vinnu- stað og vinnuveit- anda góðan, hveijar séu helstu orsakir óánægju á vinnustað og líklegar ástæður samskiptaörðug- leika. Ekki menga hugarfarið Þá er reynt að kenna mönnum að jákvæð viðhorf leiði af sér jákvæðar væntingar til að sigrast á neikvæðum kenndum og að efling starfsanda sé undir hveij- um og einum komin. Jóhanna María Eyjólfsdóttir hjá félaginu, segir að meðal annars sé fjallað um ellefu neikvæðar tilfinningar sem „gera ekkert annað en að menga hugarfar okkar og hamla árangri. Reiði, af- brýðisemi og þrálát sektarkennd eru aðeins þijár af þeim tilfinningum sem þessi þáttur tekur á. Þátttak- endur eiga að læra leiðir til að sigr- ast á slíkum kenndum," segir hún. Af öðrum nýjungum má nefna námskeið sem tekur á afköstum og verkkvíða. Farið er yfir efnisþætti á borð við neikvæðar tilfinningar, kvíða, líkamlega þreytu eða þrótt- leysi, betra skipulag og skynsamleg- ar væntingar, tilfinningar sem tefja tíma okkar og utanaðkomandi truf- lanir og tímaþjófa. Einnig er fjallað um skort á markmiðum, skipulagi og skynsamlegum vinnureglum, svo eitthvað sé nefnt. Árangur á efri árum heitir nám- skeið sem er sniðið að þörfum þeirra sem búa yfir andlegum þroska og vilja, að sögn Jóhönnu, horfa með tilhlökkun til efri áranna. Byggt er á venjum sem talið er mikilvægt að hver og einn tileinki sér, svo sem að læra hvaða þættir stjórna og hafa stjórnað hegðun einstaklinga og hvernig þungamiðja er talin nauð- synleg til að öðlast hugarró. Auðlærðar aðferðir og fundaplága I framhaldi af því er fólk hvatt til að skoða grundvöll lífs síns, áhugasvið og stefnu í tilverunni, til að það geti sett sér markmið á rétt- an hátt og lært leið- ir til að ná þeim markmiðum. Af öðrum nám- skeiðum Stjórnun- arfélagsins má með- al annars nefna kennslu í tíma- stjórnun, þar sem bent er á svo kallað- ar tímagryfjur og leiðir til að snið- ganga þær. Helstu „gryfjurnar" eru taldar vera skortur á markmiðum, skipulagi og skyn- samlegum vinnu- reglum, svo eitthvað sé riefnt. Á námskeiði und- ir heitinu fund- arstjórn og þátttaka er leitt í Ijós að fundir hafa víða farið úr böndum í fyrirtækjum, þeir taki of langan tíma, skili litlum ár- angri og kosti fé. Farið er yfir leiðir til að auka gagnsemi funda, bæði með tilliti til undirbúnings þeirra og fundastjórnunar. Jóhanna nefnir einnig námskeið um símsvörun og þjónustu í síma og minnir á að öll fyrirtæki þurfi á skilmerkilegri og jákvæðri símsvör- un að halda. Oft megi hlera að henn- ar sögn á símaþjónustunni hvernig fyrirtækjum er stjórnað. „Símsvörun getur verið úrslita- þáttur um hvort viðskiptavinur leitar aftur til fyrirtækisins og fyrirtæki í öllum greinum þurfa að treysta á að þessi þáttur sé í lagi. Sá sem fyrstur svarar í símann gegnir því lykilhlutverki," segir hún. Hlátur og góðar venjur Sölunámskeið setja einnig svip sinn á framboð stjórnunarfélagsins, þar sem farið er yfir eiginleika og hæfni góðs sölufólks en grundvall- arforsenda árangurs á því sviði er talin vera góð þekking á aðalatriðum og markviss þjálfun. Liður í þessari kennslu er meðal annars smásaga eftir rithöfund að nafni Ok Mandino sem kallast Heimsins mesti sölumað- ur og fjallar um kaupmann sem var uppi fyrir um 2000 árum og sölu- mennsku hans. Morgunblaðið/Golli Stjórnunarfélag ís- lands hefur verið ákaflega öflugt í námskeiðahaldi seinustu ár og eru þau ýmist opin öllum áhugasömum eða haldin innan fyrir- tækja að þeirra ósk. tFjölbrautaskóli Suðurnesja .. Oldungadeild Innritun í öldungadeild FS ferfram dagana 27. - 30. ágúst kl. 16.00 -19.00. Nemendur innrita sig og borga námsgjaldið um leið. Aðstoðarskólameistari Hvemig nærðu athygli fólks? FYRIRTÆKIÐ Mannheimar ehf. annast fræðslu fyrir stjórnendur fyr- irtækja, stofnana og félagasamtaka hérlendis og er einn samstarfsaðila Time Manager International sem margir kannast við. Helstu námskeið á vegum Mann- heima eru fimm talsins, auk sex nám- skeiða sem byggjast á gögnum frá TMI. Flest námskeiðin eru 2-16 tímar að lengd og skiptast á 1-4 daga eftir atvikum. Haukur Haraldsson hefur kennslu með höndum. Á námskeiði sem kallast Stjórnendasinfónían er kennd hugmyndafræði sem veita á stjórnendum fyrirtækja heildarmynd af þróun starfsemi og breyt- ingum í tíma. Á námskeiði sem kallast Strokur eru kenndar aðferðir til að auka jákvæð samskipti, bæði í einka- lífi og á vinnustað, sem leiða eiga meðal annars til aukins árangurs í starfi. Á námskeiði um framsetningu í máli og myndum er fjallað um alla þætti samfara því að setja fram efni, allt frá undirbúningi og skipulagi til framsagn- ar og framkomu. Kennslan er miðuð við þarfir þeirra mörgu stétta sem þurfa í starfi sínu að koma á framfæri upplýsing- um til hóps áheyrenda og eiga mikið undir því að ná athygli fólks. Á námskeiði um fundi og fundar- stjórn er minnt á að skilvirk vinna á fundum skili árangri og spari tíma fyrir alla fundarmenn. Á TMI-námskeiði um tímastjórnun er lögð áhersla á persónuþroska, aukin afköst og bættan árangur. Kenndar eru aðferðir til að draga upp heildarmynd af starfi og einka- lífi, velja áherslur og raða verkefnum í forgangs- röð, svo eitthvað sé nefnt. Á námskeiði um starfsvit- und er fjallað um samskipti fólks á vinnustað og vísað á leiðir til að viðhalda jákvæðum viðhorfum, efla ábyrgð, hollustu og frumkvæði starfsfólks og stjórnenda. Af öðrum námskeiðum frá TMI sem Mannheimar bjóða, má nefna námskeið um skipulag vinnuum- hverfis, um eflingu þjónustu- og gæðavitundar, um nýtingu gagnrýni til góðra verka, um eflingu hóp- starfs við tiltekin verkefni og um einstaklingsábyrgð fólks í fyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.