Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ORYGGISNAM Meðferð eitur- og sprengiefna kennd VINNUEFTIRLIT ríkisins heldur | um 10-15 námskeið í haust og vetur að sögn Hauks Sölvasonar ' deildarstjóra hjá stofnuninni, og er ( meðal annars hægt að læra með- ferð sprengiefnis og varúðarrástaf- anir samfara flutningi eiturefna. Vinnueftirlitið heldur í vetur eins og oft áður námskeið í sprengi- tækni sem felst í að kenna mönnum að reikna út og fræðast um sprengi- efni, enda þurfa menn að hafa rétt- indi til að sprengja fyrir jarð- ( göngum eða vegum og öðru slíku. Ekki mikið sprengt ( „Á þessum námskeiðum er mesta áherslan lögð á að menn þekki sprengiefnin og kunni að með- höndla þau, hvernig á að reikna út sprengikraft, hvernig á að ganga frá borholu miðað við dýpt og slíkt til að sprengja ákveðið mikið af efni, hversu mikið sprengiefni þarf til að losa berg við ákveðnar að- I stæður o.s.frv. Menn standa ekki j utandyra og sprengja villt og galið, , heldur er um að ræða fræðilega útreikninga sem þarf til að bora og hlaða holur,“ segir Haukur. Stofnunin heldur einnig svo köll- uð ADR-námskeið, fyrir t.d. olíubíl- stjóra og aðra þá sem flytja efni er flokkast sem hættuleg, svo sem gastegundir, eiturefnategundir, sprengiefni o.fl. Þátttakendur öðlast vitneskju um hvaða farmur telst vera hættulegur og reglur þær sem gilda um efni, hvaða efni má lesta saman og ann- að slíkt. Einnig er rætt um hvaða viðbragða er þörf komi upp óhapp í slíkum flutningum. Dómsmála- ráðuneytið hafði tilhlutan um að þetta námskeið væri haldið. „Þetta námsefni byggir á samn- ingi þar að lútandi sem ísland er ekki aðili að, en eftir því sem best er vitað kemur tilskipun frá Evrópu- bandalaginu nú í haust um að eftir honum verði farið hér sem annars staðar. Ráðuneytið er að sjálfsögðu búið að ákvaða það með því að gefa út reglugerð um meðferð þess- ara efna. Námskeiðin veita mönnum al- þjóðlegt skírteini til þessara flutn- inga, og því er einnig fjallað um þau gögn sem þeir þurfa að hafa tiltæk í bifreiðunum til að komast á milli landa eða í fetjur,“ segir hann. Hann kveðst telja 300-400 manns þurfa að afla sér réttinda vegna flutninga hættulegra efni hérlendis. Rækt við vinnuvernd Vinnueftirlitið heldur sömuleiðis námskeið fyrir þá sem vilja öðlast réttindi á byggingakrana, og er það haldið tvisvar á ári ef eftirspurn er nægjanleg. Einnig má nefna námskeið til að öðlast réttindi á vinnuvélar, svo kallað frumnámskeið, þar sem MIKILLAR aðgátar er þörf við meðhöndlun sprengiefna á borð við dýnamít og er hægt að læra hvernig menn eiga að bera sig að þegar sprenging er undirbúin. menn eru undirbúnir fyrir verklegt nám og próf til að aka minni gerð lyftara, dráttarvélum, körfubílum, valtara og steypudælukrana. Hluti þess námskeiðs er á vegum Iðn- tæknistofnunar og Nýja ökuskól- ans. Þá eru ótalin þau námskeið sem snúa beint að öðrum þáttum vinnu- verndar. Þannig eru haldin nám- skeið fyrir stjórnendur í fyrirtækj- um, öryggistrúnaðarmenn og ör- yggisverði þar sem vinnuverndar- lög- og reglur eru kynnt. Einnig eru haldin námskeið fyrir ýmsa starfsgreinahópa. Námskeið Vinnu- eftirlitsins kosta frá 6.500 til 35.000 krónua. FÓLK getur m.a. sótt sér fræðslu um rétt viðbrögð, falli einstaklingur í sjó eða vatn, til Slysvavarnarskóla sjómanna. Morgunblaðið/Júlíus UM NÆSTU áramót ganga í gildi lög sem krefjast þess að allir sjó- menn sem ætla að fá lögskrán- ingu í skipsrúm verði að hafa lokið öryggisfræðslu við Slysa- varnaskóla sjómanna eða aðra sambærilega skóla. Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985 hafa um 12 þúsund nemend- ur tekið þátt í hinum ýmsu nám- skeiðum skólans, en margir þurfa að bæta við þekkingu sína á þessu sviði að sögn Hilmars Snorrasonar sem er þar í for- svari. Slysavarnafélag Islands stofn- aði skólann á sínum tíma til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjó- menn. Markmið hans er að auka öryggi sjómanna með fræðslu og þjálfun í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar, auk almennrar fræðslu um slysavarnir á sjó. Skóli um borð í skipi „Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á fjölda afmarkaðra námskeiða, sem sniðin eru fyrst og fremst með þarfir íslenskra sæfarenda í huga. Skólinn hefur boðið upp á almenn grunnnám- skeið ásamt sérhæfðuin nám- skeiðum fyrir áhafnir far- og fiskiskipa, auk trillusjómanna og Sniðið að þörfum sæfar- enda skemmtisiglingafólks. Námskeið skólans eru öllum opin en á námsskrá er einnig að finna kennslu sem hentar einkum þeim er vinna við hafnir eða dvelja við leik og störf við ár eða vötn,“ segir Hilmar. Skólinn hefur meðal annars þá sérstöðu, að hann er staðsett- ur í skólaskipinu Sæbjörgu sem liggur yfir vetrarmánuðina í Reylqavíkurhöfn en yfir sumar- mánuðina er hægt að fá nám- skeið til hinna ýmsu hafna víðs vegar um landið. Hægt er að fá námskeið hvert á land sem er að sögn Hilmars, allt árið um kring. Námskeið skólans eru frá fimm klukkustundum að lengd, upp í fimm daga og er meðal annars boðið upp á almennt grunnnámskeið í björgunar og öryggisbúnaði, upprifjun á grunnnámi og grunnnámskeið um þetta efni fyrir skóia. Einnig er boðið upp á smábátanámskeið, öryggisnámskeið fyrir kaupskip og upprifjun á þeim, leiðbein- endanámskeið í björgunar- og öryggismálum skipa, framhalds- námskeið skóla í öryggismálum kaupskipa, námskeið um hafnar- öryggi, meðferð slasaðra og notkun lyfjakistu, framhalds- námskeið fyrir vélskóla, skip- stjórnanámskeið og eldvarn- arnámskeið. Viðbrögð við ofkælingu Ennfremur býður skólinn upp á námskeið sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavina, svo sem sérnámskeið fyrir skipsáhafnir, hópa og félagasamtök. Þar á meðal er námskeið um beitingu handslökkvitækja og skyndi- hjálp, námskeið um viðbrögð ef einstaklingur fellur í sjó eða vötn og námskeið um endurlífgun og ofkælingu. Verð námskeiða er frá 2.500 krónum til 14.000 króna, eftir tímalengd og námskostnaði. SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 19 íT FJÖLBRAUTASXÚUNN BREIÐHOLTi V SJÚKRALIÐANÁM Fjölbrautaskólinn Breiðholti Bóklegt og verklegt nám til sjúkraliðaprófs FB þegar þú velur verknám HANDÍÐANÁM FJÖLBRAUTASKÖUNN BREIÐHOLTI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Handíðabraut 1 ár (Fatahönnun, fatasaumur, mótelteikning, sniðteikning vefjaefnafræði, hekl og prjón) FB þegar þú velur verknám Frá Fósturskóla íslands Eftirtaldar námsbrautir eru starfræktar við Fósturskóla íslands: A) Þriggja ára leikskólakennaranám. Fullt nám. Fjögurra ára leikskólakennaranám, að mestu í fjarnámsformi. 75% nám á ári. Eins árs framhaldsdeild. Viðfangsefni misjöfn eftir árum. Sérstök áhersla er lögð á framhaldsnám í stjórnun og sérkennslu á leikskólastigi. Ýmis stutt endurmenntunarnámskeið. Leikskólakennaranám er nú metið tii 45 eininga við Kennaraháskóla íslands. Nám í framhaldsdeild er í síauknum mæli metið jafngilt eins árs framhaidsnámi leikskólakennara við norska háskóla. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans. Fiskvinnsluskólinn Frá Fiskvinnsluskólanum - sjávarútvegsdeild Flensborgarskólans - Fiskvinnsluskólinn - sjávarútvegsdeild Flensborgarskólans - verður settur þriðju- daginn 3. september 1996 kl. 10.00 í húsnæði skólans á Hvaleyrarbraut 13, Hafnarfirði. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 4. september. Yerkefnisstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.