Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 33 i i i i i i i i 4 i í i i I i i I i í i i INGIBERG UR J. G UÐBRANDSSON gaf mér mikið, ekki síður en nem- endum sínum. Blessuð sé minning hans. Haukur Agústsson. Við lát gamals og góðs starfsfé- laga, Karls Sveinssonar, hvarflar hugurinn aftur til loka sjöunda ára- tugarins en þá bar fundum okkar Karls fyrst saman. Þá var tími blómabarna og Bítla- og Rolling Stones-tónlistar. Ungt fólk á íslandi velti fyrir sér í fyrsta sinn spurning- unni um það hvort og hve hættu- legt hass væri og öld hinna harðari vímuefna hérlendis tæplega gengin í garð. Menn stigu í fyrsta sinn fæti á tunglið svo vitað sé. Gömul gildi og gamall sannleikur voru ekki eins traust og áður. íslenskt þjóðfélag var að rísa úr dálítilli efnahagskreppu þar sem flutningur til Svíþjóðar hafði verið lausnin á atvinnuleysisvanda allmargra. Við stýrið í menntamálum var dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og foringi jafnaðarmanna. Að hans undirlagi voru framhaldsdeildir gagnfræðaskólanna stofnaðar. Stofnun þessara deilda var merkileg á marga lund. Við hana opnuðust áður lokaðar leiðir gagnfræðinga til framhaldsnáms og ungmenni út um land gátu lengur sótt skóla í átthögum sínum. Þessar deildir voru líka undanfari og upphafið að fjölbrautaskólakerfinu, þó að þar tíðkaðist ekki áfangakerfi. Þannig voru miklar hræringar í ungum sálum og eðlilegur umbrota- og uppreisnarhugur. Framhaldsdeildir gagnfræða- skólanna sem stofnaðar voru í Lind- argötuskóla í Reykjavík voru fjöl- mennastar slíkra deilda á landinu og eins konar flaggskip þeirra. For- stöðu fyrir þeim hafði Ólafur H. Óskarsson síðar skólastjóri Val- húsaskóla og kennaralið var tiltölu- lega ungt. Eg held að Karl Sveins- son hafi verið öldungurinn í okkar hópi þá 37 eða 38 ára. Nemendur sem komu í framhalds- deildirnar voru að sumu leyti annarr- ar gerðar heldur en þeir sem áttu greiða og beina leið í gegnum lands- próf. En þeir voru tápmikill og leit- andi hópur sem hafði hlotið í vögg- ugjöf góðar skapandi gáfur sem síð- ar hefur komið í ljós að nýttist þeim vel til afreka í listum og verklegum greinum. Það gefur augaleið hve mikilvægt það var að samhent lið kennara starfaði með þessu unga fólki. Kennarar sem gátu sett sig í spor nemenda sinna og voru tilbúnir að ræða við þá um hvaðeina sem leitaði á hugann, þó það flokkaðist ekki beint undir þá kennslugrein sem var á stundaskránni. Karl var óvenjufjölfróður maður og hafði víða farið. Mér er líka næst að trúa því að gáfnafar hans hafi verið líkt því sem nemendunum var gefið, enda kominn af tveimur stórum skapandi listamönnum. Karl náði afar góðum árangri í kennslu sinni og nemendur báru hlýjan hug til hans. Hann var jafnvígur á að kenna raungreinar og tungumál, þ.e. þýsku og dönsku, en líffræði og líffærafræði voru helstu greinar hans í Lindargötuskóla. Ferill framhaldsdeildanna í Lind- argötuskóla spannaði minna en ára- tug. Áður en varði voru þær fluttar upp í Ármúlaskóla og voru þar vísir- inn að því sem nú nefnist Fjöl- brautaskólinn við Ármúla. Flestir kennaranna fylgdu með deildunum en nokkrir hurfu á vit annarra við- fangsefna. Karl var þá þegar farinn út á land að kenna í svipuðum deild- um bæði á Eiðum og að Laugum. Karl var maður dulur og fátalað- ur um einkahagi og átti stundum erfitt og veit ég fátt um hans nán- ustu. Ég veit þó að um árabil átti hann samleið með mætri konu, Dagbjörtu Kristjánsdóttur, kennara og einnig veit ég að einn son átti hann Örn að nafni og sonarsyni • eignaðist hann tvo og tengdadóttur sem hafa reynst Karli vel í þeim veikindum sem hafa þjáð hann mörg síðustu ár. Eru þeim nú öllum sendar hlýjar kveðjur og Karli þökkuð góð og gefandi kynni. Guðrún Halldórsdóttir. 4- Ingibergur * Jóhann Guð- brandsson fædd- ist 31. janúar 1934. Hann lést í Landspitalanum 4. október síðast- liðinn. Ingibergur var sonur Guð- brands Guð- mundssonar húsa- smíðameistara og Sigríðar Guð- mundsdóttur hús- móður, f. á Eyrar- bakka. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar hét Ingibergur Jóhann vélstjóri, en hann fórst af slysförum er sprenging varð í vélarrúmi skips er hann vann við í Reykjavíkurhöfn. Guð- brandur, faðir Ingibergs, var einnig tvígiftur, en fyrri eigin- kona hans var Sigríður ættuð frá Stardal í Mosfellsdal. Þau eignuðust 3 börn, Sigurður elstur, eftirlifandi hálfbróðir Ingibergs, er nú dvelur á Norð- urbrún við Hrafnistu. Næstur í röðinni var Magnús, þá Guð- laug og eru þau bæði látin. Utför Ingibergs fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 14. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er í Reykjavík Ingibergur Jóhann Guðbrandsson húsgagna- bólstrari til heimilis að Þórufelli 14. Ingibergur lærði húsgagnabólstrun hjá Benedikt Jónssyni og starfaði hann á húsgagnaverkstæði Jóns og Guðmundar á Laufásvegi 18 a. Ingibergur hóf síðan sjálfur rekstur á húsgagnabólstrunarverkstæði við Þórsgötu, en reksturinn var erfiður á köflum því réð hann sig hjá Pósti og síma við bréfburð. Hann kunni að ýmsu leyti vel við bréfburðinn og bar út bréf í Holtin ofan við Hlemm og inn með Suðurlands- braut. Eignaðist hann marga rabb- kunningja í þessu starfi og eignað- ist marga vini, en Ingibergur var innst inni húmoristi og hlýr per- sónuleiki. Jafnframt því að vinna við póstburð vann Ingibergur við iðn sína í aukavinnu. Þar kom að því að hann tók að sér bólstrun á stólum fyrir Menntaskólann í Reykjavík sem mun hafa verið 1964 að því er ég best veit. Hann var fastráðinn við Menntaskólann í maí 1978 og starfaði ætíð síðan við skólann. Ingibergur var vand- virkur og góður iðnaðarmaður og eru ófá stólbök og setur í skólanum sem hendur hans hafa farið um í þá rúma þrjá áratugi er hann starf- aði við skólann. Ingibergur var ógiftur og eignaðist engin börn, en barngóður var hann og spaugaði gjaman er aftur framkallaði bros barna minna. Eins og margur lenti Ingi í baráttunni við Bakkus. Seinni árin bjó hann í Risinu í Stakkholti og hafði þar kost og húsaskjól. Fyrir rúmum tveimur ámm fékk hann úthlutað fél. eignaríbúð við Þórufell sem var grunnur að því að undirbúa elliárin og skapa sér griðastað. Ingi tókst vel á við þetta verkefni og margt gott var að ger- ast í lífi hans. Við ræddum það að næsta átak væri að fara að læra á bíl, sem ég veit að hugurinn stefndi til og var af fullum huga meint. Ingibergur var góður og gegn framsóknarmaður og hafði mikinn áhuga á landsmálum og fylgdist vel með á þeim vettvangi enda var hann einn dyggasti hlustandi „gömlu Gufunnar“ sem vel sér fyr- ir sínum. Á margan hátt var Ingi- bergur mótaður af uppvaxtarárum sínum og á köflum forn í fasi sem aftur kristallaðist t.d. í klæðaburði, en hann gekk til að mynda til síð- asta dags í skóhlífum sem heldur sjaldséð er orðið nú til dags. Gaml- ir hlutir höfðu mikið notagildi í hans augum og mátti helst engu henda, enda einhverntímann hægt að brúka síðar. Neysluþjóð- félagið var honum ekki sérlega kærkomið og á vissan máta fjandsam- legt. Með Ingibergi er genginn góður vinur og samstarfsmaður við Menntaskólann í Reykjavík. Hans er saknað af vinum sínum og velunnurum. Eftirlif- andi bróður votta ég samúð mína og bið að algóður guð varðveiti minninguna um góðan dreng. Ólafur H. Einarsson, Mosfellsbæ. Fyrir fáeinum dögum var mér tilkynnt, að Ingibergur Jóhann Guðbrandsson húsgagnabólstrari væri látinn, liðlega sextugur að aldri. Við Ingibergur höfum verið samstarfsmenn í Menntaskólanum í Reykjavík í rúman aldarfjórðung, og margar góðar minningar um hann koma nú fram í hugann. Hans skal nú - að leiðarlokum - minnst hér í fáeinum orðum. Ingibergur hafði vinnuaðstöðu í skólanum, fyrst í Þrúðvangi við Laufásveg og síðar í hinu gamla húsi KFUM við Amtmannsstíg. Ég hafði umsjónarstörf með hönd- um í fyrrnefndum húsum, og því kynntist ég honum allvel. Ingi- bergur var einstaklega vandaður og traustur starfsmaður. Hann var hógvær, og hann lét oft verkin sjálf tala. Allt sem hann var beð- inn um, vann hann af vandvirkni og alúð. Mér er um það kunnugt, að hann reyndist einkar hjálplegur ýmsum kennurum sem til hans leituðu. í Þrúðvangi hafði lengi verið stór hægindastóll, sem hafði áður verið glæsilegur, en var nú orðinn lélegur og talinn nánast ónýtur. Rætt var um að fleygja honum, en Ingibergur tók að sér að gera hann upp. Að því vandaverki loknu var stóllinn sem nýr, einkar þægi- legur og gagn- legur. Og þannig voru öll hans störf, vandlega og fagmannlega unnin. - Ingibergur fékkst og við margt fleira. Hann lét sér annt um öryggi nemenda og starfsmanna Menntaskólans. Oft mátti sjá hann vinna við það að ryðja snjó af leiðum milli húsa skólans eða að bera á þær sand eða salt. Þar var og vandlega að verki staðið. Þótt Ingibergur væri hógvær og sumum virtist hann hlédrægur, var hann einkar viðfelldinn, hlý- legur og viðræðugóður. Hann var stundum kíminn, og hann benti þá á dálítið spaugilegar hliðar á ýmsum málum. Maður fór jafnan glaðari og hressari í bragði af hans fundi. Hinn 20. sept. sl. hitti ég Ingi- berg og bað hann um dálitla að- stoð, sem hann fúslega veitti. Við ræddum þá dálítið saman um hús- næðismál Menntaskólans. Það var ánægjulegt að ræða við hann sem fyrr. Ég vissi það ekki þá, en þetta var síðasti starfsdagur hans. Skömmu síðar varð hann skyndi- lega alvarlega veikur, og hann andaðist tæpum tveimur vikum síðar, hinn 3. okt. sl. Það hefur verið styrkur Mennta- skólans í Reykjavík, að þar hafa unnið jýmsir áhugasamir starfs- menn. I þeirra hópi var svo sannar- lega hann Ingibergur húsgagna- bólstrari, og hann þjónaði stofnun- inni af stakri prýði, bæði vel og lengi og vildi veg hennar sem mestan. Við sem unnum með hon- um söknum hans mjög, og það er erfið tilhugsun að geta ekki lengur leitað til hans. En minningin um góðan dreng og traustan sam- starfsmann lifir. Ég sendi að lokum vandamönn- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingibergs Jóhanns Guðbrandssonar. Ólafur Oddsson. Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Ingibergur Jóhann Guðbrands- son hefur verið húsgagnabólstrari í Menntaskólanum í Reykjavík síð- ustu þijá áratugi. Ingibergur var drengur góður, hvers manns hug- ljúfi og vann verk sín af stakri samviskusemi og prúðmennsku. Ég kynntist Ingibergi fljótlega eft- ir að ég hóf kennslu við Mennta- skólann í Reykjavík árið 1972 og þá hafði hann vinnuaðstöðu í Þrúð- vangi við Laufásveg. Ég kenndi m.a. tölvufræði, en sú námsgrein átti erfitt uppdráttar vegna þröngs húsakosts og lítils vélbúnaðar. Þegar ég fór þess á leit við Ingi- berg, að hann þrengdi að sér með því að leyfa mér að nota geymslu, sem var hluti af vinnuaðstöðu hans, þá tók hann mér opnum örm- um. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig og í samein- ingu innréttuðum við tölvuver í þessari geymslu. Síðustu árin hefur Ingibergur haft aðstöðu í kjallara í húsi KFUM við bólstrun húsgagna. Það er fyrst og fremst Ingibergi að þakka hversu lengi skólahúsgögn hafa enst í Menntaskólanum í Reykjavík. Auk starfs húsgagna- bólstrara var Ingibergur aðstoðar- maður húsvarðar og staðgengill hans og eru þau ófá verkin sem Ingibergur tók að sér, ávallt með bros á vör enda var grunnt í kímn- ina hjá honum. Sl. vor var haldin Sögusýning í Menntaskólanum í Reykjavík í til- efni af 150 ára afmæli skólans. Við það tækifæri lögðu margir nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans mikla vinnu á sig við undirbúning sýningarinnar. Ingibergur lék þar á als oddi og var boðinn og búinn að aðstoða eins og hans var háttur. Ingibergur átti samfellda starfsævi í Menntaskólanum í Reykjavík, þar til hann veiktist skyndilega, hinn 20. september sl. Ingibergur náði sér aldrei eftir það og lést hann 3. október sl. I Land- spítalanum. Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur Mennta- skólans í Reykjavik hafa misst mikið við fráfall þessa hjartahlýja og ljúfa manns. Menntaskólinn í Reykjavík sendir fjölskyldu Ingi- bergs innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibergs Jó- hanns Guðbrandssonar. Yngvi Pétursson. Ingi, eins og ég vandist að kalla hann, hafði starfað við Mennta- skólann í Reykjavík álíka lengi og ég, í kringum þtjátíu ár. Störf okk- ar við skólann voru þó á sitthvoru sviðinu, sem varð til þess að við kynntumst ekki að ráði fyrr en aðstæður í skólanum sl. vor, sumar og haust urðu til þess að starfsvett- vangur okkar beggja varð hinn sami. Ingi er í mínum huga mjög óvenjulegur maður og mikill mann- kostamaður. Hógværð hans og lát- leysi stungu mjög í stúf við allt umhverfi nútímamannsins, þar sem hraði, streita, hávaði og samkeppni eru áberandi, og máluð svo skærum litum. Við undirbúningsvinnu hátíðar- halda í Menntaskólanum vegna 150 ára afmælis skólans sl. vor, komu mannkostir Inga vel í ljós. Alltaf hélt hann sínu jafnaðargeði sama hvað á gekk. Þegar tímaskortur, þreyta og annað sem fylgir önnum tók á sig ýmsar myndir, haggaðist Ingi ekki, enda þótt sviti rynni nið- ur enni hans og háls. Við þessar kringumstæður naut sín vel hin næma kímnigáfa hans og góðlát- lega stríðni sem hljóta að vera meðal þess sem var einkennandi í fari þessa óvenjulega manns. Við fyrrnefndan undirbúning hátíðarhalda var dustað rykið af fjölda gamalla muna og mynda úr sögu skólans. Engum duldist áhugi Inga á öllu því og var stundum sem hann hyrfi sjálfur inn í þennan gamla heim. Einkum var það Reykjavík síðustu aldar sem heill- aði hann. Ég er ekki í vafa um að vinnan kringum hátíðarhöldin gaf lífi hans lit. Þegar svo gengið var aftur frá þessum gömlu munum nú í haust, skynjaði ég sterkan söknuð hjá honum. Sennilega fann hann að horfnir tímar fábrotins lífs og gamalla gilda hefðu alls ekki hentað honum verr en nútíminn. Um leið og ég kveð Inga með þessum orðum, vil ég þakka honum samfylgd og sam- vinnu í skólanum. Guðný Jónasdóttir, kennari. Ingibergur Guðbrandsson kom til starfa í Menntaskólanum í Reykavík fyrir röskum þijátíu árum og var því með elstu starfs- mönnum skólans þegar hann lést. Hann lærði húsgagnabólstrun og var ráðinn til að lagfæra húsgögn skólans skömmu eftir að hann hafði lokið sínu iðnnámi. Starfsdagur hans var því nær allur við skólann. En þar sem lengi var kennt í sex húsum austan Lækjargötu og Fríkirkjuvegar var þörf fyrir margt handtak í viðhaldi húsa og muna. Það kom því skólan- um vel að Ingibergur var handlag- inn og fengum við sögukennarar að reyna það svo vel þegar hann lagaði fyrir okkur sögukort sem höfðu orðið illa úti í burði milli húsa í misjöfnu veðri oft á tíðum. Hann starfaði mikið með smiði skólans við lagfæringar bæði innan húss og utan. Skóli er í rauninni harla óvenju- legt samfélag. Þarna eru kennarar eins konar verkstjórar fyrir hönd þekkingarinnar sem þeim er ætlað að koma til neytendanna sem eru nemendurnir. Þess vegna þarf slík- ur staður margs við. I svo gróinni stofnun sem MR hafa gjarnan starfað sáman fjórar til fimm kyn- slóðir starfsmanna og samvinna verið með ágætum. Þar starfa auk kennara og nemenda starfsmenn á skrifstofu, í eldhúsi, við húsvörslu, í viðgerðum og ræstingu sem mynda í rauninni heild sem gerir skólastarfið mögulegt. Mér fannst alltaf að Ingibergi liði vel að vera hlekkur í þeirri heild. Honum var hlýtt til Menntaskólans í Reykjavík, vildi sóma hans sem mestan. En slík var hógværð hans að mörgum var það ekki ljóst. Annað sem ein- kenndi Ingiberg var geðprýði og góðvild. Bömum ieið vel hjá honum. Betri einkunn er víst ekki hægt að fá. Hann bjó yfir þeirri ró hugans sem nútímann skortir svo mjög. Ég kveð því Ingiberg með hlýjum huga og trega og votta aðstandend- um hans samúð mína. Haukur Sigurðsson. —ð STEFAI NSBLC )M Skipholti 50 b - Sími 561 0771

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.