Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 23 rekstrareiningar. Ein þeirra verði Jóhann Ólafsson & Co. sem annist atvinnurekstur, það er rekstur heildverslunarinnar í Sundagörðum og Villeroy & Boch verslunarinnar í Kringlunni. Önnur muni annast verðbréfaviðskipti og umsjón með verðbréfum og hlutabréfum fyrir- tækisins. Að sögn Jóhanns er stór hluti af eignum fyrirtækisins í verð- bréfum af ýmsu tagi, þessi deild krefjist tiltölulega lítils vinnufram- lags miðað við veltu og arðsemi. Jóhann Ólafsson & Co. á meðal annars 14% hlut í íslenska útvarps- félaginu (Stöð 2/Bylgjunni). Jó- hann segir að þessi hlutur standi fyrir ámóta mikilli veltu og versl- unarreksturinn allur. Þá á Jóhann Ólafsson & Co. hlutabréf í ýmsum fyrirtækjum. Þriðja rekstrarein- ingin mun fást við fasteignaum- sýslu en fyrirtækið á þrjár hús- eignir og lóðir þar sem það var áður til húsa við Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu. Eins á fyrir- tækið fjórar einingar í Sundaborg eða helminginn af húsunum númer 11-13 þar sem það er nú til húsa. Hugsj ónamaður í verslun Jóhann segir að sú reynsla að komast til vits og ára meðan allt var hér í höftum og faðir hans reyrður af margvíslegum mann- réttindabrotum hafi mótað allt sitt líf. „Atvinnusaga þjóðarinnar frá 1930 og til 1960 var hörmunga- og haftasaga," segir Jóhann. „Mér rennur blóðið til skyldunnar að leggja auknu atvinnufrelsi lið. Ég hef barist fyrir frelsi í atvinnumál- um og viðskiptum. Ég hef áhuga á frelsi og mannréttindum og er svarinn andstæðingur kúgunar í sérhverri mynd. Þjóðmálaáhugi minn hefur beinst að því að stjórn- málamenn hafi ekki of mikil áhrif á þjóðlífið!" Jóhann hefur verið mikilvirkur í félagsmálum og setið í stjórnum Félags íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráðs íslands og var formaður Verslunarráðs í sex ár. Hann segir að það hafi tekið mörg ár að vinda ofan af haftafarganinu frá miðbiki aldarinnar og bendir á að margt hafi færst til betri vegar síðustu ár. Verðbólgan er horfin, vextir orðnir jákvæðir og skattum- hverfið hafi breyst til hins betra. Áhrifin hafa ekki látið á sér standa. „Umfang íslensks efna- hagslífs hefur aukist geysilega á undanförnum árum,“ segir Jó- hann. „Til dæmis geta nú allir ís- lendingar setið samtímis í fram- sætum bíla þjóðarinnar. Þegar ég fæddist voru um það bil tvö þús- und bílar í landinu." Nokkur atriði skiptu sköpum að mati Jóhanns. Hann nefnir fyrst niðurfellingu aðstöðugjaldsins og breytingu frá söluskatti yfir í virðisaukaskatt. „Þessar breyting- ar ollu því að samstarf íslenskra fyrirtækja fór að blómstra og af- köst stórjukust í landinu. Áður var fyrirtækjum refsað fyrir að skipta hvert við annað.“ Jóhann tekur nærtækt dæmi. „Við bjóðum hótel- um, veitingahúsum og mötuneyt- um heildarlausnir í eldhúsbúnaði, bæði eldunartæki, postulín, borð- búnað og innréttingar úr ryðfríu stáli. Áður fyrr fluttum við allt inn en nú erum við í mjög ánægjulegu samstarfi við Frostverk hf. sem smíðar innréttingarnar. Eins erum við hættir að flytja inn alla hluti sjálf og kaupum frekar af öðrum ef það er hagkvæmara. Samstarf af þessu tagi var óhugsandi áður vegna skattlagningar. Það hefði lagst aðstöðugjald á viðskiptin bæði hjá þeim og okkur og hækk- að verðið vegna uppsöfnunar- áhrifa." Jóhann segir að tilkoma virðisaukaskatts, í stað söluskatts, greiði einnig fyrir auknu samstarfi fyrirtækja og hafi beinlínis orkað til lækkunar á vöruverði. Afnám verðlagsákvæða er ann- að atriði sem Jóhann telur hafa leitt til aukinnar hagsældar. Hann segir að verðlagsákvæðin hafi ver- ið styrkasti hornsteinn verðbólg- unnar og meginþáttur í að skapa neikvæðan viðskiptajöfnuð þjóðar- Linda B. Stefánsdóttir, verslunarstjóri í heildsölu og smá- sölu LINDA B. Stefánsdóttir sér um búsáhaldadeild og er verslunar- stjóri í Villeroy & Boch verslun- inni í Kringlunni. Hún er búin að vinna hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. í þrjú ár. Er mikill munur á þvi að selja postulín í heildsölu og smásölu? „Já, hann er heilmikill," segir Linda. „Við höfum haft heildsölu- dreifingu á þessum vörum í rúm 70 ár. í heildsölunni er verið að selja gömlum viðskiptavinum sem gjörþekkja vöruna, það tek- ur ekki langan tíma að selja mik- ið magn. I smásölunni tekur hver afgreiðsla lengri tíma, það þarf að fræða viðskiptavininn um vör- una.“ - Urðu einhveijar breytingar á vöruúrvali með tilkomu búðar- innar? „Já, við höfum flutt inn nýjar gerðir af stellum sem ekki hafa Morgunblaðið/Árni Sæberg LINDA B. Stefánsdóttir fengist hér áður. Sumar gerðirn- ar munu einnig fást í völdum verslunum út um landið.“ Linda segir að Villeroy & Boch vörur hafi fengist í búsáhaldaverslun- um hér áratugum saman og gjafavörur auk þess í mörgum öðrum verslunum. Ekki stendur til að breyta því. En hvers vegna að opna sérverslun? „Við komumst í betra samband við viðskiptavinina og sjáum hvað þeir vilja. Eins getum við haft hér breiðara vöruval. Vill- eroy & Boch hefur lagt aukna áherslu á gjafavörur á undan- förnum árum ojg því viljum við koma til skila. I heildverslun er maður oft einangraður frá neyt- endum. Nú erum við í beinu sam- bandi við neytendur, sjáum hvað gengur og það mun koma öðrum verslunum sem selja þessar vörur til góða.“ Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR H. Ingimarsson framkvæmdastjóri. Sigurður H. Ingimarsson, framkvæmdastjóri „Þar sem er ljós - þar erum við“ SIGURÐUR H. Ingimarsson hef- ur verið framkvæmdastjóri Jó- hanns Ólafssonar & Co. frá 1988. Sigurður hóf störf hjá fyrirtæk- inu 1979 og var fjármálasljóri þess til 1981 að hann varð fram- kvæmdasljóri Fjárfestingafélags íslands. Þaðan lá leið hans til Veltis hf. og síðan Marels hf. þar til hann kom aftur til Jóhanns Ólafssonar & Co. Að sögn Sigurðar eru nú 17 starfsmenn hjá fyrirtækinu og mun þeim fjölga á næstunni. Heildversluninni er skipt í fjórar deildir. „Rafmagnsvörudeildin er stærst og þar er Osram helsta vörumerkið," segir Sigurður. Sigurður segir að þeirra útreikn- ingar bendi til þess að Osram hafi stærstu markaðshlutdeild í Ijósaperum hér á landi. Fyrir- tækið selur lýsingarvörur fyrir heimili, fyrirtæki, skip, bíla, kvikmyndaver, kvikmyndasýn- ingavélar, í jarðgöng, hafnir og á íþróttavelli. „Þar sem er (jós, þar erum við. Við kjósum að líta svo á að við seljum lýsingu, frek- ar en að við seljum perur. Það er mikil áhersla lögð á að þjóna vel viðskiptavinum okkar og fræða þá um það nýjasta á sviði lýsingar. í því skyni höldum við námskeið fyrir viðskiptavini, tæknimenntað fólk og stóra not- endur." Hótelvörudeildin hefur á boð- stólum flest sem þarf til veitinga- reksturs, fyrir utan mat og drykk. „Við bjóðum heildar- lausnir fyrir veitingahús, mötu- neyti og stofnanir þegar vantar eldhús og tilheyrandi búnað,“ segir Sigurður. „Við erum með tæki í stóreldhús frá Zanussi, bjóðum stálinnréttingar í sam- vinnu við Frostverk hf., postulin frá Villeroy & Boch, hnífapör frá WMF auk vara frá öðrum fram- leiðendum." Búsáhalda- og gjafavörudeild- in selur til verslana víða um land auk þess sem Villeroy & Boch verslunin í Kringlunni heyrir undir þessa deild. Þessi deild er mikið með vörur frá sömu fram- leiðendum og hótelvörudeildin, einnig selur hún vörur frá Zwies- el, Dema og Duralex. Einnig er Jóhann Ólafsson einkasöluaðili á Islandi fyrir Alpan potta og pönnur frá Eyrarbakka. Tæknivörudeildin er tvískipt. Annars vegar selur hún rekstrar- vörur til prentiðnaðarins, ljós- næmar prentplötur, prentlit og fleira. Hins vegar margs konar bílavörur svo sem ljósabúnað frá Hella, Wagner og Osram. „Mcgnið af innflutningnum hefur verið frá Þýskalandi," seg- ir Sigurður. „Við höfum lagt okkur í líma við að selja gæða- vörur á góðu verði.“ innar. Verðlagshöftin hafi hvatt til óhagkvæmra innkaupa, því dýr- ari sem varan var í innkaupi þess fleiri krónur fengust í álagningu. „Sá tími sem áður fór í biðstofur banka fer nú í að ná hagstæðu innkaupsverði erlendis," segir Jó- hann. Það er ekki aðeins að efnahags- umhverfið sé orðið annað, sjálf verslunin og neytendur hafa einnig breyst. Jóhann bendir á að-neyt- endur séu orðnir mun sjálfstæðari sem sýni sig best í aukinni sjálfsaf- greiðslu. Fólk kaupir mikið í stór- mörkuðum, bensínstöðvar eru farnar að selja bílavarahluti í stór- um stfl, meira að segja er komin sjálfsafgreiðsla í Ríkinu! Samgöngubyltingin hefur gjör- breytt samskiptum við viðskipta- vini innan Iands og utan og vöru- flutninga. „Það er orðinn miklu meiri hraði á öllu og sambandið við útlönd miklu meira. Fólk ferð- ast orðið mikið, horfir á sjónvarp og kvikmyndir og fær saman- burð,“ segir Jóhann. „Þetta er orð- inn meiri kaupendamarkaður en áður. Það þarf meira til að upp- fylla þarfir viðskiptavinanna og nauðsynlegt að hafa náin tengsl við kaupandann.“ Sem dæmi um viðbrögð við þessari þróun nefnir Jóhann Villeroy & Boch búðina. Verksmiðjurnar hafi álitið nauð- synlegt að hafa milliliðalaust sam- band við neytendur til að fá strax viðbrögð þeirra við nýjum vörum, verðlagningu og fleira. Eins nefnir hann að nýlega keyptu íslendingar stóra keðju fiskveitingahúsa í Bandaríkjunum, það hljóti að koma okkur til góða í sölu fiskaf- urða. Jóhann tekur undir það sjón- armið að auðlindin felist ekki í fiskinum í sjónum heldur mörkuð- unum. Ef fiskurinn selst ekki þá er hann einskis virði. Markaðurinn er hin raunverulega auðlind og allt sem skapar sterkari tengsl framleiðenda og seljenda við markaðinn hljóti að vera til bóta. Umsvif hins opinbera Þótt nú sé betri tíð telur Jóhann að hið opinbera sé enn alltof um- fangsmikið í atvinnurekstri, skatt- heimta og neyslustýring sé of mik- il. „Hið opinbera er að reka banka, Póst og síma, skóla, spítala, Ríkis- útvarp, leikhús, veitingastaði um allar jarðir, það er mötuneytin, járnblendiverksmiðju, hafnir, veitustofnanir og kirkjur. Það er þó hætt í útgerð! Svo á hið opin- bera fasteignir, lönd og jarðir út um allt.“ Þessu vill Jóhann breyta og færa mikið af umstangi hins opinbera til einkaaðila, þeim sé fyllilega treystandi til að sinna flestum þessum þáttum. Hann tel- ur vel veijandi að hið opinbera ali önn fyrir þeim sem eru ósjálf- bjarga og örvasa, til dæmis gamal- mennum og geðsjúkum. Raunin sé sú að þessir lendi fyrst undir niðurskurðarhnífnum, enda ekki á vísan að róa með atkvæði þeirra. Félagslegu hjálpinni sé mest beint að virkum kjósendum. „Ég er ekki á móti velferð, en tel ekki að ríkisrekstur sé forsenda hennar," segir Jóhann. „Velferð er þegar fólki líður vel. Ef það verður ekki stefnubreyting í ríkis- rekstrinum þá mun þetta kerfi hrynja. Hvernig getur það staðist að sami sjóður borgi rekstur sjúkrahúsa, geri við vegi, reki Þjóðleikhús og Háskóla? Þetta gengur aldrei upp.“ • Efni ákvörðunarinnar ræður Jóhann hefur um árabil haft mörg jám í eldinum, verið virkur í félagsmálum, setið í stjórnum fyrirtækja, farið í framhaldsnám jafnframt því að veita fyrirtæki sínu forstöðu. Hvernig fer hann að? „Ég hef átt gott með að skipu- leggja tíma minn,“ segir Jóhann. „Fyrir mörgum árum fór ég á Time Manager tímastjórnunarnámskeið og lærði mikið af því.“ Jóhann dregur úr jakkavasa sínum saman- brotin blöð, skipulag næstu fjög- urra vikna. Hann segist skipu- leggja tíma sinn eftir efni og inni- haldi ákvörðunarinnar. Jóhann fór í framhaldsnám í Harvard háskóla árin 1986-88 fyr- ir forstjóra og eigendur fyrirtækja. Hann rifjar upp að dag einn kom kennarinn með 100 blaðsíðna les- efni, fékk hveijum nemanda og sagði þeim að búa sig undir að ræða þetta efni daginn eftir. Einn spurði hvernig hægt væri að ætl- ast til þess að þeir læsu 100 blaðs- íður fyrir morgundaginn. Þá sagði kennarinn að þetta væri nú bara eins og daglega lífið, þeir þyrftu alltaf að velja úr það sem skipti máli! „Skipulagið felst í því að finna það sem skiptir máli og sleppa hinu. Mér hefur gengið ágætlega að finna kjarna málsins. Eins hef ég getað treyst öðrurn." Vakandi á verðinum Auk þess að laga sig að bfeytt- um markaði verður sífellt að fylgj- ast með vöruþróuninni. Jóhann segir að sífellt séu að opnast ný svið og nýir möguleikar sem versl- unarstéttin verði að fylgjast með. Örtölvutækninni fleygir fram og hún kemur nú orðið inn í æ fleiri vöruflokka. Því til sönnunar dreg- ur Jóhann upp sýnishorn af spar- peru frá Osram þar sem vel má sjá flókinn rafeindabúnað í fót- stykki perunnar. „Þessi pera lýsir eins og 60 watta pera, en eyðir ekki nema 11 wöttum,“ segir Jó- hann. „Ef hver íslendingur keypti eina svona peru þá gæti þjóðin sparað virkjun. En við eigum svo mikið af rafmagni að perur eru tollaðar alveg sérstaklega!" „Viltu sjá nýjustu bílperuna,“ spyr Jóhann og tekur upp glæran plastkubb. Inn í kubbinn er steypt örsmá ílöng pera frá Osram. Þessi xenon-pera er svonefnd úthleðslu- pera og byggð á tækni gömlu kol- bogaljósanna. Þrátt fyrir smæðina gefur hún flennibirtu. Jóhann seg- ir að svona perur verði algengar í bílum um og eftir næstu aldamót. Óðal feðranna Jóhann Ólafsson & Co. er á hraðferð inn í framtíðina. Börn Jóhanns forstjóra og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans, þau Mar- grét Jóhanna, Jón Árni og Ásta Guðrún, hafa unnið í fyrirtækinu í skólafríum frá unglingsárum. Tvö þau elstu eru nú í fullu starfi og það gefur fyrirheit um að í framtíðinni muni þriðja kynslóðin setjast við stjórnvölinn. „Ég lít á fyrirtækið líkt og bóndinn á jörðina sína. Hana verður að rækta mann fram af manni, kynslóð eftir kyn- slóð. Maður tekur við þessu af foreldrum sínum og vill skila því til barnanna,“ segir Jóhann. „Ef börnin hafa áhuga þá taka þau við og halda áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.