Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 30
** 30 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓREY HJARTARDÓTTIR, Mávahlíð 33, andaðist í Landspítalanum að morgni 10. október. Guðmundur Þorstejnsson, Þór Hreiðarsson, Alma ísleifsdóttir, Sævar Hreiðarsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Sváfnir Hreiðarsson, Hafdís Haraldsdóttir, Linda Sjöfn Hreiðarsdóttir, Agla Hreiðarsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson, Freyr Hreiðarsson, Eli'n Óladóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN TORFASON frá Áshól, Vestmannaeyjum, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. október. Unnur Katrín Þórarinsdóttir, Konráð Einarsson, Ólafur Þórarinsson, Kristfn Jónsdóttir, Torfhildur Þórarinsdóttir, Rannveig, Silja, Þórarinn og Auður. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, PÁLL SÆVAR KRISTINSSON Baader-maður, Móabarði 34, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 11. október. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarndís Steinþóra Jóhannsdóttir, Pálína Særós Pálsdóttir, Guðbjörg K. Pálsdóttir, Gunnar Steinn Þórsson, Magnús Sævar Pálsson, Linda Hrönn Gylfadóttir, J. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Jóhannes Oskar Sigurbjörnsson, barnabörn og systkini hins látna. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAVÍA GUNDERSEN (fædd Jónsdóttir), lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 10. október sl. Útförin fer fram í Noregi. Áse Jónasson, Danfel Jónasson, Gunder Gundersen Soloy, Ruth Soloy, Ólafía Daníelsdóttir, Ragnar Garðarsson, Guðbjörg Daníelsdóttir, Jón Magne Solay, Marianne Soloy og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA CRONIN, búsett í London, andaðist í London 12. ágúst sl. Bálför hennar hefur fariðfram í London. Kveðjuathöfn ferfram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Landssamtök hjarta- sjúklinga, s. 552 5744, njóta þess. Jakobína Cronin, Ólafur H. Ólafsson, Jóhanna Cronin, Reynir B. Skaftason, John Cronin, JosieCronin, Benedikt Cronin, Erling Cronin, JulieCronin, GeorgCronin, Susan Cronin, Phiíip Cronin, Sandra Cronin, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur bróðir minn, INGIBERGUR JÓHANN GUÐBRANDSSON húsgagnabólstrari, Þórufelli 14, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30. Sigurður Guðbrandsson. RANNVEIG HJARTARDÓTTIR CLAUSEN + Rannveig Hjart- ardóttir Claus- en fæddist að Hvanndalskoti, Saurbæ, hinn 9. júlí 1911. Hún lést 8. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Pálmadóttir og Hjörtur Clausen barnakennari. Rannveig giftist 18. júlí 1933 Guðr- áði J.G. Sigurðs- syni, f. 4. júlí 1911. Þau eignuðust fjór- ar dætur en þær eru: Ragnheið- ur Guðríður, gift Þorsteini Þor- steinssyni, Hulda Guðrún, gift Garðari Sigurðssyni, Sigrún Gréta, gift Sigurjóni Agústs- syni, og Sigriður Erla, gift Jón- asi Blöndal. Afkomendur Rann- veigar og Guðráðs eru nú 38 talsins. Útför Rannveigar verður gerð frá Víðistaðakirkju mánu- daginn 14. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hinn 8. október sl. lést á Hrafn- istu í Hafnarfírði tengdamóðir mín Rannveig Hjartardóttir Clausen, en hún var á áttugasta og sjötta aldursári er hún féll frá. í æsku Rannveigar var títt að börn og unglingar færu snemma að taka til hendinni til að létta undir með heimilinu. Um 10 ára aldur fór hún í vist í sveit þar sem hún vann fyrir fæði og húsnæði fram undir tvítugsaldurinn. Lengst af dvaldi hún á bænum Hvoli á Snæfellsnesi. Eftir dvölina þar réð hún sig i vist til Reykjavík- ur þar sem hún kynntist manns- efni sínu Guðráði J.G. Sigurðs- syni. Þau hófu búskap í Reykjavík við lítil sem engin efni en mikla bjartsýni. Oft sagði Rannveig mér frá því hvað þeirra fyrstu búskap- arár voru yndislegir tímar þrátt fyrir rýran efnahag. Hugur Guðr- áðs stefndi til sjómennsku á far- skipum og aflaði hann sér mennt- unar til þeirra starfa. Þau hjónin voru samhent, sparsöm og nýtin og eftir því sem árunum fjölgaði vænkaðist hagur þeirra jafnt og þétt. Guðráður hóf störf hjá Eim- skipafélagi íslands og vann sig frá léttmatrós til skipstjóra hjá félag- inu. Rannveig og Guðráður hafa verið lánsöm og mjög samhent í gegnum lífið. Þau hafa lengst af verið heilsugóð og hraust og notið lífsins í ríkúm mæli. Lengi vel bjuggu þau í Barmahlíð 3 í Reykja- vík en byggðu sér síðar glæsilegt einbýlishús á Sunnubraut í Kópa- vogi. Heimilislíf á heimilum far- manna hlýtur alltaf að vera tals- vert frábrugðið því sem annarstað- ar gerist, þar eð heimilisfaðirinn er langtímum fjarvistum við fjöl- o i 5 i 5 i 8 (Dafía ..ekfá kara 6UnnabúB/ Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri t.Bf.nmi.miBHM Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 I 5 8 5 | 5. skylduna. Reyndi því mikið á Rannveigu sem þurfti að mestu leyti ein að sjá um rekstur heimilisins og uppeldi dætranna. Guðráður ákvað að fara í land við 65 ára aldur. Við það þurftu þau að kynnast að stórum hluta að nýju. Er þau töldu tíma til kominn fluttu þau inn á DAS, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfírði. Á þeim tíma er þau dvöldu þar, nutu þau góðrar umönnunar hjúkrunar- og starfsfólks og mar- goft talaði Rannveig um hve þakk- lát hún væri þessu fólki fyrir góð- mennsku þess og hlýju. Fyrstu árin á heimilinu gátu þau búið saman í íbúð á heimilinu en þegar heilsu Rannveigar hrakaði var tal- ið ráðlegt að hún flytti á sjúkra- deild. Guðráður féll frá í apríl 1994 og var það mikið áfall fyrir Rannveigu sem ávallt saknaði hans mikið. Undanfarin ár hefur heilsa hennar verið allsæmileg þó að þar hafi skipst á skin og skúr- ir og stundum slegið í baksegl eins og gengur. Þegar ég lít til baka til þess tíma er ég sem unglingur tók að venja komur mínar í Barmahlíð 3 minn- ist ég þess helst hve hlýlega Rann- veig tók mér. Þrátt fyrir að þurfa alein að taka allar ákvarðanir og sjá um uppeldi dætranna í fjarveru eiginmannsins hélt Rannveig uppi góðum aga og við tengdasynirnir tilvonandi urðum að hlíta honum eins og aðrir á heimilinu. Allt frá fyrstu tíð fann ég að ég var vel- kominn á heimili hennar og ávallt síðan hefur samband okkar ein- kennst af hlýhug og væntum- þykju. Rannveig var glæsileg og góð kona. Hún kom dætrum sínum öllum vel til manns með góðu upp- eldi sem var i föstum skorðum. Hún var ekki orðmörg en gat kveð- ið allfast að orði ef svo bar undir. Hún var heiðarleg og vildi öllum vel og þoldi illa órétt. Það er alltaf erfítt að kveðja fólk sem hefur verið stór hluti af lífí manns í langan tíma. En allt hefur sinn endi og eflaust hefur Rannveig verið hvíldinni fegin og nýtur nú samveru sinnar við Guðr- áð. Ég kveð nú mína góðu tengda- móður hinstu kveðju og mun ég alltaf minnast hennar með hlýhug og þakklæti fyrir að hafa gefið mér það besta sem ég hef eignast á Iífsleiðinni. Dætrum og öðrum eftirlifandi ættingjum votta ég innilega samúð og bið góðan Guð að veita þeim styrk. Garðar Sigurðsson. Það var eitt fallegt haustkvöld í október að hún Rannveig amma mín kvaddi þennan heim og minn- ingarnar hrannast upp. Alltaf fannst mér gott að koma til ömmu og afa í Barmahlíðina. Þau höfðu búið sér mjög fallegt heimili og áttu mikið af fallegum hlutum, amma var mikill fagurkeri og hafði gaman af því að punta sig og heimilið. Það var alltaf glæsibragur yfír henni, hvort sem hún var í náttsloppnum eða vel tilhöfð. Mér þótti svo spennandi að koma til þeirra, því alltaf var tekið svo vel á móti mér. Ef afi var í landi geislaði af henni, var þá hátíð í bæ. Oftar en ekki fór amma upp í efri skáp og náði í útlenskt gotterí sem ekki var á boðstólum annars staðar í þá daga. Afi var skipstjóri á millilandaskipum og var því langdvölum að heiman. Hlutverk ömmu var að hugsa um heimilið og dæturnar fjórar og fórst henni það vel úr hendi. Seinni árin byggðu þau sér fal- legt hús við Sunnubraut í Kópa- vogi, alveg niður við sjávarsíðuna, þar nutu þau sín vel. Allt sem amma tók sér fyrir hendur gerði hún vel, grasið var hvergi eins fallegt og á blettinum hennar og það var sama hvaða plöntu hún reyndi að koma til, það tókst alltaf. Amma var heimskona, hún hafði gaman af ferðalögum og fór oft með afa í siglingar til framandi landa. Sagði hún mér margar skemmtilegar sögur frá þessum ævintýraferðum. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gafst mér í þessu lífi. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna þú vildir rækta þeirra ættaijðrð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjðfum - eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hlóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir blessun barna þinna og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, Gréta, Sirrý og Dadda. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar því missir okkar er mikill. Rannveig og fjölskylda. Elsku langamma. Ég kveð þig í hinsta sinn með tárin í augunum. Hvemig átti ég að vita þetta og af hveiju var ég ekki hjá þér? Hlýtt faðmlag og hlý orð fékk ég alltaf þegar ég kom í heim- sókn, kærleikur ríkti á heimilinu. Alltaf þegar veislur voru haldnar og öll fjölskyldan kom saman, hlakkaði ég svo til að sjá langömmu og langafa því ég vissi hvað ég fengi hjá þeim innilega hlýju og væntumþykju. Þarna sátu þau eins og kóngur og drottning og horfðu á afkomendur sína með stolti og hamingju í augunum. Þegar langafi dó vissi ég að það var stutt í þinn tíma og vildir þú ekki annars staðar vera en hjá honum Guðráði þínum. Elsku langamma, þú ert núna á góðum stað, þú ert hjá honum langafa. Ég vona af öllu mínu stóra hjarta að þér líði vel og munt þú alltaf verða í hjarta mínu. Ég sakna þín. Ó hve heitt ég unni þér. Allt hið besta í hjarta mér, vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) Þín Hulda Guðrún. Ótrúlegt úrval af vöncfuðum legsteínum úr völdum steíntegundum BAUTASTEINN I Brautarholti 3. 105Reykjavík Sími: 562 1393 Örmumst uppsetníngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.