Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E 266. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deilt um framkvæmdastj óra SÞ Neitunarvaldi beitt gegn Boutros-Ghali Reuter Páfi fellst á ferð til Kúbu Sameinuðu þjóðunum, París. Reuter. BANDARÍKJAMENN beittu í gær neitunarvaldi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna þegar gengið var til atkvæða um ályktun þess efnis að Boutros Boutros-Ghali gegndi emb- ætti framkvæmdastjóra samtakanna í fimm ár til viðbótar. Öll hin aðildar- ríkin Qórtán studdu hins vegar álykt- unina. Talið er að afstaða Bandaríkja- manna verði til þess að annar maður verði tilnefndur í embættið í stað Boutros-Ghalis, sem er 74 ára Egypti. Svo gæti þó farið að hann yrði tilnefndur aftur. Stjórn Bandaríkjanna leggst gegn Boutros-Ghali vegna þess að hún telur hann ekki hafa staðið sig sem skyldi við að minnka útgjöld Samein- uðu þjóðanna og draga úr skrif- finnskunni. Bandarískir embættis- menn hafa ennfremur sagt að Bandaríkjaþing, þar sem repúblik- anar eru í meirihluta, myndi ekki samþykkja að greiða skuld Banda- ríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar nema Boutros-Ghali láti af embætti. Skuldin nemur 1,4 milljörðum dala, jafnvirði 92 miiljarða króna. Mörg aðildarríkja öryggisráðsins telja hins vegar að Bandaríkjamenn hafi gert Boutros-Ghali að blóra- böggli vegna eigin mistaka í utanrík- ismálum og andstöðu repúblikana við Sameinuðu þjóðirnar. Bandaríkjastjórn hefur ennfremur verið gagnrýnd fyrir að nota dag- blaðið The New York Times til að opinbera andstöðu sína við Boutros- Ghali og að auka fjárhagsvanda Sameinuðu þjóðanna með því að neita að greiða skuldina við samtök- in. Vilja Afríkumann Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins gaf í skyn í gær, að Frakk- ar kynnu að fara að dæmi Banda- ríkjamanna og beita neitunai’valdi gegn tillögum um nýjan fram- kvæmdastjóra. Frakkar hafa stutt Boutros-Ghali og leggja áherslu á að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tali frönsku. Þeir gætu því hafnað hugsanlegum eftirmönnum frá enskumælandi löndum sem Bandaríkjamenn kynnu að styðja. Aðildarríki öryggisráðsins eru sammála um stefna að því að fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á næsta kjörtímabili komi frá Afr- íku. FIDEL Castro Ruz, forseti Kúbu, bauð Jóhannesi Páli II páfa í heimsókn til Kúbu á næsta ári þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Páfagarði í gær. Embættismenn í Páfagarði sögðu að páfi hefði þegið boðið. Kúbverjar eru eina spænsku- mælandi þjóðin í Rómönsku Am- eríku sem páfi hefur ekki heim- sótt. Páfi hyggst fara til Brasilíu í október á næsta ári og líklegt þykir að hann fari þá einnig til Kúbu. Fundur páfa og Castros stóð í 35 mínútur og heimildar- menn í Páfagarði sögðu að páfi hefði hvatt Castro til að koma á lýðræðislegum umbótum og rætt ástandið í mannréttindamálum á Kúbu. Castro tók þó skýrt fram á blaðamannafundi á laugardag að hann hygðist ekki breyta stefnu sinni. Að sögn heimildarmanna skor- aði páfi á forsetann að heimila kirkjunni að reka skóla og veita henni meiri aðgang að fjölmiðl- um. Skömmu eftir að Castro komst til valda á Kúbu árið 1959 voru 350 kaþólskir skólar þjóð- nýttir og rúmlega 100 prestum vikið frá. Mikill öryggisviðbúnaður var i Páfagarði vegna komu Castros. Forsetinn sást ekki á bak við dökkt gler svartrar glæsibifreið- ar sem ekið var inn á Péturstorg- ið í fylgd 15 bíla. Létt vélbyssa sást í sóllúgu eins bílsins. Málamiðlun í augsýn í Hvíta-Rússlandi Eldur í lest í Ermarsundsgöngunum Gætu þurft að breyta lestunum Viðgerð gæti tekið nokkrar vikur París. Reuter. Frakkland Viðvörun- arkerfi í sjónvarpi París. The Daily Telegraph. FRANSKAR sjónvarps- stöðvar hafa tekið upp nýtt kerfi sem byggist á því að tákn birtast neðst til hægri á skjánum til að vara for- eldra við klámi og ofbeldi sem gæti skaðað börn. Ákveðið var að taka þetta viðvörunarkerfi upp vegna viðhorfskönnunar sem benti til þess að 80% sjónvarps- áhorfenda teldu að ofbeldið sem stöðvarnar sýndu keyrði um þverbak. Grænn hringur birtist á skjánum þegar sýndar eru myndir, sem teljast varhuga- verðar fyrir börn vegna at- riða sem gætu valdið þeim hugaræsingi. Gulrauður þrí- hyrningur merkir að myndin sé bönnuð börnum yngri en tólf ára og rauður ferhyrn- ingur varar við grófu ofbeldi og klámi sem „gæti haft skaðleg áhrif á andlegan og siðferðilegan þroska ung- menna“. SVO VIRTIST sem i gær drægi úr spennu í Hvíta-Rússlandi vegna þeirrar fyrirætlunar Alexanders Lúkashenkos, forseta landsins, að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að auka völd forsetans. Rússar skárust í leikinn og hvöttu til þess að leitað yrði málamiðlunar og háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi sagði í gærkvöldi að Lúkashenko hefði lýst yfir því að hann væri reiðubúinn að koma til móts við andstæðinga sína. Embættismaðurinn sagði jafnvel koma til greina að Lúkashenko félii frá fyrirætlunum um nýja stjórnar- skrá gegn því að þingið hætti við að reyna að víkja honum úr embætti. Sagði heimildarmaðurinn að Lúkashenko hefði lagt þessa tillögu fram á fundi með Valrí Tíkhníja, forseta stjórnlagadómstólsins. Ekki var ljóst hvort Lúkashenko hefði átt við að hann mundi aflýsa þjóðar- atkvæðagreiðslunni eða breyta af- stöðu sinni til þess hvernig hrinda ætti breyttri stjórnarskrá í fram- kvæmd. Þing Hvíta-Rússlands hóf í gær aðgerðir til að víkja forsetan- um úr embætti. Lúkashenko flutti í gær ræðu á fundi í bænum Borísov og stuðn- ingsmenn hans klappa hér fyrir forsetanum. ■ Deiltáforseta/17 SIR George Young, samgönguráð- herra Bretlands, sagði í gær að skoða þyrfti ofan í kjölinn hvort breyta bæri hönnun flutningalesta í Ermarsundsgöngunum eftir að eldur blossaði upp í einum af aðal- göngunum með þeim afleiðingum að átta manns voru fluttir á sjúkra- hús vegna reykeitrunar. Bernard Pons, samgönguráðherra Frakk- lands, sagði að viðgerðin í göngun- um gæti tekið nokkrar vikur. Sir George Young sagði á breska þinginu að Öryggisnefnd Ermar- sundsganganna myndi endurskoða hönnun lestanna vegna ábendinga frá breskum slökkviliðsstjórum um að eldvörnunum væri ábótavant. Breytingar á lestunum gætu reynst dýrar og mikið áfall fyrir Eurotunn- el, sem rekur lestirnar. Fyrirtækinu var bjargað frá gjaldþroti nýlega þegar samkomulag náðist um að skuldbreyta lánum sem nema níu milljörðum punda, sem svarar 990 milljörðum króna. Samgönguráðherra Frakklands sagði að skemmdir hefðu orðið á rafmagnsköplum og öðrum leiðslum á hartnær 600 metra löngu svæði í göngunum og viðgerðirnar gætu tekið nokkrar vikur. Rannsakað yrði hvort ástæða væri til að auka öryggisviðbúnaðinn eða bæta loft- ræstinguna í göngunum. Takmörkuð umferð leyfð Þetta er alvarlegasta atvikið sem orðið hefur í göngunum frá því þau voru opnuð fyrir tveimur árum og í fyrsta sinn sem þeim er lokað. Gert er ráð fyrir að takmörkuð umferð verði leyfð um göngin í dag og Eurotunnel telur að á næstu vikum verði umferðin þriðjungi minni en verið hefur. Miklar skemmdir urðu á fímmtán flutningabílum og eimreið lestar- innar. Átta manns voru fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar en gert var ráð fyrir að þeir færu allir af sjúkrahúsinu í gærkvöldi. ■ Skelfing greip um sig/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.