Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 43 I DAG BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson „OVER Your Shoulder" heitir ný bridsbók eftir Bretana Tony Forrester og Brian Senior. Uppsetningin er óvenjuleg, en nokkuð skemmtileg: Fyrst sýna þeir allar fjórar hendur og sagn- ir og segja hvað gerðist í reynd. Síðan fara þeir í sau- mana á hverri ákvörðun, gagnrýna og leiðbeina eftir því sem tilefni gefst til. Hér er spil úr bókinni: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K104 V K1043 ♦ KD2 ♦ D94 Vestur ♦ DG75 V D6 ♦ 543 ♦ G1082 Austur ♦ 329 V 752 ♦ G1098 ♦ ÁK3 Suður ♦ Á86 V ÁG98 ♦ Á76 ♦ 765 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand* Pass 3 grönd Pass Pass Pass »12-14. Útspil vesturs er spaða- fimma, fjórða hæsta. Lítið úr borði og nía austurs drepin með ás. Síðan hjarta upp á kóng og hjartatíu svínað. Vestur fær slaginn á drottninguna og spilar spaða. Sagnhafi dúkkar, tekur síðan slag- ina á rauðu litina og von- ast eftir kraftaverki í lauf- inu í lokin. Niðurstaða: Einn niður. Hvað er hægt _að segja um þetta spil? Ýmislegt. Það má velta fyrir sér út- spilinu. Er betra að spila út laufi eða kannski spaða- drottningu? Niðurstaða höfundanna er að laufáttan geri útspil í laufi öruggari kost, en hins vegar bendi stökk norðurs í þijú grönd til þess að hann eigi ekki hálit og því sé spaðinn sókndjarfara útspil. En hvað með stökk norðurs í þtjú grönd? Hvers vegna leitar hann ekki eftir hjartasamlegu? Forrester telur að það eigi ekki að gera með skiptinguna 4-3-3-3 og háspil í öllum litum. Spilaði sagnhafi rétt? Ef hann reiknar með að vestur eigi 4-6 spaða, eru auðvitað meiri líkur á að austur eigi fleiri hjörtu og þar með drottninguna. Hins vegar gat suður gefið sér auka- möguleika með því að spila fyrst hjartagosa upp á kóng. Eigi vestur drottn- ingu aðra, er freistandi að leggja á gosann. Eina skarplega athuga- semd er að finna hjá þeim félögum varðandi vörnina. Austur er í vanda þegar hann þarf að henda í síð asta hjartað. Þá á hann eftir G1098 í tígli og ÁK3 í laufi. Hann má ekki henda láufþristinum, því þá vinn- ur sagnhafi spilið með því að spila tvívegis litlu laufi. En ef suður á fjóra tígla er auðvitað ekki gæfulegt að kasta tígli. Austur getur nýtt sér útspil makkers til að leysa þennan vanda. Vestur kom út frá fjórlit og hefur sýnt tvö hjörtu. Ef suður á fjóra tígla, er vestur með tvo og þar með fimm lauf og hefði senni- lega spilað út í þeim lit. Ergó: Makker á þijá tígla, minnst. Árnað heilla OAÁRA afmæli. Þriðju- ÖDdaginn 26. nóvember nk. verður áttræður Konráð Oskar Auðunsson, bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Eigin- kona hans er Sigríður Har- aldsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í fé- lagsheimilinu Gunnars- hólma A-Landeyjum, laugardaginn 23. nóvember nk. frá kl. 20.30. Sætaferðir verða frá Reykjavík. Nánari uppl. í s. 487-8578. Konráð frábiður sér allar gjafir en vonast til að sjá sem flesta. /»AÁRA afmæli. í dag, Owmiðvikudaginn 20. nðvember, er sextugur Auðunn O. Helgason, Seljalandi 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Þ. Gísladóttir. Þau dvelja á Kanaríeyjum á afmælis- daginn. pf AÁRA afmæli. í dag, O vl miðvikudaginn 20. nóvember, er fimmtugur Svavar Tryggvi Omar Óskarsson, verkstjóri hjá Akranesveitu, til heimilis að Vogabraut 40, Akra- nesi. Eiginkona hans er Aðalheiður Finnbogadótt- ir. Þau hjónin verða fjarver- andi á afmælisdaginn. Ljósmyndastofa Páls, Akureyri BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Laufáskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Lára Svansdóttir og Jón Heiðar Daðason. Heimili þeirra er á Núpasíðu 8c, Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Farsi ,, |//£ &um ekki mek barnxgaesiu -suo i/io rbóum pau sem samartaerlingcx. •" STJÖRNUSPA * SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ákveðnar skoðanir og ert ekkert að fela þær. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Varastu óhóflega ýtni, sér- staklega gagnvart þínum nánustu, og hlustaðu á það sem aðrir hafa til máianna að leggja. NdUt (20. apríl - 20. maí) Ef þú flýtir þér um of geta smáatriðin framhjá þér farið og torveldað lausn á verkefni í vinnunni. Hafðu augun opin. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Fjölskyldumálin eru á dag- skránni hjá þér í dag. Var- astu óþarfa eyðslu, sem get- ur valdið þér vandræðum síð- Krabbi (21. júní — 22. júH) HsB Flýttu þér hægt við að gefa vini óumbeðin ráð, sem ekki eru vel þegin. Ný tómstunda- iðja heillar þig þegar líður á daginn. Ljón (23. júl! - 22. ágúst) Þér semur illa við einhvern árdegis, sem hlustar ekki á rök þín. Bíddu betri tíma, því skoðanir þínar ná fram að ganga. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Komdu til móts við óskir ástvinar í dag. Það styrkir sambandið og tryggir ykkur ánægjulegar stundir í vina- hópi í kvöld. y°g „ (23. sept. - 22. október) Gagnkvæmur skilningur er mikilvægur þáttur í sam- skiptum ástvina og styrkir sambandið. Góð ábending nýtist vel í vinnunni. Sþorðdreki (23.okt.-21.nóvember) HljS Varastu óþarfa stjórnsemi í vinnunni, sem getur spillt góðu samstarfí. Ættingi leit- ar ráða hjá þér í viðkvæmu fjölskyldumáli. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Fyrir tilstilli gamals ijöl- skylduvinar tekst þér að finna lausn á flóknu heimilis- vandamáli I dag, sem allir sætta sig vel við. Steingeit (22.des. - 19.janúar) m Þótt heppnin sé með þér í viðskiptum dagsins er óþarfí að láta það leiða til eyðslu semi. Sýndu stirðlyndum ættingja þolinmæði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þægileg framkoma greiðir þér leið í viðskiptum dagsins og færir þér velgengni. Þú leysir ágreining innan fjöl skyldunnar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) * Þú gætir hlotið viðurkenn- ingu fyrir vönduð vinnu- brögð í starfi í dag. í kvöld bíður þín skemmtilegur mannfagnaður. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Pelsarnir loKsins komnir stuttir kr. 7.9oo 5ama göða verðið Millisíðir kr. 9.900 Urin Svart^g'b^gf 00 StTUtUTUlTj tískuverslun, Sendum í póstkröfu Laugavegi 55, sími 561 8414. Hvab er rétt klukka? í síma 155 er að finna upplýsingar um hvað rétt klukka er • Opið allan sólarhringinn. PÓsniROQSlMI Vörugeymslur • Kælilagerar • Frystilagerar Matvælageymslur • Bókasöfn • Skjalasöfn • Bflskúrar Lagermál eru okkar sérgrein Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Brettarekkar, margar gerðir Skjalaskápar á hjólum Þjónusta - þekkíng - ráðgjöf. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX564 4725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.