Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Strandríkin og ESB boða til nýs fundar um síldveiðar í næsta mánuði Rætt um að auka heild- arkvótann á næsta ári ENGIN niðurstaða varð af fundi ís- lands, Noregs, Rússlands og Færeyja með fulltrúum Evrópusambandsins í London um stjórn veiða á norsk- íslenzku síldinni. Ákveðið var að boða til annars fundar í næsta mánuði. Rætt var um að svigrúm gæti orðið til að auka heildarkvótann frá síð- asta ári. Strandríkin hafa lagt áherzlu á að Evrópusambandið virði samkomu- lag það um síldveiðarnar, sem löndin fjögur gerðu í maí síðastliðnum og hyggjast endurnýja. Að sögn Jó- hanns Siguijónssonar, aðalsamn- ingamanns íslands, voru allir aðilar á fundinum í London, sem stóð í gær og fyrradag, sammála um að það væri mikilvægt verkefni að koma fuilri stjórn á síldveiðamar. Viðræðum haldið áfram fyrir miðjan desember Jóhann segir að rætt hafi verið um síldveiðarnar á þessu ári, ástand stofnsins og stöðu mála varðandi síldina almennt. Ljóst sé að skoðanamunur sé milli strandríkj- anna og ESB, en andinn í viðræðun- um hafi ekki verið neikvæðari en svo, að ákveðið hafi verið að halda viðræðunum áfram fyrir miðjan des- ember. Heildarkvóti sá, sem strandríkin fjögur ákváðu fyrir þetta ár, er 1.107.000 tonn. Þar að auki tók Evrópusambandið sér 150.000 tonna kvóta einhliða. Ekki liggur fyrir hver heildarveiðin í ár er orðin, enda eru skip sumra ríkja enn að síldveiðum. Jóhann segir að á fundinum hafi verið rætt um að leitast við að fylgja ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um heildarafla á næsta ári. „Út úr henni má lesa að óhætt sé að veiða heldur meira en gert hefur verið undanfarin ár og á þessu ári. Það má því búast við aukningu, en um þetta er ekkert ákveðið,“ segir Jó- hann. Ole Tuegaard, aðalsamningamað- ur Evrópusambandsins í fiskveiði- málum, vildi ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við Morgun- blaðið. Karfi efst á baugi á ársfundi NEAFC Ársfundur Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefst í London í dag. Fyrst ekki náð- ist samkomulag milli strandríkjanna og ESB um síldveiðarnar, verður að öllum líkindum lítið rætt um síld á fundinum. Framlenging samkomu- lags um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg verður hins vegar efst á baugi. Skófludag- ur í Eyjum VESTMANNAEYJAR eru eitt- hvert snjóléttasta byggðarlag á íslandi og það þykir saga til næsta bæjar að um miðjan nóvember séu snjóruðnings- tæki þar í önnum eftir kafalds- byl meðan snjóföl liggur yfir nágrannabyggðunum á megin- landinu. En það var skófludag- ur í Eyjum í gær þegar þar slotaði austanbálinu sem skall á um hádegi á mánudag og gerði hvorttveggja í senn að kyngja niður snjó og safna í skafla. Vart sást út úr augum og flestar götur í bænum urðu ófærar. Bæjarstarfsmenn á ruðningstækjum höfðu í nógu að snúast í gær og bíleigendur þurftu margir að ryðja úr vegi nokkrum rúmmetrum af snjó áður en þeir gátu sest undir stýri. Höggmynd eftir Gerði Helgadóttur afhent SÞ Genf. Morgunblaðið. GUNNAR Snorri Gunnars- son, fastafulltrúi íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf, af- henti Sameinuðu þjóðunum í gær fyrir hönd ríkisstjórnar Islands höggmynd eftir Gerði Helgadóttur að gjöf, í tilefni af því að 50 ár voru liðin síð- an ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar. Vladimír Petrovsky, yfir- maður stofnana SÞ í Genf, tók við höggmyndinni í viðurvist gesta. Höggmyndin, Óþekkti póli- tíski fanginn, stendur á áber- andi stað á gangi milli tveggja stórra fundarsala SÞ í ný- byggingu við Þjóðahöllina. Fundir Mannréttindastofnun- arinnar eru haldnir þar og sagði Gunnar Snorri högg- myndina einmitt vera valda með baráttu SÞ fyrir mann- réttindum og mannúðarmál- um í huga. Höggmyndin verð- ur væntanlega í húsakynnum Mannr éttindastofnunar innar, ef hún fær eigin húsakynni í framtíðinni. Gunnar Snorri benti á í ávarpi sínu að ísland hefði gengið í SÞ einu og hálfu ári eftir að þjóðin fékk fullt sjálf- stæði. Það hefði verið skref hennar til fulltingis við aðrar þjóðir á alþjóðavettvangi. Síð- an hafa nokkrir íslendingar starfað hjá Mannréttinda- stofnuninni og honum væri þóst hversu mikilvægt starf væri unnið þar. Gestum var boðið upp á hressingu að afhendingunni lokinni áður en þeir lögðu aft- ur út í hráslagalegt nóvember- veður sem Gunnar Snorri sagði að minnti á ísland. VLADIMÍR Petrovsky, yfirmaður stofnana Sameinuðu þjóðanna í Genf, og Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra við mynd Gerðar Helgadóttur, Óþekkta pólitíska fangann. Grófu niður á fjöru- kamb í Hafnarstræti STARFSMENN Gatnamálastjóra grófu í gær að talið er niður í gamlan kjallara og niður á fjöru- kambinn sem húsið Hafnarstræti 21 í Reykjavík var reist á árið 1880. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá Árbæjarsafni, mun kanna um- merki á staðnum nánar í dag. Hann segir að eftir lauslega skoð- un sýnist sér að hús þau sem byggð voru á fjörukambinum hafi verið byggð á súlum og að sjórinn hafi verið látinn leika undir þau um fjörukambinn. I gær hafði aðeins verið opnuð lftil rás ofan í kjallarann en hún verður víkkuð í dag. Þá mun Niku- lás kanna hvað býr undir í hinum forna kjallara sem er Tryggva- götumegin við húsið sem hýsir Borgarbílastöðina. Morgunblaðið/Sigurgeir Höfuðborgarsvæðið •• Ondunarfærasýk- ing herjar á börn MIKIÐ hefur verið um margs kon- ar sjúkdóma meðal barna á höfuð- borgarsvæðinu að undanförnu. Að sögn Atla Árnasonar yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinnar í Grafar- vogi er það aðallega öndunarfæra- sýking sem heija á börnin, en slík sýking getur valdið berkjubólgu og jafnvel lungnabólgu. „Um er að ræða bakteríuna microplasma sem veldur Iangvarandi hósta, hita og uppgangi. Slík sýking er oft á ferðinni hérlendis en í þetta sinn er um hálfgerðan faraldur að ræða,“ segir Atli. Börn frá eins árs aldri og fram á fyrstu ár í grunnskóla eru mót- tækilegust fyrir slíkri sótt en dæmi eru einnig um að eldra fólk hafi orðið fyrir barðinu á henni. Ástæða er að mati Atla til að biðja fólk um að fara sérstaklega var- lega ef það finnur fyrir tyúkdóms- einkennum. Ýmislegt bendir einnig til að parainflúensa hafí stungið sér nið- ur hérlendis, en hún veldur hefð- bundnum flensueinkennum, s.s. háum hita, höfuðverk og bein- verkjum. „í kjölfar slíkrar vírus- sýkingar er fólk veikara en ella fyrir bakteríusýkingu, s.s. micro- plasma, berkjubólgu, lungnabólgu og eyrnabólgu,“ segir Atli. Augnsýkingar og hálsbólga einnig sjúkdómsvaldar Hugsanleg skýring á miklum lasleika barna undanfarið er, að mati Atla, köld veðrátta í október og nóvember. Frá í haust hafa augnsýkingar hjá ungum börnum einnig verið algengar en einkennin eru gröftur í augnkrókum og rauð augu. Auk þess hefur hálsbólga af gerðinni streptococca verið skæð, en henni fylgir ígerð í hál- skirtlum og stundum útbrot en kallast þá skarlatssótt. Hins vegar hefur, að sögn Atla, lát orðið á kvefpestum sem geisað höfðu. Engin tilfelli Asíuinflúensu hafa enn sem komið er verið greind hérlendis, en Atli segir hana vera árlegan viðburð sem getur skotið upp kollinum frá október og fram í apríl. „Asíuflensan er misskæð en búið er að bólusetja talsvert við henni, aðallega veikburða og fullorðið fólk.“ Heimsókn frá Namibíu SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Namibíu, Hifikepunye Pohamba, er í opinberri heimsókn hér á landi og hittir m.a. Þorstein Pálsson sjávarút- vegsráðherra að máli. Að sögn Þorsteins er heimsókn starfsbróður hans fyrst og fremst vegna samstarfs sem tekist hefur með íslendingum og Namibíubúum, en ráðherrann mun einnig kynna sér fískveiðistjórnun og rannsóknir hér. Heimsókn sjávarútvegsráðherrans lýkur á föstudag. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.